Leita í fréttum mbl.is

Í minni sveit hét þetta "mútur".

Í undanfara þingkosninga vorið 2009 og eftir útkomu skýrslu Rannsoknarnefndar Alþingis, varð hér upp hávær umræða um styrki til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum.  Gekk sú umræða svo langt að styrkþegum var briglsað um hafa verið mútað af þeim aðilum er þá styrktu.  Hvergi voru þó færðar fram sönnur á að svo væri.  Heldur voru rökin þau, að þetta hlyti bara að vera svona.

 Þegar aðildarumsókn að ESB var rædd á Alþingi, þá var það skýrt tekið fram, að taka ætti afstöðu til þess hvort farið yrði í skuldbingarlausar samningaviðræður við ESB um hugsanlega aðild að bandalaginu.    Aðspurður um kostnað við umsóknarferlið, nefndi Össur Skarphéðinsson töluna einn milljarð.  Þar átti hann við þann kostnað, sem félli á íslenska ríkið við aðildarferlið. 

Hvergi kom hins vegar fram í svari utanríkisráðherra, að ESB myndi greiða þann kostnað sem uppá vantaði og ekki heldur upplýsti utanríkisráðherra þing og þjóð um það heldur, þegar umræður spunnust um það, að þessi milljarður væri bara dropi í hafið, þegar kostnaður við aðildarviðræðurnar væri annars vegar.

Það væri fjarstæða að halda öðru fram, en að þeir starfsmenn er Utanríkisráðuneytisins, er unnu að aðilarumsókninni og reiknuðu kostnaðinn við hana, hafi verið kunnugt um þetta "tilliðkunarfé" frá ESB.  Þar með má það einnig hafa verið utanríkisráðherra ljóst, hvernig þetta væri í "pottinn búið".  Hafi ekki nokkur sála í ráðuneytinu, vitað af þessu "tilliðkunarfé" frá ESB, þá má ætla að þeir starfsmenn er reiknuðu út kostnaðinn við aðildarferlið, séu ekki starfi sínu vaxnir, enda ofmikill munur á "áætluðum kostnaði" og raunverulegum kostnaði aðildar, samkvæmt þeirra útreikningum.  

Einnig er það ljóst að enn eina ferðina, hefur ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur orðið uppvís að því að halda upplýsingum frá þingi og þjóð.

 Þegar Alþingi hafði samþykkt, að gengið yrði óskuldbundið til samningaviðræðna við ESB um aðild og umsókn þess efnis, afhent réttum aðilum, liðu nokkrir mánuðir eða vikur, þangað til að langur listi barst frá ESB, um þær breytingar sem hér þyrfti að gera á stjórnsýslunni og var stjórnvöldum gert það að svara þeim tilmælum, innan ákveðins frests.

  Á þeim tíma varð það ljóst að ekki var lengur um að ræða óskuldbindandi viðræður við ESB um aðild.  Þarna voru á ferð leiðbeiningar eða tilskipanir frá ESB, um þær breytingar sem ESB krafðist að gerðar yrðu á íslenskri stjórnsýslu, áður en að Íslendingar yrðu "viðræðuhæfir" um aðild.  Þarna var með öðrum orðum erlent ríkjasamband að krefja sjálfstæða þjóð utan þess, um breytingar á stjórnsýslulegu skipulagi sem að lýðræðiskjörnir fulltrúar þjóðarinnar höfðu komið á undanfarna áratugi, þar á undan.

Siðan hafa komið kröfur frá "Brusselvaldinu" ogýmsum aðildarþjóðum ESB, um að Íslendingar hætti nýtingu ýmissa aulinda er rata inn í íslenska fiskveiðilögsögu.  Krafa er uppi að hvalveiðum og veiðum á makríl verði hætt, áður en eiginlegar viðræður hefjist.  Auk þess er sú óbilgjarna krafa sett fyrir inngöngu að Íslendingar greiði ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga, vegna Icesavereikninga, fallna Landsbankans.  Kröfur sem 93% þeirra er afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslu um lög nr 1/2010, höfnuðu.

 Á þessari upptalningu má hverjum læsum manni og konu vera það ljóst að þetta aðildar eða innlimunnarferli í ESB, er komið langt út fyrir þær skuldbindingarlausu viðræður, sem í raun voru samþykktar með herkjum á Alþingi þann 16. júlí 2009.  Umsóknina, á því taka til baka eins fljótt og hægt verður eftir að Alþingi, kemur saman að nýju þann 2. september næstkomandi.

 Að lokum má velta því upp, hver viðbrögð aðildarsinna yrðu, ef að t.d. L.Í.Ú. eða Bændasamtökinn, lofuðu stjórnarandstöðunni eða samtökum er berjast gegn aðild, háum styrkjum í baráttu sinni gegn aðild.  

 Einnig mætti taka þessa mútuþægni stjórnvalda (Samfylkingarinnar) enn lengra og spyrja, hvort ekki myndi heyrast óp úr þeim ranni, ef að t.d. L.Í.Ú myndi styrkja Alþingi um háar fjárhæðir til þess að vinna ný lög um stjórn fiskveiða, Bændasamtökin styrki Alþingi vegna nýrra Búvörulaga eða þá að Samtök verslunar og þjónustu, myndu styrkja Alþingi um háar fjárhæðir vegna nýrra Samkeppnislaga. 


mbl.is ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mútur ESB eru algerlega sambærilegar við fjárframlög frá LÍÚ eða Bændasamtökunum, sem greidd væru til þess að "liðka fyrir" lagabreytingum í þágu þessara atvinnugreina.

Ég er hræddur um að allt yrði vitlaust í þjóðfélagninu, ef upp kæmist um slíkar greiðslur.  Þjóðin getur varla sætt sig frekar við mútur frá ESB.  Þeim hlýtur að verða mótmælt kröftuglega.

Axel Jóhann Axelsson, 23.8.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1626

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband