Leita í fréttum mbl.is

Gamalt vín á nýjum belgjum?

Það virðist litlu skipta, hversu víðtækt samráð stjórnvöld, segjast vera að efna til.  Vandinn virðist ætíð vera sá sami.  Sömu gömlu úrræðin sett í annan búning og orðuð öðruvísi.  Lítið virðist hins vegar vera um það að tillögum þeirra sem kallaðir eru til samráðs, sé veitt einhver athygli.  Undantekningin var þó sú að Hagsmunasamtök Heimilana voru kölluð á fund stjórnvalda, í kjölfar kröftugra mótmæla átta þúsund manna, á Austurvelli er forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. 

Þó svo að ekki sé hægt að segja að tillögum HH hafi verið illa tekið, í fyrstu í það minnsta, þá hafa viðbrögð stjórnvalda við þeim, verið sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, tala um þær út og suður og annað hvort ýta undir þær eða draga úr þeim.

 Stjórnarandstaðan verður seint sökuð um að standa í vegi fyrir góðnum málum á Alþingi. Stjórnarandstaðan hefur engu síður en stjórnarþingmenn unnið við útfærslu á takmörkuðum úrræðum stjórnvalda, án þess þó að hafa haft til þess tækifæri að gera einhverjar breytingar umfram þann ramma sem að stjórnvöld hafa sett sínum úrræðum.

Stjórnarandstaðan hefur svosem ekkert legið á liði sínu við það að koma fram með tillögur. Þær hafa hins vegar nánast allar verið kæfðar í fæðingu, eins og reyndar tillögur ýmissa stjórnarþingmanna.

 Tillaga HH, svipar t.d. mjög til tillögu Framsóknarflokks, niðurfellingarleiðin.  

 Tillögur Sjálfstæðisflokks voru í upphafi og eru sjálfsagt enn, að lækka greiðslubyrðina í þrjú ár um helming.  Það sem ekki yrði greitt á þeim tíma, myndu færast aftur fyrir lánstímann.  Þeim sem ekki dygði það úrræði, yrði hjálpað á annan hátt væri þess kostur, auk þess sem að jafnhliða, yrði vandi allra skoðaður og hlutunum komið í þann fasa á þessum þremur árum, að fólki væri það mögulegt að standa undir sinni greiðslubyrði.

 Vandamálið er samt sem áður það sama, hvaða leið verði farin í þessu máli. Það er sú staðreynd að atvinnuuppbygging í landinu er með öfugum formerkjum.   Án tryggrar atvinnu í landinu, virkar ekkert úrræði gegn skuldavandanum, því að fólk þarf jú tekjur til að borga af sínum lánum, hvort sem að hluti þeirra verði afskrifaður, greiðslubyrði dreift öðruvísi, eða hvað sem mönnum dettur í hug að gera til aðstoðar fyrirtækjum og heimilum í landinu.

 Á Alþingi er þingmeirihluti til góðra verka. Sá þingmeirihluti nær hins vegar ekki að koma sínum málum áleiðis, vegna annars stjórnarflokksins.  Það litla sem að þingmeirihlutinn, án þátttöku þingmanna Vg. hefur tekist að koma af stað, hefur nær undantekningalaust dagað upp í ráðuneytum ráðherra Vg., þar sem talað er um að verið sé að skoða málið.  Eins er það svo að einhver mál komast ekki á dagskrá þingsins.  Dagskrá þingsins er opinberlega á hendi Forsætisnefndar Alþingis.  Þar er meirihluti, sá sami og stjórnarmeirihlutinn.  Forsætisnefnd Alþingis, er hins vegar stjórnað úr Stjórnarráðinu og nefndin hleypir engu á dagskrá þingsins, nema að ríkisstjórnin gefi á það grænt ljós. 

 Það er því í stuttu máli ekki við Alþingi að sakast að lítið þokist hér til betri vegar.  Ljónið í vegi góðra verka er 15 manna þingflokkur, af 63ja manna þingliði. Þingflokkur manna og kvenna sem að segist vera buguð af takmarkalausri lýðræðisást, hvernig sem að slíkt fer saman við skemmdarverkastarfsemi þeirra gegn góðum málum, sem þjóðin bíður í ofvæni eftir að þingið taki til umræðu og afgreiði sem lög frá Alþingi.

 


mbl.is Engin verkáætlun kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sjáum hvað þingflokkurinn leggur fram á næstu dögum -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.10.2010 kl. 16:48

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég get ekki sagt að ég bindi miklar vonir við næsta tillegg þeirra.  Þeim er það gjörsamlega hulið, að stærsti þátturinn til lausnar á skuldavanda heimila og fyrirtækja í landinu, er að heimilin og fyrirtækin fái auknar tekjur.  Tekjur bæði heimila og atvinnulífs aukast með aukinni atvinnu í landinu.   Það hefur engu samfélagi hingað til tekist að auka tekjur sínar með "einhverju öðru".  Eigi ekki að nýta eitthvert þeirra uppbyggingartækifæra sem eru á borðinu, þá verður þessi blessaði þingflokkur að koma fram með nothæfar tillögur til atvinnusköpunnar. Þær ættu að vera þó nokkrar í þessum ranni enda hljóta  40 ára samfelldar ábendingar  á "eitthvað annað" að hafa skilað einni eða tveimur nothæfum tillögum til atvinnuuppbyggingar í landinu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.10.2010 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1625

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband