Leita í fréttum mbl.is

Hvað dvelur skipun í Magmanefnd ríkisstjórnarinnar?

Þriðjudaginn þann 27. júlí síðastliðinn, var haldinn í Stjórnarráðinu, blaðamannafundur vegna þeirrar krísu, sem komið hafði upp í ríkisstjórninni, vegna Magmamálsins.

 Á þeim fundi var skýrt frá stofnun nefndar, er skildi fara ofan í Magmasöluferlið og skera úr um lögmæti þess, stjórnvöldum til leiðbeiningar.  Skal nefndin skila af  sér, eigi síðar en 15. ágúst nk.

Frá 27. júlí til 15 ágúst eru eins og fólk veit flest aðeins 19 dagar, en líklega verður hægt að teygja þetta til 16. ágúst, þar sem að 15. ágúst ber upp á sunnudag.

 Í ljósi þess hversu viðamikil sú rannsókn og vinna, varðandi það að nefndin skili af sér "vitrænni" og trúverðugri niðurstöðu, hlýtur það að vera með ólíkindum, að enginn þeirra þriggja daga, fram að þessari helgi, hafi verið notaður í skipun nefndar sem þessarar, með öll þessi fyrirliggjandi verkefni sín. Þessi hægagangur við skipun nefndarinnar, styttir í raun áæatlaðan starfstíma hennar um heila viku, verði nefndin skipuð, ekki seinna en á þriðjudag nk.  Tíminn styttist svo  eðlilega mun meira, ef slugsið við nefndarskipunina, stendur lengur yfir en fram á þriðjudag.

Sé það virkilega vilji stjórnvalda að rannsaka söluferlið og fá velunna og ábyggilega úttekt á því, þá veit það, hver viti borinn maður, að þeir 12- 13 sem að nefndin mun hafa til umráða, verði enn haldið sig við dagsetninguna 15.-16. ágúst, jafnvel þó aðeins verði skoðaður þáttur stjórnvalda í ferlinu og gjörðir þeirra sveitarfélaga sem í hlut eiga verði látnar liggja milli hluta.   Það er því engu líkara að þessi nefnd, sé í rauninni ekkert nema, leikrit, sem að handrit þess hefur nú þegar verið skrifað.

 Úr því sem komið, þá er það eingöngu dómstóla að skera úr um ólögmæti Magma-fjárfesingana, svo sá úrskurður yrði bindandi.  Ný lögfræðiálít (jafnvel pöntuð) breyta engu þar um. 

 Það væri þá væntanlega stjórnvalda, að kæra sinn eigin úrskurð um lögmæti Magma-fjárfestingana, hversu asnalega sem að það hljómar nú.   Samkvæmt lögum, þá er nefnd um erlenda fjárfestingu, eina stjórnvaldið, eða stjórnvaldshópurinn sem getur úrskurðað um lögmæti , fjárfestingar, líkt og Magma stendur hér í.  Eftir að nefndin hefur úrskurðað, hefur Efnahags og viðskiptaráðherra, átta vikur til þess að, annað hvort staðfesta úrskurðinn, eða gera við hann athugasemdir og leita úrskurðar með öðrum leiðum.  Nú eru þær átta vikur löngu liðnar án athugasemdar ráðherra og þar með litið svo á, samkvæmt lögum að löglega hafi verið staðið að Magma-fjárfestingunum.

 Hins vegar væri þessari rannsóknarnefnd eða einhverjum blaðamanninum, réttast að spyrja þingmenn og ráðherra Vinstri grænna, afhverju í ósköpunum, að vakt þeirra í þessu máli, hafi verið nánast mannlaus og rænulaus, það ár sem að þetta mál hefur verið í ferli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband