Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
20.8.2010 | 01:07
Glæstur afrekalisti, eða "efnisyfirlit" fyrir Rannsóknarskýslu Alþingis, seinni útgáfu.
Ég lagði inn "ummæli" við annað blogg hér á "Moggabloggi", þar sem störf hinnar svokölluðu "Norrænu velferðarstjórnar bar á góma. Ekki það að ég hafi þurft að leggjast í mikla "heimildaleit", til þess að "pikka" þessi tíu neðangreind atriði. Enda kom þetta allt "automatic", um leið og "pikkið" hófst:
1. Undirrituð Icesaveskuldbinding (Svavarssamningur) með vissu um að ekki var meirihluti fyrir málinu í þinginu. Mikilvægum gögnum vegna málsins haldið leyndum
2. ESBumsókn, þvínguð í gegnum þingið, með hótunum um stjórnarslit.
3. Logið til um tilurð lögfræðiálita, vegna gengistryggra lána, litið framhjá þeim við endurreisn bankana og þau sett oní skúffu.
4. Endalaust klúður og ósamstillt viðbrögð vegna Magma. Ekki gripið til neinna aðgerða fyrr en "of erfitt" verður að"vinda" ofan af málinu.
5. Nokkrar máttlausar málamyndatillögur "plástrar", sem sagt er að eigi að leysa skuldavanda heimilana.
6. Forsætis og fjármálaráðherra, lýsa nánast yfir þjóðargjaldþroti við heimspressuna, hálftíma eftir að forsetinn synjar Icesave 2.
7. Hver einasti bandamaður Íslendinga í Icesavedeilunni, skotinn á kaf af stjórnvöldum og skósveinum þeirra.
8. Farsinn og lygarnar varðandi launamál seðlabankastjóra.
9. AGS yfirlýsingin. Lofað greiðslu ólögvarðra Icesavekrafna og hömlum svipt af uppboðum á heimilum þúsunda gjaldþrota fjölskyldna frá og með okt. nk.
10. Nýleg yfirhilming með Gylfa Magnússyni, vegna ofangreindra lögfræðiálita vegna gengistryggra lána.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2010 | 17:05
Stutt hugleiðing um "lömunarveiki".
Í umræðum um efnahagshrunið, sem í gang fóru, eftir útkomu Skýrslunar, þá var hugtakinu "lömunarveiki stjórnsýslunar", haldið hátt á lofti. Fréttamenn tóku auðvitað þátt í þeirri umræðu, starfs sins vegna.
Það skyldi þó ekki vera að nálægð fréttamanna við "lömunarveikina", hafi smitað þá af veikinni.
Í ljósi þess að stjórnvöld virtust "koma af fjöllum" við Hæstaréttar, varðandi gengistryggð lán og að Jóhanna forsætisráðherra, "kom af fjöllum", varðandi lögfræðiálit LEX og Seðlabankans. Þá hlýtur að vera nærtækt að spyrja hvort fréttamannastéttin sé haldin þessari "lömunarveiki"?. Í það minnsta hefur enginn fréttamaður, svo vitað sé, spurt forsætisráðherra, eða annan ráðherra, hvort álitin hafi verið rædd í ríkisstjórn á sínum tíma, úr því að "liðlegheit" Seðlabankans voru ekki meiri en það, að aðeins Gylfa Magnússyni, efnahags og viðskiptaráðherra, voru afhent þessi gögn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna þegar Samfylkingin hefur verið í ríkisstjórn á fjórða ár, er athyglisvert að skoða það, að í nær öllum tilfellum, hefur Samfylkingin skellt skuldinni á "einhverja aðra" í hverri þeirri "bommertu" sem flokkurinn hefur átt aðild að.
Hér koma nokkur dæmi, valin af "handahófi", af þeim "bommertum" sem hægt er að skrifa nafn Samfylkingarinnar við.
Í kjölfar útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, vegna bankahrunsins, var haldinn flokksstjórarfundur Samfylkingarinnar. Þar afneitaði núverandi formaður flokksins Jóhanna Sigurðardóttir, veru flokksins í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, nema þá í "holdi". Flokkurinn hafi verið "andsetinn" af Tony Blair" og af þeim sökum ekki verið "sjálfrátt", enda flokkurinn haldinn svokölluðum "Blairisma".
Í pukrinu varðandi launamál Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, varð flokkurinn "fórnarlamb" Mogga Davíðs. Var óþæginlegur fréttaflutningur Morgunblaðsins um tillögu Láru V. Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingar í bankaráði Seðlabankans, þess efnis að Már fengi þau laun er hann á að hafa samið um við forsætisráðherra eða fulltrúa Forsætisráðuneytis, flutta að "áeggjan" forsætisráðherra, rakinn til meints "hefndarþorsta", ritstjóra Morgunblaðsins í garð forsætisráðherra. Þótti það einu gilda, þó svo að blaðið hafi bara flutt fréttir af fundi bankaráðs Seðlabankans, þar sem ofangreind tillaga var borin upp af Láru, með þeim forsendum sem nefndar voru, þ.e. loforði úr Forsætisráðuneytinu.
Hremmingar flokksins í ríkisstjórn, vegna Magmamálsins, eru fyrst og fremst, skrifaðar á "ómöguleg" lög fyrri ríkisstjórna og sölu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á 15% hlut ríkisins í HS-Orku, til Geysir Green Energy. Hremmingar flokksins og ríkisstjórnarinnar, höfðu hins vegar með það að gera, að Samfylkingin, hafnaði tillögu samstarfsflokksins í ríkisstjórn, Vg um að breytingar á þessum "ómögulegu" lögum, er nefnd eru hér að ofan.
Hremmingar Gylfa Magnússonar og rikisstjórnarinnar vegna lögfræðiálita, vegna gengistryggðra lána, eru taldar eiga upphaf sitt í óskyrri fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og í því að Seðlabankinn sendi ekki þessi lögfræðiálit, einnig í Forsætisráðuneytið, þrátt fyrir að hefðin til margra áratuga, hafi verið sú að álit úr Seðlabanka, hafi eingöngu verið send, viðkomandi "fagráðuneyti", sem að síðan hafi greint öðrum ráðherrum og þeim aðilum í stjórnsýslunni, sem málið kann að varða. Í þessum "hremmingum", virðist það minnstu skipta að eflaust flestir þeir sem heyrðu fyrirspurn Ragnheiðar, skildu innihald hennar og þau hugtök, sem notuð voru í fyrirspurninni, að háskólaprófessornum Gylfa Magnússyni, efnahags og viðskiptaráðherra undanskildum. Hremmingarnar höfðu líka ekkert með það að gera, að þrátt fyrir þessi lögfræðiálit, þá virðist ríkisstjórnin, hafa "veðjað" á lögmæti gengistryggra lána í samningum sínum við kröfuhafa bankana. Auk þess sem ríkisstjórnin lét hjá líða að grípa til viðeigandi aðgerða, vegna þúsunda fjölskyldna sem eru að sligast undan óngarþungri greiðslubyrði þessarar ólögmætu gengistryggingu.
Af þessari upptalningu, má sjá að Samfylkingin hefur, hingað til í það minnsta, frekar skilgreint sig sem "fórnarlamb" í ríkisstjórnarþátttöku sinni síðastiðin þrjú ár, frekar en samstarfsflokkur í rikisstjórn Geirs Haarde, eða forystuflokkur í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það eykur vart líkurnar á því að þjóðin muni nokkurn tíman ná aftur vopnum sínum, með vanmáttugt fórnarlamb við stýrið, í stað flokks sem axlar ábyrgð og grípur til viðeigandi ráðstafana við hverja raun, í stað þess að lippast stöðugt niður, í hlutverki hins vanmáttuga fórnarlambs, við hvern þann mótbyr er á landið og þegna þess blæs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sá niðurskurður sem hingað til hefur orðið á ríkisrekstrinum, hefur verið niðurskurður á þeim þáttum, sem sparað hefur mátt í, í rekstri ríkisstofnana, án þess að fækka starfsfólki. Landsspítalinn hefur t.d. að stórum hluta náð sínum sparnaði, með ódýrari innkaupum, af birgjum og betri nýtingu þeirra hluta sem að keyptir eru. Slíkur niðurskurður, er víðast hvar í ríkisrekstrinum komið að þolmörkum og frekari niðurskurður vart mögulegur, nema með fjöldauppsögnum á starfsfólki. Enda er launakostnaður einn sá stærsti, ef ekki stærsti kostnaðarhlutinn í ríkisrekstrinum.
Þær skattaálögur og aðgerðadoði stjórnvalda, hafa haldið, eftirspurn eftir vinnuafli í landinu í algjöru lágmarki og í raun viðhaldið því atvinnuleysi, sem hér hefur verið frá hruni. Nýleg fækkun atvinnulausra, er að mestu að þakka einhvers konar "atvinnuátökum", sem að fæst hver skapa einhver verðmæti og eru nær öll tímabundin. Þannig að það má vera nokkuð ljóst að atvinnuleysi, fer vaxandi aftur, þegar líða fer á haustið og veturinn, að öllu óbreyttu.
Það er því ljóst að frekari niðurskurður hjá ríki mun auka álögur á fyrirtækin í landinu, þar sem að sá niðurskurður mun leiða til aukins atvinnuleysis, sem að mun svo í kjölfarið leiða til hækkunnar tryggingargjalds, sem fyrirtækin í landinu greiða, til að standa straum af kostnaði við Atvinnuleysistryggingarsjóð.
Lítil og millistór fyrirtæki í landinu eru á bilinu 20 - 30 þúsund. Það er því alveg ljóst að, ef að aðgerðir stjórnvalda, beindust að því að minnka álögur á þau fyrirtæki, á þann hátt, að hvert lítið eða meðalstórt fyrirtæki í landinu, gæti ráðið til sín, að meðaltali einn til tvo nýja starfsmenn, þá yki það gríðarlega eftirspurn eftir vinnuafli, eyddi að mestu út lista atvinnulausra og til yrðu störf fyrir þá ríkisstarfsmenn, sem þyrftu að hverfa frá sínum störfum frá ríkinu.
Aukin eftirspurn eftir vinnuafli myndi einnig stöðva að mestu fjáraustur úr Atvinnuleysistryggingarsjóði, auk þess sem að skatttekjur ríkissjóð myndu stórhækka, þar sem vinnandi fólk greiðir alla jafna hærri upphæð í tekjuskatt og neysluskatta, en fólk á atvinnuleysisbótum, enda vinnandi fólk oftast nær með mun hærri tekjur og meira ráðstöfunnarfé en atvinnulausir. Einnig myndi öflugt og vaxandi atvinnulíf leiða til stofnunnar nýrra fyrirtækja og nýrra starfa, hjá þeim fyrirtækjum.
Staða sveitarfélagana mun einnig stórbatna, enda munu útsvarsgreiðslur til þeirra hækka og þörfin á aðstoð til bágstaddra íbúa sveitarfélagana minnka, þar sem stór hluti þeirra sem þeirrar aðstoðar nýtur í dag, mun geta framfleytt sér með atvinnutekjum sínum, en verður ekki upp á framfærslustyrk síns sveitarfélags kominn.
Auðveld leið að einblína á hækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður að teljast ólíklegt að þingmenn stjórnarflokkana, lýsi yfir "afdráttarlausu" vantrausti á Gylfa Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra. Slík vantraustsyfirlýsing væri um leið vantraustsyfirlýsing á formenn stjórnarflokkana, því formennirnir hafa sjálfir lýst yfir stuðningi við Gylfa, eftir að hafa "heyrt" hans hlið á málinu.
Hins vegar gæti borist hefðbundið "kvein" úr röðum órólegu deildar Vinstri grænna, bara svona til að halda í hefðina.
Í "þvinguðum" traustsyfirlýsingum sínum, munu þingflokkarnir, "skauta" framhjá því ógnarstóra klúðri sem að varð við endureinkavæðingu bankana, þar sem hótanir kröfuhafa um skaðabótakröfur, vegna gengistryggðu lánana, benda sterklega til að hafi orðið.
Einnig munu þingflokkarnir "skauta" yfir þá staðreynd, að ef að stjórnvöld hefðu tekið þessi lögfræðiálit, "alvarlega" fyrir rúmu ári síðan, þá væri án efa skuldastaða heimilana í landinu betri. Ábyrg stjórnvöld, með þessi "lögfræðiálit", hefði farið í frumvarpssmíðar, og lagt í kjölfarið frumvarp um flýtimeðferð og hópmálsóknir fyrir dómstólum. Hefðu án efa mörg heimili og fjölskyldur, þegið þá sjálfsögðu réttarbót að borga af sínum lánum, samkvæmt lögum, í það minnsta ári fyrr, en það verður úr þessu.
Staða Gylfa og ríkisstjórnarinnar sennilega rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2010 | 21:21
"Gylfa-mál", yfirklór No. 549.
Nýjasti kaflinn í yfirklóri og stuðningsyfirlýsingu við Gylfa Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra, má nú lesa á DV.is. Þar bendir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra á, að Gylfi hafi bara ekki skilið þau hugtök, sem spurt var um. En þau hugtök sem spurning Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, snerist um, voru: "Krónulán með erlendu viðmiði" og "myntkörfulán".
Það þarf engan "sérfræðing" til þess að átta sig á því, að efnahags og viðskiptaráðherra, sem ekki skilur, ofangreind hugtök, er langt frá því, hæfur til að gegna embætti sínu. Það er líka alveg ljóst að þeir þingmenn og ráðherrar, er styðja slíkan ráðherra og gera sér ekki grein fyrir, þeirri ábyrgð sem þeir axla, með því að styðja slíkan mann, til áframhaldandi veru í embætti, ættu að leita sér að annarri vinnu.
P.s Geri vart ráð fyrir því að Háskóli Íslands, taki Gylfa aftur, eftir slíka afhjúpun og hér kemur fram að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2010 | 14:23
"Þetta reddast"
Það sem drífur þessa ríkisstjórn og fylgismenn hennar áfram, er hið margnotaða mottó, "þetta reddast".
Steingrímur, kvittar undir Icesave, svo Félagi Svavar, komist í sumarfrí, vitandi það, að hann hefur ekki þingmeirihluta á bakvið sig í málinu.... "En það reddast", líklega hægt að "berja" einhvern til hlýðni, semja eða breyta frumvarpi.
ESB umsókn, samþykkt af flestum þingmönnum Vg, ekki samkvæmt stefnuskrá Vg, en jú "þetta reddast", þvælumst bara fyrir og tölum gegn inngöngu þegar þar að kemur. Ríkisstjórninni allt.
Icesave, part 2 afgreitt á Alþingi. Fjorir þingmenn Vg andvígir, en tveir ganga úr skaftinu, þar sem "hugsanlega" gæti forsetinn, skotið málinu til þjóðarinnar,"það reddast" þar.
Lögfræðiálit vegna gengistryggðralána. Best að gera ekki neitt. Samningaviðræður við kröfuhafa, gætu komist í uppnám. Fjölskyldur að missa húsin sín? Ha er það? Nei það hlýtur að reddast.............
Upp kemur Magma-mál, síðsumars 2009. Vinstri grænir rísa upp á afturlappirnar og heimta lög á Magma. Samfylking neitar. Steingímur hugsar með sjálfum sér þetta reddast", kannski get ég skrapað sama aur fyrir HS-Orku úr Ríkissjóði, eða bara látið lífeyrissjóðina kaupa heila klabbið. Hvorugt gengur upp. Kaup Magma á HS- Orku ganga í gegn. Nefnd um erlenda fjárfestingu, endurtekur úrskurð sem hún hafði áður birt. Magma viðskipti skulu standa. Vinstri grænir aftur á afturlappirnar. Núna skal öllu Magmadæminu rift, annars stjórnarslit. Vandanum skotið til nýskipaðrar nefndar, svokallaðrar Magmanefndar". Ekki beint til þess að leysa málið, enda skal nefndin bara gefa leiðbeinandi úrskurð. Ekkert annað í boði, enda Magma-ferlinu ekki snúið nema með dómsúrskurði, eða lagasetningu.
En á meðan Magmanefndin" undirbýr leiðbeinandi" álit sitt, krossleggja stjórnarflokkarnir fingur og hugsa með sér: Þetta reddast".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2010 | 02:36
Kominn heim úr útlegð.
Jæja. Þá er hann Gylfi, kominn heim úr "sjálfskipaðri útlegð" á Hornströndum. Mamma og pabbi tóku honum fagnandi og gáfu honum upp allar sakir.
Þessir bévítans þræðir sem hann skildi eftir sig hér og þar um stjórnsýsluna, fara hins vegar til "Spunadeildar Norræna velferðarstjórnleysisins", til frekari meðhöndlunnar (spuna).
Framhald síðar.........................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2010 | 23:55
Heimkoma Gylfa og ótrúverðugur aðallögfræðingur Seðlabanka.
Gylfa Magmússyni, fannst það eflaust hin mesta fiira, að fresta áðurplönuðu fríi sínu, til þramms um Hornstrandir, þó að honum væri sótt, fyrir embættisglop. Líklega hefur hann arkað af stað, í þeirri von, að einhver annar í ríkisstjórninni, klúðraði einhverju öðru á meðan hann væri í burtu og hans axarsköft, yrðu þar með gleymd.
Ekki varð Gylfa að þeirri "ósk" sinni, heldur þurfti hann, er hann kom til byggða, að hringja í "verkstjórann" og "ræða málin". Hvort ekki væri nú hægt að láta "léttadreng" verkstjórans, hripa nokkur orð á blað, sem vörpuðu nýju ljósi á málið. Helst þannig að skúringakonunni væri kennt um að hafa, óvart hent álitinu, þar sem það lá á borði Gylfa í Efnahags og viðskiptaráðuneytinu og Gylfi því aldrei séð það.
Sé hins vegar litið til þeirra verkefna, sem voru á borðum stjórnvalda, þegar aðallögfræðingur Seðlabankans, lét gera fyrir sig þessi lögfræðiálit. Verður varla sagt, að saga lögfræðingsins um tilurð, þessa lögfræðiálits, sé trúverðug.
Á þeim tíma sem að aðallögfræðingur Seðlabankans, segist hafa fengið "hland fyrir hjartað" og pantað lögfræðiálit, við það að fylgjast með lögfræðingnum, Birni Þorra, lýsa því yfir í Kastljósþætti, að sterkar líkur bentu til ólögmætis gengislánana, voru stjórnvöld að semja um færslu lánasafna föllnu bankana, yfir í nýju bankana, við kröfuhafa bankana.
Að þeim samningum komu, Efnahags og viðskiptaráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, auk Seðlabankans og FME. Einnig má fastlega reikna með því að gangur viðræðnana hafi verið ræddur við ríkisstjórnarborðið, eða í það minnsta, formenn stjórnarflokkana rætt um ganginn.
Í ljósi þeirrar umræðu sem þá þegar hafði verið í þjóðfélaginu um gengistryggðu lánin, má telja víst að kröfuhafarnir og/eða fulltrúar þeirra, hafi vitað af "efanum" varðandi lánin og gert athugasemdir, vegna efans. Hafi við slíkar aðstæður, ekki hvarflað að lögfræðingi SÍ eða öðrum þeim lögfræðingi á vegum stjórnvalda, að verða sér út um lögfræðiálit, vegna lánana, án þess að fá "hugljómun" yfir Kastljósþætti, þá er það alveg ljóst að vanhæfnin hefur læst rótum sínum í Stjórnarráði Íslands og undirstofnunum þess.
Gylfi og Jóhanna töluðu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2010 | 16:39
Vanhæf stjórn Íbúðalánasjóðs.
Staða framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, hefur verið laus, frá og með 1. júlí sl. . Starfið var aulýgst laust til umsóknar í vor og var þá tilkynnt, að ráðið yrði í stöðuna frá og með 1. júlí 2010.
Var Capacent falið að annast ráðningarferlið og skila til stjórnar Íbúðalánasjóðs, lista yfir þá umsækjendur, er það metur hæfa í starfið. Sá listi liggur fyrir og hefur gert það vikum saman.
Á þeim lista eru meðal annara, fyrrv. aðstoðarframkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sem gegnir embættinu á meðan beðið er ráðningar í embættið, og Yngvi Örn Kristinsson, fyrrv. forstöðumaður í gamla Landsbankanum. Eftir fall Landsbankans og stjórnarskiptin 1. feb sl. hefur Yngvi sinnt ýmsum ráðgjafaverkefnum, fyrir félags og tryggingamálaráðherra, ásamt því sem að Forsætisráðuneytið hefur haft aðgang að ráðgjafastörfum hans.
Þær sögur ganga, að Árni Páll Árnason, rói að því öllum árum að Yngvi Örn, verði valinn í embættið, en ekki sé samstaða um það í stjórn Íbúðalánasjóðs, frekar en um þá, einhvern hinna fjögurra er uppfylltu hæfniskröfur.
Telja má líklegt að Árni Páll, vilji bíða með ráðningu Yngva Arnar, í þeirri von að vandræðagangurinn, varðandi skipun og uppsagnar Runólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanns skuldara. Þó líklegra sé þó að meirihluti stjórnar Íbúðalánasjóðs, vilji hreinlega ekki Yngva Örn í embættið, enda þetta ráðningarferli mun eldra en ráðningarferli umboðsmanns skuldara.
Sé það hins vegar svo að Yngvi Örn og áhugi ráðherra á að hann fái embættið, sé ekki ástæða þess, hversu illa gengur að skipa í stöðuna, þá hlýtur að koma upp sú spurning hvort að þeir einstaklingar sem sitja í stjórn Íbúðalánasjóðs, séu til þess hæfir.
Eða er stjórn Íbúðalánasjóðs treystandi að taka stórar ákvarðanir er varða þorra þeirra sem skulda húsnæðislán, ef hún getur ekki krafsað sig í gegnum einfalt ráðningarferli?
Ekki enn ráðið í embættið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar