Leita í fréttum mbl.is

Skömmin er þeirra, er ljúga lýðræðisást upp á sjálfa sig !!

Núna þegar þetta blogg er skrifað, eru þær fylkingar á Alþingi, er hvað mest hafa á tyllidögum og við önnur tilefni, flutt ófáar ástarjátningar sínar til lýðræðisins, á hröðum flótta undan þessu sama lýðræði.

 Ástæða flóttans er fyrst og fremst sú, að ofangreindir lýðræðiselskendur, geta ekki hugsað það til enda, að lýðurinn fái að ráðaum lyktir Icesavedeilunnar, þó svo að ástarjátningar þeirra til lýðræðisins, kveði einmitt á um slíkt.

Líklegast er asinn slíkur við að afgreiða málið, að um leið og lögin verða samþykkt, fari svo, þá verða þau hraðsend á Bessastaði og ætlast til þess að forsetinn undirriti þau á meðan beðið er.

 Þessir lýðræðiselskendur geta þakkað ,,lýðnum" og forsetanum, að tækifæri gafst til þess að bæta þá samningshörmung sem Svavars/Indriða-samningarnir eru.  Þó svo að nýju samningarnir séu betri en fyrri samningar, þá er nú varla hægt að ætlast til þess að hægt væri að gera verri samninga, en þeir félagar Svavar og Indriði H. gerðu.   Hins vegar er langur vegur frá því að betri samningur sé ásættanlegur. 

Allir samningar varðandi Icesave, er innihalda löglausar kröfur Breta og Hollendinga, varðandi ábyrgð skattgreiðenda á Icesavekröfunni, eru óásættanlegir.

 Hvorki Alþingi né ríkisstjórn geta þakkað sér fyrir þá bættu samningsstöðu er birtist við synjun forsetans og höfnun þjóðarinnar á Icesave II.  Þakkir fyrir slíkt, eiga fyrst og fremst forsetinn, fyrir að hafa vísað málinu til þjóðarinnar og þjóðin fyrir að taka það að sér fyrir stjórnvöld, að standa vörð um íslenska hagsmuni  og hafna Icesave II í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Alþingi er því að sýna þjóð sinni og lýðræðinu ,,puttann", ef það ætlar að halda þjóðinni fyrir utan lyktir þessa máls.   Slík fyrirlitning Alþingis, eða öllu heldur meirihluta þingsins á þjóð sinni, mun endanlega koma virðingu þjóðarinnar gagnvart Alþingi langt undir frostmark.

 


mbl.is Umræða um Icesave hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband