Leita í fréttum mbl.is

Launamál skilanefnda aftur og enn í boði FME.

Laun skilanefndamanna detta inn í umræðuna af og til og alltaf í rauninni sama fréttin , nema hvað hlutirnir virðast hafa þróast til aðeins verri vegar en síðast.

Fyrst þegar launamálin komu upp, þá varð forsætisráðherra ,,forviða" og sagði í Kastljósviðtali að hún sæti jafn agndofa yfir fréttum innan úr föllnu bönkunum og aðrir landsmenn.  En bætti svo síðar við, að það væri nú kannski huggun harmi gegn að kröfuhafar bankanna greiddu þessi ofurlaun. 

 Síðan þá hafa launamál skilanefnda af og til komið í umræðuna, en þá aðallega skilanefndar Glitnis og þá oftar en ekki, þegar einnig eru í umræðunni, mál tengd þeim aðilum er áttu og stjórnuðu Glitni síðustu mánuðina fyrir hrun.  Svo einkennileg sem að sú tilviljun kann að vera, þá á höfuðpaurinn í því gengi eitt stk fjölmiðlaveldi. 

 Svo má líka alveg gera ráð fyrir því að kjör skilanefndarmanna í öðrum skilanefndum, séu ekkert lakari en þeirra í Glitnisnefndinni.   Þá er það nú engin huggun harmi gegn að kröfuhafar gamla Landsbankans borgi kostnað við skilanefnd bankans, þar sem íslenska ríkið er langstærsti kröfuhafinn. Auk þess sem að ríkið á töluverðar kröfur í hinum bönkunum og greiðir því drjúgan hluta kostnaðar við skilanefndir hinna bankanna líka, eins og þessar verktaka (launa) greiðslur.

 Eins og fram kemur hér að ofan, þá var það stjórn FME sem skipaði í allar þessar skilanefndir í umboði stjórnvalda.  Þegar ráðið var í þessar skilanefndir, má alveg slá því föstu að launakjör skilanefndarmanna, eða form þeirra hafi verið ákveðið, af þeim sem réð mannskapinn í skilanefndirnar, FME.  

Á þeim tíma var það alveg ljóst að þetta yrði ekkert áhlaupaverkerfni sem að tæki fáa mánuði, heldur einhver ár.   Eins er varla hægt að líta á starf í skilanefnd sem hlutastarf, miðað við hversu margir tímar í útseldri vinnu eru skrifaðir á þessa vinnu.

 Á milli kröfuhafanna og skilanefndanna, starfa svo félög (fyrirtæki) á ábyrgð stjórnvalda (FME), sem hefur nokkurs konar yfirumsjón með störfum skilanefndanna.  Þessum félögum er einnig ætlað að vera einhvers konar veggur á milli kröfuhafa og skilanefnda, til að kom aí veg fyrir óæskileg afskipti kröfuhafanna af skilanefndinni.

Það er því spurning hvort að menn hefðu ekki frekar átt að huga að því, að ráða í skilanefndina launþega, sem væru á launaskrá, hjá félaginu sem er á milli skilanefndarinnar og kröfuhafanna, þá væntanlega á geðfelldari launum,  en  verktakagreiðslur þær sem skilanefndarmenn þiggja nú fyrir störf sín.  ,,Félagið gæti svo sent kröfuhöfunum reikninginn fyrir útlögðum launakostnaði, líkt og það reyndar gerir nú, vegna verktakagreiðslanna. 

 Svo má nú alveg hugleiða það hvort að almennt hafi verið athugað hvort að skilanefndarmenn, hafi hæfi til setu í nefndunum.  Ég nefni hér dæmi að neðan, reyndar úr annarri skilanefnd, en Glitnis,  en það er ekkert sem segir mér að þetta geti ekki verðið svona annars staðar líka.

Knútur Þórhallsson, endurskoðandi, starfaði hjá Kaupþingi og situr í skilanefnd bankans nú. Hann var endurskoðandi Exista og vann að samruna Kaupþings og Búnaðarbankans á sínum tíma. Hann er einn helsti eigandi Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á Íslandi, hefur setið í stjórn þess. Knútur var endurskoðandi Ólafs Ólafssonar og Bakkavararbræðra. Gott að hafa góða að!


mbl.is Með 21 milljón í árslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Núna segist ríkisstjórnin ekkert hafa með bankana að gera og ekki geta skipt sér nokkurn hlut af starfsemi þeirra, þar sem þetta séu EINABANKAR þ.e. hlutafélög með sjálfstæðar stjórnir.

Ein af þeim ávirðingum sem þingmenn notuðu til að réttlæta að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm var sú, að hann og ríkisstjórn hans hafi ekki séð um að bankarnir minnkuðu efnahagsreikninga sína og að hafa ekki beitt sér nægilega í því skini að útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi væri ekki breytt í dótturfélög, þannig að Icesavereikningarnir myndu falla undir innistæðutryggingasjóði þeirra, en ekki þann íslenska.

Ef ætlast var til að fyrri ríkisstjórn gæti skipað einkabönkum fyrir verkum, hlýtur núverandi ríkisstjórn að geta haft einhver afskipti af uppgjörum þessara banka og skilanefndum þeirra, sem skipaðar eru af FME, sem aftur er ábyrgt gagnvart Viðskiptaráðherra.

En við hverju er svo sem að búast af viðskiptaráðherra sem mætir í viðtöl við erlenda fjölmiðla og lýsir því yfir að gjaldmiðill þjóðar sinnar sé handónýtur og gefa með því erlendum fjárfestum skýr skilaboð um að halda sig eins fjarri íslensku efnahafslífi og kostur er.

Telji ríkisstjórnin sig ekki hafa heimildir til afskipta af uppgjöri gömlu bankanna og störfum þeirra nýju eftir hrun, þá getur hún a.m.k. skipað rannsóknarnefnd til að fara í saumana á gerðum þessara aðila undanfarin tvö og hálft ár og koma gerðum þeirra þannig fyrir almenningssjónir.

Axel Jóhann Axelsson, 14.3.2011 kl. 22:01

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Reynum að fjalla rétt um þetta:

  • skilanefndir eru á launaskrá hjá kröfuhöfum gömlu bankanna - sem eru að mestu erlendir aðilar
  • Upplýsingar um  "6 millj laun á mánuði" eru trúlega brúttó tala -  útseld vinna frá lögfræðistofu - hugsanlega með virðisaukaskatti

Ef þetta er svona - þá er þetta alveg dæmigerð umfjöllun á Íslandi - 50% lygi  + öfund og heimska.

Auðvitað eru launin góð - þau séu  millj á mán - þegar búið er að draga frá allt - niður í útborguð laun.

Gleymum þá ekki skattinum a.m.k 60% 1.2 millj og þá eru þessi "óskaplegu laun"  orðin nettó 800 þúsund -  sem er líka ágætis laun - greidd af erlendum aðilum - til Íslands...

Þetta er svona "líklega hin hliðin" á málinu - en ég er ekkert að mæla þessu bót - bar að rekja  hvernig þetta sé - líklega.... eða hvað?

Kristinn Pétursson, 15.3.2011 kl. 02:35

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

....líkleg laun útborguð átti að vera  2 millj... í dæminu

Kristinn Pétursson, 15.3.2011 kl. 02:36

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kristinn Pétursson hvernig getur þú réttlætt þessi laun þó að erlendir kröfuhafar borgi að mestu????? Peningar vaxa ekki á trjám.

Sigurður Haraldsson, 15.3.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband