Leita í fréttum mbl.is

"Íslandsstofufarsinn" heldur áfram í Skjaldborgarleikhúsinu.

Katrín Julíusdóttir, iðnaðarráðherra segir í samtali við pressan.is í dag, að hún ætli að spyrjast fyrir um það hjá fulltrúa sínum í stjórn Íslandsstofu, afhverju "þessi háttur" var hafður á ráðningu Jóns Ásbergssonar, frekar en einhver "annar". En stjórn Íslandsstofu var einhuga um þá aðferð er leiddi til skipunnar Jóns Ásbergssonar í starfið, sem og um skipun hans í það.

Hver fulltrúi Katrínar í stjórninni er, er ekki gott að sjá.  Samkvæmt heimasíðu Íslandsstofu, er fulltrúi ráðuneytisins í varastjórn Íslandsstofu og því allt eins líklegt að sá aðili, hafi ekki komið þar að. 

Þá beinast spjótin, að þeim Einari Karli Haraldsyni, altmulig manni ríkisstjórnarinar, sem sérhæfir sig í því að gegna störfum á vegur ríksstjórnarinnar, sem ekki er auglýst í og að Ólöfu Ýrr Atlardóttur, ferðamálastjóra, en það embætti fellur undir Iðnaðarráðuneytið, eftir því sem ég best veit. Einnig má taka fram að Ólöf Ýrr, er sambýliskona, Runólfs Ágústssonar, sem hröklaðist úr starfi umboðsmanns skuldara, eftir einn dag í starfi, vegna þess að Árni Páll, félagsmálaráðherra treysti sér ekki til þess að bera pólitíska ábyrgð á ráðningu hans.

 Fram kom á pressan.is, fyrr í dag, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sem Íslandsstofa heyrir undir, sé ánægður með nýja forstjórann, og bætir við að hann telji að rétt hafi verið að málum staðið.

Það er engu líkara en að Þórólfi Árnasyni, bróður Árna Páls, hafi verið lofuð staðan, þvílíkur er "grátkórinn" frá þeim ranni og er meira að segja "stjórnsýslufræðingsnefna" Samfylkingarinnar, dregin fram í dagsljósið, til að álykta Þórólfi í hag.  En þessi sama "stjórnsýlsufræðingsnefna", hefur að öðru leyti ekki séð ástæðu, til þess að gagnrýna, aðrar ráðningar á vegum hins opinbera, þó efaust sé þar af nógu að taka.

Vissu ekki Einar Karl og Ólöf Ýrr af því að búið var að lofa Þórólfi djobbinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband