Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Magmanefnd forsætisráðherra, flumbrugangur og "skítaredding"?

Sjáfsagt er sú fullyrðing GGE rétt að Magmanefnd forsætisráðherra, sé í raun umboðslaus rannsóknarnefnd, enda engin lög til sem styðja tilvist hennar.   Magmanefndin sem slík er í rauninni "afkvæmi" stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í orkumálum og eignarhaldi á orkufyrirtækjum, eða þá afkvæmi mismundandi stefni stjórnarflokkana í orkumálum og eignarhaldi á orkufyrirtækjum.  Hefði stefnan verið skýr, varðandi "magmanefndina", þá hefðu stjórnvöld að sjálfsögðu, sett um nefndina "bráðabrigðalög", sem að kveðið hefðu á um rannsóknarheimildir nefndarinnar. En sökum þess að nefndinni var "klastrað" saman í flýti, án sérstakrar lagasetningar,  til þess að forða stjórnarslitum, þá hefur nefndin vart meiri rannsóknarheimildir og burði til rannsóknar, en Lionsklúbbur eða kvennfélag. 

 Það er því allt eins líklegt, að niðurstaða nefndarinnar muni frekar, benda til þess, hvor stjórnarflokkurinn er "frekari" þegar stefna í orkumálum og eignarhaldi orkufyrirtækja er annars vegar, fremur en einhverjum lagalegum rökum, byggðum á mikilli rannsóknarvinnu.

 Þetta þarf í sjálfu sér ekkert að koma á óvart, enda virðist það frekar vera regla, heldur en undantekning, að stjórnarflokkarnir, séu ósammála um stefnu ríkisstjórnarinnar í flestum málum.

 Skuggalegri þykir mér þó krafa GGE, þess efnis að, Efnahags og viðskiptaráðuneytið, afhendi "magmanefndinni" ekki þau gögn um málið, sem í ráðuneytinu liggja. 

Hvað er það í málinu svo "vafasamt" að þoli ekki dagsins ljós?  Hvaða gögn varðandi málið, mega ekki líta dagsins ljós og eru fyrir hendi í Efnahags og viðskiptaráðuneytinu?  Því ráðuneyti, sem ber ábyrgð á því að "grænt ljós" var gefið á fjárfestingar Magma í HS-Orku.   Gaf ráðuneytið "grænt ljós" á fjárfestinguna, hafandi "vafasöm gögn" undir höndum, sem bentu til þess að fjárfestingin, væri "fíaskó"?   

Hvað hefur Efnahags og viðskiptaráðuneytið og þar með ríkisstjórnin að fela í málinu?


mbl.is Umboðslaus rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvupóstur undirritaðs til Borgarstjóra.

Ég var rétt í þessu að senda frá mér tölvupóst til Borgarstjóra, Jóns Gnarrs Kristinssonar, með eftirfarandi fyrirspurn:

Efni:Tillaga Þorleifs Gunnlaussonar um stofnun rannsóknarnefndar.
Dagur:Thu, 26 Aug 2010 15:45:37 +0000
Til:jon.gnarr.kristinsson@reykjavik.is

if (window.name != "notprint") {document.getElementById("iconhead").style.visibility="hidden"; document.getElementById("iconletr").style.visibility="hidden";}

if (window.name == "notprint") TranslateFields("rfcfield"); else document.write("

");
Sæll Jón.
 Ég skrifa þér þennan póst, þar sem að mig langar til að forvitnast um það,
hvar eða hvort að stofnun nefndar þeirrar er getið er í "efni" þessa pósts, sé
á dagskrá borgarstjórnar í náinni framtíð, eða hvort að stofnun hennar hafi
verið ýtt út af borðinu.
 Nefnd þessari er Samþykkt var í Borgarráði þann 6. maí að hleypa af stokkunum
er ætlað að neðangreint verksvið:

"1 - Að kanna stjórnsýslu borgarinnar og aðkomu stjórnmálamanna að
fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum með tilliti til þess hvort gætt
hafi verið eðlilegrar hlutlægni og heiðarleika í þeim afskiptum.

2 - Að kanna hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og
fyrirtækjasamsteypur hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu.

3 - Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafa beint eða óbeint haft áhrif á
pólitískar ákvarðanir og stjórnsýslu borgarinnar.

4 -Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafi hagnast á tengslum við borgina og
einstaka embættismenn eða borgarfulltrúa.

5 - Að kanna hvort einstakir embættismenn, borgarfulltrúar eða frambjóðendur
til borgarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl
við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við borgina.

- Að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á reglum, vinnubrögðum og
skipulagi stjórnsýslu borgarinnar eða eftir atvikum að koma fram með ábendingar
um breytingar á þeim lagaramma sem sveitarfélögin starfa eftir."
 
 Það hlýtur að vera þér og félögum þínum í Besta flokknum, kappsmál, að hefja
feril ykkar í Borgarstjórn með "hreint borð" og eins lausir við "drauga
fortíðar", sem enn gætu leynst í kerfinu, frá fyrri tíð.

 Með fyrirfram þökk fyrir skjót viðbrögð og svör.
Kristinn Karl Brynjarsson.

 

Svo mörg voru þau orð.  Ég mun svo reyna af fremsta megni að fylgja þessu máli eftir og birta hér á blogginu viðbrögð Borgarstjóra, eða láta vita, verði erindi þessu ekki svarað.

 


Ólafur biskup og kirkjan vs. útrásarvíkingar og þjóðin.

Ég vil taka það fram, áður en lengra er haldið, að ég hef megnustu andúð á verknaði Ólafs biskups, gagnvart þessum konum öllum, sem nú þegar er vitað um og mun eflaust koma fram við frekari rannsókn málsins. Ekki er ég heldur að reyna að réttlæta gjörðir kirkjunar, eða annara opinberra aðila í málefnum Ólafs, eða aðgerarleysi sömu aðila.  Heldur bara að velta þessu fram sem fyrirsögn "bloggsins", gefur til kynna.  Kannski okkur  til gagns, eða ógangs.  Eða þá bara til umhugsunar. 

Eftir því sem að mér skilst af þeim lýsingum, sem ég hef heyrt og lesið af opinberri tilveru Ólafs, þá var hann, vinamargur, tók mikið til sín og var með sambönd í "allar áttir".  Þeir sem þekktu aðeins þá opinberu sýn, sem var á Ólafi, báru til hans mikla virðingu og traust.  Má segja að áðurtaldir eiginleikar Ólafs hafi komið honum í biskupsstól, þar sem að hann naut trausts, í það minnsta fram að þeim tíma er ásakanir þessara kvenna um kynferðismisnotkun hans á þeim, sem að því miður reyndust sannar, komu fram.  Ólafi tókst hins vegar að "verjast" þessum ásökunum "fimlega" og það traust og virðing, sem hann hafði áunnið sér innan kirkjunar og vina sinna, "hjálpuðu honum að hrekja þessar hörðu ásakanir af sér og í rauninni að koma óorði á þær konur sem hann báru þessum sökum.

Útrásarvíkingarnir fóru hér mikinn í útrásinni og höfðu mikið umleiks.  Í farteski þeirra voru háleit markmið um "heimsyfirráð" Íslendinga í viðskiptum, eða því sem næst, uppblásnar afkomutölur, byggðar á fölskum forsendum, aðkeypt álit matsfyrirtækja og annarra sérfræðinga, sem öll bentu á að "heimsyfirráðin", væru bara "rétt fyrir hornið.  Tók stærstur hluti þjóðarinnar þessum útrásarvíkingum fagnandi, sem og áformum þeirra, útskýringum og álitum "sérfæðingana", enda alheimsviðurkenning á gæðum lands og þjóðar, Íslendingum, mjög svo hugleikin, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.   Af þeim sökum, voru allir þeir, sem gagnrýndu áform útrásarvíkingana og gæðastimpil "sérfræðingana" á þeim, úthrópaðir sem öfundsjúkur úrtölumenn, með gamaldags "moldarkofahugarfar".

 Það sem fékk mig til að skrifa þessi orð, er einmitt pælingin: "Hvað gerist þegar nánast fullkominn heimur hrynur?".  

 Margir meðhlauparar útrásarvíkingana hafa lokið þeim "hlaupum" keppast nú við að "hvítþvo" sig frá þeim "hlaupaferli" og tala og skrifa heilu blaðagreinarnar og blogginn, þar sem "andúð" er lýst yfir á útrásinni og því að þeir hafi vitað allan tímann að útrásin, var bara "bóla".

 Eins má telja líklegt að margir kirkjunnar menn og einstaklingar hlynntir þjóðkirkjunni, vilji að lítið sem ekkert komi fram sem, sem bent gæti til aðdáunnar þeirra og virðingu, fyrir Ólafi Skúlasyni biskup, á þeim tíma sem allt virtist leika í lyndi í starfi hans fyrir þjóðkirkjuna.


Kaffiboðið í Brussel.

Áður en sótt var um aðild að ESB, voru það helstu rök aðildarsinna, "að ekkert sakaði að skoða hvað væri í pakkanum", eða þá að þetta væri eins og "að skreppa til vina í Brussel í kaffiboð". Ef okkur líkaði ekki það sem væri í pakkanum, eða meðlætið með "kaffinu", þá myndum við að sjálfsögðu, segja "takk, en nei takk" sama og þegið.

 Þær vikur og mánuði áður en sótt var um, þá var umsóknarferlinu lýst sem, þetta "kaffiboð", eða skoðun í "einhvern pakka".  Það er því vel hægt að setja stórt spurningarmerki við niðurstöður þeirra skoðanakannana, er gerðar voru á þeim tíma. Enda var fólk spurt í þeim, hvort því "langaði í þetta kaffiboð" eða hvort það "langaði til þess að skoða í þennan pakka."

 Það er "nánast" óumdeilanlegt", að hefðu spurningar þessara skoðanakannana hljómað á þann veg, að fólk væri spurt, hvort það vildi láta aðlaga íslenskt regluverk og stjórnsýslu, að ESB-regluverkinu og stórnsýslu ESB, áður en kosið yrði um aðild, hefðu niðurstöður skoðankannana orðið aðrar.

 Það hefur svo klárlega komið í ljós, að "kaffiboðið og pakkaskoðunin", stóðu í rauninni yfir bara þær vikur eða mánuði, sem það tók að koma umsókninni til skila á rétta staði og viðbrögð vegna hennar bárust.  Fyrstu viðbrögð voru, beiðni ESB um "úttekt" stjórnvalda á íslensku lagaumhverfi og stjórnsýslu.   Eftir að sú "úttekt, var send út, þá liðu nokkrar vikur eða mánuðir, þangað til að til baka kom langur bálkur, leiðbeininga og tilskipana sem stjórnvöld þyrftu að uppfylla aðild yrði möguleg.  Á þeim tímapunkti má segja að "kaffiboðinu" hafi lokið og sannarlega, var þar pakkinn "nánast" kominn í ljós.  Innihald pakkans var svo endanlega ljóst, þegar Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, tók af öll tvímæi um það, að engar undan væru í boði, vegna inngöngu Íslands í ESB.  Það eina sem að væri í boði, væri að undirgangast regluverk ESB, nær undantekningalaust. Eingöngu gæti hugsast að "einhverjir aðlögunarfyrirvarar" yrðu í boði, til þess að "aðlaðast" þeim breytingum, sem erfiðast yrði að ganga í gegnum.

 Það er einmitt þetta sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, benti á í fyrradag. Af viðbrögðum Össurar má skilja að það sé öllu heldur Össur, sem ætti að lesa heima, frekar en Jón, áður en hann tjáði sig um ESB.  "Misskilning Jóhönnu" hlýtur að mega skrifa á litla tungumálakunnáttu hennar, enda flest allt á erlendum tungumálum, er viðkemur ESB.  Steingrímur þorði hins vegar ekki að segja af eða á hvort að um misskilning væri að ræða, enda hefði hann ekki hlotið neinar sérstakar þakkir í eigin flokki, hefði hann barið á Jóni, líkt og Össur og Jóhanna og ekki gat hann mótmælt þeirra orðum og sett þar með stjórnarsamstarfið í uppnám. 

 Því fólki sem enn heldur að það sé í "kaffiboði í Brussel, eða skoða einhverjar pakkasendingar þaðan" ætla ég að lokum að benda á "blogg Egils Jóhannssonar, þar sem hann birtir tilvitnanir í regluverk ESB, þar sem skyldur umsóknarþjóða koma klárlega fram og eru fjarri einhverjum "kaffiboðum eða pakkaskoðunum".  En hér kemur blogg Egils:

http://egill.blog.is/blog/egill/entry/1088444/?fb=1  


mbl.is Vilja endurskoða stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengislán =gölluð vara.

Hæstiréttur, bætir vonandi að því marki sem hægt er, tjón þeirra sem keyptu "gallaða vöru" (tóku gengistryggð lán).

Ljótara er þó að stjórnvöld hundsuðu álit þess efnis að um "gallaða vöru" væri að ræða og seldu þessa "gölluðu vöru" kröfuhöfum bankana.   Það tjón tugi ef ekki hundruðir milljarða, getur enginn bætt, nema ríkissjóður. (skattgreiðendur).


mbl.is Gengismál í Hæstarétti 6. sept
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrakaplar "litlu" netmiðlana.

Netmiðlanir pressan.is og eyjan.is, hafa undanfarnar vikur birt hugleiðingar sínar, eða viðmælenda sinna á hrókeringum og/eða brottreksrum úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hafa þær "fabúleringar" birst á svokölluðum "slúðursíðum" þessara miðla.  Á pressan.is heitir síðan "Kaffistofan", en á eyjan.is heitir síðan því frumlega nafni "Orðið á götunni".

 Flestar hafa þessar "fabúleringar" verið um brotthvarf Gylfa Magnússonar og Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórninni og svo um hugsanlega endurkomu Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórn.

 Hafa þessar "fabúleringar" verið á margan hátt og eru tvær þeirra, ein um hvorn ráðherrann, einhvern veginn á þennan veg.  Varðandi Jón Bjarnason er talað um að hann víki, til þess að rýma fyrir Ögmundi í þeim tilgangi að troða einhverju upp í Órólegu Deildina í Vg.   Hægt er að segja án þess að taka mjög djúpt í árinni, að sú hrókering, yrði besta falli "hlægileg" en samt alveg á pari við "vitleysisganginn í farsauppfærslum Skjaldborgarleikflokksins.  Af nýjustu fréttum að dæma,  þá yrði "brottrekstrarsök" Jóns sú sama og Ögmunds var fyrir tæpu ári síðan, þ.e. að tala ekki sama máli og ríkisstjórnin í fjölmiðlum.  Sú hrókering, yrði því vart til að styrkja stjórnina, heldur öðru nær. Nema auðvitað að Ögmundur hafi snúið baki sínum skoðunum.  Þetta yrði þá svona álíka og "frasi" sem eignaður er Bo: " Nyr jakki, sama rödd.

Hvað Gylfa Magnússon varðar, þá hafa þessir netmiðlar haft það eftir ónefndum þingmönnum Samfylkingar að Gylfi mæti ekki til þings, er það kemur saman að nýju 2. september, heldur verði þá búið að láta hann fara, vegna "frammistöðu" sinnar vegna lögfræðiálitana um gengistryggðu lánin.  Í stað Gylfa hafa ýmsir þingmenn stjórnarflokkana verið nefndir á þessum netmiðlum.  Nýjasta "kenningin" er þó sú að Gylfi víki og Álfheiður Ingadóttir, setjist sæti hans. Það yrði þá hluti af þeirri fléttu að Félagsmála og Heilbrigðisráðuneyti yrðu sameinuð í eitt Velferðarráðuneyti og tæki þá Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra við því ráðuneyti.   Skipun Álfheiðar í embætti efnahags og viðskiptaráðherra, yrði líka afar undarleg, skoðuð í því ljósi að maki Álfheiðar, Sigurmar K. Albertsson, lögmaður er lögmaður Lýsingar í þeim málarekstri sem í gangi er vegna gengislánana. 


mbl.is Krefjast afsagnar Jóns Bjarnasonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær lausnir í boði.

Í Icesavedeilunni, eru tvær lausnir boði, eins og reyndar nær alltaf í öllum deilumálum, hvort sem þau séu manna á milli eða þá þjóða á milli.

 Þessar tvær lausnir, eru "pólitísk lausn", sem miðast við það að leysa málið í anda þeirrar pólitíkur, sem rekin er hverju sinni.  Núverandi stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma þjóðinni inní ESB.  Þess vegna samþykkja stjórnvöld,ólögvarðar  kröfur Breta og Hollendinga í deilunni, möglunarlaust, því það er sett sem skilyrði fyrir inngöngu í ESB að ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga verði greiddar. Hins vegar hafnaði þjóðin þessari "pólitísku lausn" stjórnvalda, þann 6. mars sl. í þjóðaratkvæðagreiðslu, með 93% greiddra atkvæða.

 Hin lausnin er svo "lagaleg lausn", sem felur í sér að málið verði leyst á grundvelli þeirra laga er samþykkt hafa verið og voru í gildi er þessir Icesavereikningar hófu göngu sína.   Í þeim lögum stendur skýrum stöfum að ekki megi vera ríkisábyrgð á tryggingarsjóðum innistæðueigenda.  Það er því með öðrum orðum, lögbrot að tengja ríkisábyrgð uppgjöri úr tryggingarsjóði sem þessum.  Í tilskipuninni er farið er eftir, er einnig tekið fram að tryggingarsjóðnum beri að greiða allt að 20.000 evrum, en ekki að tryggingasjóðurinn verði að ábyrgjast að lágmarki 20.000 evrur pr. innistæðureikning.

 Í röksemdafærslu ESA fyrir greiðsluskyldu Íslendinga, er réttilega bent á að ríkisábyrgð megi ekki vera á tryggingarsjóði innistæðueigenda.  En rök ESA fyrir greiðsluskyldu eru þau að Íslendingar hafi ekki tekið umrædda tilskipun rétt upp, fyrir rúmlega áratug.  Tilskipun þessi hefur fengið að vera í gildi öll þessi ár fyrir augum ESA og annarra, án nokkurra athugasemda.  Það er því alveg ljóst að, hafi tilskipun þessi verið tekin upp á rangan hátt, þá er það handvömm ESA, ef að athugasemdir, vegna hennar berast ekki fyrr en nú.  Þykja síðuritara það afar hæpin rök, þó ekki sé dýpra í árinni tekið, að íslensku þjóðinni beri að greiða skaðabætur, vegna handvammar ESA.  ESA samþykkt þessa tilskipun, er hún var tekin hér upp á sínum, tíma og hafi það verið mistök ESA að gera það, þá er það þeirra að bæta skaðann, en ekki Íslendinga.

 Önnur rök, sem nefnd hafa verið greiðsluskyldu Íslendinga til stuðnings, er brot á jafnræðisreglu. Eru deildar meiningar, hvort það lagaákvæði standi í ljósi þess að Neyðarlögin voru sett af nauðsyn og er þar vísað til einhvers sem kallast "neyðarréttar" þjóðar til þess að grípa til viðeigandi ráðstafana, ef að vá stendur fyrir dyrum. 

Í málarekstri vegna brots á jafnræðisreglu, hlýtur þá að koma fram rök Breta fyrir því að þeir sjálfir, brutu þessa reglu á einum Breskum banka.  Banki sá er Kaupþing rak í Bretlandi, var samkvæmt lögum þar og í ESB Breskur banki og hefði því átt að fá sömu aðstoð og aðrir Breskir bankar fengu í lausafjárkreppunni, haustið 2008.  Í stað þess að aðstoða bankann, var honum hins vegar mismunað og hann keyrður í þrot.  Í þeim málarekstri kæmu þá eflaust rök Breta fyrir því að hafa ekki greitt íbúum á Ermasundseyjana innistæður sínar, er þeir töpuðu í Breskum bönkum er starfræktir voru á eyjunum, en fóru á hausinn.   Einnig þyrftu Bretar í slíkum málarekstri að færa sannfærandi lagaleg rök fyrir setningu hryðjuverkalagana á Íslendinga.  Er síðuritari ekkert of viss um að Bretum sé það neitt yfirmóta ljúft að upplýsa "heiminn" um lagalegar ástæður, ofangreindra gjörninga sinna, þar sem slíkar ástæður finnast vart.

 Íslensk stjórnvöld setja "póltíska hagsmuni" sína hins vegar ofar "lagalegum hagsmunum" þjóðar sinnar og halda henni þar með í "pólitískri gíslingu", vegna pólitískrar þráhyggju sinnar.


mbl.is Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæða ágreinings stjórnarflokkana vegna Magma.

Saga samskipta Iðnaðarráðuneytisins og Geysis Green Energy og starfsmanna Íslandsbanka (áður Glitnir), nær alveg til þess tíma er REI málið var í algleymingi, eða alveg til fyrstu mánuða Össurs Skarphéðinssonar í embætti iðnaðarráðherra, haustið 2007.  Þessum aðilum er enn í fersku minni orð Össurar, um hryðjuverk sexmenningana í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. En Össur kallaði það hryðjuverk, er sexmenningarnir komu í veg fyrir að REI-málið gengi í gegn.  Varaformaður Dagur B. Eggertsson, kallaði það hins vegar að "koma óorði á útrásina".  Þessir aðilar vissu því að þeir áttu vissan stuðning í Iðnaðarráðuneytinu,  er þeir fóru á fund starfsmanna þess í upphafi viðskipta Magma hér á landi.

 Á fundum sínum í Iðnaðarráðuneytinu, má alveg leiða að því rökum, að fjármögnun Magma á viðskiptum sínum, hér á landi, hafi komið til umræðu.  Hafi þá í þeirri umræðu, verið orðað að stór hluti viðskiptana, yrði fjármagnað með aflandskrónum.  Samkvæmt lögum, þá er íslenskum fyrirtækjum óheimilt að höndla með aflandskrónur, nema til komi þess undanþága með lagabreytingu, eða setningu "sérlaga".  Þegar hér var komið við sögu, er ekki ólíklegt að fulltrúar Magma, hafi rætt slíka lagabreytingu, við starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins. Enda á Magma-samsteypan íslenska fyrirtækið Magma Energy Iceland ehf.

 Slík lagasetning mun hins vegar hafa verið starfsmönnum Iðnaðarráðuneytisins, mjög gegn skapi, enda slíkt eflaust kostað deilur við samstarfsflokk Samfylkingar í ríkisstjórn, Vinstri græna.  

 Var Magmamönnum því bent á þá "glufu" í lögum erlenda fjárfestingu, að hægt væri að stofna skúffufyrirtæki í EESlandi og láta það kaupa HS-Orku, því þannig gætu þeir notað aflandskrónur sínar, enda erlendum fyrirtækjum heimilt að höndla með aflandskrónur.

 Vinstri grænir hafna öllum tillögum Magma um forkaupsrétt ríkis eða annara innlendra aðila á hlut Magma í HS- Orku og vilja að öll kurl komi til grafar í söluferlinu á HS-Orku til Magma.

 Iðnaðarraðherra og starfsmenn hans stökkva hins vegar allir sem einn glaðir á hvert það tilboð sem nú berst frá Magma um forkaupsrétt, eða styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar, í þeirri von um að sátt um slikt, verði til þess að Magmamálið verði ekki rannsakað til hlýtar af Magmanefnd stjórnvalda. Fyrrverandi iðnaðarráðherr, Össur Skarphéðinsson og sér í lagi núverandi iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, munu því róa að því öllum árum, gengið verði til samninga við Magma, í þeim tilgangi helstum að hætt verði við rannsókn á söluferlinu á HS-Orku til Magma.   Enda nánast borðleggjandi að slík rannsókn, muni leiða til skjalfestrar vitneskju um vafasaman þátt þeirra beggja í söluferlinu.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði um Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í minni sveit hét þetta "mútur".

Í undanfara þingkosninga vorið 2009 og eftir útkomu skýrslu Rannsoknarnefndar Alþingis, varð hér upp hávær umræða um styrki til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum.  Gekk sú umræða svo langt að styrkþegum var briglsað um hafa verið mútað af þeim aðilum er þá styrktu.  Hvergi voru þó færðar fram sönnur á að svo væri.  Heldur voru rökin þau, að þetta hlyti bara að vera svona.

 Þegar aðildarumsókn að ESB var rædd á Alþingi, þá var það skýrt tekið fram, að taka ætti afstöðu til þess hvort farið yrði í skuldbingarlausar samningaviðræður við ESB um hugsanlega aðild að bandalaginu.    Aðspurður um kostnað við umsóknarferlið, nefndi Össur Skarphéðinsson töluna einn milljarð.  Þar átti hann við þann kostnað, sem félli á íslenska ríkið við aðildarferlið. 

Hvergi kom hins vegar fram í svari utanríkisráðherra, að ESB myndi greiða þann kostnað sem uppá vantaði og ekki heldur upplýsti utanríkisráðherra þing og þjóð um það heldur, þegar umræður spunnust um það, að þessi milljarður væri bara dropi í hafið, þegar kostnaður við aðildarviðræðurnar væri annars vegar.

Það væri fjarstæða að halda öðru fram, en að þeir starfsmenn er Utanríkisráðuneytisins, er unnu að aðilarumsókninni og reiknuðu kostnaðinn við hana, hafi verið kunnugt um þetta "tilliðkunarfé" frá ESB.  Þar með má það einnig hafa verið utanríkisráðherra ljóst, hvernig þetta væri í "pottinn búið".  Hafi ekki nokkur sála í ráðuneytinu, vitað af þessu "tilliðkunarfé" frá ESB, þá má ætla að þeir starfsmenn er reiknuðu út kostnaðinn við aðildarferlið, séu ekki starfi sínu vaxnir, enda ofmikill munur á "áætluðum kostnaði" og raunverulegum kostnaði aðildar, samkvæmt þeirra útreikningum.  

Einnig er það ljóst að enn eina ferðina, hefur ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur orðið uppvís að því að halda upplýsingum frá þingi og þjóð.

 Þegar Alþingi hafði samþykkt, að gengið yrði óskuldbundið til samningaviðræðna við ESB um aðild og umsókn þess efnis, afhent réttum aðilum, liðu nokkrir mánuðir eða vikur, þangað til að langur listi barst frá ESB, um þær breytingar sem hér þyrfti að gera á stjórnsýslunni og var stjórnvöldum gert það að svara þeim tilmælum, innan ákveðins frests.

  Á þeim tíma varð það ljóst að ekki var lengur um að ræða óskuldbindandi viðræður við ESB um aðild.  Þarna voru á ferð leiðbeiningar eða tilskipanir frá ESB, um þær breytingar sem ESB krafðist að gerðar yrðu á íslenskri stjórnsýslu, áður en að Íslendingar yrðu "viðræðuhæfir" um aðild.  Þarna var með öðrum orðum erlent ríkjasamband að krefja sjálfstæða þjóð utan þess, um breytingar á stjórnsýslulegu skipulagi sem að lýðræðiskjörnir fulltrúar þjóðarinnar höfðu komið á undanfarna áratugi, þar á undan.

Siðan hafa komið kröfur frá "Brusselvaldinu" ogýmsum aðildarþjóðum ESB, um að Íslendingar hætti nýtingu ýmissa aulinda er rata inn í íslenska fiskveiðilögsögu.  Krafa er uppi að hvalveiðum og veiðum á makríl verði hætt, áður en eiginlegar viðræður hefjist.  Auk þess er sú óbilgjarna krafa sett fyrir inngöngu að Íslendingar greiði ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga, vegna Icesavereikninga, fallna Landsbankans.  Kröfur sem 93% þeirra er afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslu um lög nr 1/2010, höfnuðu.

 Á þessari upptalningu má hverjum læsum manni og konu vera það ljóst að þetta aðildar eða innlimunnarferli í ESB, er komið langt út fyrir þær skuldbindingarlausu viðræður, sem í raun voru samþykktar með herkjum á Alþingi þann 16. júlí 2009.  Umsóknina, á því taka til baka eins fljótt og hægt verður eftir að Alþingi, kemur saman að nýju þann 2. september næstkomandi.

 Að lokum má velta því upp, hver viðbrögð aðildarsinna yrðu, ef að t.d. L.Í.Ú. eða Bændasamtökinn, lofuðu stjórnarandstöðunni eða samtökum er berjast gegn aðild, háum styrkjum í baráttu sinni gegn aðild.  

 Einnig mætti taka þessa mútuþægni stjórnvalda (Samfylkingarinnar) enn lengra og spyrja, hvort ekki myndi heyrast óp úr þeim ranni, ef að t.d. L.Í.Ú myndi styrkja Alþingi um háar fjárhæðir til þess að vinna ný lög um stjórn fiskveiða, Bændasamtökin styrki Alþingi vegna nýrra Búvörulaga eða þá að Samtök verslunar og þjónustu, myndu styrkja Alþingi um háar fjárhæðir vegna nýrra Samkeppnislaga. 


mbl.is ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útkall í Bretavinnunni.

Núna eru "Bretavinnu-spunaliðar" byrjaðir að spinna á fullu.  Tala um þá "tálsýn" sem meintur "sigur" vegna synjunar forsetans var.

Þessir spunaliðar og stuðningslið þeirrar landráðaklíku, er myndar "Bretavinnugengið", láta það hins vegar alveg ógert, að minnast á það, að þegar "byr kom í seglin", þá rifu stjórnvöld þau niður, hið snarasta.  

 Fyrstu viðbrögð "verkstjórana" í Bretavinnunni ( Jóhönnu og Steingríms) í kjölfar synjunar forseta á Icesave, var að lýsa yfir á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu, fyrir blaðamönnum, íslenskum jafnt sem erlendum, að hér væri yfirvofandi þjóðargjaldþrot og heimsendir, ef að þjóðin sameinaðist ekki á bak við landráðin.  

 Síðan var allsherjarútkall í Blogglúðrasveit Samfylkingarinnar, en sú lúðrasveit, er undirdeild í áróðursdeild "Bretavinnunnar".  Skömmu síðar var svo útkall í Háskólaarmi Bretavinnunnar þar sem fræðimenn óhikað, gengisfelldu eigin fræðigrein og menntastofnanir í nafni Bretavinnunnar.  Urðu þar til frasar líkt og "Kúba norðursins" og var þá átt við að synjun þjóðarinnar á Icesaveklafanum, myndi setja íslensku þjóðina og efnahag í sömu deild og Kúba er í.

 Lágkúran í baráttu Bretavinnuflokksins, voru svo níðskrif Hrannars B. Arnarsonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, í garð Evu Jolie. En Evu hafði "orðið" það á að skrifa greinar í erlend blöð, Íslendingum til stuðnings í Icesavedeilunni.

 Bretavinnuflokkurinn kallaði svo , nauðbeygður stjórnarandstöðuna að samningsborðinu.  Voru þá uppi fögur fyrirheit um samstöðu stjórnar og stjórnarandstöðu gegn ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga.  Sú samvinna og samstaða, varð hins vegar skammlíf.  Bretavinnuflokkurinn, kastaði sér auðmjúkur í fang Breta og Hollendinga, í kjölfar þess að nýlenduveldin gömlu, höfnuðu nýju tilboði Íslendinga í deilunni og endurtóku fyrri kröfur, nú með málamyndaafslætti.

 Í kjölfar þessa viðsnúnings Bretavinnuflokksins, tók forsætisráðherra þjóðarinnar upp á því að uppnefna stjórnarskrárbundinn rétt þjóðarinnar, sem er að þjóðin fái að taka afstöðu til þeirra mála er forsetinn vísar til hennar, með synjun á lögum, er samþykkt eru á Alþingi.   Lagðist forsætisráðherra, jafnvel í lægri lægðir, er nokkrum manni hafði tekist fyrr og kallaði þennan stjórnarskrárbundna rétt þjóðarinnar, "marklausan skrípaleik". 

 Rúmur helmingur þjóðarinnar ákvað hins vegar, að sinna ekki boðum forsætisráðherra, um heimasetu á kjördag og var Icesaveklafanum hafnað með 93% greiddra atkvæða.  Enda íslensku þjóðinni ekki það tamt að hlýða boðum málsvara erlendra ríkja.

 Staðan hefur ekkert breyst, hvað varðar umboð Bretavinnuflokksins, til lausnar deilunni.  Þjóðin vil ekki þessa pólitísku lausn, sem Bretavinnuflokkurinn vinnur að.  Pólitísk lausn er þjónar pólitískum hagsmunum ESB-vegferðar Samfylkingar, með dyggum stuðningi "hækjunar", sem í daglegu tali er kölluð Vinstri grænir.

  Þjóðin vill réttláta og sanngjarna lausn Icesavedeilunnar, ekki uppgjöf og undirlægjuhátt stjórnvalda og þeirra sem meldað sig hafa í Bretavinnuna.  Náist slík lausn ekki með samningum, eins og reyndar ætla má að fullreynt sé, þá er þjóðin þess albúin að taka afleiðingum þess að fara dómstólaleiðina, þó svo að sú leið komi í veg fyrir óumbeðið aðildarferli og innlimum í ESB.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband