Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
31.8.2010 | 22:26
Ódýr var Ögmundur allur.
Ekki verður annað séð en endurkoma Ögmunds í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sé annað en pólitísk hrossakaup Ömma og órólegu deildarinnar við ríkisstjórnina. Pólitísk sannfæring Ömma og órólegu deildarinnar, kostar þá ekki meira en ráðherrastóll undir Ömma.
Það er í það minnsta vanséð, hvað hefur breyst, í stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ríkisstjórnarinnar er Ömmi hröklaðist úr fyrir tæpu ári, þar sem pólitísk sannfæring hans, talaði ekki sama máli og ríkisstjórn Jóhönnu.
Alla vega hlýtur að vera "hart í ári" hjá Ömma og órólegu deildinni, fyrst pólitíska sannfæring þeirra fæst á þessum "kostakjörum".
Ögmundur bíður eftir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2010 | 21:04
Leikþátturinn "Bónusfjölskyldan eignast aftur Haga".
Sett er í gang tregablandin atburðarrás, þar sem Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, skilur við það fyrirtæki er hann hefur stjórnað í tæplega tuttugu ár. Þjóðinni hefur staðið til boða, tvenns konar útgáfur af Jóhannesi, þessi tuttugu ár. Duglega manninum er barðist út úr engu, stofnaði Bónus og lækkaði matvöruverð svo um munaði hér á landi. Auk þess að hann studdi jú margvíst málefnið...
Hin útgáfan af Jóhannesi, er var samferða þeirri fyrrnefndu megnið af þessum tuttugu árum, fór mikinn í félagi við son sinn, keypti upp fyrirtæki og skuldsetti þau upp í rjáfur, bæði hérlendis og erlendis. Fór svo að á endanum, að skuldir þeirra feðga eru eitthvað annað þúsund milljarða, eða álíka og tvöföld sú upphæð, er tjón það er jarðskjálfinn Haítí sl. vetur olli, er talið kosta.
Það þarf nú samt enginn að óttast að áhrif Jóhannesar, hverfi svo auðveldlega úr Högum, enda tekur samstarfsmaður, þeirra Bónusfeðga, til nokkurra ára, Steinn Logi Björnsson við stjórnarformennsku í Högum. Varamenn í stjórn Haga eru svo Sigurjón Pálsson, mágur Ara Edwald forstjóra 365 miðla og Kristín dóttir Jóhannesar. Er það ljóst að tengsl Jóhannesar við Haga muni vera töluverð, áfram, hvort sem Kristín taki sæti hans í stjórn eða Sigurjón.
Eins og fyrri samningar Arion banka og Jóhannesar, kváðu á um þá hefði Jóhannes ekki getað eignast meira en 10% í Högum að loknu væntanlegu hlutafjárútboði, án einhverra "viðskiptaflækna" og vesens. Það hentar því Jóhannesi ekkert illa að komast frá þeim samningi, fá smá vasapening í eitt ár, millifæra milljarð af sparisjóðsbókinni í Tortola og kaupa nokkrar búðir fyrir, til að dunda sér við fram að hlutafjárútboði á Högum, sem að hann hyggst taka þátt í og ná aftur yfirtökum í Högum.
Til þess að fjármagna þau kaup, sækir Jóhannes aftur aur í sparisjóðsbókina á Tortola, nema að elskuleg tengdadóttir hans, láni honum fyrir kaupunum, af fjölskylduauði sínum, sem geymdur er í Kanada.
Sérstök tilfinning að kveðja Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2010 | 13:36
Er hugtakið "óháður álitsgjafi" gallað vörumerki?
Sama hvað Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra berst um við að afneita óeðlilegum afskiptum sínum af ráðningarferlinu, hjá Íbúðalánasjóði, þá tala staðreyndir málsins sínu máli og allt tal Árna um afskiptaleysi sitt, ekkert annað en lýgi. En það þarf reyndar ekki að koma á óvart, enda virðist það vera viðbrögðin hjá ráðherrum þessarar ríkisstjórnar, að ljúga sig frekar út úr þeim vandamálum, sem að þeim steðja, frekar en að leysa þau.
Staðreynd no. 1. Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað með atkvæðum fjörgurra stjórnarmanna af fimm að ráða Astu H. Bragadóttur í starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs.
Staðreynd no. 2. Jóhann Ársællsson, fulltrui Samfylkingar í stjórn sjóðsins, sá er greiddi ráðningu Astu ekki atkvæði sitt, bað stjórnina um viku frest, áður en greint yrði frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra ÍLS. Jóhann hafði svo í kjölfarið samband við Árna Pál og greindi honum frá niðurstöðu fudnarins og í gang fór leikritið um valnefndina.
Allt þetta leikrít og reyndar önnur þar sem félagsmálaráðherra og flokkur hans leika stórt hlutverk í eru svo ástæða þeirrar fyrirsagnar er bloggið prýðir. Það er þá kannski ekki seinna vænna en að skrifa eitthvað um efni fyrirsagnarinnar..........................
Það er ekki nema mánuður frá síðustu hremmingum Árna Páls, vegna ráðninga í opinber embætti. Í öllum þeim hremmingum, þögðu "óháðu" álitsgjafarnir eins og Dr. Sigurbjörg Sigurgeirs. Í klúrðinu vegna Runólfs skýldi Árni sér bak við það, að lögum samkvæmt, þá hafi skuldastaða manna ekki áhrif á embættishæfi manna. Það má vel vera að svo sé. En Umboðsmaður skuldara, er ekki bara eitthvað embætti, heldur aðili sem að "hjóla" þarf í bankana fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þá er ekki gott ef umboðsmaðurinn, á kannski fortíð, um að hafa notið óæskilegrar greiðasemi bankana. Í tilfellum líkum þessum, hefur Dr. Sigurbjörg oftar en ekki verið fyrst á vettvang og veifað "flaggi" þröngrar lagahyggju. Þar sem ráðherra hefði mátt vera ljós fortíð Runólf og hefði því átt að grafa betur ofan í hana, áður en hann skipaði Runólf eða ekki. En Dr. Sigurbjörg kaus að þegja................
En Dr. Sigurbjörg þagði ekki lengi.................. Nokkrum dögum síðar, varð stjórn Íslandsstofu það á að ganga fram hjá bróður Árna Páls við ráðningu forstjórna og ekki nóg með það, stjórnin dirfðist til þess að boða ekki, Þórólf, bróðir Árna í viðtal.......... Heldur réð stjórnin mann sem hafði verið starfandi forstjóri Íslandsstofu og kynnt sig sem slíkur.
Þetta allt saman þótti Dr. Sigurbjörgu, afar óviðeigandi og klassískt dæmi um "þrönga lagahyggju", þar sem stjórn Íslandsstofu, ræddi ekki við fleiri umsækjendur, en þá einstaklinga, sem hún taldi hæfa í starfið og vildi vinna með. Í kjölfarið fóru svo blogglúðrar Samfylkingar að benda á Rotary-tengsl manna á milli og menn áttu vart orð yfir annari eins spillingu og að ráða Jón Ásbergsson í starf forstjóra Íslandsstofu..................
Vegna afskipta ráðherra af ráðningarferlinu, hefur stjórn Íbúðalánasjóðs ekki tekist að ráða nýjan framkvæmdastjóra, þó svo að nýr framkvæmdastjóri, hefði átt að hefja störf fyrir tveimur mánuðum............. Slíkar æfingar og stjórnsýslunauðganir, virðast hins vegar ekkert raska ró, Dr. Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, stjónsýslufræðings............
Segist ekki hafa tekið afstöðu til umsækjenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 18:20
Stjórnarskránni þarf að breyta, en stjórnlagaþing óþarfur leikþáttur í þeim breytingum
Komandi stjórnlagaþing, er í rauninni bara dapurleg birtingarmynd duglausra og ráðþrota stjórnvalda. Telji stjórnvöld á hverjum tíma, breytinga þörf, þá vinna stjórnvöld þeim breytingum fylgis og fá þær breytingar samþykktar á Alþingi. Svo að loknum næstu kosningum, þá staðfestir nýkjörið Alþingi þær breytingar, eða ekki. Stjórnlagaþingið, tekur þann "kaleik" ekki frá stjórnvöldum. Enda er það skýrt í lögum um stjórnlagaþing, að það leggi fyrir Alþingi, eina tillögu meirihluta þingfulltrúa, til efnislegrar umfjöllunar og í framhaldi, til samþyktar, synjunar eða þá breytinga. Niðurstaða Alþingis, gæti því orðið allt önnur, en stjórnlagaþingið leggur til. Og þá verður eflaust spurt: "Afhverju var farið í þetta hundraða milljóna ferðalag, sem stjórnlagaþingið er, til þess eins að ná ekki niðurstöðu um breytingar?"
Það er langt frá því gefið, að þeir kjör hljóti á stjórnlagaþingið, endurspegli þjóðina, á einhvern afgerandi hátt. Eins og komið hefur fram í áliti stjórnmálafræðings, þá eru lögin um stjórnlagaþing, eða sá hluti þeirra, er fjallar um kosningu til stjórnlagaþing, þannig uppsett, að ákveðnir hópar í þjóðfélaginu, hafi meira og betra aðgengi að þjóðinni, þegar til kosninga kemur, heldur en aðrir hópar.
Hverjar eru t.d. líkurnar gegn því að að þekktur einstaklingur í hópi tuga eða hundraða manna á kjörseðli, til stjórnlagaþings, hljóti minna fylgi en lítt þekktur "landsbyggðarmaður", sem hefði þó yfirgripsmeiri þekkingu á efninu, en þessi "þekkti einstaklingur"? Hverjar eru t.d. líkurnar á því að fiskverkandi vestan af fjörðum, fái meiri athygli þjóðarinnar, en áberandi einstaklingur í þjóðfélaginu?
Mest knýjandi breytingar á stjórnarskrá, sem að Alþingi á að vera fullfært um að afgreiða, án utankomandi aðstoðar, eru meðal annars:"Að setja inn ákvæði í stjórnarskránna, sem kveður skýrt á um að segi ráðherra ósatt í ræðustóli Alþingis, eða annars staðar á vettvangi þingsins, þá beri honum samstundis að víkja, er hann verður uppvís af ósannindunum og ljóst þykir að þau voru fram borin gegn betri vitund."
Nýlegt dæmi, þar sem þetta ákvæði hefði komið við sögu eru: Ósannindi Gylfa Magnússonar, efnahags og viðskiptaráðherra, varðandi tilvist lögfræðiálita í ráðuneyti sínu, sem hann afneitaði í svari sínu á Alþingi. Ákvæðið hefði með öðrum orðum skapað ráðherra, er fer vísvitandi með rangt mál, ekki skapað ráðherranum það pólitíska skjól, sem hann og hans ósannsögli dvelur í, heldur hefði honum verið gert að víkja um leið og upp um ósannsöglið kom, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár.
Einnig á að breyta stjórnarskránni þannig, að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmsu mál. T.d. 25 eða 30% atkvæðisbærra manna.
Breyta 79. greininni á þann hátt, að ekki þurfi, þingkosningar á milli þess sem að ný ákvæði stjórnarskrár taki gildi, heldur dugi aukinn meirihluti t.d. 2/3 eða 3/4 þingmanna þyrftu að samþykkja breytinguna, með því aukaákvæði, að sé "einungis" einfaldur meirihluti fyrir breytingunni, þá kjósi þjóðin um breytinguna.
Breytingin á 79. greininni, mun svo auðvelda komandi þingum, að gera þær breytingar á stjórnarskrá, er kunna að verða nauðsynlegar í komandi framtíð.
Lögum varðandi aðskilnað ríkis og kirkju, skal vísa til þjóðarinnar, að lokinni kynningu á kostum og göllum aðskilnaðar. Eins skal efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um auðlindastefnu þjóðarinnar, að lokinni undirbúingsvinnu, sem tekur til þeirra kosta og galla sem í boði verða, eftir því hvaða auðlindastefna verður ofan á.
Þetta eru fyrst og fremst þær breytingar sem að þarf að gera í þessari atrennu og treysti Alþingi sér ekki til þess að fjalla um þær efnislega og taka um þær ákvörðun, þá eru líka engar líkur til þess að Alþingi taki tillögur stjórnlagaþingsins þeim tökum er meirihluti stjórnlagaþingsins ætlast til að Alþingi geri. Heldur fari þá umræðan um tillögu stjórnlagaþingsins að mestu fram úr "skotgröfum" stjórnmálaflokkana.
Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2010 | 15:02
Mörður að veifa Stjórnarslita-Grýlunni framan í Vinstri græna?
Minnugur þess að er Samfylkingin barði aðildarumsóknina í gegn 16. júlí 2009 með hótunum um stjórnarslit, við Vinstri græna, þykir mér enn sem komið er varlegast að halda þeim möguleika inni að núna sé hafinn áróðurinn og spuninn um stjórnarslit, greiði þingmenn Vinstri grænna atkvæði, samkvæmt samvisku sinni, með því að aðildarumsóknin, verði dregin til baka.
Vinstri grænir vissu það þá og vita það enn, að stjórnarseta í núverandi ríkisstjórn er "once in lifetime" tækifæri fyrir flokkinn að fara með einhver völd, í stað þess að vera þessi "á móti öllu" stjórnarandstöðuflokkur. Vinstri grænir kjósa fremur hlutverk "hækjunar" í ríkisstjórn, fremur en ekkert hlutverk í ríkisstjórn. Þetta veit Samfylkingin og beitir því hótunum um stjórnarslit óspart og ber við ofnotkun á slíkum hótunum.
Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon er svo á hröðum flótta undan sjálfum sér og grasrót flokksins og lét hafa eftir sér, í miðjum "Misskilningsfarsanum" vegna ummæla Jóns Bjarnasonar, að aðildarumsókn væri ekkert á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og því síður aðild að ESB. Ummæli sem fáir reyndar skilja og sennilegast ekki hann sjálfur. Þingsályktunartillagan um aðildarumsókn, var flutt af utanríkisráðherra ríkisstjórnar þeirrar er Steingrímur situr í og er því mál ríkisstjórnarinnar. Að öðrum kosti hefði "óbreyttur" samfylkingarþingmaður flutt þingsályktunartillöguna og þar með tillagan "bara" verið þingmannamál, en ekki mál ríkisstjórnarinnar.
Í umræðum um þingsályktunartillöguna, var látið í það skína umfram annað, að í hönd færu svokallaðar "könnunnarviðræður" við ESB, meira líkara "kurteisislegu kaffiboði, heldur en því sem nú virðist vera raunin. Semsagt aðlögun, fyst svo viðræður um frestun einhverjum fáum atriðum aðlöðunarferlisins, sem í gegn þarf að ná til þess að öðlast aðild. Sökum þess að þetta áttu að vera svo "saklausar" viðræður, nánast sakleysislegt "kaffispjall", þótti þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar það mestur firru að láta þjóina kjósa um hvort halda ætti til Brussel í eitthvað "kaffiboð".
Aðildarsinnar keppast nú við að meta niður verðmæti auðlinda okkar og gera þær það verðlitlar að varla mætti ætla að ESBríkin hefði á þeim einhvern áhuga. Eru þar nefndar tölur eins og 100 -200 milljarðar, sem sjávarútvegurinn eigi að gefa þjóðinni í aðra hönd, á árs basis. Það má vel vera að það séu "beinar tekjur" þjóðarbúsins af auðlindinni, en samfélagslegi þátturinn er samt margfalt verðmætari og í rauninni bull og argasta vitleysa að halda þessari tölu 100-200 milljarðar fram.
Beita aðildarsinnar einnig þeim rökum að varla fari 500 milljóna samfélag sem ESB er, að ásælast, svona lítilsvirtar auðlindir sem að 300 þúsund manna samfélag er að berjast við að hafa sitt lífsviðurværi af.
Aðildarsinnar láta það hins vegar hjá líða að nefna það, að samkvæmt útreikningum ESB, yrði íslenskur sjávarútvegur yfir 30% af sjávarútvegi ESB, ef Ísland gerðist aðili að ESB og að þessi 30% yrðu veidd með, innan við 10% af öllum fiskiskipastóli ESB-rikjana, þ.e. íslenska fiskveiðiflotanum.
Það er því alveg ljóst og í raun í besta falli "barnaskapur" að halda öðru fram en að ESB eða ríki þess myndu krefjast þess að hluti þeirra rúmlega 90% fiskiskipa ESB-ríkja, utan Íslands, fengju að veiða hér í íslenskri fiskveiðilögsögu.
Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2010 | 18:27
Er nóg að segja "afsakið" án þess að iðrast?
Í kjölfar hrunsins varð það "krafa" samfélagsins að þeir sem "ollu" hruninu, biðji þjóðina afsökunar. Seint um síðir bárust afsökunarbeiðnir, frá einhverjum útrásarvíkingum, eins og Jóni Ásgeiri, Björfólfi Thor og fleirum.
Hins vegar hafa þeir "Gög og Gokke" Kaupþings (Hreiðar Már og Sigurður Einarsson) aftekið það með öllu að biðja þjóðina afsökunar á gjörðum sínum í aðdraganda hrunsins. Þá er það bara svo. Siðferðiskennd þeirra, eða skortur á henni, býður ekki upp á þá auðmýkt, að iðrast og biðjast fyrirgefningar.
En hvert er þá siðferðisþrek þeirra, er biðjast afsökunnar, svona til "öryggis". "Ef að ske kynni að ég hafi valdið hér milljarðatapi sparifjáreigenda og fyrirtækja í landinu, þá segi ég afsakið"?
Þó svo að bæði Jón Ásgeir og Björgólfur, hafi opinberlega, sagt "fyrirgefðu", þá er ekki að merkja neina iðrun í orðum þeirra og gjörðum. Báðir hamast þeir eins og rjúpan við staur að afvegaleiða umræðuna um syndir sínar, benda á alla aðra en sjálfa sig sem mögulega "sökudólga" og hika í þeirri viðleitni sinni, ekki við að ljúga eins og örgustu sprúttsalar.
Er innistæðulaus afsökunarbeiðni, meira virði en engin?
Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2010 | 14:49
Stjórnsýsluskóli stjórnvalda og Íbúðalánasjóður.
Þann 19. águslt sl., daginn áður en ríkisstjórnin, tilkynnir að loknum ríkisstjórnar fundi þann 20. ágúst sl., stofunun Stjórnsýsluskólans, ákveða fjórir af fimm stjórnarmönnum Íbúðalánasjóðs að ráða Ástu H. Bragadóttir, sem framkvæmdastjóra sjóðsins til næstu fimm ára.
Stjórnsýsluskóla þessum er meðal annars ætlað það hlutverk, að fræða undirmenn ráðherra ríkisstjórnarinnar og aðra lykilmenn í stjórnsýslunni, um vandaða og heilbrigða stjórnsýsluhætti. Má spyrja hvaða hugur, eða hvort yfir höfuð standi eitthvað á bakvið ákvörðun stjórnvalda um stofnun skólans, annað en ódýr sýndarmennska?
Ég er þess fullviss að ég er ekkert að vanmeta Jóhann Ársælsson, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn ÍLS, þann eina fulltrúa í stjórninni sem greiddi ekki atkvæði með ráðningu Ástu, þegar ég segi að beiðni hans um frestun ákvörðunar hafi í raun ekki verið hugarfóstur hans sjálfs, heldur hefur Jóhann verið að hlýða beiðni ráðherra um að koma í veg fyrir ráðningu Ástu. Ráðherra hafi lofað öðrum starfinu ( Yngva Erni Kristinssyni). Það hafi ráðherra gert, þrátt fyrir að lögum samkvæmt, ráði stjórn ÍLS í stöðu framkvæmdastjóra, en ekki ráðherra.
Formaður stjórnar ÍLS, á því að hafa þann manndóm í sér að kalla stjórnina saman aftur, hið fyrsta, helst strax á mánudag og kalla Ástu á fund stjórnarinnar. Þar á stjórnin að byrja á því að biðja Ástu afsökunar á því að hafa látið undan ólögmætum þrýsingi ráðherra og bjóða henni að taka starfinu, treysti hún sér til þess, í ljósi undangengra atburða. Hafi stjórnin ekki manndóm til þess að standa á lögskipuðu hlutverki sínu, skal hún í heild víkja, nú þegar.
Árni Pall Árnason á hins vegar að skammast sín og biðjast lausnar frá embætti félags og tryggingarmálaráðherra.
Segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2010 | 14:26
Sjúkdómseinkenni stjórnvalda fundið?
Samfylkingin minnir um margt á fársjúkan alkóhólista. Eftir að Samfó og Jón Ásgeir gerðu með sér "fóstbræðralag", þá var öllu tjaldað, til þess að komast á stóra partýið. ISG sótt úr stóli borgarstjóra, til þess að velta "partykóngnum" úr sessi (DO). Flokknum meinuð innganga í partýið. Við tóku fjögur ár af óþoli yfir því að fá ekki vín (völd)............... Hef það eftir manni sem sat á þingi 2003-2007, að Samfó hefði sprungið, hefði flokkurinn þurft að lifa af annað kjörtímabil, án víns (valda), þá hefði það riðið honum að fullu.
Flokknum er svo boðið í partýið vorið 2007 og nóg að drekka og bara gaman............... vílað og dílað, þvælst um heiminn þveran og endilangan vinum og vandamönnum boðið í glas............. og allt það telst til þess að vera í "góðu" partýi.
Í október 2008, klárast vínið og við taka timburmenn, flótti frá eigin ákvörðunum og afneitun. Stóð það ástand yrir í rúmlega hálft ár............Þegar rjátlaði af alkanum, þá lofaði hann bót og betrun............og var boðið í veisluna aftur eftir kosningar í apríl 2009.
Eins og gjarnan er með virka alka, þá verða loforðin um bót og betrun, oftast nær bara orðin tóm, enda er nú ekkert breytt, sama fyllerí önnur andlit............ Skýrsla RNA kemur út, formaður flokksins kennir "blakkáti" um það hversu illa flokkurinn stóð sig í hrunstjórninni (Blairisma)................................ Eins og "ekta" fyllibyttum sæmir, þá er ekkert að hjá þeim sjálfum, heldur eru þær fórnarlömb, þessa slæma heims er þær lifa í og eru í raun að eigin sögn misskildir snillingar.
Drykkjufólk á þessu stigi stoppar ekkert drykkju af sjálfsdáðum. Það eina sem stoppar drykkjuna er að það komist undir mannahendur (meðferð), eða þá undir græna torfu..............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2010 | 23:19
Faglegu ráðningarferli, fórnað fyrir "dulbúna" pólitíska ráðningu.
Starf framkvæmdastjóra Íbúðalanasjóðs, var auglyst laust til umsóknar fyrir nokkrum mánuðum og átti nýr framkvæmdastjóri að taka við þann 1. júlí sl. Einhverjir tugir manna og kvenna sóttu um starfið og var Capacent falið að fara yfir umsóknir, ræða við umsækjendur og skila að því loknu hæfnismati til stjórnar Íbúðalánasjóðs.
Capacent lauk sinni vinnu og sendi að henni lokinni, það mat sitt, að Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÍLS og Yngvi Örn Kristinsson, væru hæfust í starfið.
Meirihluti stjórnar ÍLS ákvað svo á fundi snemmsumars að mæla með Ástu í starfið. Var það ekki sú niðurstaða sem Árni Páll Árnason, félags og tryggingarmálaráðherra, hafði vænst. Hafði Árni haft augastað á þessari stöðu fyrir Yngva Örn, enda Yngvi þjónað honum og Samfylkingunni "dyggilega". Yngvi var við hrun bankana framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans, en hefur í rúmt ár verið í ýmsum ráðgjafastörfum, bæði fyrir ráðuneyti Árna og forsætisráðuneyti.
Mun Árni hafa með "góðu" reynt að koma Yngva að, en ekki orðið ágengt við stjórn ÍLS, sem valið hafði Ástu H. til starfsins. Töfðust einnig áform Árna, í öllum látunum í kringum ráðningu Runólfs Ágústssonar í embætti Umboðsmanns skuldara.
Í dag, tæpum tveimur mánuðum eftir að nýr framkvæmdastjóri, ætti að vera tekinn við, ef fylgt hefði verið eftir því faglega ráðningarferli, er lagt var upp með, gefst Árni upp við að telja stjórnina á að mæla með Yngva í starfið og "þvingar" í gegn í stjórninni stofnun nefndar sem að hann velur sjálfur fulltrúa í.
Ráðherra ákveður þarna að hundsa faglegt ráðningarferli, sem átti að vera í anda nýrra vinnubragða "hinnar norrænu velferðarstjórnar" til þess eins að geta úthlutað bitlingi úr hendi sinni, til vildarvinar. Slíkum vinnubrögðum hlýtur að verða mótmælt af þingheimi er Alþingi kemur saman þann 2. sept nk.
Árni Páll Árnason, félags og tryggingamálaráðherra, hefur í það minnsta sýnt í sumar að hann er engan vegin starfi sínu vaxinn, frekar en flestir þeirra er sitja í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Ásta dregur umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2010 | 20:10
Uppsett leikrit um meinta "faglega stjórnsýslu".
Valnefnd um Íbúðalánasjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar