Leita í fréttum mbl.is

Kaffiboðið í Brussel.

Áður en sótt var um aðild að ESB, voru það helstu rök aðildarsinna, "að ekkert sakaði að skoða hvað væri í pakkanum", eða þá að þetta væri eins og "að skreppa til vina í Brussel í kaffiboð". Ef okkur líkaði ekki það sem væri í pakkanum, eða meðlætið með "kaffinu", þá myndum við að sjálfsögðu, segja "takk, en nei takk" sama og þegið.

 Þær vikur og mánuði áður en sótt var um, þá var umsóknarferlinu lýst sem, þetta "kaffiboð", eða skoðun í "einhvern pakka".  Það er því vel hægt að setja stórt spurningarmerki við niðurstöður þeirra skoðanakannana, er gerðar voru á þeim tíma. Enda var fólk spurt í þeim, hvort því "langaði í þetta kaffiboð" eða hvort það "langaði til þess að skoða í þennan pakka."

 Það er "nánast" óumdeilanlegt", að hefðu spurningar þessara skoðanakannana hljómað á þann veg, að fólk væri spurt, hvort það vildi láta aðlaga íslenskt regluverk og stjórnsýslu, að ESB-regluverkinu og stórnsýslu ESB, áður en kosið yrði um aðild, hefðu niðurstöður skoðankannana orðið aðrar.

 Það hefur svo klárlega komið í ljós, að "kaffiboðið og pakkaskoðunin", stóðu í rauninni yfir bara þær vikur eða mánuði, sem það tók að koma umsókninni til skila á rétta staði og viðbrögð vegna hennar bárust.  Fyrstu viðbrögð voru, beiðni ESB um "úttekt" stjórnvalda á íslensku lagaumhverfi og stjórnsýslu.   Eftir að sú "úttekt, var send út, þá liðu nokkrar vikur eða mánuðir, þangað til að til baka kom langur bálkur, leiðbeininga og tilskipana sem stjórnvöld þyrftu að uppfylla aðild yrði möguleg.  Á þeim tímapunkti má segja að "kaffiboðinu" hafi lokið og sannarlega, var þar pakkinn "nánast" kominn í ljós.  Innihald pakkans var svo endanlega ljóst, þegar Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, tók af öll tvímæi um það, að engar undan væru í boði, vegna inngöngu Íslands í ESB.  Það eina sem að væri í boði, væri að undirgangast regluverk ESB, nær undantekningalaust. Eingöngu gæti hugsast að "einhverjir aðlögunarfyrirvarar" yrðu í boði, til þess að "aðlaðast" þeim breytingum, sem erfiðast yrði að ganga í gegnum.

 Það er einmitt þetta sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, benti á í fyrradag. Af viðbrögðum Össurar má skilja að það sé öllu heldur Össur, sem ætti að lesa heima, frekar en Jón, áður en hann tjáði sig um ESB.  "Misskilning Jóhönnu" hlýtur að mega skrifa á litla tungumálakunnáttu hennar, enda flest allt á erlendum tungumálum, er viðkemur ESB.  Steingrímur þorði hins vegar ekki að segja af eða á hvort að um misskilning væri að ræða, enda hefði hann ekki hlotið neinar sérstakar þakkir í eigin flokki, hefði hann barið á Jóni, líkt og Össur og Jóhanna og ekki gat hann mótmælt þeirra orðum og sett þar með stjórnarsamstarfið í uppnám. 

 Því fólki sem enn heldur að það sé í "kaffiboði í Brussel, eða skoða einhverjar pakkasendingar þaðan" ætla ég að lokum að benda á "blogg Egils Jóhannssonar, þar sem hann birtir tilvitnanir í regluverk ESB, þar sem skyldur umsóknarþjóða koma klárlega fram og eru fjarri einhverjum "kaffiboðum eða pakkaskoðunum".  En hér kemur blogg Egils:

http://egill.blog.is/blog/egill/entry/1088444/?fb=1  


mbl.is Vilja endurskoða stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband