Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Kosningarnar verða þá varla innan tveggja mánuða.

Ég er í sjálfu sér fylgjandi því að samhliða Icesavekosningum, verði stjórnlagaþingskosningarnar endurteknar.  Ég er hins vegar á því að þá verði að líða í það minnsta tveir mánuðir, fram að þeim kosningum.

 Eins og fólk eflaust man eftir, þá sagði landskjörstjórn af sér í kjölfar ógildingar Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum.  Það er því engin landskjörstjórn starfandi í landinu og svo verður þangað til Alþingi kýs nýja landskjörstjórn.

 Af þeim sökum er þessi mánuður sem Jóhanna og þá væntanlega ríkisstjórnin vill gefa sér fram að kosningunum , of skammur tími. 

 Fyrir utan það augljósa að Alþingi þarf að afgreiða lög um þjóðaratkvæðið og kjósa nýja landskjörstjórn, þarf að breyta þeim kafla lagana um stjórnlagaþing, sem fjalla um kosningu til þess.  

Það er alveg ljóst að þar sem Icesave, yrði einnig undir í þeim kosningum, að þær aðferðir sem stjórnvöld settu upp við stjórnlagaþingskosningarnar, til þess að þær gengju hratt og vel fyrir sig, duga engan vegin, þar sem eflaust munu rúmlega tvöfallt fleiri taka þátt í þessum kosningum, en þeim fyrri.

 Það þurfti því með öðrum orðum að endurskipuleggja framkvæmd stjórnlagaþingskosningana frá grunni, til þess að komast hjá algjörum glundroða á kjörstað, því að það er nánast öruggt að kjörsókn gæti orðið + - 80%.

 Að ætla sér það að framkvæma allt ofantalið á einum mánuði er bara ávísun á enn eitt klúður mistakastjórnarinnar.


mbl.is Tvöfaldar kosningar hugsanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðferðafræði launahækkunar dómara notuð á vinnumarkaði í áraraðir.

Hvað sem fólki kann að finnast um hæstaréttardómara og dómara almennt, þá er þessi yfirvinnugreiðsla til þeirra vegna álags, nánast það sama og launþegar hjá ríki og á almenna vinnumarkaðnum hafa samið um í fjölda ára, óunninn yfirvinna.

Hins vegar er fólk með ca. 500 þús á mán líkt dómarar með ca 5000 kall á tímann í yfirvinnu, þannig að einn yfirvinnutími á 20 vinnudaga í mánuði gerir ca. 100 þús kall á mánuði.

Hins vegar fengi sá sem er á lágmarkslaunum aðeins 16500 kr. ca. yrði bætt á hann einum yfirvinnutíma á dag, hvort sem hann yrði unninn eða ekki. 


   Við þetta má svo bæta, að þegar ákvæðum um óunna yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur er bætt í kjarasamninga, þá er það á kostnað taxtahækkana.


Það má því alveg spyrja sig að því, hvort að sá ,,gríðarlegi" árangur verkalýðsfoyrstunnar í því að semja um óunna yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur, sé ekki ein af ástæðum þess að lágmarkslaun í landinu, eru nánast á pari við atvinnuleysisbætur?


mbl.is Viðurstyggileg móðgun við landsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannlaus dómstólagrýla!!

Helstu rök sem notuð eru fyrir nauðsyn þess að samþykkja Icesave III er helst tvenn.  Betri samningur en Svavars-samningurinn og svo hættan af því að lenda fyrir dómstólum.

 Það er nánast sjálfgefið að nýi samningurinn sé betri en Svavars-samningurinn, enda sparkaði Svavars-samningurinn,  Versalasamningunum úr toppsætinu yfir verstu samninga allra tíma.

 Hættan við dómstólaleiðina er að mestu mat þeirra, er hafa talað fyrir samþykkt allra Icesave-samningana þriggja.   Meginslagkraftur þess áróðurs, eru líkur nánast valdar af handahófi, á því að við myndum tapa því dómsmáli.   Hins vegar tala menn ekkert um líkur þess að málið lendi fyrir dómstólum, fari svo að forsetinn synji samningunum staðfestingar og þjóðin felli hann svo í þjóðaratkvæði.  

 Líkurnar fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, nái Icesave III ekki fram að ganga eru hverfandi.  Ástæðan fyrir því er að viðsemjendur okkar, eru jafnslæmum málum við sigur í því máli og þeir yrðu við tap.  

 Sá dómstóll sem málið færi fyrir, hefði að sjálfsögðu lögsögu á EES-svæðinu og hefði úrskurður hans í málinu, því fordæmisgildi á EES-svæðinu.  ,,Sigur" Breta og Hollendinga í málinu myndi því setja allt bankakerfi á EES-svæðinu í uppnám, vegna þess að þá yrði til dómsfordæmi fyrir ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum.  Það þarf ekki að hafa mörg orð um það, að það er engin eftirspurn eftir slíkri niðurstöðu á EES-svæðinu.

 Fólkið sem sveilfar dómstólagrýlunni, er því mun hættulegra íslenskri þjóð, en grýlan sjálf.  Enda er þar á ferðinni fólkið, sem með einbeittum brotavilja, leggur stein í götu allra þeirra er hyggjast hefja hér atvinnuuppbygginu og verðmætasköpun.


mbl.is Undirskriftir afhentar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin og þjóðaratkvæði.

,,Nei-ið" sitt í atkvæðagreiðslunni um það að senda Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu, skýrði Ólína Þorvarðardóttir með því, að þjóðaratkvæði ætti eingöngu að vera um stefnumarkandi mál, en ekki úrlausnarefni. Icesave væri úrlausnarefni.  Nú er það svo að skrifi forsetinn undir lögin og þau öðlast varanlegt gildi, þá eru meiri líkur en meiri að afleiðingar þess samnings, leiði til nýrrar stefnumörkunar, varðandi skatta og niðurskurðar á velferðarkerfinu. 

 Þessir rúmlega 50 milljarðar sem greiða á í vexti næstu fimm árin, miðað við skástu sviðsmyndina, detta ekki af himnum ofan, heldur verða þeir peningar sóttir í vasa skattgreiðenda og með sársaukafullum og blóðugum niðurskurði á velferðarkerfinu.

 Þann 16. júlí 2009, þegar greidd voru atkvæði á Alþingi um ESB-umsóknina, þá sagði Ólína og aðrir samfylkingarþingmenn, einnig ,,nei " þegar greidd voru atkvæði um hvort þjóðin fengi að kjósa um hvort farið væri í þá vegferð.

Talandi um stefnumarkandi mál, þá getur ekkert verið jafn stefnumarkandi fyrir nokkra þjóð, en það að aðlaga stjórnsýslu hennar og lagaumhverfi algerlega að alþjóðastofnun og afsala fullveldi sínu, þó ekki sé nema að hluta til, til þeirrar sömu alþjóðastofnunar.

 Það er því alveg ljóst, að Samfylkingin vill ekki heyra minnst á þjóðaratkvæði um mál, þar sem hætt er við að stefna flokksins verði undir, þegar þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm.


mbl.is Forsetinn fékk frumvarpið í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði Icesave og fiskveiðiauðlindin.

Á máli margra þeirra er greiddu atkvæði gegn þjóðaratkvæði um Icesave, mátti svo skilja að málið væri ekki sniðið til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það verður nú að segjast eins og er, að það orkar tvímælis, þegar litið er til þess, að margir þeirra er greiddu atkvæði gegn þjóðaratkvæðinu, myndu greiða atkvæði með þjóðaratkvæði um auðlindirnar, strax á morgun án þess að nokkuð annað væri í boði en að vera annað hvort með eða á móti núverandi kvótakerfi.

 Nú er ég ekki andvígur því, að ný lög um stjórnfiskveiða (en það heitir kvótakerfið fullu nafni), verði lögð fyrir þjóðina til samþykkis eða synjunar. 

Frá því í maí 2009, hefur eingöngu eitt staðið í vegi þess, að þjóðin fái að kjósa um stjórn fiskveiða. Það er nefnilega svo að þeir flokkar sem hafa haft hreinan meirihluta í þinginu síðan þá hafa ekki getað komið sér að því að semja ný lög um stjórn fiskveiða. Í rauninni hafa núverandi stjórnarflokkar, gert með sér þegjandi samkomulag, um ná ekki saman um ný lög um stjórn fiskveiða.  Til þess að telja fólki trú um annað, þá koma reglulega fram hótanir um að leyfa bara þjóðinni að kjósa kvótan frá núverandi kvótahöfum.
 
Það er í rauninni ekki bjóðandi að leggja fyrir þjóðina spurninguna: ,,Viltu leggja niður kvotakerfið?"
 
Einnig er það með öllu óþarft að efna til kosninga með spurningunni:,,Viltu að fiskveiðiauðlindin sé í eigu þjóðarinnar?" Því að þannig er það einmitt í dag. Ísland er fullvalda ríki og því er fiskurinn innan 200 mílnana í eigu þjóðarinnar.  Það er hins vegar á hendi Alþingis að setja lög um nýtingu á þeirri auðlind. 

Réttasta og í raun eina mögulega leiðin er að stjórnvöld komi sér saman um ný lög um stjórn fiskveiða, séu þau gömlu svona ómöguleg. Svo er það í hendi þingsins, eða forsetans hvort nýju lögin færu í dóm þjóðarinnar, eða ekki.

  Það væri því kansnki óvitlaust, að ráðherrar og aðrir stjórnarsinnar, eyddu kannski aðeins meira púðri í það að koma sér saman um ný lög um stjórn fiskveiða, en að vera í tíma og ótíma að með upphrópanir um þjóðaratkvæði vegna laga sem að þau geta ekki komið sér saman um hvernig eiga að líta út.


mbl.is Tillaga Péturs líka felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna er það ,,dómstólagrýlan" !!

Í kringum fyrri umræður um Icesave voru kallaðir til svokallaðir fræðimenn ofan úr háskóla, til þess knýja á um nauðsyn þess, að íslenskir skattgreiðendur taki á sig og löglausar Icesavekröfur Breta og Hollendinga.

 Máli sínu til stuðnings notuðu þessir fræðimenn ,,grýlur" til þess að hræða fólk til fylgislags við Icesaveánauðina.  Grýlur þessar voru þá: Einangrunnar-grýlan, Kúbu-grýlan, Norður -Kóreu-grýlan að ógleymdri Hrun-grýlunni, leggðust Íslendingar ekki marflatir fyrir löglausum kröfum Breta og Hollendinga, vegna kostnaðar sem þeir lögðu í til að bjarga eigin bönkum frá áhlaupi.

Engin ofangreindra ,,grýlna" náði að hræða þjóðina og eru þær því allar ónothæfar í þessari umferð af Icesave.  Er þá gripið til þess að trana fram svokallaðri ,,Dómstóla-grýlu" í sama tilgangi og hinum ,,grýlunum" var ætlað að þjóna. 

Hins vegar verður það að teljast nokkuð öruggt að synjun á Icesave, þýðir ekki endilega dómstólaleiðina, nema við sjálf ákveðum að fara hana. 

Hver sem niðurstaða dómsmáls fyrir viðsemjendur okkar yrði, sigur eða tap, þá er vart munur á því, hvor niðurstaðan kæmi sér verr fyrir þá.  Afleiðingar taps, eru nokkuð augljósar og þarfnast ekki frekari útskýringa.  Afleiðingar sigurs yrðu hins vegar þær, að þvíngaðar yrðu fram með dómi, sem eflaust hefði fordæmisgildi á evrópska efnahagssvæðinu, um ríkisábyrgðir á innistæðutryggingum einkabanka. Yrði það niðurstaðan, þá efast ég um að ESB og aðildarþjóðir sambandsins, vilji hugsa þá hugsun til enda.

 Synjun á Icesave, myndi því nær örugglega þýða það, að málið stæði bara óleyst í einhvern ákveðinn tíma.  Eða þangað til að viðsemjendur okkar fá leið á suðinu í Steingrími um að hefja viðræður að nýju.

 Hvað meintan fjármögnunarvanda þjóðarinnar, vegna þeirra aðstæðna, má benda á að það eru fleiri bankar í heiminum en Evrópski og Norræni fjárfestingarbankarnir, bankar sem tóku málstað Breta og Hollendinga í deilunni og beittu sér því gegn okkur og synjuðu öllum lánabeiðnum okkar. 

 Komi fram fjárfestingar, sem eitthvað vit er í, þá á ekki að vera nokkuð vesen að fjármagna slíkt, enda leita fjárfestar að arðbærum fjárfestingum.  

 Það er hins vegar meiri óvissa um fjárfestingar hér á landi, á meðan stjórnvöld leggja sig fram um að hindra á einn eða annan hátt, möguleikan á nýjum fjárfestingum.  Hvort sem þau geri slíkt með lögbrotum eða þá með því að draga lappirnar varðandi atvinnuuppbyggingu í landinu, líkt og þau hafa gert undanfarin tvö ár.


mbl.is Kosið verði um ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömmin er þeirra, er ljúga lýðræðisást upp á sjálfa sig !!

Núna þegar þetta blogg er skrifað, eru þær fylkingar á Alþingi, er hvað mest hafa á tyllidögum og við önnur tilefni, flutt ófáar ástarjátningar sínar til lýðræðisins, á hröðum flótta undan þessu sama lýðræði.

 Ástæða flóttans er fyrst og fremst sú, að ofangreindir lýðræðiselskendur, geta ekki hugsað það til enda, að lýðurinn fái að ráðaum lyktir Icesavedeilunnar, þó svo að ástarjátningar þeirra til lýðræðisins, kveði einmitt á um slíkt.

Líklegast er asinn slíkur við að afgreiða málið, að um leið og lögin verða samþykkt, fari svo, þá verða þau hraðsend á Bessastaði og ætlast til þess að forsetinn undirriti þau á meðan beðið er.

 Þessir lýðræðiselskendur geta þakkað ,,lýðnum" og forsetanum, að tækifæri gafst til þess að bæta þá samningshörmung sem Svavars/Indriða-samningarnir eru.  Þó svo að nýju samningarnir séu betri en fyrri samningar, þá er nú varla hægt að ætlast til þess að hægt væri að gera verri samninga, en þeir félagar Svavar og Indriði H. gerðu.   Hins vegar er langur vegur frá því að betri samningur sé ásættanlegur. 

Allir samningar varðandi Icesave, er innihalda löglausar kröfur Breta og Hollendinga, varðandi ábyrgð skattgreiðenda á Icesavekröfunni, eru óásættanlegir.

 Hvorki Alþingi né ríkisstjórn geta þakkað sér fyrir þá bættu samningsstöðu er birtist við synjun forsetans og höfnun þjóðarinnar á Icesave II.  Þakkir fyrir slíkt, eiga fyrst og fremst forsetinn, fyrir að hafa vísað málinu til þjóðarinnar og þjóðin fyrir að taka það að sér fyrir stjórnvöld, að standa vörð um íslenska hagsmuni  og hafna Icesave II í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Alþingi er því að sýna þjóð sinni og lýðræðinu ,,puttann", ef það ætlar að halda þjóðinni fyrir utan lyktir þessa máls.   Slík fyrirlitning Alþingis, eða öllu heldur meirihluta þingsins á þjóð sinni, mun endanlega koma virðingu þjóðarinnar gagnvart Alþingi langt undir frostmark.

 


mbl.is Umræða um Icesave hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin sér undir iljarnar á þinginu.!!

Á fund fjárlaganefndar í dag, komu fulltrúar viðskiptanefndar og kynntu fyrir nefndinni, alvarlega stöðu sem komin er upp vegna skuldabréfs sem Nýi Landsbankinn skuldar þrotabúi Gamla Landsbankans.  Skuldabréf, sem ætlað var að standa undir stórum hluta löglausra krafna Breta og Hollendinga.  Krafna vegna kostnaðar sem Bretar og Hollendingar lögðu óumbeðnir í til þess að bjarga eigin bankakerfi frá áhlaupi.  Krafna sem Bretar, Hollendingar og borgunnarsinnar Icesave, vilja leggja á herðar íslenskra skattgreiðenda.

 Á Facebooksíðu sína skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson:

 

‎,,Var að koma af fundi í fjárlaganefnd vegna Icesave. Var að kynna sjónarmið minnihluta viðskiptanefndar vegna tryggingasjóðsins. Þar er um að ræða mjög alvarlega hluti.
Til stendur að setja af stað innistæðutryggingakerfi sem getur aldrei staðist!
Það mun engu breyta icesve verður tekið út á eftir."

 
 Fjarlaganefnd og þingið í það minnsta meirihluti þess,  eru bæði á harðahlaupum undan vaxandi kröfu um þjóðaratkvæði vegna málsins og þeirra hrikalegu frétta um að Nýi Landsbankinn, muni ekki geta staðið í skilum við þrotabú Gamla Landsbankans, með skuldabréf sem ganga átti upp í stóran hluta kröfunar.

  Staðan breytist ekki vitund þó málið frestist um einhverjar vikur, nema þá á þann hátt sem meirihluti þingsins vill ekki, að upp komi það ákveðinn þrýstingur á þjóðaratkvæði, að undan því verði ekki vikist og/eða staða innistæðukerfisins er ætlað er að standa undir greiðslum krafnana, verði það slæm að byrðin sem að lokum mun leggjast á skattgreiðendur, verði mun þyngri en jafnvel svartsýnustu menn þorðu að vona.


mbl.is „Icesave afgreitt of hratt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppilegt að upp komst, eða...?

Orðhengilsháttur lögspekinga og endurskoðenda í þessu máli er með ólíkindum.  ,, Þar sem ekki er til þess tekið í samningnum, hver megi aka bílnum, þá sé í lagi að dóttir bæjarstjórans noti bílinn til eigin nota."

 Nú er það svo, að ætla má að ráðningarsamningur bæjarstjórans, sé milli hans og bæjarins, vegna þess starfs sem bæjarstjóraembættið tekur til.  Það hlýtur því að liggja nokkuð ljóst fyrir að fríðindi vegna starfs eins og bílahlunnindi, séu starfsins vegna, en ekki fjölskyldu bæjarstjóra vegna.   Dóttirin er 19 ára og því ekki lengur á framfæri og ábyrgð foreldra sinna.   Það hlýtur því að liggja beint við að bærinn rukki dótturna fyrir afnot af bílnum og/eða hún borgi skatt af þeim fríðindum, sem felast í því að hafa bíl til umráða, á kostnað bæjarbúa.

 Formanni bæjarráðs, finnst þetta allt saman óheppilegt, en engan trúnaðarbrest.  Sé þetta ekki trúnaðarbrestur, milli bæjarstjórans og bæjarstjórnarmeirihlutans, þá er dóttir bæjarstjórans á bílnum, með leyfi meirihluta bæjarstjórnar.  Það leiðir því líkur beint að því, að það sem að sé í raun ekki óheppilegt, að dóttirin sé á bílnum á kostnað bæjarbúa, heldur það að upp komst um þetta.


mbl.is Bæjarstjóri gagnrýndur fyrir bílanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþingið, ESB og auðlindirnar.

Á máli flestra er í framboði voru til stjórnlagaþings mátti skilja sem svo, að aðalbaráttumálið væri náttúruauðlindir í þjóðareign.  Nú er það svo, að auðlindir á og undir landi eru í eigu þeirra er landið eiga, einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og ríkið (þjóðin).  Auðlindir á og undir landi njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar í þeim tilfellum, sem þjóðin (ríkið) á ekki landið.  Ríkið hefur því þurft að borga þeim landeigendum bætur, fyrir not á þeim auðlindum er nýttar eru af landareignum þeirra, t.d. vegna virkjana.

 Um sjávarauðlindina gilda önnur lögmál.  Sjávarauðlindin, þ.e. sá fiskur sem svamlar hér, innan 200 mílnana og t.d. hugsanleg olíulind á Drekasvæðinu og jafnvel víðar, er eign þjóðarinnar (ríkisins).  Slíkt fyrirkomulag mun vera svo lengi sem Íslendingar eru fullvalda þjóð.  Þar sem að þjóðin, sem slík er ekki lögaðili, þá er það í raun ríkið eða öllu heldur fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi, sem ákvarða nýtingu þeirra auðlinda er til þjóðareignar teljast, t.d. með setningu laga um fiskveiðistjórnun (kvótakerfið).  

 Það er því nokkuð ljóst að ef að í stjórnarskrá verði bætt textanum: "Allar náttúruauðlindir eru í eigu þjóðarinnar." , að sá texti yrði að mestu eingöngu táknrænn og hefði í rauninni ekkert að gera með stóran hluta þeirra auðlinda, sem á og undir landi eru, nema þá að stjórnvöld keyptu upp þær jarðir sem búa yfir einhverjum auðlindum eða tækju þær eignarnámi. 

Þjóðareign á sjávarauðlindinni verður fyrir hendi, óháð því hvort stjórnarskránni verði breytt á þann hátt að auðlindirnar séu í þjóðareign eða ekki. Það eina sem gæti breytt þeirri staðreynd, hvort sem ákvæðinu yrði bætt við eður ei, er afsal fullveldis þjóðarinnar til annarra alþjóðlegra stofnana, eins og t.d. ESB.

 Þá komum við að óopinberum tilgangi ,,Mistakastjórnarinnar" með stjórnlagaþinginu.  Hér að neðan birtist í raun sú beinagrind að nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþingsfulltrúum er ætlað að tína til eitthvað kjöt utan á, svo úr verði Brusseltæk stjórnarskrá.  

Vek athygli á lið no. 7:

 3. gr. Viðfangsefni.
Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
   1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
   2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
   3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
   4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
   5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
   6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
   7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
   8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

 Í undanfara kosninganna 2009, var þingmeirihluti fyrir því að niðurstaða stjórnlagaþings yrði bindandi, þ.e. að sú stjórnarskrá er það leggði fram að loknu stjórnlagaþingi yrði ný stjórnarskrá Íslendinga. 

 Þegar fram líða stundir og upphrópanir þeirra sem hvað hæst hafa um nauðsyn stjórnlagaþings þagna, þá segir mér svo hugur að stór hluti þjóðarinnar þakki hinu ,,Grimma gráðuga Íhaldi" fyrir að hafa hindrað þau áform um bindandi stjórnlagaþing, með ,,málþófi" og öðrum árangursríkum aðferðum.

 


mbl.is Rýnifundi um frjálsa för vinnuafls lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband