Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlagaþingið, ESB og auðlindirnar.

Á máli flestra er í framboði voru til stjórnlagaþings mátti skilja sem svo, að aðalbaráttumálið væri náttúruauðlindir í þjóðareign.  Nú er það svo, að auðlindir á og undir landi eru í eigu þeirra er landið eiga, einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og ríkið (þjóðin).  Auðlindir á og undir landi njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar í þeim tilfellum, sem þjóðin (ríkið) á ekki landið.  Ríkið hefur því þurft að borga þeim landeigendum bætur, fyrir not á þeim auðlindum er nýttar eru af landareignum þeirra, t.d. vegna virkjana.

 Um sjávarauðlindina gilda önnur lögmál.  Sjávarauðlindin, þ.e. sá fiskur sem svamlar hér, innan 200 mílnana og t.d. hugsanleg olíulind á Drekasvæðinu og jafnvel víðar, er eign þjóðarinnar (ríkisins).  Slíkt fyrirkomulag mun vera svo lengi sem Íslendingar eru fullvalda þjóð.  Þar sem að þjóðin, sem slík er ekki lögaðili, þá er það í raun ríkið eða öllu heldur fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi, sem ákvarða nýtingu þeirra auðlinda er til þjóðareignar teljast, t.d. með setningu laga um fiskveiðistjórnun (kvótakerfið).  

 Það er því nokkuð ljóst að ef að í stjórnarskrá verði bætt textanum: "Allar náttúruauðlindir eru í eigu þjóðarinnar." , að sá texti yrði að mestu eingöngu táknrænn og hefði í rauninni ekkert að gera með stóran hluta þeirra auðlinda, sem á og undir landi eru, nema þá að stjórnvöld keyptu upp þær jarðir sem búa yfir einhverjum auðlindum eða tækju þær eignarnámi. 

Þjóðareign á sjávarauðlindinni verður fyrir hendi, óháð því hvort stjórnarskránni verði breytt á þann hátt að auðlindirnar séu í þjóðareign eða ekki. Það eina sem gæti breytt þeirri staðreynd, hvort sem ákvæðinu yrði bætt við eður ei, er afsal fullveldis þjóðarinnar til annarra alþjóðlegra stofnana, eins og t.d. ESB.

 Þá komum við að óopinberum tilgangi ,,Mistakastjórnarinnar" með stjórnlagaþinginu.  Hér að neðan birtist í raun sú beinagrind að nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþingsfulltrúum er ætlað að tína til eitthvað kjöt utan á, svo úr verði Brusseltæk stjórnarskrá.  

Vek athygli á lið no. 7:

 3. gr. Viðfangsefni.
Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
   1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
   2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
   3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
   4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
   5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
   6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
   7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
   8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

 Í undanfara kosninganna 2009, var þingmeirihluti fyrir því að niðurstaða stjórnlagaþings yrði bindandi, þ.e. að sú stjórnarskrá er það leggði fram að loknu stjórnlagaþingi yrði ný stjórnarskrá Íslendinga. 

 Þegar fram líða stundir og upphrópanir þeirra sem hvað hæst hafa um nauðsyn stjórnlagaþings þagna, þá segir mér svo hugur að stór hluti þjóðarinnar þakki hinu ,,Grimma gráðuga Íhaldi" fyrir að hafa hindrað þau áform um bindandi stjórnlagaþing, með ,,málþófi" og öðrum árangursríkum aðferðum.

 


mbl.is Rýnifundi um frjálsa för vinnuafls lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband