Leita í fréttum mbl.is

Dómstólahugleiðingar.

Fari svo að í kjölfar synjunar íslensku þjóðarinnar á Icesave III, að málið endi fyrir EFTAdómstólnum, þá mun dómstóllinn væntanlega kveða upp dóm um það, hvort að íslensk stjórnvöld hafi brotið á innistæðueigendum Icesavereikninga.  Hvergi hefur komið fram í umræðu um Icesavedeiluna að breski eða hollenski ríkissjóðurinn hafi átt innistæðu á Icesavereikningum.  Meint brot sem að EFTAdómstóllinn mun taka afstöðu til, er því ekki gagnvart breskum eða hollenskum stjórnvöldum.

 Það hljóta því að vera yfirgnæfandi líkur á því að kröfum breta og hollendinga um skaðabætur vegna Icesave, verði hafnað fyrir íslenskum dómstólum.  Enda bresk og hollensk stjórnvöld ekki þolendur í broti því sem EFTAdómstóllinn, tekur afstöðu til.  Það er því langsótt fyrir bresk og hollensk stjórnvöld að sækja bætur fyrir íslenskum dómstólum, með kröfum byggðum á lyktum dómsmáls, sem þau voru ekki aðilar að.

Sá skaði sem bresk og hollensk stjórnvöld væru að sækja sér bætur fyrir með dómsmáli, er  því vegna ákvörðunnar þeirra sjálfra, hvort sem að hún hafi verið tekin eftir ráðleggingum ESB eða ekki, til þess eins að bjarga eigin bönkum og eflaust einnig bönkum í ESBríkjum, frá áhlaupi.  Það er því fráleitt að íslenskir dómstólar dæmi íslenska ríkið til greiðslu skaðbóta, vegna skaða sem að bresk og hollensk stjórnvöld ollu sér sjálf.

Eins er erfitt fyrir þá innistæðueigendur, aðra en þá sem áttu innistæður yfir hámarki innistæðutrygginarinnar, að krefjast bóta, þar sem þeir geta ekki sýnt fram á skaða, nema þá með því að sanna fyrir dómi, að bresk og hollensk stjórnvöld, hafi ekki greitt þeim  innistæður sínar, óumbeðin reyndar og án nokkurs tilefnis sem finna má í lögum.

Þeir innistæðueigendur sem áttu innistæður hærri en tryggingarhámark innistæðutryggingarinnar ættu engu að síður rétt til skaðabóta, enda fengu þeir ekki innistæður sínar greiddar að fullu. 

En þann rétt munu innistæðueigendurnir líklegast einnig sækja, þó svo að ríkisábyrgðin verði samþykkt. Sá málarekstur mun tefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans, hvort sem ríkisábyrðin verði samþykkt eða ekki.  Samþykkt ríkisábyrgðarinnar, mun hins vegar þýða það að íslenskir skattgreiðendur greiða hærri vexti af Icesavekröfunni, vegna tafa á heimtum úr búinu, verði ríkisábyrgðin samþykkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður eru þessar fabúlasjónir algerlega út í loftið. Málið snýst um greiðslur til innistæðueigenda í Icesave-reikningum í Bretlandi og Hollandi. Ríki þessara landa greiddu innistæðurnar og fylgdu þar fordæmi íslenska ríkisins sem tryggðu innistæðueigendur í sama banka á Íslandi. Þetta er gert á grundvelli EES-samnings, en þar er lagt blátt bann við mismunun á grundvelli búsetu eða þjóðernis. Bresku og hollensku ríkisstjórnirnar gera nú kröfu á hendur íslenska ríkisins um að það standi skil á innistæðutryggingahluta þessarar upphæðar (20 þús. evrur á hvern reikning). Þær hefðu faktískt getað gert kröfur um alla upphæðina, en hafa sæst á að takmarka endurgreiðsluna við 20 þús. evrur þessar elskur. Þeir bresku og hollensku innistæðueigendur sem hafa fengið sitt greitt eiga engar kröfur á neinn -- þeir eru búnir að fá sitt tjón bætt -- en þeir sem ekki hafa fengið greitt (t.d. yfir 100 þús. evrur í Hollandi) hafa a.m.k. hugsað sér að fara í skaðabótamál við ísl. ríkið en það er allt önnur Ella. Ekkert er hægt að fullyrða um hvernig EFTA-dómstóllinn dæmir í þessu máli, en allir lögfræðingar sem um það mál hafa fjallað eru sammála um að meiri líkur en minni séu á að hann dæmi í samræmi við áminningarbréf ESA frá síðasta ári. Dómur EFTA-dómstóls snýst ekki um skaðabætur heldur það hvort Ísland hefur farið eftir EES-sáttmálanum eða ekki. Ef hann kemst að því að við höfum ekki gert það munu Íslendingar annaðhvort neyðast til að greiða eða teljast brotlegir við sáttmálann. Dómsmál á Íslandi um greiðsluna skipti þar litlu, því að niðurstaða íslenskra dómstóla breytir ekki úrskurði EFTA-dómstólsins. Á endanum myndi neitun Íslendinga þýða uppsögn EES-samnings vegna vanefnda Íslendinga. Það setur síðan öll utanríkisviðskipti Íslands í uppnám, og erlend lán til Íslendinga í endanlegt frost (reyndar eru lánastofnanir sem nú þegar hafa tapað þúsundum milljarða á viðskiptum við íslensk fyrirtæki ekkert sérlega æst í að lána hingað hvort eð er). Við getum svo sem haldið áfram að berja okkur á brjóst um að við gefumst ekki upp þó að mót í blási, en einhvern veginn segir mér svo hugur að karlmennskan fari að linast þegar við getum ekki selt fisk nema á afslætti til Kínverja ...

Pétur (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 13:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er ótrúlegt hvað þú getur bullað í löngu máli Pétur.  Og það er ljótt að ljúga.

En kannski segir þú satt, og þú mátt sanna það.

1. Í hvaða lögum stendur að allar innstæður á Íslandi séu tryggðar???

2. Hverjir eru þessir "allir" lögfræðingar.  Ég veit um 7, á launum eða giftir ICEsave, en þeir geta varla talist allir er það???

3. Hvaða dóma getur þú nefnt þar sem EFTA/Evrópudómur dæmir ekki eftir lögum????  Áminningabréf ESA var röng lögfræði, og það er búið að sanna það.

Komdu nú með staðfestingu á máli þínu Pétur, eða sittu upp með að vera svo innréttaður að notar lygar til réttlæta erlenda fjárkúgun.

Stattu þig maður, orðið er laust.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband