Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Sama nefnd og gaf "grænt ljós" á Magma Sweden.

Síðuritari vill byrja á því að geta þess, að hann vill af sjálfsögðu að þetta mál verði skoðað ofan í kjölinn, eins og öll önnur mál sem varða auðlindir okkar Íslendinga.

Samkvæmt fréttinni sem "blogg" þetta hangir við, segir að viðskiptaráðuneytið hyggist vísa máli Storms Seafood, til frekari skoðunar hjá nefnd um erlenda fjárfestingu.  

Síðuritari vill bara ítreka það, að hann vill að sjálfsögðu að mál Storms Seafood, verði skoðað "ofan í kjölinn" og til viðeigandi aðgerða gripið, ef eitthvað óhreint finnst í "pokahorni" þessa margumrædda "mjölpoka".  En samt vill síðuritari velta upp fáeinum atriðum.

 Fyrir nærri tveimur vikum, ákvað ríkisstjórnin, að stofna rannsóknarnefnd, sem að fara ætti yfir ferlið í Magma-málinu.  Þar lék þessi nefnd stórt hlutverk.  Það er því hægt að segja að nefnd um erlenda fjárfestinu sé í "rannsókn", hjá annari nefnd ríkisstjórnarinnar.  Nefnd um erlenda fjárfestingu, gaf í tví eða þrígang "grænt ljós" á kaup Magma Energy á hlutum í HS-Orku í gegnum "sænsku skúffuna".

 Er eðlilegt að nefnd um erlenda fjárfestingu, rannsaki mál Storms Seafood, óbreytt eins og ekki sé verið að rannsaka störf hennar vegna annara mála?   Eru það ekki heilbrigðir stjórnsýsluhættir að nefndarmenn stígi til hliðar, á meðan önnur nefnd rannsakar störf þeirra?  Hvaða skoðun skild dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hafa á þessum "stjórnsýsluæfingum"?


mbl.is Mál Storms í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannaráðningar og lagahyggja Dr. Sigurbjargar stjórnsýslufræðings.

Síðastliðna viku hafa tvær ráðningar í opinberar stöður verið meira áberandi í umræðunni, en flest annað.  Ráðning umboðsmanns skuldara og ráðning framkvæmdastjóra Íslandsstofu. 

Fyrrnefnda ráðningin, var ákvörðun ráðherra, að loknu ráðningarferli, með aðstoð ráðningarstofu, en sú síðari var ákvörðun stjórnar Íslandsstofu, að loknu ráðningarferli, sem var alfarið í höndum stjórnarinnar, eftir því sem næst verður komist miða við fréttaflutning af málunum báðum.

 Í ráðningarferlinu vegna umboðsmanns skuldara, var ráðningastofu "út í bæ", falið að fara yfir umsóknir, meta þær og boða þá umsækjendur, er hæfir væru taldir til að gegn embættinu.  Tveir umsækjendur taldir hæfir og boðaðir í viðtal, af ráðningarstofunni (eins og ég skil ferlið).  Var með því að láta ráðningastofuna annast ferlið, meiningin að gera ráðninguna faglega og koma þar með í veg fyrir að einhver pólitík væri þar að þvælast fyrir í ferlinu, m.ö.o. að ráðningarstofan gerði óháð mat á hæfni umsækjenda og skilaði ráðherra skýrslu um hæfni þeirra.  Síðan kom fram í fréttum að í þessum viðtölum ráðningarstofunnar, hafi verið viðstaddir fleiri fulltrúar ráðuneytisins, er málið heyrir undir, en ráðningarstofunnar sjálfrar.  Má alveg spyrja þeirrar spurningar, hvort að viðvera ráðherra og annarra starfsmanna hans í viðtölum, er áttu að vera hluti af því ferli, er leiddi til faglegs mats á hæfasta umsækjandanum, hafi getað haft áhrif á "faglega" niðurstöðu ráðningarstofunnar?

 Hverju sem því líður, þá mat ráðningarstofan, þann umsækjenda hæfastan, er fékk starfið í fyrstu. Frá þeirri skipan í embættið, komu upp ásakanir um pólitísk tengsl ráðherra við þann er starfið fékk. Pólitísku tengslin eru alveg skýr og óþarfi að ræða þau eitthvað frekar.  Nokkrum dögum síðar, eftir að nýr umboðsmaður skuldara, lýsti því yfir í fjölmiðlum, að nú yrðu bankarnir látnir finna til tevatnsins, birtist í DV daginn eftir þá yfirlýsingu, fréttir af  hlutabréfakaupum hans og "vafasömum lánveitingum, vegna þeirra og jafnvel afskriftum þessara lána.  Settu þær upplýsingar enn meiri þrýsting á ráðherra, sem endaði með því að hann sendi nýskipuðum umboðsmanni skuldara bréf, þar sem hann bað um nákvæma úttekt á viðskiptum og lántökum umboðsmannsins, auk þess sem að ráðherra hringdi í umboðsmanninn og bað hann um að stíga til hliðar, til þess að tappa af "politískum þrýstingi" sem ráðherrann hafði orðið fyrir. Má alveg setja stórt spurningarmerki við þetta símtal ráðherra, þar sem að hann hafði óskað eftir fjárhagsupplýsingun bréflega.  Spyrja má hvort að í bréfinu, hefði ekki mátt koma fram óskin um brotthvarf umboðsmannsins, ef þær upplýsingar af fjármálum hans, væru ekki embætti hans sæmandi?  Má þess vegna telja nokkuð víst að "tilgangur" símtalsins var sá að, sá hluti samskiptana yrði ekki skjalfestur, á sama hátt og bréf hans til umboðsmanns.  Benda misvísandi svör umboðsmannsins "hins fyrri" og ráðherrans til þess að svo hafi verið.

 Það eina sem ráðherrann og umboðsmaðurinn "hinn fyrri" hafa sagt sömu sögu af, er að ráðherra, var í "stórum dráttum" ljós fyrri fjármálaumsvif, umboðsmannsins.  Í svari ráðherrans við spurningum fréttamanna, hvort að vitneskja hans, um fjármálin hjá þeim er hann skipaði umboðsmann, hafi ekki verið tilefni til frekari rannsóknar, vísaði ráðherrann til þess að samkvæmt lögum, skerði skuldastaða manna ekki hæfi þeirra til opinberra embætta.  Má vel vera að svo sé, en kallast það þá "þröng lagahyggja", að hengja sig svo fast við lagatextann í ljósi þess að umboðsmaður skuldara, hafi hann hlotið "óeðlilega meðferð" við niðurfellingu eigin skulda í bankakerfinu, þá væri hann í raun að beita sér gegn meintum "velgjörðarmönnum" sínum í bankakerfinu?  Væri slíkum manni treystandi til þess að semja við og krefjast réttar umbjóðenda sinna, burtséð frá því sem lög segja til um að hann megi eða megi ekki? 

 Í síðara málinu, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, þá kveða lög um Íslandsstofu á um að stjórn, skipuð af utanríkisráðherra, að fenginni tilnefningu, nokkurra hagmunasamtaka og ráðuneyta, skipi í stöðu framkvæmdastjóra Íslandsstofu, að undangenginni auglýsingu þar sem starfið auglýst laust til umsóknar og viðtölum við þá aðila er stjórnin telur hæfasta til starfsins.  Ekkert í þeim lögum, kveður á um að allir sem teljist "hæfir" eigi að vera boðaðir í viðtöl, þannig að stjórninni, er alveg í sjalfsvald sett, hvort hún tali við einn eða tíu umsækjendur og taki að því loknu ákvörðun um hvern hún ræður til starfsins.  Má alveg deila þar, hvort að um þessa svokölluðu "þröngu lagahyggju" hafi verið um að ræða í því tilfelli, eins og Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur vill meina.

 Það fer ekkert á milli mála að báðar þessar ráðningar, eru umdeildar.  Það er líka alveg jafnljóst að umdeilanleg atriði varðandi umboðsmann skuldara, vega þyngra, heldur en atriðin vegna framkvæmdastjóra Íslandsstofu.  Það vekur hins vegar spurningar í huga síðuritara afhverju í ósköpunum Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, vaknar ekki af værum blundi og fer að tjá sig um þrönga lagahyggju og vafasama stjórnsýsluhætti, fyrr en  seinna málið kemur upp, en láti ógert að tjá sig um þá ráðningu sem að í raun er mun umdeildari, en ráðning framkvæmdastjóra Íslandsstofu.  

Hlýtur þar án vafa að vega þyngst pólitísk tengsl Sigurbjargar við þann er "kvartaði" undan vinnubrögðum stjórnar Íslandsstofu og pólitískra tengsla Sigurbjargar við þann ráðherra, sem þykir hafa "klúðrað" málum vegna umboðsmanns skuldara.  En Sigurbjörg tók þátt í prófkjöri Samfylkingar fyrir þingkosningar 2009 og vill svo "einkennilega til að bæði kvartandinn og ráðherrann tilheyra þeim flokki einnig.


Rannsaka þarf endur-einkavæðingu bankana strax!!!!!

Nokkrum mánuðum áður en skrifað var undir samninga við kröfuhafa föllnu bankana, lá í Seðlabankanum lögfræðiálit, sem gaf það sterklega í ljós að gengislánin væru ólögmæt.  Með það lögfræðiálit í "bakhöndinni", er gengið til samninga við kröfuhafa bankana um færslu lánasafna föllnu bankana, yfir í hina ný-einkavæddu banka. 

Nokkrum mánuðum áður en álitið lá fyrir, höfðu ýmsir lögfræðingar, lýst sínum efasemdum, um lögmæti þessara lána.  Einnig má telja það nánast borðliggjandi, að fulltrúar kröfuhafana, hafi haft einhvern pata af þessum efasemdum.

 Stjórnvöld semja síðan við kröfuhafa föllnu bankana, með þetta löfræðiálit, yfir höfði sér eins og ekkert sé.

 Að lokinni undirskrift samninga, birtist svo Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra "grobbinn" mjög og segist hafa siglt erfiðum samningaviðræðum, til "farsællar" lausnar og sparað  Ríkissjóði heila 250 milljarða, miðað við áætlanir fyrri stjórnvalda,  með gerð þessra samninga.  

 Þjóðin hafði ekki svo löngu áður heyrt Steingrím, segja frá annari "farsælli" lausn, þegar Félagi Svavar, fékk nóg af "chilli" með Breskum og Hollenskum samningamönnum, vegna Icesavesamninga og hespaði af þjóðfjandsamlegum samningi, svo hann kæmist í sumarfrí á réttum tíma. Allir vita hver staða þessarar "farsælu" lausnar í Icesave er í dag og nánast stanslaust frá endur-einkavæðingu bankana hafa verið uppi efasemdir um það verklag sem þar var viðhaft.

Reikna má með því að við samninga um öll önnur lánasöfn en gengislánin, hafi mestur styrinn verið um afföllin, sem þessi lánasöfn voru færð yfir í nýju bankana með.  Síðan hefur komið að erfiða hlutanum, efasemdum um lögmæti, þessara lánasafna sem geymdu gengistryggðu lánin.

 Kröfuhafar með sínar efasemdir um lögmæti þeirra lánasafna, hafa nær örugglega krafist, þess að þau lánasöfn færu yfir með mun hærri affölum en hin lánasöfnin, voru flutt yfir með til þess að forðast tugmilljarðatap, yrðu gengislánin dæmd ólögmæt. Til vara hafa kröfuhafarnir krafist tygginga fyrir því að þeir þyrftu ekki að taka á sig skellinn, ef gengistryggðu lánin yrðu dæmd ólögmæt, eða jafnvel stjórnvöld boðið þeim slíkt að fyrra bragði.

 Trygging sú er talað er um er í rauninni ígildi ríkisábyrgðar og er sú ríkisábyrgð án heimildar.  Samkvæmt lögum um Fjárreiður ríkisins, má ekki veita ríkisábyrgð, nema að undangenginni umræðu á Alþingi og samþykki þess fyrir ábyrgðinni. 

 Það getur varla talist "tilviljun" að sú upphæð sem stjórnvöld, hafa sagt að þau þurfi að "punga" út til ný-einkavæddu bankana, dæmi Hæstiréttur fjármálafyrirtækjum í óhag í öllum gengislánadómsmálum, er nálægt þeirri upphæð, er Steingrímur taldi sig hafa "sparað" ríkinu, með "snilldarsamningunum" við kröfuhafana.  Hlytur slíkt að styðja mjög, þá "kenningu" um að samið hefði verið um það að íslenska ríkið tæki á sig skellinn, vegna gengistryggðu lánana.

 Af þessu máli og öllum þeim málum sem komið hafa upp í kjölfar endur-einkavæðingar bankana, er það alveg morgunljóst, að hefjast þarf handa ekki síðar en strax og rannsaka allt þetta einkavæðingarferli, ásamt því sem að rannsaka þarf þátt Seðlabankans í  öllu þessu ferli.  Fyrr skapast ekkert traust í þjóðfélaginu, hvorki til stjórnvalda, Seðlabankans eða til fjármálafyrirtækja.


mbl.is Gagnrýna Seðlabankann harkalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt óbreytt vegna Magma, eða Katrín bara ósátt við niðurstöðu ríkisstjórnarinnar?

Í Kastljós þætti kvöldsins var rætt við Katrínu Julíusdóttur, iðnaðarráðherra. Ein við mátti búast fór djúgur hluti viðtalsins, í hið margrædda Magmamál.  Á máli Katrínar var vart að merkja að hún sæti í þeirri ríkisstjórn er hélt blaðamannafund 27. júlí sl. þar sem samkomulag um að setja málið í ákveðið ferli.

 Talaði Katrín nokkurn vegin á þann hátt, varðandi málið og hún  hefur alltaf gert, síðan það sem að hún kallaði "upphlaup" samstarfsflokksins í ríkisstjórn hófst.  Notaði Katrín meira að segja orðið "uppnám" í viðtalinu, en dró svo í land í næstu setningu á eftir.  

Á máli Katrínar í viðtalinu, mátti ekki annað heyra en, að henni þætti ekkert athugavert eða grunsamlegt við allt þetta ferli, þrátt fyrir að yfirlýsing þeirrar ríkisstjórnar er hún situr í, hafi ályktað á þeim nótum.  Mátti það skilja helst á orðum hennar að sér þætti það bara besta mál að Magmamálið færi bara þá leið, sem áætluð var, fyrir inngrip ríkisstjórnarinnar. En bætti svo reyndar við því sem að hún hafði áður sagt, að sér þætti leigutími Magma fulllangur og jafnvel jaðra við lögbrot, hvernig sem hægt er að finna lögbrot út úr einhverju, sem er innan lagarammans, þó svo það sé í efri mörkum hans. Eins talaði hún um forkaupsrétt ríkissjóðs, þegar og ef að ríkissjóður hefði einhvern tíman efni á slíku.  það gæti reyndar orðið langur tími þangað til að það gæti gengið eftir, fari svo að Ríkissjóður fái nýeinkavædda bankana í fangið aftur, í kjölfar komandi Hæstaréttardóms.

 Upplifun mín af þessu viðtali við Katrínu, var því sú, að annað hvort er hún ekki sátt við þessa lausn stjórnarflokkana, eða þá að þessi lausn stjórnarflokkana sé í rauninni ekki lausn, heldur miklu fremur, biðleikur.  

 Reyndar er sú staðreynd borðleggjandi, að með hverjum deginum sem líður, þá veikist vonin um lausn á þessu máli í sátt við þjóðina.  Einnig er það borðleggjandi, að þessi sátt ríkisstjórnarinnar, hefði mátt vera ári fyrr á ferðinni, þegar áform Magma voru ljós orðin, en ekki eftir að áform Magma eru nánast frágengin og kláruð.

 Sagan segir svo að Vinstri grænir hafi um þetta leyti í fyrra, krafist þess í ríkisstjórn, að í gang færi ferli, áþekkt því sem nýjasta útspil stjórnarinnar er í Magmamálinu, en Samfylkingin, hafnað slíku. Hafa þingmenn Vinstri grænna staðfest þá sögu.  Sú saga styrkir kannski þá tilfinningu sem ég hafði fyrir viðtalinu við Katrínu.  Og viðtalið staðfestir þá tilfinningu margra, að Samfylkingin hafi gert þessa sátt við samstarfsflokkinn, með hálfum huga eða þá af neyð til þess að halda þessari verklitlu og óstarfshæfu ríkisstjórn, við völd eitthvað fram á haustið, þjóðinni til frekara tjórns en orðið er.

 Hvað þingmenn og ráðherra Vinstri grænna varðar, þá er skömmin þeirra að hafa sofnað á vaktinni síðast liðið haust, og þumbast sofandi að feigðarósi í Magmamálinu.

 Samfylkingin heldur sig hins vegar í 2007- módeli sínu, með sitt útrásar og auðmannadekur með auðlindaafsalsívafi.   


Jón ráðinn, Þórólfur vælir.

Í dag var Jón Ásbergsson ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu.  Án þess að ég viti í sjálfu sér hvaða kröfur hafi verið gerðar til starfsins, þá reikna ég með því að hann hafi líklega þótt hæfastur, fyrst og fremst vegna fyrri starfa sinna.  Jón starfaði um nokkurra ára skeið hjá Útflutningsráði Íslands, sem að var nokkurs konar undanfari Íslandsstofu.  Ætla má að Jón hafi á þeim tíma aflað sér reynslu og þekkingu sem henta hinu nýja starfi.

Stuttu eftir að ráðning Jóns var kynnt í fjölmiðlum, birtist svo frétt þess efnis á pressan.is , að Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, telji ráðningarferlið "leikrit.  Samkvæmt pressufréttinni, voru hans einu rök sú, að Jón hafði skrifað opnugrein í Moggann, degi áður en umsóknarfrestur um framkvæmdastjórastöðuna lauk, og kynnt sig þar sem starfandi framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

 Verður þetta upphlaup eða væll Þórólfs að kallast í besta falli vanhugsað og bera vott um að hann þekki vart sögu þess fyrirtækis er hann sótti um starf hjá.  Eins og fram hefur komið í fréttum tók Íslandsstofa til starfa fyrir rúmum mánuði.  Eins og er með öll önnur starfandi fyrirtæki, er þar framkvæmda eða forstjóri, sem er yfir fyrirtækinu.  

Lög um Íslandsstofu, eru það ný af nálinni, að eflaust hefur verið tími til þess að auglýsa og ráða í framkvæmdastjórastöðuna, áður en lögin tóku gildi og Íslandsstofa opnaði formlega.

 Eins og áður sagði, þá er Íslandsstofa nokkurs konar arftaki Útflutningsráðs Íslands.  Það hlýtur því að vera eðlilegasti hlutur í heimi að í stað þess að láta fyrirtækið starfa án framkvæmdastjóra í rúman mánuð, sé maður með reynslu af áþekktri starfssemi og Íslandsstofa rekur, beðinn um að sinna framkvæmdastjórastarfinu, þangað til að skipað hefur verið í starfið.  Varla er hægt að halda því fram að mánuðaðarstarf Jóns við Íslandsstofu, hafi gefið honum meira forskot, en öðrum er um stöðuna sóttu og þóttu hæfir.

 Í opnu grein þannig sem að Jón skrifaði var hann að kynna starfssemi Íslandsstofu. Deila má um hvort birting greinarinnar hafi verið tímabær eða ekki.  Það er hins vegar ekki umdeilanlegt, að Jón var starfandi framkvæmdastjóri Íslandsstofu, þegar greinin birtist og því varla óviðeigandi, en að hann skrifaði það starfsheiti er hann gegndi á þeim tíma.

 Viðbrögð Þórólfs benda hins vegar til að honum hafi alltað því verið "lofað" stöðunni, en umræður í þjóðfélaginu undanfarna daga og vikur, hafa einmitt verið um það, að stjórnvöld hafi verið of grimm við pólitískar stöðuveitingar, jafnvel svo grimm að óbreyttum stjórnarþingmönnum er farið að misbjóða.  

 Í mínum huga, eftir kalt og snoggt mat, bendir flest til þess að Jón sé hæfari en Þórólfur, sökum fyrri starfa sinna, áður en Íslandsstofa kom til sögunar.  Ráðning Þórólfs, hefði hins vegar haft flest merki pólitískrar ráðningar, sér í lagi fyrst Jón var meðal umsækenda um starfið.  Þórólfur er eins og flestir vita bróðir Árna Páls félagsmálaráðherra og er Samfylkingarmaður. Reyndar gengu þær sögur um að í stjórn Íslandsstofu hefðu fulltrúar Samfylkingarinnar, þau Einar Karl Haraldsson (svona allskonar fyrir ríkisstjórnina) og Ólöf Ýrr Atladóttir, sambýliskona Runólfs fyrrverandi umboðsmanns skuldara, unnið að því hörðum höndum að koma Þórólfi fyrir í framkvæmdastjórastöðunni.  

 Hvort sem að sú saga eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum eða ekki, skal ekki segja.  En viðbrögð Þórólfs við höfuninni, ýta frekar undir þá sögu en ekki.


mbl.is Ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða um umræðuna.

Líklegast er fátt betur til þess fallið, til þess að þjóðin sættist við sjálfa sig í kjölfar efnahagshrunsins og fylgifiska þess, að þjóðinni öðlist þroski og vilji til þess að ræða "málin", í stað þess að stunda aftökur í opinberri umræðu.

Flest þau málefni sem að mannskepnan fæst við dags daglega, hafa þann "kost" að þau eru ekki óumdeilanleg, heldur skiptast menn í fylkingar, vegna skoðanna sinna á þeim.  Sú staðreynd ætti að vera  mönnum hvatning, til þess að gera það sem í þeirra valdi stendur, til þess að "sín hlið", eða skoðun á málunum, fái umræðu.  Hafa kost á því, að færa sín rök, ásamt því að hlusta á rök annara, varðandi málefnið. Slík umræða sýnir þroska og er ef að eitthvað er, ávísun á frekari þroska, þeirra sem slíka umræðu stunda.

Heilbrigð rök manna í málefnalegri umræðu, snúast um málefnin sjálf, lífsviðhorf þess er þau setur fram og  þekkingu hans á málefninu.  Slík rök eru jafnan laus við upphrópanir, um andlega heilsu þeirra er málefninu tengjast, eða eitthvað í þá veruna.  

 Óheilbrigð rök manna í málefnalegri umræðu, eiga sjaldnast eitthvað skylt við rök eða málefnalega röksemdafærslu og fjalla sjaldnast um málefni það, er til umræðu er. Slík rök eða rökleysa, snúast fyrst og fremst um að níða náungann niður í skítinn, fyrir þá einu sök, að hafa aðra sýn og skoðun á því málefni, er rætt er um.  Röksemdafærslur manna litaðar af níð til manna, án málefnalegra raka, lýsa fyrst fremst rökþroti viðkomandi og málefnalegri fátækt og gera málstað þess, er slíkt stundar einskis verðan. 

Með hvoru liðinu, vilt þú spila? 


Líklegast auglýst aftur í stöðuna?

Telja má það allt eins líklegt að "pantað" verði það stjórnsýluálit, er kveður á um að auglýsa skuli aftur í stöðu umboðsmanns skuldara.  Sé það ekki gert, verður vart gengið fram hjá Ástu Sigrúnu, þar sem að hún, auk Runólfs voru einu umsækjendur um stöðuna, er taldir voru hæfir, til að gegna henni.

Eitt af síðustu hálmstráum Félagsmálaráðuneytisins, til réttlætingar á ráðningu Runólfs, var "lekinn" sem greint var frá á Ejunni, sl. mánudag.  Þar var Ráðgjafastofu um fjármál heimilana, þeirri stofnun er Ásta Sigrún, veitti forstöðu og umboðsmanni skuldara er ætlað að taka við af, lýst sem hægfara og nánast "gagnslausu apparati", við lausn á skuldavanda heimilana í landinu.   Í "lekanum" var hins vegar látið hjá líða, að greina frá því að Ásta Sigrún og hennar fólk á Ráðgjafastofunni, voru löngum í "fjársvelti" og mannekla var viðverandi ástand, hjá stofnuninni.  Auk þess sem Ráðgjafastofan, hafði nærri því ekki eins sterkar lagaheimildir, til athafna og umboðsmaður skuldara hefur.   Það fékk líka heldur ekki að "leka út" að ráðherra fra Samfylkingu hefur setið í Félagsmálaráðuneytinu síðan vorið 2007 og í raun þá borið ábyrgð á þessum "vonlausa" yfirmanni allar götur síðan.

 Það er því allt eins líklegt að staðan verði auglýst að nýju og jafnvel því "gaukað" að einhverjum sem er ráðherra að "skapi" að sækja um, svo menn sitji ekki uppi með Ástu, eftir "fyrirhöfnina við að auglýsa aftur í stöðuna.  Hins vegar eru þá einnig líkur á því að fortíð þess er "gaukað verður að", verður eflaust "rannsökuð", svo ekki komi til frekari óþæginda, þó aftur verði gengið framhjá Ástu Sigrúnu.

 Hvað það verður, veit nú enginn.  Þó svo að vegir "spunasveitar stjórnarliða" séu órannsakanlegir og oftast nær "torskildir, þá er nú oftar en ekki, með lítilli fyrirhöfn, hægt að sjá í gegnum "spunana".

 


mbl.is „Það eina rétta í stöðunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að "teikna" upp glansmynd af Íslandi, ef Hæstiréttur, tekur vægt á fjármálafyrirtækjum?

Í kynningarefni frá Fjárfestingarstofu, ætluðu erlendum áhugasömum fjárfestum, er sagt að gjaldeyrishöftin verði afnumin að fullu í lok nóvember á þessu ári. Þeim upplýsingum er slegið fram, þrátt fyrir að, í það minnsta opinber viðbrögð, efnahags og viðskiptaráðherra, bendi ekki til annars, en að þau verði við lýði, að einhverju marki út næsta ár.

 Það væri auðvitað frábært, ef að gjaldeyrishöftunum yrði rift sem fyrst.  En það væri hins vegar jafnslæmt og það yrði frábært að losna við höftin, ef að Fjárfestingarstofa, er að senda rangar upplýsingar út í heim, í því skyni að lokka hingað, erlenda fjárfesta.  Slíkar blekkingar koma nær undantekningarlaust í bakið á mönnum.

 Seðlabankastjóri, lét hafa það eftir sér fyrir skömmu, í viðtali vegna gengislánana, að "undirliggjandi" þættir í efnahagslífinu, bentu til að nú væri leiðin bara upp á við. 

Einnig notar Steingrímur J. hvert tækifæri til þess, að hrósa sjálfum sér, fyrir "stólpabúmennsku" í fjármálaráðuneytinu, ef hann þarf ekki að sóa tækifærinu í að "réttlæta" sofandahátt, eigin flokks á "Magma-vaktinni".

 Það er þá allt eins spurning, hvort að menn og konur í stjórnsýslunni, séu ekki í rólegheitunum, að teikna upp mynd, af "fyrirmyndarástandi".  Þessari mynd verður svo haldið á lofti, er hun verður fullgerð, sem "Grýlu" á Hæstarétt, þegar hylla fer undir dóm hans, varðandi lögmæti fleiri gengislána og uppgjörsvaxta á þeim.  

 Þá verði því haldið á lofti að þessi "nýteiknaða" mynd, geti ekki orðið að veruleika, nema Hæstiréttur taki eins vægt á fjármálafyrirtækjunum og kostur er.


mbl.is Höftin afnumin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðsmaður skuldara, fokheld stofnun?

Furðulegt það sem kemur fram í frétt þeirri er "bloggið" hangir við, að nú sé leitað logandi ljósi að einhverjum til þess að opna sjoppuna í fyrramálið.  Það hlýtur að vekja upp þá spurningu, hvort að ekki hafi verið búið að "stofna" embættið, að öðru leyti en þvi að úthluta Runólfi bitlingnum?

Var ekki búið að stofna þetta embætti samkvæmt lögum?  Var virkilega ekkert í þeim lögum um það, hver væri staðgengill forstjóra í forföllum hans?  Eða átti eftir að ráða "faglega" einhvern í djobbið?

 En líklegast væri nú best að Árni Páll opnaði bara sjoppuna sjálfur í fyrramálið og hlustaði aðeins ofan í fólkið, sem að hann hefur "hummað" fram af sér að hjálpa í rúmlega ár.


mbl.is Leita að staðgengli Runólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófagleg og pólitísk afsögn Runólfs, eða pólitísk björgun Árna Páls?

Nú hafa bæði ráðuneytisstjóri Félags og tryggingamálaráðuneytis og ráðherrann lýst því yfir að ráðning Runólfs stæði, hvað sem á dynur.  Skipað hafi verið í stöðuna á faglegum forsendum eingöngu og hafi ekkert með pólitík að gera, þó svo einkennilega hafi hist á að Runólfur sé í flokki félagsmálaráðherra.

Í morgun hringir Árni Páll Árnason í Runólf og biður hann um að losa um pólitískan þrýsting á sig, vegna "þessarar" faglegu ráðningar.  Semsagt meint "fagleg" vinnubrögð við ráðningu Runólfs, stóðust ekki pólitíska skoðun að mati Árna Páls.  Jafnframt sendi Árni Páll Runólfi bréf, þar sem að hann biður hann um upplýsingar um öll sín fjármálaumsvif og fyrirtækjarekstur frá árinu 2003.  

 Það að bæði senda Runólfi bréfið í því skyni að geta jafnvel notað upplýsingar sem í kjölfarið kæmu frá Runólfi til þess að réttlæta ráðninguna og hringja svo í Runólf og biðja hann um að stíga til hliðar, til að bjarga pólitískri tilveru sinni, bendir til þess taugatitrings ráðherrans vegna málsins.

 Fagmennska þess er stenst ekki pólitíksa skoðun, getur vart hátt risið.  

Runólfur kaus síðan að gengisfella drengskap ráðherra, með því að segja að sér finnist ekki mikill mannsbragur af því símtali í morgun, sem síðan leiddi til afsagnar Runólfs.  Spurning hvort Runólfur hafi þá áhuga að sitja í fleiri embættum, sem að ráðherrann með "auma" mannsbraginn hefur veitt honum. En Runólfur var eins og kunnugt er skipaður stjórnarformaður Vinnumálastofnunnar, fyrir ca. ári af Félagsmálaráðherra.

Einnig kaus Runólfur að minnast á upplýsingar, úr leka þeim er lak úr stjórnsýlunni um fjölda mála sem umboðsmanns skuldara bíði úrlausnar á.  Nefndi hann þá tölu sem bent hefur verið á að tæplega standist, eða eitthvað á níunda hundrað mál, sem að varla stenst miðað við það að aðeins voru samkvæmt fréttum 1. júlí sl. um 500 óleyst mál hjá Ráðgjafastofu heimilana, sem embætti umboðsmanns skuldara tók við af. Málunum hefði því fjölgað um rúmlega 300 á einum mánuði eða yfir 60%.

 Síðan verður eflaust fróðlegt að fylgjast með því, hvort sambýliskona Runólfs, sem gegnir formennsku í stjórn Íslandsstofu, láti ódrengilega framkomu Árna Páls í garð Runólfs, hafa áhrif á sig og skipi ekki Þórólf Árnason, bróðir Árna Páls í starf forstjóra Íslandsstofu, eða leyfi Þórólfi að njóta vafans, vegna rétts flokksskírteinis.


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband