Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin "kóar" öll með Gylfa og ætti því öll að víkja!

Þegar Seðlabankinn og FME kynntu tilmæli sín, vegna nýfallina hæstaréttardóma, í þessum svokölluðu "gengislánamálum", sagði Gylfi þau eðlileg.  Samið hafi verið þannig við kröfuhafa bankana að gert var ráð fyrir því að gengistrygging, þeirra lánasafna sem höfðu gengistryggingu, væri ólögmæt.  Samið hafi því verið þannig við kröfuhafana, að engin verðtrygging, hvorki gengisbundin né önnur væri á þessum lánum, heldur eingöngu þessir svokölluðu "seðlabankavextir".

Það er því alveg ljóst að stjórnvöld hafi haft lögfræðiálit, eflaust fleiri en eitt, máli sínu til stuðnings.  Varla er hægt að reikna með því að það hafi verið "hugmynd" gripin úr "lausu lofti", að semja á þennan hátt um gengistryggðu lánin.

Gylfi sat ekki einn að samningum  við kröfuhafa bankana, heldur komu þar að starfsmenn ráðuneyta og fleiri ráðherrar. Auk þess má gera ráð fyrir því að samningagerðin og forsendur samningana hafi verið ræddar í ríkisstjórn. Það er því ekki með nokkru móti hægt að ímynda sér að við borð ríkisstjórnarinnar, hafi álit um ólögmæti gengistryggra lána, borið á góma. Það er því ljóst að verkstjóri rikisstjórnarinnar (Jóhanna) hlýtur að hafa haft vitneskju um þessi álit, nema hún hafi bara alls ekkert verið meðvituð um hvað gerðist við borð ríkisstjórnar sinnar.

    Hverju hefðu viðbrögð vegna lögfræðiálitsins getað breytt ?

 Á þessum tíma, var aldrei þessu vant, Alþingi starfandi allt sumarið, vegna Icesavesamninga "hinna fyrstu".  Hefði því verið hægðarleikur að vinna frumvarp, taka það til efnislegrar meðferðar á Alþingi og samþykkja, sem kveður á um flýtimeðferð og hópmálsókn á öllum þeim þúsundum mála, er gengistrygging lána tekur til.

Má alveg slá því föstu, að dómur Hæstaréttar, um gengistryggð lán, fyrir ári síðan, hefði komið í veg fyrir þúsunda gjaldþrota og fjölskylduharmleikja.

Reyndar ekki miklar líkur á því að ríkisstjórnin hefði verið fylgjandi slíku þá, frekar en að hún hafi verið það, í kjölfar dóms Hæstaréttar, varðandi þessi gengistryggðu lán, enda höfnuðu leiðtogar stjórnarinnar að taka slíkt mál til umfjöllunar á Alþingi, nokkrum dögum eftir að dómur Hæstaréttar féll.  Kom slíkt frumvarp fram á aukadegi þingsins, sem var ca. viku eftir hæstaréttardóminn.  Nokkrum dögum síðar birtu svo Seðlabanki og FME tilmæli sín.

 Af ofangreindu má sjá að lögfræðiálitið var öllum þeim kunnugt er nú afneita vissu sinni af því og ráðherrar ríkisstjórnarinnar, með Jóhönnu í fararbroddi, keppast við að lýsa stuðningi við viðskiptaráðherra, sem situr í umboði ríkisstjórnarinnar sjálfrar, ekki kjósenda, og er á ábyrgð hennar.  

 Stuðningsyfirlýsingar við Gylfa Magnússon, eru því ekkert annað en játningar um samsekt þeirra sem þær flytja.  Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ber pólitíska ábyrgð á öllu því sem Gylfi Magnússon segir og gerir í embætti viðskiptaráðherra og ætti því að axla ábyrgð, öll sem eitt og skila umboði sínu til Bessastaða, hið snarasta.


mbl.is Upplýsti yfirmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1650

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband