Leita í fréttum mbl.is

Greiðslugeta, greiðsluvilji og samráð.

Núna þegar skuldavandahraðlest stjórnvalda er komin á fulla ferð, í fimmta skipti, þá virðist eins og að núna líkt og í hin fjögur skiptin, hafi greiðsluvilji og þá helst greiðslugeta skuldara ekki  verið könnuð til hlýtar.  Hefði slíkt verið gert í upphafi, þá hljóta líkur að benda til þess að í umræðunni í dag, væru önnur mál, bráðaskuldavandi heimilana.

 Ég verð nú bara að viðurkenna það, að það hvarflaði ekki annað mér, í það minnsta er fyrstu tilraunir til lausnar skuldavandans voru til umræðu, að farið hefði verið í þær aðgerðir á grundvelli upplýsinga um greiðslugetu skuldara.  Mér er það hins vegar ljóst nú, að slíkar upplýsingar virðast ekki hafa legið fyrir, í það minnsta ekki nógu ítarlegar.  Hafi þær upplýsingar legið fyrir, þá hefur annað hvort ekki verið hlustað á þær, eða þá upplýsingarnar ekki byggðar þeim veruleika, sem við blasir hverju sinni.  

 Í þetta skiptið, það fimmta, sem hafin er vinna við lausn vandans, er eins og í hin skiptin fjögur, eitt atriði, almenn niðurfelling skulda, talin leysa vandann.  Eins og í öll hin skiptin, þá er umræðan hvað hæst um kostnað ríkis og fjármálakerfisins, verði það úrræði samþykkt, er til umræðu er. Núna eins og áður, virðist lausn vandans hins vegar ekki vera unnin út frá mögulegri greiðslugetu og greiðsluvilja skuldara.  Greiðslugetan er jú það skilyrði sem að þarf að uppfylla helst af öllum, eigi úrræði til lausnar skuldavanda að virka.

Hefur til dæmis verið kannað, hversu margir skuldarar, sem ekki geta greitt af skuldum sínum í dag, geti það, verði skuldir færðar niður um 18-20% ?  Eða verður það svo, gangi sú tillaga eftir, að þegar uppboðsfrestunin fellur úr gildi um mánaðarmót mars-apríl 2011 fari í gang tilraun númer sex til lausnar skuldavandans? 

 Í upphafi þessa kjörtímabils, fyrir um það bil einu og hálfu ári, kom fram sú hugmynd að strax þá, yrði greiðslubyrði skuldara lækkuð um helming, tímabundið í þrjú ár og það sem ekki væri borgað þessi þrjú ár, færðist aftur fyrir lánið. Sú tillaga, hefði hún verið samþykkt, hefði í rauninni tryggt stjórnvöldum það sem þeim hefur skort, til lausnar á vandanum.  Tillagan hefði tryggt stjórnvöldum tíma og svigrúm til þess að láta fara fram, ítarlega úttekt á skuldavandanum og tillögugerðar, byggða á niðurstöðu úttektarinnar.  Auk þess hefði skapast tími til þess að sinna öðrum hlutum í uppbyggingunni eins og atvinnumálum, þann tíma sem að allar þessar tilraunir hafa tekið hingað til, hið minnsta.  

Ekki ætla ég að láta mér detta það í hug að halda því fram að þessi tillaga hefði leyst vanda allra.  Ég tel það hins vegar ljóst að mun fleiri hefðu notið góðs af henni, en af öllum þeim úrræðum stjórnvalda hingað til.  Sá fjöldi sem að þyrfti því sértækar aðgerðir, væri því töluvert minni og því ætti það að verða auðveldara að ná til þeirra er við stærstan vanda etja og aðstoða þá, sé þess nokkur kostur.

Tillaga sú er ég nefni hér, þ.e. frestun helmings afborgana aftur fyrir lánin, hefur þó og hafði þann annmarka, að vera hafnað, sökum þess að hún kom ekki frá "réttum" aðila, þ.e. hún kom frá flokki í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokknum.  Það hefur komið fram meðal annars í orðum Lilju Mósesdóttur, að tillögur þeirra sem ekki eiga upp á pallborðið hjá stjórnvöldum, hvort um sé að ræða stjórnar eða stjórnarandstöðuþingmenn.  Slíkum tillögum sé jafnan hafnað á þeim forsendum að uppruni þeirra sé valdhöfunum ekki þóknanlegur. Valdhöfum sem að nú hrópa sem mest þeir mega á samráð allra aðila til lausnar vandans.  En spurningin sem alltaf hlýtur að koma upp, á meðan þessi háttur er viðhafður er og verður alltaf háværari eftir því sem að lausn vandans dregst: "Samráð um hvað?  Samráð um stuðning við fyrirfram ákveðnar tillögur, unnar án samráðs? Eða samráð um að allar tillögur hvaðan sem þær koma séu ræddar á opinn og hreinskilinn hátt og sameiginleg ákvörðun tekin úrvinnslu á þeirri tillögu sem best þykir henta til lausnar?


mbl.is Fólk á aldrinum 25-40 ára skuldar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband