Leita í fréttum mbl.is

Magmamálið og "andi lagana".

Í fljótu bragði virðist stofnun "skúffufyrirtækisins" Magma Energy Sweden A.B. (MES) vegna kaupa á HS-Orku, standist lög.  Fyrirtækið, þó að í "skúffu" sé, virðist uppfylla allar þær skyldur sem settar eru á það, samkvæmt lögum.

 Síðan hafa sprottið upp deilur, þar sem efast er um lögmæti þessa "skúffugjörnings".  Efasemdir þær, byggjast að mestu leyti, eða gerðu það alla vega, til að byrja með, á því að "gjörningurinn, þótti ekki vera í "anda lagana".

Að mati síðuritara, þá er "andi lagana", þessara sem og annarra laga, ekki endilega byggður á lögfræðilegum rökum, heldur pólitískum. Með öðrum orðum, þá eru lögin túlkuð, eftir þeirri pólitík sem er í gangi hverju sinni.  Nefnd Efnahags og viðskiptaráðherra um erlenda fjárfestingu, hefur í þrígang, úrskurðað "skúffugjörninginn" löglegan.

Sá úrskurður, þarf ekki endilega að vera "löglegur", en hann er í sæmræmi, við pólitík þeirra flokka, sem standa að meirihlutanum.  Semsagt pólitísk stefna Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Með öðrum orðum pólitísk stefna þessara þriggja flokka, túlkar "anda lagana" á þann hátt, að sænska "skúffan" rúmist innan hans.

Gylfi Magnússon,  það sem kallað er "fagráðherra" og  ber ekki pólitíska ábyrgð á því sem hann segir og gerir.  Sú ábyrgð hvílir hins vegar á forsætisráðherra Samfylkingarinnar. Það segir okkur það að það sem gerist í Efnahags og viðskiptaráðuneytinu, er í raun bara "birtingarmynd", þeirrar pólitíkur, er Samfylkingin, rekur hverju sinni, á meðan ríkisstjórn landsins, er samsett eins og hún er núna.

 Í þau þrjú skipti sem nefnd um erlenda fjárfestingu úrskurðaði um lögmæti "skúffugjörningsins", var sá úrskurður unninn, samkvæmt áliti þeirra lögfræðinga, sem Efnahags og viðskiptaráðuneyti, undir pólitískri ábyrgð Samfylkingar, "skaffaði" nefndinni.

 Það má því "nánast" ganga út frá því sem vísu, að þeir lögfræðingar, sem ráðuneytið "skaffaði", hafi haft þá pólitísku skoðun, sem tryggði "réttan" anda lagana.

 Þau rök sem ég set fram því til stuðnings, að ´pólitíska sýn Samfylkingarinnar, hafi kallað fram þann "anda lagana" sem "gúdderar", sæansku "skúffuna", eru meðal annars þau að, Samfylkingin var á móti því síðast liðið haust, að farið væri í þá lagasetningu, sem yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, kvað á um gær.  

 Hafa ber í huga, að yrfirlýsing ríkisstjórnarinnar, frá því í gær, er svar hennar við þrýstingi, sem upptök sín á hjá öðrum stjórnarflokknum, Vinstri grænum.  Vinstri grænir, eða í það minnsta "grasrót" þess flokks rekur, allt aðra pólitík, heldur en Samfylkingin. Samkvæmt pólitík Vinstri grænna, blæs "andi lagana" á þann hátt, að "skúffugjörninginn", beri að túlka sem ólögmætan. Andstætt þeim "anda" er pólitík Samfylkingar býður upp á.

 Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, frá því í gær, sem runnin er undan "rifjum" þess þrýstings, sem þeir þingmenn Vinstri grænna, sem heyra í grasrót flokksins,kveður á um að "fengið" skuli fram lögfræðiálit, sem kveðið gæti upp þann úrskurð, að "skúffugjörningurinn, standist ekki lög.  Í framhaldi af því á svo að setja í gang vinnu við þær lagabreytingar, sem Samfylkingin neitaði Vinstri grænum um, síðastliðið haust.  Lagabreytingu, sem hefði nær örugglega, komið í veg fyrir þann hnút, sem málið er í dag. Lagabreytingu, sem að fyrir ári, hentaði EKKI, þeirri pólitík sem Samfylkingin rekur. Í dag "hentar" lagabreytingin, eða öllu heldur loforð um að ráðast í hana, þeirri pólitík, er Samfylkingin rekur. Því án þeirrar "lausnar sem boðuð var í gær, hverjar sem lyktir málsins síðan verða, hefði ríkisstjórnarsamstarfið nær örugglega sprungið. 

Hins vegar má leiða að því líkum, að breytingar á lögum, sem beintengd, eru EES-samningnum, henti ekki ESB-vegferð Samfylkingarinnar og setji því umsóknarferlið að ESB í uppnám.  Þær lagabreytingar, sem um er rætt, kalla nefnilega á undanþágur frá EES-samningnum. Telja má það því alveg víst umsóknir um  undanþágur frá EES-samningnum, henta ekki umsókn Samfylkingar um undanþágulausa aðild að ESB.

 Yfirlýsingar og boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, frá því í gær, eru því nær því að sprengja stjórnarsamstarfið, frekar en að vera upphafið af endaferli Magma-málsins.   Enda atburðir gærdagsins ekki lausn, heldur biðleikur og frestun á því óumflyjanlega.


mbl.is SA - kaupin á HS orku lögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband