Leita í fréttum mbl.is

Þá er sjálfsagt ekkert annað eftir en að..............

.......... halda áfram að hlusta á tillögur annarra og framkvæma ef þær hjálpa til við lausnar skuldavandanum.  Í það minnsta teldi einhver að fjögur áðurreynd úrræði stjórnvalda, bentu til þess að þau þyrftu að leita lausna utan eigin raða.

Telja má nokkuð ljóst úr þessu, að sú leiðrétting að færa höfuðstól lána til 1. jan. 2008 gengur ekki upp. Þá eru allar tillögur í þá veruna út af borðinu í bili alla vega.

Þá stendur hugsanlega eftir sú tillaga að lækka greiðslubyrði lánana tímabundið, eða í þrjú ár um helming og færa hinn helming greiðslana aftur fyrir lánin.  Slíkt úrræði, eitt og sér, myndi eflaust duga einhverjum, verði tíminn notaður til þess að koma hér í gang atvinnu og verðmætasköpun.  Hinir sem að hjálpar þyrftu yrði að sjálfssögðu hjálpað,jafnvel með afskriftum, eða frekari lengingu láns.

Grunnskilyrði þessa úrræðis yrði þó fyrst og síðast, eins og reyndar með hin úrræðin öll, að byggja þarf upp hér á landi aðstæður, sem auka greiðslugetu fólks,m.ö.o. auka atvinnu og verðmætasköpun. 

Ef stjórnvöldum, tekst það ekki með eða án hjálpar stjórnarandstöðu, þá væri heillavænlegast að stjórnvöld gæfust upp og fælu öðrum lausn vandans.  Fjórar árangurslausar tilraunir, eru í raun of mikið og sú fimmta yrði þjóðinni ofviða.

 


mbl.is Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristinn er ekki meirihlutastjórn í landinu? Ég stóð í þeirri meiningu, og þá þurfa stjórnvöld ekki aðstoð minnihlutanns, nema ef þeim vannti blóraböggul. Ekki þurfti samráð við Icslafe málið ef ég man rétt. Þessi stjórn er bara duglaus til allra verka. Það er málið.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Eðlilegast væri jú að stjórnvöld gætu leyst vandann, ein og óstudd.  En í sjálfu sér lítið við því að segja þó megnið af þeim 63 sem á þingi sitja finndu í sameiningu leiðir út úr vandanum.  Það er jú hlutverk þingsins að setja ríkisstjórninni fyrir lög og reglur til að framkvæma.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.10.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1642

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband