Leita í fréttum mbl.is

Endalaus þráhyggja forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, hefur ekkert með það að gera að setja nefnd Atla Gíslasonar fyrir.  Nefndin er skipuð af löggjafarvaldinu, en ekki framkvæmdavaldinu.  Nefnd Atla Gíslasonar, er ætlað samkvæmt skipunnarbréfi að rannsaka, hugsanlega vanrækslu ráðherra, sem gæti varðað við lög um ráðherraábyrgð og er innan fyrningarfrests, þess háttar mála, ásamt því að meta hvort að ástæða sé að senda til rannsóknar embættisfærslur, embættismanna þar sem hugsanlega, gætu hafa átt sér stað vanrækslubrot í starfi.

 Væri þá ekki rétt, fyrst að einkavæðing rikisbankanna "hin fyrri" er svona mikið hjartans mál forsætisráðherra, að hefja rannsóknarferlið í lok 9. áratugarins, þegar nokkrum illa stöddum einkabönkum var afhentur Útvegsbanki Íslands með 800 milljóna "heimamundi" frá ríkistjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar? Það hlýtur að vera nauðsynlegt, sé forsætisráðherra alvara með því að rannsaka einkavæðingu, fyrri ára á ríkisbönkum.

 Þess má einnig geta að Rikisendurskoðun, gaf söluferlinu "heilbrigðisvottorð".  Efist fólk eitthvað um álit þeirrar stofnunnar, þá er sjálfsagt að starfsemi hennar sé rannsökuð, áratug aftur í tímann, enda þá varla bara þetta eina mál, sem orkar tvímælis í vinnu hennar.

 Þessar ásakanir um sölu á "undirverði" risu hvað hæst, þegar bankarnir birtu "uppblásnar" afkomutölur sínar, sem að í skýrslu Rannsóknarnefndar, er sagt að hafi verið byggðar á fölskum forsendum.

 Rætt var í upphafi um að sænskur banki eignaðist ráðandi hlut í Landsbankanum, en það máttu þáverandi stjórnarandstöðuflokkar (núverandi stjórnarflokkar) ekki heyra á minnst, að ríkisbankinn yrði seldur einhverjum útlendingum.  Einnig var rætt um dreifða eignaraðild, án kjölfestufjárfestis, en sú leið var viðhöfð, er Íslandsbanki varð til, við sameiningu Útvegsbankans, Verslunnarbankans, Iðnaðarbakans og Alþýðubankans árið 1990  og þótti mistakast og voru jafnvel efasemdarraddir innan Samfylkingar að lögleiðing á dreifðri eignaraðild stæðist lög EES.

 Það hefur margoft komið fram, hvernig þetta einkavæðingarferli var allt og allir mögulegir og ómögulegir aðilar rannsakað það. Það er einna helst að Spænski Rannsóknarrétturinn eða Vatíkanið, hefur ekki fengið málið til rannsóknar.  Það er meira vitað um þetta áratugsgamla einkavæðingarferli, heldur en margt sem gerist í nútímanum hjá núverandi stjórnvöldum og nægir þar að nefna, nýjustu einkavæðingu bankana, eða þá hver í stjórnsýslunni, tekur sér það "bessaleyfi" að véla með lagabreytingar svo að hægt sé að hækka lögbundin laun Seðlabankastjóra.

 Ef að forsætisráðherra, getur ekki hundskast til þess að hætta að lifa í fortíðinni og snúa sér að verkefnum framtíðar, þá er mál að linni og rétt að fólk sem treystir sér til þess að tryggja bjarta framtíð þjóðarinnar taki við keflinu.


mbl.is Einkavæðing bankanna rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég heimsótti gamla garpinn Björn á Löngumýri ekki löngu fyrir andlát hans. Hann vildi ólmur ræða við mig um pólitísk efni og hló mikið að Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra og aðallega fyrir heimsku.

Eiginlega fannst honum óskiljanlegt að þessi strákur hefði verið gerður að ráðherra! Hann fullyrti við mig að strákgarmurinn væri svo heimskur að enga vinnu hefði hann fengið hjá sér á búinu þó hann hefði sótt um að fá að aðstoða við smalamennsku.

Mig minnir að þarna hafi "strákurinn" verið nýlega búinn að gefa Iðnaðarbankann, eins og gamli maðurinn orðaði það.

Ég held að Björn á Löngumýri hafi verið mannþekkjari.

Árni Gunnarsson, 15.6.2010 kl. 19:33

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi sami Jón "gufaði" upp skömmu eftir hrun.  Hann var þó stjórnarformaður FME fram í janúar 2009.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.6.2010 kl. 20:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli hann hafi ekki þótt nægilega mikill bógur til að vera efni til rannsóknar að dómi skýrsluhöfunda?

Og ætli það sé misskilningur hjá mér að samfylkingarfólk hafi notið meiri samúðar hjá höfundum skýrslunnar en fólk úr öðrum herbergjum?

Árni Gunnarsson, 15.6.2010 kl. 21:43

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Eins og ég sagði áðan, þá var Jón formaður stjórnar FME í hruninu.  Stjórn FME fundaði afar sjaldan sumarið fyrir hrun. Skýringar Jóns um símtöl við menn og óformlega óskráða fundi var látin nægja.

 Svo er tæknilegt sakleysi þeirra Ingibjargar og Össurar "grunsamlegt". Þau héldu skipulega Björgvini G. í myrkrinu í aðdraganda hrunsins, reyndar með vitund aðstoðarmanns Björgvins, sem sinnti reyndar "sérverkefnum" líka fyrir Ingibjörgu.

 Geir H. Haarde er frekar hankaður, fyrir að hafa stuðlað að myrkri Björgvins og þá stuðst við einhverja stjórnskipan, sem allir vita og vissu að hefði ekki verið stuðst við í áratugi, heldur hefði hefðin skapast á þann hátt að formenn stjórnarflokkanna, væru fremur í þessum samskiptum við ráðherra síns flokks, heldur en forsætisráðherra.

 Já ég held þú verðir ekki hengdur fyrir "sögufölsun" Árni þó þú haldir þessu fram.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.6.2010 kl. 00:32

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er nokkuð góð samantekt hjá þér Kristinn.

Því verður samt ekki breytt að meðan Jóhanna getur mælt mun hún halda fram sakleysi Samfó og sekt Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Vonandi hröklast hún frá völdum fyrr en seinna, þá getur hún röflað við sjálfa sig, án þess að vera okkur hinum til ama.

Þegar fram líður og sagan verður skrifuð, kæmi ekki á óvart þó satt reynist það sem Árni ýjar að.

Gunnar Heiðarsson, 16.6.2010 kl. 04:28

6 identicon

Það er fróðlegt að sjá söguskýringar sjálfstæðismanna. Hrun bankanna er nú orðið Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvini Sigurðssyni, Jóni Sigurðssyni -- gott ef ekki Jóhönnu Sigurðardóttur -- að kenna. Já, og það er auðvitað hrein þráhyggja að líta á sölu bankanna, því að Samfylking var ekki við stjórnvölinn þá, og því getur ekkert misjafnt hafa gerst þá. En skítt með það -- hverjum þykir sinn fugl fagur, þótt hann sé bæði lúsugur og magur, og getur það svo sem átt við Sjálfstæðisflokkinn eins og annað fiðurfé. Verra er þegar langt mál er gert úr því að forsætisráðherra sé að skipa þingskipaðri nefnd fyrir verkum þegar ekkert slíkt á sér stað. Jóhanna segir ekkert annað en það að ríkisstjórnin ætli að bíða með að ákveða neitt í þessu máli þar til nefndin hefur lokið störfum. Ef í því felst fyrirskipun, þá skil ég ekki það orð.

Pétur (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 10:01

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég ætla rétt að vona Pétur, að þú hafir lesið Skýrsluna betur, en þetta blogg og umræðurnar, sem því fylgja.

 Það segir enginn að "hrunið" sé einhverjum að kenna, hvorki í blogginu, né í umræðunum.  Aftur á móti segir það í skyrslunni sjálfri, að Björgvin G. hafi, reyndar ásamt Geir H. Haarde og Árna Matthisen, hafi hugsanlega sýnt af sér vanrækslu í embætti, þrátt fyrir að honum hafi af formanni eigin flokks og síðar af staðgengli  formannsins í ríkisstjórn , verið haldið útí myrkrinu.   Svo tala ég um að á síðustu áratugum hafi myndast sú hefð, að formenn stjórnarflokkanna, beri ábyrgð á sínum ráðherrum og sjái um upplýsingagjöf til þeirra í stað þess sem að gert var ráð fyrir að forsætisráðherra, talaði við alla ráðherra, þar með ráðherra samstarfsflokksins.  Það var á þeim forsendum, sem Ingibjörg og Össur, þykja að mati margra "sleppa" fullvel.  Hvað Jón Sigurðsson varðar, þá hlýtur abyrgð hans sem stjórnarformanns FME vera mikil, eða meiri en af er látið.  Flestar stórtækar aðgerðir FME, þurfa samþykkis stjórnar þess og ef að stjórnin fundar ekkert eða lítið, þá hljóta ansi fáar heimildir til aðgerða frá stjórninni að koma.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.6.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1654

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband