Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
31.7.2010 | 22:38
Hvað dvelur skipun í Magmanefnd ríkisstjórnarinnar?
Þriðjudaginn þann 27. júlí síðastliðinn, var haldinn í Stjórnarráðinu, blaðamannafundur vegna þeirrar krísu, sem komið hafði upp í ríkisstjórninni, vegna Magmamálsins.
Á þeim fundi var skýrt frá stofnun nefndar, er skildi fara ofan í Magmasöluferlið og skera úr um lögmæti þess, stjórnvöldum til leiðbeiningar. Skal nefndin skila af sér, eigi síðar en 15. ágúst nk.
Frá 27. júlí til 15 ágúst eru eins og fólk veit flest aðeins 19 dagar, en líklega verður hægt að teygja þetta til 16. ágúst, þar sem að 15. ágúst ber upp á sunnudag.
Í ljósi þess hversu viðamikil sú rannsókn og vinna, varðandi það að nefndin skili af sér "vitrænni" og trúverðugri niðurstöðu, hlýtur það að vera með ólíkindum, að enginn þeirra þriggja daga, fram að þessari helgi, hafi verið notaður í skipun nefndar sem þessarar, með öll þessi fyrirliggjandi verkefni sín. Þessi hægagangur við skipun nefndarinnar, styttir í raun áæatlaðan starfstíma hennar um heila viku, verði nefndin skipuð, ekki seinna en á þriðjudag nk. Tíminn styttist svo eðlilega mun meira, ef slugsið við nefndarskipunina, stendur lengur yfir en fram á þriðjudag.
Sé það virkilega vilji stjórnvalda að rannsaka söluferlið og fá velunna og ábyggilega úttekt á því, þá veit það, hver viti borinn maður, að þeir 12- 13 sem að nefndin mun hafa til umráða, verði enn haldið sig við dagsetninguna 15.-16. ágúst, jafnvel þó aðeins verði skoðaður þáttur stjórnvalda í ferlinu og gjörðir þeirra sveitarfélaga sem í hlut eiga verði látnar liggja milli hluta. Það er því engu líkara að þessi nefnd, sé í rauninni ekkert nema, leikrit, sem að handrit þess hefur nú þegar verið skrifað.
Úr því sem komið, þá er það eingöngu dómstóla að skera úr um ólögmæti Magma-fjárfesingana, svo sá úrskurður yrði bindandi. Ný lögfræðiálít (jafnvel pöntuð) breyta engu þar um.
Það væri þá væntanlega stjórnvalda, að kæra sinn eigin úrskurð um lögmæti Magma-fjárfestingana, hversu asnalega sem að það hljómar nú. Samkvæmt lögum, þá er nefnd um erlenda fjárfestingu, eina stjórnvaldið, eða stjórnvaldshópurinn sem getur úrskurðað um lögmæti , fjárfestingar, líkt og Magma stendur hér í. Eftir að nefndin hefur úrskurðað, hefur Efnahags og viðskiptaráðherra, átta vikur til þess að, annað hvort staðfesta úrskurðinn, eða gera við hann athugasemdir og leita úrskurðar með öðrum leiðum. Nú eru þær átta vikur löngu liðnar án athugasemdar ráðherra og þar með litið svo á, samkvæmt lögum að löglega hafi verið staðið að Magma-fjárfestingunum.
Hins vegar væri þessari rannsóknarnefnd eða einhverjum blaðamanninum, réttast að spyrja þingmenn og ráðherra Vinstri grænna, afhverju í ósköpunum, að vakt þeirra í þessu máli, hafi verið nánast mannlaus og rænulaus, það ár sem að þetta mál hefur verið í ferli?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2010 | 17:57
Magma og aflandskrónurnar.
Eins og fram hefur komið í fréttum, þá er stór hluti kaupa Magma Energy Sweden A.B. (MES), á HS-Orku, fjármagnaður með svokölluðum aflandskrónum. Samkvæmt lögum um gjaldeyrishöft er íslenskum fyrirtækjum bannað að nota aflandskrónur til viðskipta eða fjármögnunar. Reyndar var gerð ein undanþága frá þeim lögum, með setningu sérlaga, fyrir gagnaver þeirra Björgólfs Thors og Vilhjálms Þorsteinssonar, varaþingmanns Samfylkingar, er rísa á í Reykjanesbæ.
Fram hefur komið í fréttum að fulltrúar Magma, hittu í apríl 2009 starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins, til þess að fá "leiðbeiningar" varðandi það, hvernig best væri að snúa sér í fjárfestingum Magma hér á landi. Telja má það nær öruggt að strax þá hafi menn rætt stærð þeirrar fjárfestingar, auk þess sem að starfsmenn ráðuneytisins hafa spurt, fulltrúa Magma um það á hvaða hátt fjárfestingin, verði fjármögnuð. Þá hefur komið fram í máli fulltrúa Magma, að stór hluti þeirra fjármögnunar verði í íslenskum aflandskrónum, sem fyrirtækið hafi í fórum sínum.
Einnig hefur komið fram í fréttum af fundum þeirra Magma-manna í Iðnaðarráðuneytinu, að þeir hjá Magma, hefðu helst viljað stofna íslenskt fyrirtæki um fjárfestinguna í HS-Orku, frekar en að fara í "skúffuæfingarnar" í Svíþjóð. Mun þegar hér var komið sögu, hafi Magmamönnum verið ráðlagt frá stofnun íslensks fyrirtækis um fjárfestinguna og þeim tilkynnt að slík fyrirtækisstofnun væri bönnuð samkvæmt lögum. Nú er svo að hvergi er að finna það í lögum, að bannað sé hér að stofna íslensk fjárfestingarfyrirtæki, þó svo að eigandi þess eða hluthafi þess sé af erlendu bergi brotinn.
Hitt stendur hins vegar skýrum stöfum í lögum um gjaldeyrishöftin, að flutningur íslenskra fyrirtækja á aflandskrónum, hingað til lands sé með öllu bannaður. Þá benda líkur til þess, að Magmamönnum hafi verið bent á, af starfsmönnum Iðnaðarráðuneytisins á "skúffuaðferðina", til þess að komast hjá þessu árans veseni með aflandskrónurnar og Magma Energy Sweden A.B., orðið til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2010 | 13:13
Hvað vita Gylfi og Már, sem Moody´s veit ekki?
Núna hafa bæði Gylfi Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mótmælt nýju mati Moody´s á lánshæfi íslenska ríkisins.
Ekki ætlar síðuritari að fara í einhverjar "kúnstir" með að gera lítið úr, eða upphefja þetta mat Moody´s. Heldur mun síðuritari, hér að neðan, leggja nokkur orð inn í umræðuna.
Sagt er að lækkað lánshæfismat, sé fyrst og fremst vegna dóms Hæstaréttar, vegna gengistryggðu lánana. Þegar sá dómur var kveðinn upp þá var strax dregin upp dökk mynd af áföllum Ríkissjóðs, vegna dómsins. Voru tölur allt að 350 milljarðar nefndar í því efni. Þar af 100 milljarðar vegna Landsbankans.
Nýfallinn dómur Héraðsdóms, þar sem samningsvextir gengistryggðra lána voru, dæmdir ógildir og úrskurðað að vextir Seðlabankans skildu gilda í staðinn. Staðfesti Hæstiréttur þann dóm, mun hins vegar skellurinn lækka niður 100-130 milljarða, samkvæmt mati Fjármálaeftirlitsins. Snúi hins vegar Hæstiréttur, dómi Héraðsdóms mun áðurnefnd upphæð 350 milljarðar falla á ríkissjóð.
Fyrir rúmu ári þegar samningaviðræðum við kröfuhafa föllnu bankana lauk, um færslu lánasafna föllnu bankana yfir í ný einkavædda banka kröfuhafana, þá var glæsileiki þeirrar niðurstöðu, fyrst og fremst vegsamaður með því, að þessi einkavæðing, hefði kostað 250 milljörðum minna, en upphaflega var gert ráð fyrir.
Í ljósi þess að þessi upphæð muni ganga til baka, verði dómi Héraðsdóms um vextina, snúið í Hæstarétti. Bendir til þess að, þrátt fyrir háværar raddir um ólögmæti gengistryggðu lánana, hafi stjórnvöld, látið þær raddir, sem vind um eyru þjóta. Stjórnvöld hafa þá með öðrum orðum, lofað kröfuhöfunum því að, annað hvort myndi íslenska ríkið, bera kostnaðinn af því yrðu gengislánin, dæmd ólögleg, eða þá með nýrri lagasetningu grípa inn í ferlið og draga þannig úr skaðanum sem skapaðist við ólögmæti lánana. Hvaða áhrif sem slík lagasetning, myndi svo hafa á margmisnotað langlundargeð, gagnvart stjórnvöldum.
Er mat Moody´s, því ekki einfaldlega byggt á því að fyrirtækið, veit ekki af B-plani ríkisstjórnarinnar, fari allt hér á versta veg, vegna gengislánana?
Ekki hætta á greiðsluþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2010 | 17:05
MUNIÐ FLOKKSSKÍRTEININ.
Óopinberi rökstuðningurinn fyrir ráðningu Runólfs gæti hljómað eitthvað á þessa leið:
Á þeim tíma sem að Ásta Sigrún Helgadóttir, var að hefja störf sem forstöðumaður Ráðgjafarstofu heimilana, eftir að hafa starfað við fjölskyldu deild Félagsþjónustunnar í Reykjavík ásamt störfum fyrir Félagsmálaráðuneytið, og þar með að sækja sér þá reynslu sem að maður skildi ætla að óskað væri, ásamt viðeigandi menntunar, fyrir Umboðsmann skuldara, var Runólfur Ágústsson rektor Háskólans á Bifröst. Háskólans sem honum tókst næstum því að gera gjaldþrota, er hann hrökklaðist frá embætti rektors, vegna spillingarmála, þar sem fjármunir komu við sögu. Í krafti rektorsembættis síns, gat hann hins vegar, stofnað að því sagt er, "óþarfa" deildarforsetastöðu, til þess að rýma til í þinglið Samfylkingarinnar og hleypa þar með "vonarstjörnu" flokksins inn á Alþingi.
Í undanfara þingkosninga árið 2003, datt Samfylkingunni, það snilldarbragð, að bjóða fram forsætisráðherraefni, til höfðus Davíðs Oddssyni, sem að þá hafði verið forsætisráðherra í 12 ár. Var af því tilefni, náð í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, úr stól Borgarstjóra og hún dubbuð upp í verkefnið. Svo mikil var sigurvissa Samfylkingarinnar, vegna forsætisráðherraefnisins, að því var komið í "baráttusæti" annars framboðslistans í Reykjavík. Kjósendum í Reykjavík, fannst hins vegar, hugmyndin með forsætisráðherraefnið, fráleitt eins og góð og Samfylkingunni fannst. Náði Ingibjörg ekki kjöri, sem þingmaður og endaði sem varaþingmaður.
Voru þá góð ráð dýr í Samfylkingunni. Hvernig í veröldinni gat flokkurinn komið "vonarstjörnu" sinni á þing? Ætla má að ný tilkomin deildarforsetastaða í skóla Runólfs, hafi komið sem himnasending til Samfylkingarinnar, því að þangað var þá hægt að koma, Bryndísi Hlöðversdóttur sem hlotið hafði kosningu til Alþingis og leyst þannig, vandann með "vonarstjörnuna"
Runólfur hafði einnig getið sér góðs orðs hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, með setu á lista Þjóðvaka Jóhönnu, er hún stofnaði fyrir þingkosningar 1995, í fýlukasti eftir ósigur í uppgjöri innan Alþýðuflokksins, við Jón Baldvin. Auk starfa sinna fyrir Keili skólasamfélagið á Keflavíkurflugvelli, hafði Runólfur svo afrekað það að selja á "réttum" tíma fyrir hrun eignarhaldsfélag sitt, sem á hvíldi 500 milljóna kúlulánaskuld, við Sparisjóð Keflavíkur.
Af þessari upptalningu má sjá, að hæfni fólks og bakgrunnur til starfa er ráðherrar Samfylkingarinnar, hefur ekkert að segja, sé fólk ekki með "rétta" flokksskírteinið í vasanum. ( Ekki það að það sé einhver breyting, frá því sem áður var. En þetta er ekki í anda þess nýja Íslands, sem Samfylkingin boðaði í undanfara kosninga 2009.)
Tilmæli síðuritara, til þeirra sem hyggjast sækja um störf hjá hinni "óspilltu" Norrænu velferðarstjórn, er einföld: "Munið flokksskírteinin."
Ætlar að krefjast rökstuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.8.2010 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, tók fulltrúi Íslands hjá S.Þ. þá ákvörðun að sitja hjá við afgeiðslu tillögu allsherjarþings S.Þ., þess efnis að, aðgangur á hreinu vatni, teljist til mannréttinda.
Tillagan var ekki bindandi, heldur meira til leiðbeiningar og hafði því engar skuldbindingar í för með sér. Tillagan er því öllu fremur yfirlýsing þess efnis, að aðgangur að hreinu drykkjarvatni, séu sjálfsögð mannréttindi, eins og að hafa einhvern mat að borða og sem skaðlausast andrúmsloft til að anda að sér. Ákvörðun um hjásetu, má því alveg túlka á þann hátt, að íslenskum stjórnvöldum, sé slétt sama, hvort að fólk hafi eðlilegan aðgang að drykkjarhæfu vatni. Eins tjáir hjásetan heimsbyggðinni það, að íslenskum stjórnvöldum, er slétt sama um það að 1,5 milljón barna deyji árlega, sökum skorts á drykkjarvatni og vatni til hreinlætis.
Ætlar síðuritari að leyfa sér að halda því fram, að þessi ákvörðun íslenskra stjórnvalda var ekki í boði íslensku þjóðarinnar.
Síðuritari hefur rekið augun í það hér í "bloggheimum" að yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, bendi á að svokallaðar "vinaþjóðir okkar eins og Danir og Svíar, hafi einnig setið hjá. Eigi slík rök að standast og að réttlæta afstöðu stjórnvalda, er veriið að gefa í skyn, eða hreinlega lýsa því yfir að hjáseta, íslenskra stjórnvalda, sé hluti af einhvers konar "plotti" um önnur mál.
Það er skoðun síðuritara og vonandi þjóðarinnar allrar, að afstaða eða öllu heldur afstöðuleysi, til mannréttindamála, má aldrei og á aldrei að vera, notað sem "skiptimynt" til kaupa á hagfeldri afstöðu í öðrum málum.
Virðingu íslensku þjóðarinnar, gagnvart mannréttindum, er þarna gersamlega misboðið, í boði íslenskra stjórnvalda, sem að með hjásetu sinni, láta sér léttu rúmi liggja, skort á mannréttindum 884 milljóna manna.
Ísland sat hjá á þingi SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.7.2010 | 18:26
Magmamálið og "andi lagana".
Í fljótu bragði virðist stofnun "skúffufyrirtækisins" Magma Energy Sweden A.B. (MES) vegna kaupa á HS-Orku, standist lög. Fyrirtækið, þó að í "skúffu" sé, virðist uppfylla allar þær skyldur sem settar eru á það, samkvæmt lögum.
Síðan hafa sprottið upp deilur, þar sem efast er um lögmæti þessa "skúffugjörnings". Efasemdir þær, byggjast að mestu leyti, eða gerðu það alla vega, til að byrja með, á því að "gjörningurinn, þótti ekki vera í "anda lagana".
Að mati síðuritara, þá er "andi lagana", þessara sem og annarra laga, ekki endilega byggður á lögfræðilegum rökum, heldur pólitískum. Með öðrum orðum, þá eru lögin túlkuð, eftir þeirri pólitík sem er í gangi hverju sinni. Nefnd Efnahags og viðskiptaráðherra um erlenda fjárfestingu, hefur í þrígang, úrskurðað "skúffugjörninginn" löglegan.
Sá úrskurður, þarf ekki endilega að vera "löglegur", en hann er í sæmræmi, við pólitík þeirra flokka, sem standa að meirihlutanum. Semsagt pólitísk stefna Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Með öðrum orðum pólitísk stefna þessara þriggja flokka, túlkar "anda lagana" á þann hátt, að sænska "skúffan" rúmist innan hans.
Gylfi Magnússon, það sem kallað er "fagráðherra" og ber ekki pólitíska ábyrgð á því sem hann segir og gerir. Sú ábyrgð hvílir hins vegar á forsætisráðherra Samfylkingarinnar. Það segir okkur það að það sem gerist í Efnahags og viðskiptaráðuneytinu, er í raun bara "birtingarmynd", þeirrar pólitíkur, er Samfylkingin, rekur hverju sinni, á meðan ríkisstjórn landsins, er samsett eins og hún er núna.
Í þau þrjú skipti sem nefnd um erlenda fjárfestingu úrskurðaði um lögmæti "skúffugjörningsins", var sá úrskurður unninn, samkvæmt áliti þeirra lögfræðinga, sem Efnahags og viðskiptaráðuneyti, undir pólitískri ábyrgð Samfylkingar, "skaffaði" nefndinni.
Það má því "nánast" ganga út frá því sem vísu, að þeir lögfræðingar, sem ráðuneytið "skaffaði", hafi haft þá pólitísku skoðun, sem tryggði "réttan" anda lagana.
Þau rök sem ég set fram því til stuðnings, að ´pólitíska sýn Samfylkingarinnar, hafi kallað fram þann "anda lagana" sem "gúdderar", sæansku "skúffuna", eru meðal annars þau að, Samfylkingin var á móti því síðast liðið haust, að farið væri í þá lagasetningu, sem yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, kvað á um gær.
Hafa ber í huga, að yrfirlýsing ríkisstjórnarinnar, frá því í gær, er svar hennar við þrýstingi, sem upptök sín á hjá öðrum stjórnarflokknum, Vinstri grænum. Vinstri grænir, eða í það minnsta "grasrót" þess flokks rekur, allt aðra pólitík, heldur en Samfylkingin. Samkvæmt pólitík Vinstri grænna, blæs "andi lagana" á þann hátt, að "skúffugjörninginn", beri að túlka sem ólögmætan. Andstætt þeim "anda" er pólitík Samfylkingar býður upp á.
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, frá því í gær, sem runnin er undan "rifjum" þess þrýstings, sem þeir þingmenn Vinstri grænna, sem heyra í grasrót flokksins,kveður á um að "fengið" skuli fram lögfræðiálit, sem kveðið gæti upp þann úrskurð, að "skúffugjörningurinn, standist ekki lög. Í framhaldi af því á svo að setja í gang vinnu við þær lagabreytingar, sem Samfylkingin neitaði Vinstri grænum um, síðastliðið haust. Lagabreytingu, sem hefði nær örugglega, komið í veg fyrir þann hnút, sem málið er í dag. Lagabreytingu, sem að fyrir ári, hentaði EKKI, þeirri pólitík sem Samfylkingin rekur. Í dag "hentar" lagabreytingin, eða öllu heldur loforð um að ráðast í hana, þeirri pólitík, er Samfylkingin rekur. Því án þeirrar "lausnar sem boðuð var í gær, hverjar sem lyktir málsins síðan verða, hefði ríkisstjórnarsamstarfið nær örugglega sprungið.
Hins vegar má leiða að því líkum, að breytingar á lögum, sem beintengd, eru EES-samningnum, henti ekki ESB-vegferð Samfylkingarinnar og setji því umsóknarferlið að ESB í uppnám. Þær lagabreytingar, sem um er rætt, kalla nefnilega á undanþágur frá EES-samningnum. Telja má það því alveg víst umsóknir um undanþágur frá EES-samningnum, henta ekki umsókn Samfylkingar um undanþágulausa aðild að ESB.
Yfirlýsingar og boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, frá því í gær, eru því nær því að sprengja stjórnarsamstarfið, frekar en að vera upphafið af endaferli Magma-málsins. Enda atburðir gærdagsins ekki lausn, heldur biðleikur og frestun á því óumflyjanlega.
SA - kaupin á HS orku lögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi tilraun Elíasar Jóns, aðstoðarmanns menntamálaráðherra, til þess að setja umræðuna í þann farveg sem ríkisstjórninni, er "þóknanleg", flokkast, óæskileg vinnubrögð í þeim tilgangi einum að slá ryki í augu fólks.
Það má vera lýðnum ljóst, að Elías, tók ekki upp á þessu hjá sjálfum sér og þetta er varla eina tilvikið, sem að slíkt hefur verið reynt áður. Elías, sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra, gerir svona hluti, eingöngu með samþykki og vilja menntamálaráðherra, nema þá að fyrrum húsbóndi hans, Steingrímur J., fjármálaráðherra, hafi sett honum fyrir verkefnið.
Hver sem ástæðan er þá starfar Elías á ábyrgð menntamálaráðherra og öll hans orð í umræðu um opinber mál, við blaðamenn, hvort sem þau eru "on eða off the record", nánast hægt að túlka sem ráðherrans sjálfs.
Á þessu ári eru tvö atvik opinber, um meint "solo" aðstoðarmanna ráðherra, bæði vegna Icesavemálsins. Hið fyrra var, er aðstoðarmaður utanríkisráðherra, fór við annan mann í Bandaríska Sendiráðið, skömmu eftir að forsetinn hafði synjað Icesavelögunum staðfestingar. Sú heimsókn átti að fara leynt, enda var erindið vægast sagt vafasamt, samkvæmt þeim skýslum úr Bandarísku stjórnsýlunni, sem láku út og komu þar upp um heimsóknina.
Hitt tilfellið var, þegar aðstoðarmaður forsætisráðherra, "hraunaði" yfir Evu Jolie í blaðagrein. Eva hafði þá að mati aðstoðarmannsins og þá forsætisráðherra líka, unnið sér það eitt til sakar að skrifa greinar sem birtust í erlendum blöðum og studdu málstað íslensku þjóðarinnar í Icesavedeilunni. Málstaður sá er allt annar en íslensk stjórnvöld halda á lofti og því þurfti aðstoðarmaðurinn að "fórna" sér í drullugallann fyrir forsætisráðherra.
Ekki veit ég hver örlög Elíasar, verða í starfi aðstoðarmanns menntamálaráðherra, enda hans "bommerta" það nýskeð. Hitt veit ég, að ef að hin atvikin tvö, hefðu ekki verið með vitund og vilja og jafnvel að áeggjan hinna ráðherrana, þá hefðu þeim aðstoðarmönnum, tafarlaust verið vikið frá störfum með skömm.
Ekkert óeðlilegt við tölvupóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2010 | 17:32
Verður þá undið ofan af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sl. haust?
Þetta nýjasta "move" ríkisstjórnarinnar, væri góðra gjalda vert, hefði það bara komið fyrir ca. ári. Hefði það bara komið í kjölfar sölu OR á þriðjungshlut sínum HS-Orku, til Magma, en ekki þegar Magma hefur eignast HS-Orku alla.
Hvað mun rannsóknin svo leiða í ljós? Rannsóknin mun eflaust leiða það í ljós, að fulltrúar Magma, fóru vorið 2009, á fund Iðnaðarráðherra, sem þá var Össur Skarphéðinsson. Á þeim fundi hafa fulltrúar Magma líklega lýst þeim áformum sínum að kaupa þriðjungshlut OR í HS-Orku. Samkvæmt sem síðuritara skilst, þá er stjórnvöldum samkvæmt lögum, skylt að skýra fyrir þeim, sem til þeirra leita, hvaða lög eru í gildi, er snúa að því efni sem leitað er með til stjórnvaldahverju sinni.
Gott og vel. Þá kemur fyrsta spurningin. Var Utanríkisráðuneytið rétt "stjórnvald"? Svarið við því, hlýtur að vera "nei", því að málaflokkurinn heyrir undir Efnahags og viðskiptaráðuneytið og hefðu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins átt að vísa fulltrúm Magma þangað. Hins vegar hefur það sýnt sig að ráðherrar Samfylkingar, eru vanir því að halda efnahags og viðskiptaráðherra, fyrir utan sinn málaflokk. Um slíkt má alla vega lesa í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.
Hvað sem gerst hefði, ef Magma hefði verið vísað í Efnahags og viðskiptaráðuneytið, er ekki gott að segja. Það hefði hins vegar borið vott um vandaða stjórnsýsluhætti, að vísa erindum manna til þess ráðuneytis, er málið varðar.
Rannsóknin, mun svo síðar leiða í ljós (verði öllum steinum velt), að haldinn var neyðarfundur í þingfundi Vinstri grænna, þar sem fundarefnið var það, að stöðvuð væri með öllum tiltækum ráðum, áform Magma um að eignast HS-Orku alla. Fram hefur komið að Ríkissjóður hefur ekki og hafði ekki þá bolmagn til þess að kaupa upp samninga Magma hér á landi. Þá kom það eitt til greina, að lögum um erlenda fjárfestingu yrði breytt. Slíkum lagabreytingum eða lagasetningum var hins vegar hafnað af ráðherrum Samfylkingar. Rannsóknarnefndin mun þá væntanlega þurfa að spyrja ráðherra Samfylkingarinnar, afhverju þeir voru andvígir lagasetningum? Eins þarf þá nefndin að spyrja ráðherra Vinstri grænna, afhverju þeir tóku þessa ákvörðun Samfylkingar góða og gilda? Að öðrum kosti mun þessi rannsóknarnefnd stjórnvalda, ekki sinna skyldum sínum af einurð og heiðarleika í þágu þjóðarinnar.
Eins ætlar ríkisstjórnin að láta gera lögfræðilega úttekt á svokölluðum "skúffufyrirtækisgjörningi" Magma, aftur. Nefnd Efnahags og viðskiptaráðherra, lét gera lögfræðilegt álit á þeim gjörningi og því stjórnvöld búin að verða sér út um slíkt álit. Annað álit er jú alveg hægt að verða sér útum og þá með öðrum lögfræðingum, er unnu fyrir nefndina. Slíkt álit, mun samt ekki fela í sér lokaúrskurð um lögmæti gjörningsins. Verði "nýja" lögfræðiálitið gegn "skúffufyrirtækisgjörningnum", þá gæti Magma hnekkt þeim úrskurði með dómi. Líklegt væri að Magma færi þessa leið og ynni Magma málið, þá myndi samningurinn ekki bara standa, heldur er allt eins líklegt að Magma gæti sótt sér bætur til Ríkissjóðs, vegna afskipta stjórnvalda, af "löglegum" samningi.
Að þessu ofansögðu, mun það því verða niðurstaða rannsóknarnefndarinnar, eða þá dómstóla í framhaldinu, að lagaramminn um viðskipti líkt og viðskipti þau er Magma stendur í hér, er ekki nógu sterkur. Þá verður ekki í boði fyrir stjórnvöld, að benda á aðrar ríkisstjórnir sem farnar eru frá völdum og þau lög er þær settu. Þá mun það eina vera í boði að skýra það út fyrir þjóðinni, afhverju ríkisstjórnin lyfti ekki litlafingri í þeirri viðleitni að breyta lögum á þann hátt, að Magma yrði ekki kleift að eignast HS-Orku alla.
Vill vinda ofan af Magma máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2010 | 15:21
Engar undanþágur = auðlindaafsal.
Stefan Füle, stækkunarstjórni ESB, staðfestir með þessari yfirlýsingu sinni, það sem andstæðingar aðildar, hafa löngum haldið fram. Að engar varanlegar undanþágur, frá þessum svokallaða "ESB-pakka", sem Samfylkingunni og örfáum flokksmönnum annarra flokka, fýsir svo að skoða.
Þá verða einu undanþágurnar, sem í boði verða, til fárra ára og verða kallaðar til "aðlöðunnar"
Til aðlöðunar á hverju? Auðlindaafsali? Hvernig aðlaðast íslenska þjóðin "auðlindaafsali"? Með lögum, sem banna slíkt? Nei, það verður ekki í boði, því ef að lög ESB, ganga gegn þeim íslensku lögum sem í gildi verða, þá eru ESB-lögin, rétthærri.
Væri t.d. Ísland í ESB núna, þá hefði Magma-málið, ekki farið í gegnum, þessa nefnd um erlenda fjárfestingu, sem úrskurðaði Magma-viðskiptin lögleg. Sá úrskurður hefði komið frá Brussel og stjórnvöld aldrei í ferlinu, getað stöðvað það.
Eins mun ESB-aðild þýða það, að mál, lík Magma-málinu, munu koma upp í sjávarútvegi, auk þess, sem að þær orkuauðlindir sem eftir verða, gætu einnig orðið undir.
Vel má vera, að evrópskar útgerðir fái ekki "beinar" veiðiheimildir í íslenskri lögsögu, en það breytir því ekki að þeim mun verða kleift að veiða hér, með því að kaupa sér íslensk útgerðarfyrirtæki og þar með aðgang að veiðiheimildum. Sú undanþága, sem er í EES-samningnum, varðandi það að útlendingar, megi ekki eiga meira en 49% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, með óbeinum hætti, yrði felld út, við aðild að ESB og evrópsk sjávarútvegsfyrirtæki, gætu þess vegna keypt upp megnið af þeim íslensku. Þá færi úr landi sú vinna sem unnin er í fiskvinnslufyrirtækjum víðsvegar um landið, auk þess sem að íslenskir sjómenn, myndu ekki veiða fiskinn, heldur sjómenn evrópsku útgerðana, sem að veiða myndu fiskinn hér, en landa honum á heimamarkaði. Við þetta hyrfu úr Ríkissjóði tugir ef ekki hundruðir skatttekna, sem ríkissjóður fær núna af þessari atvinnugrein, auk þess sem að það fólk missir vinnuna við þetta, mun væntanlega enda á atvinnuleysisskrá.
Aðildarumsóknin er því einhver grófasta tímaskekkja, sem sést hefur í íslenskri stjórnmálasögu og eru þær "tímaskekkjur", eflaust margar ef vel er að gáð. Nær væri stjórnvöldum að draga umsóknina til baka og annað hvort nota, þá upphæð sem ætluð var í viðræðurnar, til þess að efla utanríkisviðskipti þjóðarinnar á annan hátt en í gegnum ESB, eða hreinlega draga verulega saman seglin í fjáraustri til Utanríksráðuneytisins.
Sé þetta virkilega framtíðarsýn Samfylkingarinar, sem ein flokka hefur sagst hlynnt aðild, þá á Samfylkingin ekkert erindi í landsstjórnina, á meðan flokkurinn vinnur að því leynt og ljóst að koma fjöreggjum þjóðarinnar í erlenda eigu. Á grundvelli þess verða þá einnig Vinstri grænir að líta alvarlega í eigin barm og hugleiða, hvort flokkurinn vilji vera "hækjan" sem studdi auðlindaafsalið.
Engar varanlegar undanþágur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2010 | 12:33
Fjölmiðlar, þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna og Magma-málið.
Í maí síðastliðnn var undirritaður sá samningur milli Geysir Green Energy ( hér eftir GGE) og Magma Energy Sweden (hér eftir MAS). Þá tóku þingmenn Vinstri grænna, smásnúning á málinu, Lilja Mósesdóttir á Facebooksíðu sinni og svo Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna í viðtali við fréttamann RÚV, þar sem hann svarar ásökunum þeim, sem Lilja setur fram á Facebooksíðu sinni.
Hér að neðan birtist fyrst "innleggið" af Facebooksíðu, Lilju og síðan orð Árna í viðtalinu, við fréttamann RÚV:
"Ármann Jakobsson réttlætir Magma-klúðrið með því að Icesave-skrípaleikurinn hafi tafið góð mál. Ég kannast ekki við þá töf. Þingflokkurinn ræddi málefni Magma við ráðherra sína á fundum í sumar og haust. Þingflokkurinn samþykkti að fela fjármálaráðherra að finna leið til að tryggja að hlutur Geysis Green í HS orku færi í almannaeigu. Þingflokkurinn vissi ekki betur en að sú vinna væri í gangi."
Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir að Samfylkingin hafi síðastliðið haust stoppað bráðabirgðalög um söluna á HS Orku. Segir Árni að það sé lítilmótlegt af flokkssystur sinni að ráðast að formanni flokksins vegna þess að kanadíska fyrirtækið Magma Energy hafi eignast HS orku. Ráðherrar VG hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja innlend yfirráð yfir orkufyrirtækinu.
Þarna kemur skýrt fram hjá tveimur þingmönnum Vg að málið var tekið upp á þingflokksfundi Vinstri grænna, um það leiti sem að, nefnd erlenda fjárfestingu, komst að því í fyrra skiptið, að MAS uppfyllti öll skilyrði um að vera fyrirtæki á evrópska efnahagssvæðinu, þegar MAS hafði keypt þriðjungshlut OR í HS-Orku.
Verður að telja það nær 100% öruggt að málið hafi því þá verið tekið upp í ríkisstjórn og rætt, á einhvern hátt. Líklegast hefði minnsta fyrirhöfnin verið fyrir ríkið að kaupa sig inn í samning OR og MAS og síðan samning GGE og MAS. Fjármunir til slíks lágu hins vegar ekki á lausu, enda Ríkissjóður tómur og því þá, í rauninni, lagasetningin ein eftir. Lagasetning hefði þá líklega verið í formi "bráðabrigðalaga" sem stöðvað hefði frekari viðskipti MAS, hér á landi, á meðan lögum um erlenda eignaraðild í orkufyrirtækjum yrði breytt, t.d. þannig að erlendur aðili, gæti ekki átt meira en 49% í íslensku orkufyrirtæki, svipað og er með sjávarútvegsfyrirtækin og Íslendingar fengu "undanþágu" fyrir er EES-samningurinn var gerður á sínum tíma. Reyndar hefði slík lagabreyting kallað á undanþágu, frá EES-samningnum, sem að varla hefði þótt í takt við ESB-umsóknina og eflaust sett umsóknina í uppnám og líklegast slegið hana út af borðum í Brussel. Það kann að skýra andstöðu Samfylkingarinnar fyrir þessum lagabreytingum sem þurft hefði að gera.
Það er samt ekki að sjá, að sé ESBumsókninni haldið fyrir utan þetta, að undanþágan hefði verið auðfengin, enda er Noregur með lög um að erlendir aðilar, hvort sem þeir komi af EES-svæðinu eða annars staðar frá, megi aðeins eiga 30% í norskum orkufyrirtækjum. Það er því til fordæmi á EES-svæðinu fyrir slíkum lögum og því hefði vel verið hægt að sækja slíka undanþágu, ef að vilji hefði verið fyrir hendi.
Þá komum við að þætti þeirra Vg-liða sem hafa haft hvað hæst í þessu máli. Bæði Ögmundur og Svandís, sátu í ríkisstjórn, er þessi mál voru rædd, síðasta haust. Ögmundur hætt ekki í ríkisstjórn, fyrr en rúmum mánuði, eftir að þetta mál kom upp síðsumars í fyrra. En Svandís hefur setið í ríkisstjórninni, frá stofnun hennar, 10. maí til dagsins í dag. Svo eru það þær Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir, ásamt Atla Gíslasyni, sem eru í þingflokki Vinstri grænna. Þó svo að síðuritari, sitji ekki þingflokksfundi Vinstri grænna og mun væntanlega aldrei gera, þá ályktar síðuritari svo að á þingflokksfundunum, seú rædd þau mál, sem ríkisstjórnin hyggst setja á "oddinn", þau nýju lög sem hún hyggst setja og breytingar á þeim lögum, sem þegar eru í gildi, en þurfa í ljósi breyttra aðstæðna, breytinga við. Ofangreindum þingmönnum Vg, hlýtur því, ef að hugur hefði fylgt máli, verið farið að lengja eftir lögum, eða lagabreytingum, vegna viðskipta MAS. Þögn þessara þingmanna fram í maí á þessu ári, þegar samningsgerð vegna viðskipta MAS og GGE lauk, er því með öllu óskiljanleg.
Það verður líka að segja að hlutur fjölmiðla í þeirri viðleitni sinni að fjalla um málið allt, frá öllum hliðum, er vægast sagt rýr og margar spurningar, látnar liggja milli hluta.
Spurningar til Ögmunds og Svandísar: Hver voru ykkar viðbrögð við ríkisstjórnarborðið er Samfylkingin hafnaði lagasetningu, vegna málsins? Afhverju þögðuð þið yfir þeirri staðreynd að Samfylkingin hafnaði lagasetningu?
Þingmennina sem utan ríkisstjórnar hafa verið allan tímann, mætti spyrja: Fannst ykkur það líklegt, eftir að hafa ekkert heyrt af málinu í ríkisstjórn, mánuðum saman, að ríkisstjórnin, væri að gera eitthvað "raunhæft" í málinu? Afhverju fylgduð þið "málinu" ekki fastar eftir, á meðan hægt var að koma fyrir, viðskipti GGE og MAS, með lagasetningu og/eða lagabreytingu?
Á meðan þessar spurningar liggja óspurðar og þar með svörin fyrir þeim ekki ljós, þá eru það ekki bara þingflokkur Vinstri grænna og ráðherrar flokksins, sem að uppskera falleinkunn, fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar, heldur eru fjölmiðlarnir allir sem einn einng handhafar þessarar falleinkunnar, fyrir það að upplýsa ekki þjóðina, um málið frá öllum hliðum.
Telur söluna á HS Orku ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar