Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

En hvað með ógildu kjörbréfin??

 Í frétt RÚV um málið, kom fram að þess væri óskað að Hæstiréttur skilaði niðurstöðu innan viku, svo stjórnlagaþingið gæti hafið störf á áður áætluðum tíma.   Hver sem niðurstaða Hæstaréttar kann að verða, þá breytir það ekki því, að kjörbréfin 25 sem gefin voru út að loknum kosningum eru öll ógild, þar sem landskjörstjórn ógilti þau og hljóta að teljast jafn ógild, hvort sem Hæstiréttur snúi sinni ákvörðun eða ekki.

 Það er landskjörstjórnar að gefa út kjörbréf. Landskjörstjórn sagði af sér í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar, eftir að hún hafði ógilt kjörbréfin.  Það er því engin kjörstjórn starfandi í landinu og verður vart, fyrr en einhverjum dögum eftir að Alþingi kemur saman eftir helgi, að lokinni kjördæmaviku.

 Reyndar er það nú svo að eitt þessara kjörbréfa hefði aldrei átt að vera gefið út, eða þá að handhafi þess átti ekki að fá að vera í framboði.  Þar á ég við Andrés Magnússon, geðlækni sem hlaut kosningu á þingið. Andrés er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvestur-kjördæmi.  Vinstri grænir fengu tvo þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.  Þegar báðir aðalmennirnir eru á þingi, þá eru þeir sem voru í 3. og 4. sæti varaþingmenn flokksins í kjördæminu.  Fari annar aðalmaðurinn í leyfi, líkt og Guðfríður Lilja fór í 1. okt sl. og verður fram í mars, hið minnsta, þá fer 3. maður á lista inn á þing og 4. og 5. verða þá varaþingmenn flokksins í kjördæminu.  

 Það er því ljóst að landskjörstjórn gerði alvarleg mistök með því að samþykkja Andrés, sem frambjóðanda og engu minni mistök er hún gaf út kjörbréf stílað á hann.   Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing, hafa allir kjörgengi sem jafnan hafa það í almennum kosningum, að undanskildum Aþingis og sveitastjórnarmönnum og varamönnum þeirra.


mbl.is Jón Steinar víki sökum vanhæfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfur Breta og Hollendinga ennþá jafn löglausar!!

 Þrátt fyrir að samningurinn heiti eitthvað annað en lánssamningur, vextirnir séu lægri og verðmæti þrotabús Landsbankans, er kannski eitthvað meira en búist var við, þá byggist niðurstaða samningsins á löglausum kröfum, Breta og Hollendinga.

 Krafan er enn að íslenskir skattgreiðendur, gangist í ábyrgð fyrir því að heimtur þrotabúsins verði nægar. Nægi eignir búsins ekki, þá borga skattgreiðendur,  íslenskir það sem upp á vantar. Einnig er enn er ætlast til þess að íslenskir skattgreiðendur, borgi vexti af upphæðinni, þangað til að útgreiðslur úr þrotabúinu hefjast, í það minnsta.

 Breytingar á samningnum eru því tæpast efnislegar, heldur felast þær í stærstum dráttum í lægri vaxtaprósentu og auknum væntingum um heimtur úr þrotabúi Landsbankans gamla.
Höfnun þjóðarinnar á Icesave II var vegna efnislegra þátta samningsins, ekki vegna vaxta eða minni væntinga um heimtur úr þrotabúi bankans.
 
 Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki, að þeim forspurðum, að ábyrgjast erlendar skuldir einkabanka, né að kosta björgun Breta og Hollendinga á eigin bönkum.

mbl.is Ekki gegn ályktun landsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði það eina rétta.

Þegar ég horfði á Alþingi samþykkja Icesave II, með þeirri atkvæðahönnun er órólega deild Vg viðhafði, ríkisstjórninni til varnar, þá varð ég enn sannfærðari en áður, um að málið skildi fara fyrir þjóðaratkvæði.  Breytir þar engu um hver skoðun Björns Bjarnasonar eða annarra um það mál er.

Ákvörðun forsetans þann 5. janúar 2010, um að vísa ákvörðun um samþykkt eða synjun þáverandi samnings til þjóðarinnar, tók í rauninni endanlegan ákvörðunarrétt af þinginu, til þess að eiga lokaorð í málinu og færði hann yfir til þjóðarinnar.  Eina sem hefði breytt því, hefði verið það, að Alþingi hefði tekið Icesave II til baka og stjórnvöld samið að nýju og komið með samning, sem þjóð, þing og forseti gætu fallist á.

 Ákvörðun forsetans breytti því hins vegar ekki að framkvæmdavaldið, geri í umboði forsetans samninga við erlend ríki, samkvæmt því sem stendur í stjórnarskránni.  

 Það breytir því líka ekki að samningarnir eða samningaviðræður þær sem skiluðu þessum samningi, voru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, þó svo að stjórnarandstaðan hafi átt þátt í skipun síðustu samninganefndar og eflaust líka gerð samningsmarkmiða er lagt var af stað með.

 Það skiptir því í mínum huga, engu máli á hvaða hátt Alþingi greiði atkvæði um málið á endanum, enda er lokaákvörðunarrétturinn þjóðarinnar og upp á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar, er á hans borð koma, er Alþingi hefur lokið efnislegri meðferð málsins.

 Það verður svo verkefni fylgjenda og andstæðinga samningsins, að sannfæra þjóðina um það rétta varðandi samninginn og þjóðin kýs svo samkvæmt því.


mbl.is Björn vill þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er fiskveiðiauðlindin sem er í eigu þjóðarinnar, en ekki ,,kvótinn".

Sé litið til þess hvernig atvinnuuppbyggingu er háttað, víðast hvar á landsbyggðinni, má taka undir kröfu SA þess efnis, að varanleg lausn verði fengin í fiskveiðistjórnunarmál, ætli menn að semja til lengri tíma, eða bara semja yfirhöfuð. 

Óskiljanlegri er í rauninni stöðutaka ASÍ með stjórnvöldum varðandi málið.  Þó að eflaust sé ekki hátt hlutfall skjólstæðinga ASÍ sem starfar við fiskveiðar og/eða fiskvinnslu, þá er það hins vegar ljóst að stór hlut skjólstæðinga ASÍ á landsbyggðinni, á afkomu sína undir því að í því sveitarfélagi sem þeir búa í er starfrækt útgerð og fiskvinnsla.  

ASÍ væri í rauninni nær að ýta fastar eftir sínu umkvörtunarefni sem er drátturinn á útgáfu neysluviðmiða, sem stjórnvöld lofuðu að kæmu fyrir nærri tveimur mánuðum.  Best af öllu væri þó að ASÍ tæki sig til, eða létu eitthvað af þessu viðskiptamenntaða fólki sem vinnur hjá sambandinu, vinna þessi neysluviðmið fyrir sig.  Það væri mun eðlilegri vinnubrögð, enda á ASÍ að ganga til kjaraviðræðna út frá sínum eigin viðmiðum, en ekki þeim viðmiðum, er stjórnvöld skammta þeim.

 En svo að maður komi sér að efni fyrirsagnarinnar, þá skiptir í rauninni engu máli hvort það sé haft eftir, hinum almenna Íslendingi, þingmanni stjórnarliðsins eða ráðherra, þá virðist röng orða og/eða hugtakanotkun vera óspart notuð, málstað stjórnvalda og þá sér í lagi Samfylkingunni til framdráttar. Þar á ég við frasan: ,,Kvótann í eigu þjóðarinnar". 

 Kvótinn sem slíkur er ekki, var aldrei og verður aldrei í eigu þjóðarinnar (ríkisins).  Hins vegar mun svo lengi sem Ísland er fullvalda ríki, að sá fiskur sem heldur sig til staðbundið, innan fiskveiðilögsögunnar, er sameign þjóðarinnar.  Það er svo verkefni stjórnvalda á hverjum tíma, að setja lög um afnotarétt á fiskveiðiauðlindinni, lög um stjórn fiskveiða,  innheimta  veiðigjald, hækka það og/eða lækka, eftir atvikum.


mbl.is SA á fundi með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem garga hvað hæst nú, þögðu þá...

Tveimur til þremur vikum áður en Hæstiréttur kvað upp sinn úrskurð vegna stjórnlagaþingskosningana, sendi rétturinn út bréf til allra þeirra er málið varða.  Á lista viðtakanda voru þeir 25 sem náðu kjöri í þeirri kosningu sem var svo úrskurðuð ógild.  Einnig má fastlega búast við því að stjórnvöldum, Innanríkisráðuneytinu í það minnsta og þeim sem kærðu kosningarnar hafi fengið þetta bréf.

 Í bréfi þessu stóð, hverjir myndu úrskurða í málinu og var öllum hlutaðeigandi boðið að gera athugasemdir, töldu þeir einhvern vafa leika á hæfi þeirra dómara, er úrskurða skildu í málinu. Engin athugasemd barst. Sem sagt, að mati allra þeirra er málið varðaði, þá voru allir þeir sex er úrskurðuðu í málinu, hæfir allir sem einn í janúarbyrjun.

 Hins vegar ber svo við, nú viku eftir úrskurð Hæstaréttar, að varla eru þögnuð þau hróp sumra þeirra er kosningu hlutu á stjórnlagaþingið, eða þeirra fulltrúa stjórnvalda er tjáð sig hafa um málið, um vanhæfi dómarana.

 Af því tilefni, hlýtur að mega spyrja: ,,Hvað gerðist þessar tvær til þrjár vikur sem olli meintu óhæfi þessara dómenda?"
  Varð einn þeirra ættleiddur og varð með því bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur?
Varð einn þeirra á þessum tíma vinur Davíðs Oddssonar?
 Varð einn þeirra á þessum tíma ráðuneytistjori í Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu?

 Auðvitað er sama svarið við öllum þessum spurningum, það sama.  ,,NEI".

 En það hlýtur samt að vekja upp þá sanngjörnu spurningu, hvort þeir sem gagnrýnt hafa skipun Hæstaréttar, þrátt fyrir að hafa fyrirfram getað gert athugasemdir við hana, valdi nokkuð því verkefni að skrifa nýja stjórnarskrá og/eða að leggja línurnar um það, hvernig það verkefni skuli fara fram?


mbl.is Enginn veit um áhrif ágalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband