Leita í fréttum mbl.is

Ef ekki mistök, þá væntanlega vanhæfni.

Í stefnuræðu sinni 4. okt fór Jóhanna Sigurðardóttir mikinn í ásökunum sínum á bankana, fyrir það hversu tregir þeir væru til samvinnu við skuldara.  Daginn eftir í svari bankana, kom hins vegar fram, að ein  algengasta ástæðan fyrir því að þeir næðu ekki að ljúka við greiðsluaðlöðunnarsamninga væri sú að hið opinbera, ætti kröfur á viðkomandi, vegna skattskulda.

Það verður að teljast nánast ómögulegt, að stjórnvöldum hafi ekki verið kunn þessi hlið mála, nánast frá upphafi vandans. Nú er það svo að stór hluti þeirra sem leitað hafa samninga við bankana hafa ýmist komið frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilana og svo síðar Umboðsmanni skuldara.  Það verður því að teljast harla ólíklegt að enginn þeirra sem farið hefur þessa leið, hafi ekki verið sendur til baka, með þær upplýsingar, að vangoldin opinber gjöld, standi í vegi fyrir því að bankinn geti eitthvað gert fyrir viðkomandi.  

Það bendir þá einnig til þess að stjórnvöld hafi rauninni ekki haft samráð við aðila eins og Umboðsmann skuldara eða öllu heldur forvera hans, áður en þau úrræði sem að farið hefur verið í, hafa verið ákveðin.  Að öðrum kosti mætti annars draga þá ályktun, að ekki hafi verið hlustað á þá aðila í kerfinu, sem að haft er samráð við, eða leitað ráða hjá.

 Það er í það minnsta alveg ljóst að þessar upplýsingar um skattskuldir, þeirra sem ekki fá eðlilega afgreiðslu í bönkunum, eru ekki nýjar af nálinni og mun eldri en viku gamlar, líkt og stjórnvöld vilja láta líta út fyrir að sé.

Það er því alveg hægt að kalla það eitthvað annað en mistök, að stjórnvöldum hafi ekki tekist að komast fyrir vandann, þrátt fyrir fjórar  tilraunir undanfarna tuttugu mánuði.  En þá yrði maður að grípa til orða eins og vanhæfni og fúsk.


mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband