Leita í fréttum mbl.is

Er markmiðinu náð?

,,Í frumvarpi sem fylgdi breytingarlögunum sagði að starfsemi umboðsmanns skuldara væri ekki komin í „fullan rekstur“ og af þeim sökum gæti myndast biðtími frá því að umsókn um greiðsluaðlögun væri lögð inn þar til umsókn væri tekin fyrir og greiðslufrestur veittur. Því var gildistími ákvæðisins ákveðinn til 1. júlí 2011 og í frumvarpinu sagði jafnframt að reiknað væri með því að á þeim tímapunkti myndi biðtími eftir afgreiðslu umsókna hafa styst í það sem „eðlilegt [geti] talist“.

 Í ljósi þess að fyrir örfáum vikum birtust fréttir af því að, einungis ca. ein af hverjum hundrað umsóknum um greiðsluaðlöðun hafi náð í gegn á þann hátt að greiðsluaðlöðunin náðist í gegn, hlýtur það að teljast sanngjarnt að spyrja hvort markmið breytingartillögunnar hafi náðst fram.  

 Fljótt á litið er svarið við þeirri spurningu ,,nei".  

 Þegar frumvarpið varð að lögum á sínum tíma, þá var framkvæmdavaldinu, í þessu tilfelli velferðarráðherra,  falið það verkefni að koma efni þess í framkvæmd.  Að mestu leyti virðist þeirri framkvæmd ábótavant og verður það klúður að skrifast á ráðherrann og eflaust að einhverju leyti á Umboðsmann skuldara.  Ráðherrann og umboðsmaðurinn hljóta að talast við og það er alveg hægt að fullyrða það að þessi staða hafi verið ljós, nokkuð fyrir þinglok í vor.

 Þetta mál, bætist því bara við lista ókláraðra, vanbúinna og ,,gleymdra mála" Jóhönnustjórnarinnar.  Eða var kannski þessi dagsetning ákveðin af áeggjan AGS og því ómögulegt að hrófla nokkuð við henni?


mbl.is 420 umsóknir um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

20 á ári komast í gegn og fara að greiða af og eftir settum lögum.

Þetta leysist s.s. farssællega árið 3886.

Óskar Guðmundsson, 1.7.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband