Leita í fréttum mbl.is

Pólitíkin hvað??

Í kjölfar mótmæla á Austurvelli, bæði við þingsetningu og er stefnuræða forsætisráðherra, hafa bæði, svokallaðir "óháðir" fræðimenn og álitsgjafar, tjáð sig á þann hátt að þeir viti ekki hverju fólk er að mótmæla.  Helstu rök fræðimanna og álitsgjafa hafa verið þau að, þeir mótmælendur sem talað er við gefi upp svo margar ástæður fyrir ákvörðun sinni.  Þó er undirtónninn sterkastur, vegna skuldastöðu heimila og fyrirtækja. 

Hefur þessum fræðimönnum og álitsgjöfum, flestum tekist að snúa á hvolf helstu ástæðum þess að skuldavandinn er ennþá óleystur og jafnvel enn verri en nokkru sinni fyrr.  Hefur þessum "snillingum" tekist að finna það út, að vegna þess að þingið sem slíkt, vinni ekki nógu vel og njóti ekki trausts almennings, þá bara takist stjórnvöldum engan vegin að leysa vandann. 

Sú staðreynd að þessum svokölluðu háskólagengnu fræðimönnum og álitsgjöfum hefur tekist að koma sökinni yfir á þingið heild sinni er í rauninni, ekkert annað en pínlegt vitni um fákunnáttu háskólasamfélagsins, eða þá vísbending um það hvar ofangreindir fræðimenn og álitsgjafar standa í pólitík.

 Undanfarin misseri hefur þingið sjaldan unnið eins vel sem heild, þegar að úrræðapakkar stjórnvalda eru kynntir þinginu og nefndir þingsins, hefja nefndarvinnu vegna þeirra frumvarpa sem úrræðunum fylgja.  Hins vegar hefur sú nefndarvinna ætíð haft þá annmarka, að það er fyrirfram ákveðinn sá rammi sem unnið skal eftir.  Þann ramma setja stjórnvöld, ríkisstjórnin.  Tillögur utan rammans, hvort sem að þær komi frá stjórnar eða stjórnarandstöðuþingmönnum, eru jafnan slegnar út af borðinu.  Hefur þetta verkferli núna verið sett í gang og klárað fjórum sinnum á síðastliðnum tuttugu mánuðum og fimmta skiptið boðað innan tíðar.  

Það er því ódýr og raun fáranleg greining fræðimanna, að Alþingi sem slíku hafi mistekist að leysa vandann, enda Alþingi ekki fengið önnur vopn í hendurnar til lausnar honum, en stjórnvöld leggja því í hendur hverju sinni.

Vandinn liggur ekki í því að stjórnarandstaðan sé treg í taumi og leggi ekkert til málanna.  Vandinn er fyrst og fremst sá, að sé eitthvað annað lagt til málanna, en eitthvað sem að kemur úr einhverju ráðuneytinu, þá fær það ekki þá efnislegu meðferð í þinginu, sem að til þarf svo tillagan verði að lögum og það úrræði sem að lagt er til, komist í framkvæmd og geri sitt gagn eða ógagn.

Hver skildi svo vera ástæðan fyrir því að allar tillögur til lausnar vandans, komist ekki inní þingið? Ætli það hafi eitthvað með stjórn þingsins að gera?   Stjórn sem í orði kveðnu er á hendi Forsætisnefndar þingsins, stjórn sem að Forsætisnefndin í rauninni framselur til Framkvæmdavaldsins ( ríkisstjórnarinnar)?  

 Það skiptir því engu máli, hversu gáfulegan svip fræðimenn setja upp, hversu fagran orðskrúð þeir setja sín álit í,  ástæðan á úrræðaleysi stjórnvalda, liggur ekki hjá þinginu, heldur þeim sjálfum.

 Það segir sig því sjálft og ætti í rauninni að vera þessum fræðimönnum ljóst, ef þeir svo mikið sem létu það eftir sér að gefa "fræðileg" álit í stað "pólitískra", hvar vandinn vegna úrræðaleysis stjórnvalda liggur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað eingöngu pólitískur áróður að koma því inn hjá þjóðinni að Alþingi hafi brugðist og þá ekki síst skortur á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar.

Þetta er skipulögð herferð til að leiða athyglina frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar og úrbótum hennar, sem eiga alltaf að líta dagsins ljós "í næstu viku", þegar búið verður að "útfæra þær nánar".

Það hefur ekkert skort á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar, því eins og þú segir, það hefur aldrei mátt breyta neinu, sem frá ríkisstjórninni kemur og því er ástandið alfarið á hennar ábyrgð.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2010 kl. 11:14

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er líka arfavitlaus akademísk greining á vandanum að stjórnarandstaðan þvælist fyrir góðum málum.  Hafi það farið framhjá þeim fróðu, þá taldist þannig upp úr kjörkössunum síðast að samanlagður fjöldi þeirra sem að komst á þing undir merkjum stjórnarflokkana er 34, á móti 29 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna.  Síðan bættist reyndar Þráinn Bertelsson við stjórnarliðið.

 Það þarf ekki langskólagenginn einstakling, til þess að sjá það út að ríkistjórnin hefur öll þau vopn í hendi sér, að koma eigin málum í gegnum þingið, með þingstyrk stjórnarflokkanna sjálfra.  Það er hins vegar ekki stjórnarandstöðunni að kenna, þó að einhverjir stjórnarþingmenn séu öndverðum meiði við ríkisstjórnina.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.10.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1623

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband