20.10.2010 | 12:51
Mótmæli í réttu póstnúmeri, en ekki við rétt hús.
Hvað sem segja má um gjörðir Landsbankans fyrir og eftir hrun og þá sérstaklega eftir hrun, þá eru flestar ef ekki allar gjörðir hans innan þeirrar löggjafar sem að honum er sett. Það má svo hins vegar alveg deila um, hvort geðþótti stjórnenda bankans, hafi teygt þau lög lengra í þági einstaka viðskiptavina.
Sé það svo að bankinn taki umdeildar ákvarðanir, sem að þó rúmist innan verklagsreglna bankans, sem að settar hljóta að vera af eiganda bankans, ríkinu í gegnum Bankasýslu ríkisins og þeirra úrræða sem að bankanum ber að fara eftir, samkvæmt þónokkrum úrræðapökkum stjórnvalda, misgagnlegum réyndar, þá hlýtur ábyrgðin fyrst og fremst að liggja hjá þeim sem eiga bankann og setja honum þessi lög og þessar reglur, Alþingi.
Það mál sem að hefur eflaust ekki latt mótmælendur til mætingar við Landsbankann í gær, afskriftir Nóns, hefur hins vegar verið útskýrt með vísan í verklagsreglur bankans, samþykktar af Bankasýslu ríkisins, í umboði stjórnvalda. Það er svo allt annað mál hvort, sá gjörningur sé sanngjarn eða ekki.
Það er líka morgunljóst að hafi bankinn farið að lögum og sínum verklagsreglum varðandi þessar afskriftir, þá verða þær ekki aftur teknar, enda undirritað samkomulag milli hlutaðeigandi að afgreiða málið á þennan hátt. Það er því í rauninni fáranlegt, að fara fram á slíkt, alveg óháð því hversu há upphæðin var sem slík og hverjir áttu þar hlut að máli. Efist fólk hins vegar um lögmæti þessara gjörða, þá er sjálfsagt að krefjast rannsóknar á þeim, en varla vill fólk að bankinn sjálfur annist þá rannsókn.
Þegar kemur að skuldavanda heimilana, þá kom fram í svörum bankana við orðum forsætisráðherra í stefnuræðu sinni, um að bankarnir drægju lappirnar í viðleitni sinni við að aðstoða heimilin, að hið opinbera setti þeim oftar en ekki stólinn fyrir dyrnar vegna vangoldinna opberra skulda lántakenda þeirra lántakenda er til bankans leita. Með öðrum orðum, þá hindra meldingar innheimtumanna hins opinbera bankana í sinni viðleitni að semja við lántakendur, vegna vangoldinna gjalda þeirra við hið opinbera. Krafan ætti því að vera á stjórnvöld að þau byggju svo um hnútana að kröfur innheimtumanna hins opinbera, vikju á þann hátt að bönkunum væri það mögulegt að láta úrræði sín lántökum til handa ganga í gegn.
Hvort sem að kröfur hins opinbera væru hægt að innheimta, síðar eða ekki. Kröfur hins opinbera, fengjust hins vegar ekki greiddar, færu eignir þessara lántakenda á uppboð, enda eru þær með lítinn sem enginn veðrétt á við bankann. Hvort að boðuð Gjaldþrotalög stjórnvalda, komi í veg fyrir að hægt sé að elta menn endalaust vegna skattskulda veit ég ekki, enda ekki séð frumvarpið.
Nú er það svo að stærstur hluti húsnæðislána er hjá Íbúðalánasjóði, sem að heyrir beint undir stjórnvöld. Langstærstur hluti þeirra uppboða sem fram fara þessa dagana og vikurnar, eru að beiðni Íbúðalánasjóðs og þó svo að þær íbúðir séu dregnar frá, sem að verktakar hafa ekki náð að selja fyrir hrun og komist í þrot þess vegna, séu dregnar frá, þá er enginn aðillli með fleiri uppboðsbeiðnir á hendur einstaklingum og fjölskyldum í landinu, en Íbúðalánasjóður. Að baki svipuðum fjölda stendur svo hið opinbera, sem að fær í rauninni ekkert upp í kröfur sínar gegnum uppboðið, enda flestir aðrir kröfuhafar framar í röðinni, eins og bankar og Íbúðalánasjóður.
Í þessari viku eru 54 uppboð áætluð að kröfu Íbúðalánasjóðs, reyndar 44 af þeim vegna verktaka sem ekki náði að selja, en hin tíu þá á eignum sem í dag eru heimili fjölskyldna. Í þessari viku, eru hins vegar "bara" 3 uppboð áætluð að kröfu viðskiptabankana þriggja, semsagt eitt á banka að meðaltali. Með öðrum orðum, þá eru boðnar 10 eignir ofan af fjölskyldum í landinu á vegum Íbúðalánasjóðs, á móti einni eign á vegum hvers viðskiptabanka fyrir sig.
Ég veit ekki með þig, lesandi góður, ef að þú ert enn að lesa, en ætli fólk að knýja fram breytingar á því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þá er vissulega rétt póstnúmer til að mótmæla í 101. Hins vegar eru Lækjargata (Stjórnarráðið) og Austurvöllur (Alþingi, löggjafinn) vænlegri staðir til árangurs, nema auðvitað að fólki finnist að þeir sem þar vinna, séu að vinna þjóðinni og heimilunum það gagn sem af þeim er vænst.
![]() |
Þreytt á þessari leiksýningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2010 | 18:15
Leikritið: Ráðþrota í leit að sátt.
Í þetta skiptið, það fimmta eru stjórnvöld að reyna að leysa skuldavanda heimilana. Meginstef þessarar fimmtu tilraunar er, víðtæk sátt. Ekki það að mér þætti það best að sem víðtækust sátt væri um aðgerðir, þá er sáttin sem slík fráleitt það mikilvægasta. Mikilvægast hlytur að leysa vandann, en ekki hvort að einhver sé sáttur eða ósáttur við lausn hans. Sáttin hlýtur þó að nást á endanum, þegar vandinn leysist.
Fyrir flest þau heimili sem að eiga í skuldavanda, er þetta barátta upp á líf og dauða. Eins er þetta að öllum líkindum síðasta tækifæri stjórnvalda, til þess að leysa skuldavandann og því einnig barátta fyrir þau upp á líf og dauða.
Ég ætla ekki að leggja mat á niðurfelllingarleiðina sem slíka, en verð samt að segja, að ég hef ekki heyrt neinn tala um það, hversu mörg heimili sem ekki hafa greiðslugetu í dag, öðlist hana. Það hlýtur að vega mest í lausn skuldavanda fólks að koma málum svo fyrir að fólk geti borgað af sínum skuldum og þó afborganir lána lækki eitthvað við lækkun á höfuðstól, þá er ekki þar með sagt að þær lækki nóg, svo greiðslugeta verði til.
Skuldavandinn varð til vegna forsendubrests, það er af flestum talið óumdeilanlegt. Forsendubrests sem að varð, vegna efnahagshruns, það er líka óumdeilanlegt. Efnahagshruns og kreppu sem að þjóðin er í rauninni berjast við að svamla uppúr. Það hlýtur þá draga úr líkum þess að skuldavandinn leysist sem slíkur, á meðan hér varir kreppuástand. Það hlýtur því að vera forgangsmál að komast útúr þessari kreppu, til þess að vandinn leysist.
En fyrst af öllu þarf að fara fram mat á því hvað heimilin í landinu eru í rauninni, aflögufær um að borga af sínum lánum, á meðan kreppan varir. Skynsamlegast væri því að lækka afborganir lána, niður þann level sem heimilin ráða við tímabundið og færa það sem á vantar aftur fyrir lánið. Þeir sem enn geta borgað af sínum lánum yrði að sjálfsögðu frjálst að halda því áfram á þeim forsendum sem þeir gera nú.
Þeim sem ekki hefðu burði til að nýta sér úrræðið, yrði hjálpað með sértækum aðgerðum, sem hæfðu hverjum og einum.
Líklegast væri þá að sá hópur, sem gæti nýtt sér þetta úrræði, án frekari aðstoðar, þyrfti ekki frekari hjálp og væri ásamt þeim sem ekki þurfa að nýta sér úrræðið á grænni grein að loknum, þeim tíma sem afborganirnar væru lægri, ef farið væri svo jafnhliða í þá vinnu að rétta hér þjóðfélagið við eftir efnahagshrunið.
Að öðru leyti færi orka og tími stjórnvalda og þeirra sem vinna að lausn vandans í það að skapa hér þær aðstæður í þjóðfélaginu að kreppuástandið heyri fortíðinni til. Komi hér af stað öflugu atvinnulífi á ný með aukna verðmætasköpun að leiðarljósi. Það væri í raun stærsta kjarabótin fyrir heimilin í landinu að tekjur þeirra jukust, þannig að greiðslugetan verði næg til þess að geta staðið í skilum.
Ég er ekki að segja að allir yrðu sáttir með þessi úrræði, hið snarasta og þau kæmu fram, en ef að þau leystu skuldavanda þjóðarinnar, þá hljóta allir að verða sáttir að lokum. Í það minnsta þeir sem vinna að heillindum að lausn skuldavandans.
![]() |
Leikritinu er lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 18:53
Það þarf ekki samráð eða "ekki" samráð til þess að..............
.........sjá að ríkisstjórnin er komin á endastöð hvað varðar úrlausn þeirra stærstu mála er brenna á þjóðinni.
Í fjögur skipti hef ríkisstjórnin boðað til blaðamanna fundar talið sig hafa gert nóg, til að leysa vandann. Á þeim fundum, hefur þó þess verið getið, að ef eitthvað standi útaf borðinu, þá verði það lagað. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi talað, eins og að hafi gert sér grein fyrir vandanum, þá fer fjarri að svo hafi verið. Það er því meiri þörf á því að ríkisstjórnin geri snögga athugun á eigin ranni og reyni í eitt skipti fyrir öll að átta sig á því, hverju hún hafi gleymt allri þessari vinnu sinni til lausnar skuldavandanum.
Eins mætti hún í ljósi þess að, nær alltaf er þessi úrræði hafa verið kynnt, þá hefur eingöngu verið talað um kostnað ríkisins eða fjármálafyrirtækjana vegna þeirra úrræða, taka til alvarlegrar hugleiðingar, hvort áhyggjur þeirra séu meiri af afkomu þessara aðila, en skuldarana.
Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi vandi leysist ekki, fyrr en stjórnvöld láti gera úttekt á eiginlegri greiðslugetu almennings. Ákveða svo í framhaldi af þeirri úttekt, hver greiðslubyrði almennings skuli vera. Sé t.d. greiðslugeta flestra 50% af núverandi afborgunum, þá skal það ákveðið yfir línuna að allir borgi 50% af hverri afborgun í t.d. þrjú ár. Það sem ekki borgast fer þá aftur fyrir lánið, eða þá að skuldarinn getur að loknum þessum þremur árum, samið um hækkun afborgana, þannig að hann geti, þrátt fyrir þessi þrjú ár, greitt upp lánið að fullu.
Þessi þrjú ár skal svo nota til þess, að byggja hér upp aftur þau skilyrði sem að þurfa að vera uppi í þjóðfélaginu, svo megin þorri þeirra sem að nú eru í vanda, þurfi jafnvel ekki fleiri úrræði, heldur geti farið að borga til fulls af sínum lánum að þessum þremur árum liðnum.
Til þess að slíkt takist þarf hér fyrst og fremst að fara að vinna að atvinnuuppbyggingu af alvöru, auk þess sem að koma þarf á efnahagslegum stöðugleika, er tryggir viðráðanlega vexti og verðbólgu, innan eðlilegra marka.Greiðslugeta fólks ræðst jú af því að það hafi nægar tekjur og vextir og verðbólga haldi ekki höfuðstól lánanna í stjarnfræðilegum hæðum.
Þeim sem ekki gætu nýtt sér þetta úrræði yrði hins vegar hjálpað á þann hátt, að þeir kæmu sem beinastir í baki úr sínum erfiðleikum. Hvort að það yrði formi niðurfellingu hluta skuldar og/eða lægra afborgunnarhlutfalls, þessi þrjú ár eða jafnvel lengur, yrði bara skoðað, eftir hverju máli fyrir sig. Eins mætti athuga, hvort viðkomandi ætti kost á því að flytja í ódýrara húsnæði og myndi þá lánið lækka sem nemur hlutfallslegum verðmuni á fyrri eign og svo þeirri síðari.
Að þessum þremur árum liðnum, yrðum við komin með þjóðfélag byggt þegnum, sem flestir hverjir búa yfir nægri greiðslugetu til þess að geta greitt sínar skuldir og lifað jafnframt mannsæmandi lífi.
![]() |
Ekki raunverulegur samráðsvettvangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2010 | 21:26
Þá er sjálfsagt ekkert annað eftir en að..............
.......... halda áfram að hlusta á tillögur annarra og framkvæma ef þær hjálpa til við lausnar skuldavandanum. Í það minnsta teldi einhver að fjögur áðurreynd úrræði stjórnvalda, bentu til þess að þau þyrftu að leita lausna utan eigin raða.
Telja má nokkuð ljóst úr þessu, að sú leiðrétting að færa höfuðstól lána til 1. jan. 2008 gengur ekki upp. Þá eru allar tillögur í þá veruna út af borðinu í bili alla vega.
Þá stendur hugsanlega eftir sú tillaga að lækka greiðslubyrði lánana tímabundið, eða í þrjú ár um helming og færa hinn helming greiðslana aftur fyrir lánin. Slíkt úrræði, eitt og sér, myndi eflaust duga einhverjum, verði tíminn notaður til þess að koma hér í gang atvinnu og verðmætasköpun. Hinir sem að hjálpar þyrftu yrði að sjálfssögðu hjálpað,jafnvel með afskriftum, eða frekari lengingu láns.
Grunnskilyrði þessa úrræðis yrði þó fyrst og síðast, eins og reyndar með hin úrræðin öll, að byggja þarf upp hér á landi aðstæður, sem auka greiðslugetu fólks,m.ö.o. auka atvinnu og verðmætasköpun.
Ef stjórnvöldum, tekst það ekki með eða án hjálpar stjórnarandstöðu, þá væri heillavænlegast að stjórnvöld gæfust upp og fælu öðrum lausn vandans. Fjórar árangurslausar tilraunir, eru í raun of mikið og sú fimmta yrði þjóðinni ofviða.
![]() |
Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2010 | 15:46
Greiðslugeta, greiðsluvilji og samráð.
Núna þegar skuldavandahraðlest stjórnvalda er komin á fulla ferð, í fimmta skipti, þá virðist eins og að núna líkt og í hin fjögur skiptin, hafi greiðsluvilji og þá helst greiðslugeta skuldara ekki verið könnuð til hlýtar. Hefði slíkt verið gert í upphafi, þá hljóta líkur að benda til þess að í umræðunni í dag, væru önnur mál, bráðaskuldavandi heimilana.
Ég verð nú bara að viðurkenna það, að það hvarflaði ekki annað mér, í það minnsta er fyrstu tilraunir til lausnar skuldavandans voru til umræðu, að farið hefði verið í þær aðgerðir á grundvelli upplýsinga um greiðslugetu skuldara. Mér er það hins vegar ljóst nú, að slíkar upplýsingar virðast ekki hafa legið fyrir, í það minnsta ekki nógu ítarlegar. Hafi þær upplýsingar legið fyrir, þá hefur annað hvort ekki verið hlustað á þær, eða þá upplýsingarnar ekki byggðar þeim veruleika, sem við blasir hverju sinni.
Í þetta skiptið, það fimmta, sem hafin er vinna við lausn vandans, er eins og í hin skiptin fjögur, eitt atriði, almenn niðurfelling skulda, talin leysa vandann. Eins og í öll hin skiptin, þá er umræðan hvað hæst um kostnað ríkis og fjármálakerfisins, verði það úrræði samþykkt, er til umræðu er. Núna eins og áður, virðist lausn vandans hins vegar ekki vera unnin út frá mögulegri greiðslugetu og greiðsluvilja skuldara. Greiðslugetan er jú það skilyrði sem að þarf að uppfylla helst af öllum, eigi úrræði til lausnar skuldavanda að virka.
Hefur til dæmis verið kannað, hversu margir skuldarar, sem ekki geta greitt af skuldum sínum í dag, geti það, verði skuldir færðar niður um 18-20% ? Eða verður það svo, gangi sú tillaga eftir, að þegar uppboðsfrestunin fellur úr gildi um mánaðarmót mars-apríl 2011 fari í gang tilraun númer sex til lausnar skuldavandans?
Í upphafi þessa kjörtímabils, fyrir um það bil einu og hálfu ári, kom fram sú hugmynd að strax þá, yrði greiðslubyrði skuldara lækkuð um helming, tímabundið í þrjú ár og það sem ekki væri borgað þessi þrjú ár, færðist aftur fyrir lánið. Sú tillaga, hefði hún verið samþykkt, hefði í rauninni tryggt stjórnvöldum það sem þeim hefur skort, til lausnar á vandanum. Tillagan hefði tryggt stjórnvöldum tíma og svigrúm til þess að láta fara fram, ítarlega úttekt á skuldavandanum og tillögugerðar, byggða á niðurstöðu úttektarinnar. Auk þess hefði skapast tími til þess að sinna öðrum hlutum í uppbyggingunni eins og atvinnumálum, þann tíma sem að allar þessar tilraunir hafa tekið hingað til, hið minnsta.
Ekki ætla ég að láta mér detta það í hug að halda því fram að þessi tillaga hefði leyst vanda allra. Ég tel það hins vegar ljóst að mun fleiri hefðu notið góðs af henni, en af öllum þeim úrræðum stjórnvalda hingað til. Sá fjöldi sem að þyrfti því sértækar aðgerðir, væri því töluvert minni og því ætti það að verða auðveldara að ná til þeirra er við stærstan vanda etja og aðstoða þá, sé þess nokkur kostur.
Tillaga sú er ég nefni hér, þ.e. frestun helmings afborgana aftur fyrir lánin, hefur þó og hafði þann annmarka, að vera hafnað, sökum þess að hún kom ekki frá "réttum" aðila, þ.e. hún kom frá flokki í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokknum. Það hefur komið fram meðal annars í orðum Lilju Mósesdóttur, að tillögur þeirra sem ekki eiga upp á pallborðið hjá stjórnvöldum, hvort um sé að ræða stjórnar eða stjórnarandstöðuþingmenn. Slíkum tillögum sé jafnan hafnað á þeim forsendum að uppruni þeirra sé valdhöfunum ekki þóknanlegur. Valdhöfum sem að nú hrópa sem mest þeir mega á samráð allra aðila til lausnar vandans. En spurningin sem alltaf hlýtur að koma upp, á meðan þessi háttur er viðhafður er og verður alltaf háværari eftir því sem að lausn vandans dregst: "Samráð um hvað? Samráð um stuðning við fyrirfram ákveðnar tillögur, unnar án samráðs? Eða samráð um að allar tillögur hvaðan sem þær koma séu ræddar á opinn og hreinskilinn hátt og sameiginleg ákvörðun tekin úrvinnslu á þeirri tillögu sem best þykir henta til lausnar?
![]() |
Fólk á aldrinum 25-40 ára skuldar mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 12:06
Löggjafarvald vs.Framkvæmdavald.
Stærsta vandamál þingsins, er líklega það að frá lýðveldisstofnun, hefur sú þróun verið í gangi að Framkvæmdavaldið, hefur smám saman rænt Löggjafavaldið völdum.
Eitt dæmi sem að sýnir fram á að svo sé, er Fjárlagafrumvarpið. Ríkisstjórnin hefur unnið það frumvarp og lagt það fram fyrir þingið. Með öðrum orðum, þá er þingið komið með Fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar. Það breytir því ekki að ráðuneytum eru sagðir vera starfshópar í þeirri vinnu að skoða þá gagnrýni, sem á frumvarpið er komið og mögulegar leiðir til annarra leiða. Þarna er Framkvæmdavaldið í rauninni með bein afskipti af störfum þingsins.
Hafi eitthvað verið lagt fyrir þingið, þá er það þingsins að ákveða breytingar og þess háttar og þinginu á að vera séð fyrir nægum fjölda fagmanna til þess að geta unnið úr tillögum ríkisstjórnarinnar. Þegar þingið hefur svo farið með frumvarpið í gegnum þrjár umræður í þinginu, fær ríkisstjórnin frumvarpið aftur í hendurnar, með öllum þeim breytingum sem að í því eru og ber að framkvæma samkvæmt, samþykktu frumvarpinu.
Á sama hátt ber að vinna öll þau mál sem að frá ríkisstjórninni koma. Ríkisstjórn á hverjum tíma, hvorki semur né samþykkir lögin í landinu. Hlutverk ríkisstjórnar er eingöngu að leggja fyrir þingið, frumvörp og þingsályktunartillögur. Þingið tekur svo frumvörpin og tillögurnar til efnislegrar meðferðar og samþykkir eða synjar. Svo tekur ríkisstjórnin við að hrinda samþykkt Alþingis í framkvæmd.
Það er nefnilega ekki nóg að setja upp einhvern sparisvip og tala um skýrslu Atlanefndar sem einhverja sjálfstæðisyfirlýsingu þingsins og samþykkja 63-0, ef að öll vinnubrögð, hrökkva strax daginn eftir í sama farið.
![]() |
70% vilja ný framboð til Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 10:55
Gamalt vín á nýjum belgjum?
Það virðist litlu skipta, hversu víðtækt samráð stjórnvöld, segjast vera að efna til. Vandinn virðist ætíð vera sá sami. Sömu gömlu úrræðin sett í annan búning og orðuð öðruvísi. Lítið virðist hins vegar vera um það að tillögum þeirra sem kallaðir eru til samráðs, sé veitt einhver athygli. Undantekningin var þó sú að Hagsmunasamtök Heimilana voru kölluð á fund stjórnvalda, í kjölfar kröftugra mótmæla átta þúsund manna, á Austurvelli er forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína.
Þó svo að ekki sé hægt að segja að tillögum HH hafi verið illa tekið, í fyrstu í það minnsta, þá hafa viðbrögð stjórnvalda við þeim, verið sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, tala um þær út og suður og annað hvort ýta undir þær eða draga úr þeim.
Stjórnarandstaðan verður seint sökuð um að standa í vegi fyrir góðnum málum á Alþingi. Stjórnarandstaðan hefur engu síður en stjórnarþingmenn unnið við útfærslu á takmörkuðum úrræðum stjórnvalda, án þess þó að hafa haft til þess tækifæri að gera einhverjar breytingar umfram þann ramma sem að stjórnvöld hafa sett sínum úrræðum.
Stjórnarandstaðan hefur svosem ekkert legið á liði sínu við það að koma fram með tillögur. Þær hafa hins vegar nánast allar verið kæfðar í fæðingu, eins og reyndar tillögur ýmissa stjórnarþingmanna.
Tillaga HH, svipar t.d. mjög til tillögu Framsóknarflokks, niðurfellingarleiðin.
Tillögur Sjálfstæðisflokks voru í upphafi og eru sjálfsagt enn, að lækka greiðslubyrðina í þrjú ár um helming. Það sem ekki yrði greitt á þeim tíma, myndu færast aftur fyrir lánstímann. Þeim sem ekki dygði það úrræði, yrði hjálpað á annan hátt væri þess kostur, auk þess sem að jafnhliða, yrði vandi allra skoðaður og hlutunum komið í þann fasa á þessum þremur árum, að fólki væri það mögulegt að standa undir sinni greiðslubyrði.
Vandamálið er samt sem áður það sama, hvaða leið verði farin í þessu máli. Það er sú staðreynd að atvinnuuppbygging í landinu er með öfugum formerkjum. Án tryggrar atvinnu í landinu, virkar ekkert úrræði gegn skuldavandanum, því að fólk þarf jú tekjur til að borga af sínum lánum, hvort sem að hluti þeirra verði afskrifaður, greiðslubyrði dreift öðruvísi, eða hvað sem mönnum dettur í hug að gera til aðstoðar fyrirtækjum og heimilum í landinu.
Á Alþingi er þingmeirihluti til góðra verka. Sá þingmeirihluti nær hins vegar ekki að koma sínum málum áleiðis, vegna annars stjórnarflokksins. Það litla sem að þingmeirihlutinn, án þátttöku þingmanna Vg. hefur tekist að koma af stað, hefur nær undantekningalaust dagað upp í ráðuneytum ráðherra Vg., þar sem talað er um að verið sé að skoða málið. Eins er það svo að einhver mál komast ekki á dagskrá þingsins. Dagskrá þingsins er opinberlega á hendi Forsætisnefndar Alþingis. Þar er meirihluti, sá sami og stjórnarmeirihlutinn. Forsætisnefnd Alþingis, er hins vegar stjórnað úr Stjórnarráðinu og nefndin hleypir engu á dagskrá þingsins, nema að ríkisstjórnin gefi á það grænt ljós.
Það er því í stuttu máli ekki við Alþingi að sakast að lítið þokist hér til betri vegar. Ljónið í vegi góðra verka er 15 manna þingflokkur, af 63ja manna þingliði. Þingflokkur manna og kvenna sem að segist vera buguð af takmarkalausri lýðræðisást, hvernig sem að slíkt fer saman við skemmdarverkastarfsemi þeirra gegn góðum málum, sem þjóðin bíður í ofvæni eftir að þingið taki til umræðu og afgreiði sem lög frá Alþingi.
![]() |
Engin verkáætlun kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2010 | 17:55
Ef ekki mistök, þá væntanlega vanhæfni.
Í stefnuræðu sinni 4. okt fór Jóhanna Sigurðardóttir mikinn í ásökunum sínum á bankana, fyrir það hversu tregir þeir væru til samvinnu við skuldara. Daginn eftir í svari bankana, kom hins vegar fram, að ein algengasta ástæðan fyrir því að þeir næðu ekki að ljúka við greiðsluaðlöðunnarsamninga væri sú að hið opinbera, ætti kröfur á viðkomandi, vegna skattskulda.
Það verður að teljast nánast ómögulegt, að stjórnvöldum hafi ekki verið kunn þessi hlið mála, nánast frá upphafi vandans. Nú er það svo að stór hluti þeirra sem leitað hafa samninga við bankana hafa ýmist komið frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilana og svo síðar Umboðsmanni skuldara. Það verður því að teljast harla ólíklegt að enginn þeirra sem farið hefur þessa leið, hafi ekki verið sendur til baka, með þær upplýsingar, að vangoldin opinber gjöld, standi í vegi fyrir því að bankinn geti eitthvað gert fyrir viðkomandi.
Það bendir þá einnig til þess að stjórnvöld hafi rauninni ekki haft samráð við aðila eins og Umboðsmann skuldara eða öllu heldur forvera hans, áður en þau úrræði sem að farið hefur verið í, hafa verið ákveðin. Að öðrum kosti mætti annars draga þá ályktun, að ekki hafi verið hlustað á þá aðila í kerfinu, sem að haft er samráð við, eða leitað ráða hjá.
Það er í það minnsta alveg ljóst að þessar upplýsingar um skattskuldir, þeirra sem ekki fá eðlilega afgreiðslu í bönkunum, eru ekki nýjar af nálinni og mun eldri en viku gamlar, líkt og stjórnvöld vilja láta líta út fyrir að sé.
Það er því alveg hægt að kalla það eitthvað annað en mistök, að stjórnvöldum hafi ekki tekist að komast fyrir vandann, þrátt fyrir fjórar tilraunir undanfarna tuttugu mánuði. En þá yrði maður að grípa til orða eins og vanhæfni og fúsk.
![]() |
Okkur hefur ekki mistekist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 10:21
Pólitíkin hvað??
Í kjölfar mótmæla á Austurvelli, bæði við þingsetningu og er stefnuræða forsætisráðherra, hafa bæði, svokallaðir "óháðir" fræðimenn og álitsgjafar, tjáð sig á þann hátt að þeir viti ekki hverju fólk er að mótmæla. Helstu rök fræðimanna og álitsgjafa hafa verið þau að, þeir mótmælendur sem talað er við gefi upp svo margar ástæður fyrir ákvörðun sinni. Þó er undirtónninn sterkastur, vegna skuldastöðu heimila og fyrirtækja.
Hefur þessum fræðimönnum og álitsgjöfum, flestum tekist að snúa á hvolf helstu ástæðum þess að skuldavandinn er ennþá óleystur og jafnvel enn verri en nokkru sinni fyrr. Hefur þessum "snillingum" tekist að finna það út, að vegna þess að þingið sem slíkt, vinni ekki nógu vel og njóti ekki trausts almennings, þá bara takist stjórnvöldum engan vegin að leysa vandann.
Sú staðreynd að þessum svokölluðu háskólagengnu fræðimönnum og álitsgjöfum hefur tekist að koma sökinni yfir á þingið heild sinni er í rauninni, ekkert annað en pínlegt vitni um fákunnáttu háskólasamfélagsins, eða þá vísbending um það hvar ofangreindir fræðimenn og álitsgjafar standa í pólitík.
Undanfarin misseri hefur þingið sjaldan unnið eins vel sem heild, þegar að úrræðapakkar stjórnvalda eru kynntir þinginu og nefndir þingsins, hefja nefndarvinnu vegna þeirra frumvarpa sem úrræðunum fylgja. Hins vegar hefur sú nefndarvinna ætíð haft þá annmarka, að það er fyrirfram ákveðinn sá rammi sem unnið skal eftir. Þann ramma setja stjórnvöld, ríkisstjórnin. Tillögur utan rammans, hvort sem að þær komi frá stjórnar eða stjórnarandstöðuþingmönnum, eru jafnan slegnar út af borðinu. Hefur þetta verkferli núna verið sett í gang og klárað fjórum sinnum á síðastliðnum tuttugu mánuðum og fimmta skiptið boðað innan tíðar.
Það er því ódýr og raun fáranleg greining fræðimanna, að Alþingi sem slíku hafi mistekist að leysa vandann, enda Alþingi ekki fengið önnur vopn í hendurnar til lausnar honum, en stjórnvöld leggja því í hendur hverju sinni.
Vandinn liggur ekki í því að stjórnarandstaðan sé treg í taumi og leggi ekkert til málanna. Vandinn er fyrst og fremst sá, að sé eitthvað annað lagt til málanna, en eitthvað sem að kemur úr einhverju ráðuneytinu, þá fær það ekki þá efnislegu meðferð í þinginu, sem að til þarf svo tillagan verði að lögum og það úrræði sem að lagt er til, komist í framkvæmd og geri sitt gagn eða ógagn.
Hver skildi svo vera ástæðan fyrir því að allar tillögur til lausnar vandans, komist ekki inní þingið? Ætli það hafi eitthvað með stjórn þingsins að gera? Stjórn sem í orði kveðnu er á hendi Forsætisnefndar þingsins, stjórn sem að Forsætisnefndin í rauninni framselur til Framkvæmdavaldsins ( ríkisstjórnarinnar)?
Það skiptir því engu máli, hversu gáfulegan svip fræðimenn setja upp, hversu fagran orðskrúð þeir setja sín álit í, ástæðan á úrræðaleysi stjórnvalda, liggur ekki hjá þinginu, heldur þeim sjálfum.
Það segir sig því sjálft og ætti í rauninni að vera þessum fræðimönnum ljóst, ef þeir svo mikið sem létu það eftir sér að gefa "fræðileg" álit í stað "pólitískra", hvar vandinn vegna úrræðaleysis stjórnvalda liggur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2010 | 16:50
Spunarokkar andskotans.
Í morgun var haldinn það sem kallað er samráðsfundur stjórnar og stjórnarandstöðu, um lausnir á skuldavanda heimilana. Hins vegar er það algjört rangnefni að kalla þessar uppákomur samráðsfundi og slíkt rangnefni í rauninni ekkert annað en einn af þessum spunum stjórnvalda, sem dunið hafa á þjóðinni undanfarna 20 mánuði. Spuni þar sem öllu er snúið á hvolf og smáu atriðin gerð að þeim stærstu til þess að hylja getuleysi stjórnvalda.
Dagskrá fundarins í morgun, var nánast sú sama og á hinum fundunum, þ.e. að fara yfir úrræði stjórnvalda, vegna skuldavandans. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hins vegar allir komið með tillögur vegna vandans, sem hljóma allt öðru vísi, að flestu leyti en tillögur stjórnvalda. Tillögur stjórnarandstöðunnar, komast hins vegar ekkert á dagskrá og eru því fulltrúar stjórnarandstöðunnar í rauninni ekkert annað en áheyrnarfulltrúar á fundum þessum og í raun ekkert samráð við þá haft.
Leiðtogar stjórnarinnar ættu í rauninni að spyrja háttvirtan þingmanninn, Mörð Árnason, íslenskufræðing að merkingu orðsins samráð, áður en þeir fara að nauðga sannleikanum á þann hátt sem þau hafa gert í fjölmiðlum undanfarna daga.
Eina nýja á fundinum í morgun, var að sögn þeirra sem hann sátu, kynning á tveimur frumvörpum sem að ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu boðað. Frestun á lokauppboði fasteinga til mánaðarmóta mars/apríl og frumvarp viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins. Að öðru leyti var dagskráin sú sama og áður. Endurteknar ræður ráðherranna, þar sem enn og aftur var talað um þá hluti sem voru til skoðunnar og væri verið að athuga.
Hins vegar ætti fólk að hugsa sig aðeins um áður en það tekur sér sæti í Spunahraðlest Andskotans (stjórnvalda) og fer að syngja hinn falska tón um ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar í málinu. Stjórnarandstaðan hefur fyrir löngu og oftar en einu sinni kynnt stjórnvöldum sínar tillögur.
Fólki ætti öðru nær að vera það ofar í huga, afhverju í fjáranum, eru stjórnvöld núna enn eina ferðina ( í fimmta skiptið) að "leysa" skuldavanda heimilana? Afhverju í ósköpunum hefur stjórnvöldum ekki tekist að ná utan um vandann fyrr? Hverslag sleifarlag það sé að vera ekki ennþá búin að gera heildarúttekt á vandanum svo að vandinn sé stjórnvöldum ljós og stjórnvöld í rauninni þess albúinn að takast á við vandann í eitt skipti fyrir öll?
![]() |
Fráleit umræða um samráðsfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar