Leita í fréttum mbl.is

Atvinnusköðun, fjárfæling og kjarasamningar.

Aðilar vinnumarkaðsins eru ekki öfundsverðir að  þurfa núna eftir helgi að segja af eða á hvort þeir kjarasamningar sem skrifað var undir um daginn, skuli gilda  til næstu þriggja ára eða bara til febrúar nk.

Nánast allan þann tíma sem samningaviðræður aðila vinnumarkaðsins stóðu yfir, var það ljóst að óbreytt atvinnu og fjárfestingarástand , gætu engan vegin réttlætt þriggja ára samning.   

Það hefur því verið stjórnvöldum ljóst í hálft ár, hið minnsta, að hér þyrfti verulega að taka til hendinni og skapa hér aðstæður til fjárfestinga og atvinnusköpunnar.  Það hefur reyndar verið ljóst í rúm tvö ár að hér á landi hefur vantað ca. 20 þús störf + .  

Sé tala atvinnulausra tekin og við hana bætt aukning á umsóknum um skólavist, umfram eðlilegt meðaltal og fluttning fólks erlendis umfram það sem eðlilegt getur talist í eðlilegu árferði, fer talan í eitthvað yfir 20.000.

 Það er reyndar alveg rétt að stjórnvöld eiga ekki að beinlínis að standa að atvinnuuppbyggingu og fjárfestingum.  Á sama hátt er það einnig alveg rétt að stjórnvöld eiga ekki að leggja íþyngjandi skatta og önnur gjöld á atvinnulífið sem hamlar viðleitni þess, að standa að verðmætaaukningu og fjárfestingum í atvinnulífinu.

Þó svo að virkjun neðri hluta Þjórsár sé vissulega umdeild og ekki til standi að taka efnislega afstöðu til hennar sem slíkrar, þá má benda á að í það minnsta einn stjórnarþingmaður hefur gefið það út, að verði farið í þá virkjun, þá muni þessi sami þingmaður láta af stuðningi við ríkisstjórnina.    Það myndi þá væntanlega þýða að stjórnin væri fallin, enda hefur hún bara eins manns meirihluta í þinginu.  

Með það í huga, hlýtur hugurinn að reika til þess, hvort að fleiri hugsanleg verkefni sem gætu átt stóran hlut í því að koma atvinnulífinu í gang, sé haldið í gíslingu líkt og virkjun neðri hluta Þjórsár.

Einnig má geta þess að ýmislegt annað hefur verið í umræðunni , sem gæti skapað hér atvinnu.  

Fyrir nokkrum dögum var í fréttum að orkurverðlagning á bandvídd á Farice sæstrengnum, fældi hér frá aðila sem annars gætu vel hugsað sér að reisa hér á landi gagnaver. 

Fyrir einskæran aulahátt stjórnvalda, eða  þá ósamstöðu innan stjórnarflokkanna ,,gleymdist“ að leggja fram á vorþinginu frumvarp að lögum, sem heimiluðu útboð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.

Einnig hlýtur það að teljast undarlegt  í ljósi þess að siglingarleiðin um Norðurskautið gæti opnast fyrr en varir, að ekki sé meiri kraftur í þeirri vinnu að finna hér staði fyrir hentugar úmskipunnarhafnir til Ameríku og Evrópu, ásamt kynningu á því verkefni til þeirra aðila er nýta myndu sér slíkt.

 Við þetta bætist svo auðvitað kyrrstaðan á öllu á Suðurnesjum og í Þingeyjarsýlunum, sem að klárlega er í boði núverandi stjórnvalda, ásamt mörgu öðru sem ekki verður tiltekið í þessum pistli.

Frétt á Eyjunni um að málþóf stjórnarandstöðunnar í þinginu um kvótamálin hafi fryst það mál út  er einhver aumasta tilraun Samfylkingarmiðils til þess að slá ryki í augu almennings, svo ekki verði  eins ljóst almenningi algert getuleysi og aumingjaskapur stjórnvalda, til þess að skapa hér lífvænlegt umhverfi hér á landi.   Kvótamálin nutu ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna og hefðu því varla verið samþykkt í þinginu, þó ekki hafi verið viðhaft meint málþóf í þinginu vegna kvótans.

Eins og hverjum manni  ætti að vera ljóst þá eru nánast engar forsendur fyrir því að nýgerðir kjarasamningar verði látnir gilda í þrjú ár og væri það nánast ábyrgðarleysi af fulltrúum atvinnulífsins að negla samningana niður til svo langs tíma.

 Verði fallið frá þriggja ára gildistíma samningana, munu eflaust þær raddir og upphrópanir hljóma hvað hæst að öllu hér sé stefnt í óvissu og bull.  Slíkt er hins vegar eingöngu að finna í huga þeirra sem sjá  glasið alltaf hálf tómt. 

 Þeir sem sjá glasið hálf fullt, sjá hins vegar enn eitt tækifærið sem að stjórnvöldum byðist til þess að standa við eitthvað af þessum loforðum sínum, er gefin hafa verið og svikin jafnóðum, allt frá því að fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur tók til starfa þann 1. Feb. 2009.

Sé til þess hugsað hvaða vissa fellst í þriggja ára gildistíma, versus meintrar óvissu með því að falla frá slíku, þá er meinta óvissan skárri.

Eina vissan miðað við núverandi aðstæður er að, verðlag mun hækka, vextir hækka, atvinnuleysi aukast og vandi heimila og fyrirtækja aukast enn frekar.  Við þær aðstæður myndu svo tekjur ríkissjóðs dragast enn frekar saman, velferðarkerfið halda áfram að lognast útaf sem slíkt og fólksflótti frá landinu enn aukast.

Af tvennu illu, þá er því illskárri kosturinn að að falla frá þriggja  ára gildistöku kjarasamninga, í þeirri veiku von að sundurlyndisfjölskyldan í gamla fangelsinu við Lækjartorg, fari að sinna þeim verkum sem hún var kosin til.  Annars er það einboðið að hún fari frá völdum og hleypi að fólki, sem hefur þann dug í sér, sem að þarf til þess að skapa  lífvænlegar aðstæður hér á landi.


mbl.is Óvissa um fjárfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband