Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
12.8.2010 | 11:53
Ríkisstjórnin "kóar" öll með Gylfa og ætti því öll að víkja!
Þegar Seðlabankinn og FME kynntu tilmæli sín, vegna nýfallina hæstaréttardóma, í þessum svokölluðu "gengislánamálum", sagði Gylfi þau eðlileg. Samið hafi verið þannig við kröfuhafa bankana að gert var ráð fyrir því að gengistrygging, þeirra lánasafna sem höfðu gengistryggingu, væri ólögmæt. Samið hafi því verið þannig við kröfuhafana, að engin verðtrygging, hvorki gengisbundin né önnur væri á þessum lánum, heldur eingöngu þessir svokölluðu "seðlabankavextir".
Það er því alveg ljóst að stjórnvöld hafi haft lögfræðiálit, eflaust fleiri en eitt, máli sínu til stuðnings. Varla er hægt að reikna með því að það hafi verið "hugmynd" gripin úr "lausu lofti", að semja á þennan hátt um gengistryggðu lánin.
Gylfi sat ekki einn að samningum við kröfuhafa bankana, heldur komu þar að starfsmenn ráðuneyta og fleiri ráðherrar. Auk þess má gera ráð fyrir því að samningagerðin og forsendur samningana hafi verið ræddar í ríkisstjórn. Það er því ekki með nokkru móti hægt að ímynda sér að við borð ríkisstjórnarinnar, hafi álit um ólögmæti gengistryggra lána, borið á góma. Það er því ljóst að verkstjóri rikisstjórnarinnar (Jóhanna) hlýtur að hafa haft vitneskju um þessi álit, nema hún hafi bara alls ekkert verið meðvituð um hvað gerðist við borð ríkisstjórnar sinnar.
Hverju hefðu viðbrögð vegna lögfræðiálitsins getað breytt ?
Á þessum tíma, var aldrei þessu vant, Alþingi starfandi allt sumarið, vegna Icesavesamninga "hinna fyrstu". Hefði því verið hægðarleikur að vinna frumvarp, taka það til efnislegrar meðferðar á Alþingi og samþykkja, sem kveður á um flýtimeðferð og hópmálsókn á öllum þeim þúsundum mála, er gengistrygging lána tekur til.
Má alveg slá því föstu, að dómur Hæstaréttar, um gengistryggð lán, fyrir ári síðan, hefði komið í veg fyrir þúsunda gjaldþrota og fjölskylduharmleikja.
Reyndar ekki miklar líkur á því að ríkisstjórnin hefði verið fylgjandi slíku þá, frekar en að hún hafi verið það, í kjölfar dóms Hæstaréttar, varðandi þessi gengistryggðu lán, enda höfnuðu leiðtogar stjórnarinnar að taka slíkt mál til umfjöllunar á Alþingi, nokkrum dögum eftir að dómur Hæstaréttar féll. Kom slíkt frumvarp fram á aukadegi þingsins, sem var ca. viku eftir hæstaréttardóminn. Nokkrum dögum síðar birtu svo Seðlabanki og FME tilmæli sín.
Af ofangreindu má sjá að lögfræðiálitið var öllum þeim kunnugt er nú afneita vissu sinni af því og ráðherrar ríkisstjórnarinnar, með Jóhönnu í fararbroddi, keppast við að lýsa stuðningi við viðskiptaráðherra, sem situr í umboði ríkisstjórnarinnar sjálfrar, ekki kjósenda, og er á ábyrgð hennar.
Stuðningsyfirlýsingar við Gylfa Magnússon, eru því ekkert annað en játningar um samsekt þeirra sem þær flytja. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ber pólitíska ábyrgð á öllu því sem Gylfi Magnússon segir og gerir í embætti viðskiptaráðherra og ætti því að axla ábyrgð, öll sem eitt og skila umboði sínu til Bessastaða, hið snarasta.
Upplýsti yfirmenn sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 21:03
Trúverðug Magmanefnd, eða enn einn leikþáttur Skjaldborgarleikflokksins?
Sveinn Margerisson, var talinn óhæfur til setu í svokallaðri "Magmanefnd", vegna þess að móðurbróðir hans er giftur formanni nefndar um erlenda fjárfestingu, auk þess sem að hann á að hafa hringt í nefndarformanninn og hvatt hann til þess að úrskurða gegn Magma.
Bjarnveig Eiríksdóttir, er talin hæf til setu í "Magmanefnd" þrátt fyrir að hafa, sagt í fjölmiðlum, er Margrét Tryggvadóttir hugðist kæra úrskurð nefndar um erlenda fjárfestingu til ESA, að slík kæra hefði ekkert upp á sig, þar sem nær öruggt væri að, viðskipti Magma stæðust lög. Einnig má geta að Bjarnveig, er varamaður í forsætisnefnd ESA og hefur því komið að samþykkt, útgáfu kæru eða kvörtunar á hendur Íslendingum, vegna Icesave.
Það er því vel hægt að segja að báðir þessir aðilar, hafi tjáð sig um mál um meinta "niðurstöðu" og klárlega tekið afstöðu til máls, sem að þau ættu eftir að rannsaka og komast að niðurstöðu um.
Eins og fólk eflaust man, þá er svokallaðri "Magmanefnd" ætlað að kanna hvort niðurstaða nefndar um erlenda fjárfestingu, vegna Magma, standist lög ásamt því að fara ofan í saumana á sögu þess máls alls, sem kallað er "Magma-málið".
Nú er það svo, að þegar skipaðar eru nefndir, til þess að kanna hinu ýmsu hluti þá hefur það ekki þótt góð "latína" að einhver nefndarmaður hafi áður tjáð sig um eða gefið fyrirfram ákveðið álit á "mögulegri niðurstöðu nefndarinnar. Hefur aðili sem að slíkt hefur gert, nær undantekningalaust verið úrskurðaður, vanhæfur til setu í viðkomandi nefnd.
Það má líka vera hverjum manni ljóst, að þrátt fyrir slétt yfirborð í augnablikinu, þá er hvergi nærri nein sátt varðandi Magma, milli stjórnarflokkana. Skoðanir og meiningar Bjarnveigar í málinu, endurspegla vilja Samfylkingar, en skoðanir og meiningar Sveins, endurspegla vilja Vinstri grænna.
Það vekur einnig athygli að ekki var skipaður nýr aðili í nefndina, þó Sveinn væri dæmdur úr leik.
Það hlýtur því að vera sanngjörn spurning, hvort þessari "Magmanefnd", sé ætlað eitthvað "alvöru hlutverk" í því að komast að viðeigandi niðurstöðu vegna Magma, eða þá að þessi nefnd sé eingöngu "persónur og leikendur" í enn einum leikþætti Skjaldborgarleikhússins?
Telur Bjarnveigu vera hæfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 14:37
Stjórn fiskveiða og aðildarumsókn að ESB.
Lengi vel komust aðildarsinnar, upp með það nánast gagnrýnistlaust, að afneita tengslum Icesavemálsins við aðildarumsóknina að ESB. Reyndar voru þau tengsl, alveg ljós þeim, er það vildu vita.
Aðildarsinnar vilja, nær undantekningalaust, "leysa" Icesavemálið, á þann hátt, sem Bretar og Hollendingar krefjast. Aðildarsinnum, finnst óþægilegt að hafa þetta Icesavemál, hangandi yfir sér. Svavar Gestsson er svo sannarlega ekki einn um þá skoðun. En fólki ætti að vera í fersku minni, er hann hespaði af einhverjum lélegustu samningum, sem sést hafa á byggðu bóli, síðan að mannskepnan fór að gera samninga sína á milli, því hann nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér og langaði í frí.
Fullyrðingar aðildarsinna, varðandi Icesavedeiluna og aðildarumsóknina, hrundu hins vegar, eins og spilaborg, þara æðstaráð (eða því sem næst) ESB, ákvað að taka aðildarumsókn Íslendinga, gilda og hefja viðræður. Sett voru þá skilyrði um "farsæla" lausn Icesavedeilunnar, á svipaðan hátt og Svavar og félagar "hespuðu" af fyrir rúmu ári, án árangurs.
Nú hafa makrílveiðar Íslendinga í eigin fiskveiðilögsögu, orðið að hindrun fyrir inngöngu í ESB, eða í það minnsta stefnir í að svo verði. Verður þá vart lengi að bíða uns aðildarsinnar, hefji spunann, um að makrílveiðar og aðildarumsókn séu tveir, gersamlega aðskiljanlegir hlutir og alls engin tengsl, séu þar á milli.
Núna á næstu vikum mun reyna verulega á þessi tvö mál, makrílinn og Icesave vs. ESBumsókn. Framundan eru viðræður, Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og ESB, vegna makríls. Ljóst má vera að í þeim viðræðum, munu hagsmunir Íslendinga og ESB, skarast verulega, eins og reyndar hagsmunir okkar gagnvart Norðmönnum, en líklegast minnstir árekstrar við Færeyinga.
Einnig er það framundan að Íslendingar taki til varna hjá ESA, vegna Icesavedeilunnar.
Fróðlegt verður því að fylgjast með, hvernig stjórnvöld eða fulltrúar þeirra, tækli þessa innbyrðis hagsmunaárekstra Íslendinga. Þeirra sem vilja aðildarviðræður og þeirra sem vilja draga aðildarumsóknina til baka.
Spáir makrílstríði" við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 02:13
Banvæn eiturnaðra spunans.
Við lok búsáhaldabytlingar, tók við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Framsóknar.
Á sömu stundu byrjaði "naðran" að spinna það inn í vitund þjóðarinnar, að þessir vondu menn er við völd voru, hafi grafið þjóðinni djúpar grafir. Nýjum stjórnvöldum hafði hins vegar tekist að forða þjóðinni frá því að falla í gröfina. Slíka menn skildi þjóðin því aldrei aftur kjósa, er grafa þjóðinni grafir.
Að loknum kosningum tók við meirihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, svo kölluð "Norræn velferðarstjórn".
Sú stjórn tók hins vegar við það "gímulaust" að kviksetja þjóðina í þá gröf er fyrri stjórnvöld höfðu grafið og stendur sú kviksetning yfir enn. Á meðan spinnur "naðran" sem aldrei fyrr. Orð "nöðrunar" núna, er hún reynir að hvísla inn í undirmeðvitund þjóðarinnar eru: "Ykkur býðst ekkert betra en þið hafið nú þegar".
Á meðan stendur þjóðin í drullu upp að öxlum og enn er mokað yfir hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 23:25
Þjóðhættuleg verkstjórn!!!
Eins og fólki ætti að vera í fersku minni, þá voru sterkustu rök fyrir skipun Jóhönnu Sigurðardóttur í embætti forsætisráðherra sú, að hún byggi yfir verkstjórnarhæfileikum á "heimsmælikvarða".
Góður verkstjóri nýtur trausts og virðingar, bæði undirmann sinna og umbjóðenda. Góður verkstjóri er vel upplýstur um hvað undirmenn hans aðhafast, því hann nýtur trausts þeirra og þeir hafa ekkert að fela fyrir honum. Góður verkstjóri veit til hvers umbjóðendur hans ætlast til af honum og ef að verkstjórninn, rækir þær skyldur með sóma, þá nýtur hann trausts og virðingar umbjóðenda sinna.
Í ljósi "farsans" með lögfræðiálit Seðlabankans, er alveg ljóst að verkstjórinn er rúinn trausti og virðingu undirmanna sinna og má spyrja hvaða öðrum upplýsingum, gæti verið haldið frá verkstjóranum, sem varðað gætu þjóðarhag.
Það er líka alveg ljóst að verkstjórinn og undirmenn hans eru rúnir trausti og virðingu umbjóðenda (þjóðarinnar) sinna.
Þegar þannig er ástatt með verkstjórann og hans fólk, þá valda þessir aðilar meiri skaða með áframhaldandi störfum sínum. Verkstjóranum, ber því að segja starfi sínu lausu um leið og hann ritar undirmönnum sínum uppsagnarbréf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 18:07
"Íslandsstofufarsinn" heldur áfram í Skjaldborgarleikhúsinu.
Katrín Julíusdóttir, iðnaðarráðherra segir í samtali við pressan.is í dag, að hún ætli að spyrjast fyrir um það hjá fulltrúa sínum í stjórn Íslandsstofu, afhverju "þessi háttur" var hafður á ráðningu Jóns Ásbergssonar, frekar en einhver "annar". En stjórn Íslandsstofu var einhuga um þá aðferð er leiddi til skipunnar Jóns Ásbergssonar í starfið, sem og um skipun hans í það.
Hver fulltrúi Katrínar í stjórninni er, er ekki gott að sjá. Samkvæmt heimasíðu Íslandsstofu, er fulltrúi ráðuneytisins í varastjórn Íslandsstofu og því allt eins líklegt að sá aðili, hafi ekki komið þar að.
Þá beinast spjótin, að þeim Einari Karli Haraldsyni, altmulig manni ríkisstjórnarinar, sem sérhæfir sig í því að gegna störfum á vegur ríksstjórnarinnar, sem ekki er auglýst í og að Ólöfu Ýrr Atlardóttur, ferðamálastjóra, en það embætti fellur undir Iðnaðarráðuneytið, eftir því sem ég best veit. Einnig má taka fram að Ólöf Ýrr, er sambýliskona, Runólfs Ágústssonar, sem hröklaðist úr starfi umboðsmanns skuldara, eftir einn dag í starfi, vegna þess að Árni Páll, félagsmálaráðherra treysti sér ekki til þess að bera pólitíska ábyrgð á ráðningu hans.
Fram kom á pressan.is, fyrr í dag, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sem Íslandsstofa heyrir undir, sé ánægður með nýja forstjórann, og bætir við að hann telji að rétt hafi verið að málum staðið.
Það er engu líkara en að Þórólfi Árnasyni, bróður Árna Páls, hafi verið lofuð staðan, þvílíkur er "grátkórinn" frá þeim ranni og er meira að segja "stjórnsýslufræðingsnefna" Samfylkingarinnar, dregin fram í dagsljósið, til að álykta Þórólfi í hag. En þessi sama "stjórnsýlsufræðingsnefna", hefur að öðru leyti ekki séð ástæðu, til þess að gagnrýna, aðrar ráðningar á vegum hins opinbera, þó efaust sé þar af nógu að taka.
Vissu ekki Einar Karl og Ólöf Ýrr af því að búið var að lofa Þórólfi djobbinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 15:01
Enn einn "Skjaldborgarfarsinn" komin á "fjalir" þjóðarinnar.
Hvernig má það vera, að ríkisstjórn sem semur þannig við kröfuhafa bankana um yfirfærslu lánasafna föllnu bankana, yfir í þá nýju, hafi ekki vitað um þessi lögfræðiálit?
Þegar Seðlabankinn og FME gáfu út, fyrr í sumar tilmælin, vegna vaxta á ólögmætum gengislánum, þá sagði Gylfi viðskiptaráðherra, að þessi tilmæli væru eðlileg. Samið hefði verið um færslu lánasafnana á þann hátt, að gengið hafi verið út frá því að gengislánin stæðust ekki lög og því hafi verið miðað við, enga verðtryggingu, hvorki gengistryggða né aðra og miðað við heimtur lánana á seðlabankavöxtunum.
Hvað höfðu stjórnvöld þá í bakhöndinni, varðandi gengistryggðu lánin, þegar þau sömdu við kröfuhafana um færslu þeirra yfir í nýju bankana?
Vissi ekki um lögfræðiálitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2010 | 21:38
Sá sem lýgur skal víkja.
Samkvæmt svari Gylfa við fyrirspurninni, varðandi gengistryggðu lánin, má greina að Gylfi hafi spurst fyrir um það í stjórnsýlsunni, hvernig haga bæri því svari sem hann gaf.
Hafi aðallögfræðingur Efnahags og viðskiptaráðuneytisins, sagt ósatt um það álit, sem hann hafði þá þegar undir höndum, þá ber honum að skilyrðislaust að víkja og það ekki seinna en frá og með morgundeginum.
Sé Gylfi hins vegar að segja ósatt, þá á afsagnarbréf hans að liggja á borði ríkisstjórnar, á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.
Vissi ekki af áliti Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2010 | 21:16
Nefnd enn starfandi, þó verið sé að rannsaka fyrri störf hennar.
Nefnd viðskiptaráðherra um erlenda fjárfestingu, sem meðal annars gaf í tví eða þrígang, frá sér sömu niðurstöðu, vegna Magma og sætir rannsókn, "sáttanefndar" stjórnarflokkana, er enn starfandi óbreytt.
Það hlýtur að leiða hugann að því hvort ríkisstjórnin meini eitthvað "sérstakt" með þessari rannsókn sem svokölluð "sátt" stjórnarflokkana í Magma-málinu, kveður á um. Hvort að áætlunin sé ekki eftir sem áður, að leyfa Magma að fá sínu fram og þetta svokallaða "rannsóknarferli" sé bara, enn einn leikþátturinn sem Skjaldborgarleikhúsið setur á fjalirnar?
Þegar nefnd um erlenda fjárfestingu gaf sín fyrri álit, vegna Magma, fyrir ári síðan, var vitað um frekari fjárfestingaráform Magma hér á landi. Það þurfti því ekki að koma neinum á óvart að þessi nefnd, gaf samskonar álit, vegna síðustu viðskipta Magma hér, enda ennþá sömu lög hér í gildi, er fyrri álit voru gefin.
Óbreyttir þingmenn Vg segjast margoft hafa brýnt ráðherra flokksins, um að leggja til lagabreytingu í ríkisstjórn, síðan nefndin gaf sín fyrstu álit vegna Magma. Það er því eingöngu tvennt sem kemur til greina, þ.e. að ráðherrar flokksins hafi óhlýðnast samþykktum eigin þingflokks, eða þá að þeir hafi látið "málið" niður falla, eftir að " kattatemjarinn" Jóhanna "hvæsti" á þá og hótaði þeim í hundraðasta skipti stjórnarslitum. Sofandaháttur og linkind ráðherra og þingmanna Vinstri grænna í þessu máli er því algjör og ábyrgð þeirra, engu minni í málinu, þrátt fyrir nýtilkomið andóf og að fulltrúi þeirra í nefndinni, hafi skilað séráliti, ásamt fulltrúa Hreyfingarinnar.
Fáranleikinn í þessari farsauppfærslu rís svo upp í nýjar hæðir, þegar þessi sama nefnd og Sveinn Margeisson, má ekki rannsaka, vegna tengsla sinna við formann nefndarinnar, er falið að rannsaka eignarhald útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. Eða er þessi rannsókn nefndarinnar á eignarhaldi útlendinga í íslenskum sjávarútvegi bara enn eitt límið, til að líma saman mölbrotið ríkisstjórnarsamstarf?
Birtir minnisblað um Svein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2010 | 12:16
Tilvistarkreppa "órólegu" deildarinnar.
Í Fréttablaðinu og á Eyjunni mátti sjá fréttir af því að, Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hafi boðið Lilju Mósesdóttur og hinum í hinni "órólegu" deild Vinstri grænna, yfir í Hreyfinguna. Lilja sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkt væri vart tímabært nú um stundir, en samt væri ekki hægt að útiloka samstarf "órólegu deildarinnar" við Hreyfinguna, auk þess sem að þingmenn Hreyfingarinnar, væru alltaf velkomnir í Vg.
Hvað sem þessum "væringum" líður, þá er það nokkuð ljóst að varla getur það talist, að það fari vel um Lilju og jafnvel líka hina meðlimi "órólegu deildarinnar", í þingflokki Vinstri grænna. Af Facebooksíðu Lilju má merkja töluverða óánægju hennar með sinn eigin flokk, samstarfsflokk í ríkisstjórn og þau vinnubrögð sem viðhöfð eru á "stjórnarheimilinu. Örlar þar jafnvel á öfund út í stjórnarandstöðuþingmenn vegna meints "málfrlelsis" þeirra, þar sem að sögn Lilju, eru stjórnarþingmenn, beðnir um að taka "helst ekki" til máls á Alþingi, til þess að stytta umræðutímann, auk þess sem að hún heldur því fram að stjórnarþingmenn fái mun færri þingmannamál í umræðuna, heldur en stjórnarandstöðuþingmenn. En það lýsir kannski óánægju Lilju best með því að birta hér að neðan, nokkur dæmi, af hugleiðingum, þeim er hún deilir með "vinum" sínum á Facebook:
"Óánægja grasrótarinnar með hversu illa gengur að koma málefnum VG í gegnum ríkisstjórnina er mætt með fullyrðingum um að við - sem ekki sættum okkur við áhrifaleysið - eigum heima í öðrum flokki. Þannig er verið að persónugera vandamál sem er miklu flóknara en svo.
Það er erfiðara hlutskipti að vera stjórnarþingmaður en stjórnarandstöðuþingmaður.
Stjórnarandstöðuþingmenn fá fleiri mál í gegn og hafa mun meira málfrelsi en stjórnarþingmenn án ráðherraembættis. Samið er við stjórnarandstöðuna um mál sem fara í gegn og hversu lengi þeir tala. Frumvörp stjórnarþingmanna daga uppi og ...þeir beðnir um að taka ekki til máls til að stytta ræðutímann.
Skúffufyrirtækið í Svíþjóð er lagaleg sniðganga og söluferlið á HS orku sýndarmennska. Magma samningurinn er m.ö.o. málamyndagjörningur sem ríkisstjórninni ber að ógilda. Það hefur legið fyrir í a.m.k. 11 mánuði að VG vill að HS orka verði í samfélagslegri eigu og ráðherrum flokksins margítrekað falið að framfylgja þeirri stefnu."
Það er alveg ljóst að þarna er ekki sáttur stjórnarþingmaður á ferð.
Þegar að Alþingi kemur saman að nýju eftir rúmlega einn og hálfan mánuð mun svo koma í ljós, hvort að einhver innistæða, sé að baki þessarar óánægju "órólegu deildarinnar". Það blasir við, að á komandi haustþingi koma til umræðu flest þau mál, sem "órólega deildin" hefur verið hvað ósáttust við. Nægir þar að nefna: Tillaga um að draga til baka ESB umsókn, viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæstaréttar, vegna gengistryggðra lána, Magma og auðlindamál almennt, auk þess sterkar líkur benda til þess að Icesavemálið komi enn eina ferðina til afgreiðslu á Alþingi.
Allt eru þetta mál, þar sem afstaða "órlegu deildarinnar", hefur verið í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Ekkert þessara mála er þess eðlis, að "semja" megi um afstöðu til. Afstaða til þessara er ekki annað hvort, eða. Annað hvort eru menn sammála afstöðu ríkisstjórnarinnar eða ekki, engar málamiðlanir. Andstaða við stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum er vantraust á ríkisstjórn. Atkvæði með stefnu ríkisstjórnarinnar, er hins vegar traustsyfirlýsing á ríkisstjórn.
Það verður því óumflýjanlegt, fyrir hina "órólegu deild" Vinstri grænna á komandi haustþingi, að lýsa vantrausti á ríkisstjórn, eða axla ábyrgð á gjörðum hennar ásamt þingmönnum Samfylkingar og hinna þingmanna Vinstri grænna, er rikisstjórnina styðja af heilum hug.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar