23.10.2011 | 11:48
Gott og blessað en....
.... en verður þetta nokkuð meira virði, þegar til kemur en feitletruð kosningaloforð Samfylkingarinnar, vorið 2009 um Skjaldborgina víðfrægu? Slær hjarta Jóhönnu kannski með velferðarkerfinu í undanfara næstu kosninga, líkt og það sló með heimilunum í landinu, vorið 2009?
Hvernig á skapa þá tekjuaukningu er til þarf til þess að þetta geti orðið að veruleika, án þess rýra kjör almennings á annan hátt á móti?
Allar skattahækkanir og nýir skattar, rýra á endanum kjör fólks. Neysluskattar og skattar á atvinnulífið, gera ekkert annað en að hækka verðlag og þar með verðbólgu, sem hækkar svo höfuðstól lána hjá fólki með verðtryggð lán og leiguna hjá þeim sem kjósa að leigja.
Þannig að á endanum, þá borgar fólk til baka, auknar bótagreiðslur og jafnvel meira til, þegar allt kemur til alls.
Það eina er gerir raunhæfa úr þessum tillögum, komi þær til framkvæmda, er samhliða þeim eða jafnvel áður, hafi atvinnulífið náð stórum hluta vopna sinna, er það missti við hrunið.
Það er jú öflugt atvinnulíf sem skapar ríkissjóði þær tekjur sem hann þarf til þess að halda uppi öflugu velferðarkerfi.
Það er hins vegar margreynt og í reynd fullreynt, að stefna núverandi ríkisstjórnar, sem Samfylkingin er jú aðili að, mun ekki ná að blása lífi í þær glæður atvinnulífsins er enn loga og því síður ná að kveikja nýja elda.
![]() |
Fæðingarorlof verði lengt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2011 | 19:02
Eintóna blaður forsætisráðherra.
,,Við höfum þurft að glíma við stjórnarandstöðuna bæði á þingi og í fjölmiðlum sem hefur að stórum hluta verið óvenjulega heiftúðug og ómálefnaleg, og óvæntar ákvarðanir Hæstaréttar og forseta Íslands hafa reynt mjög á þanþol stjórnmálanna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar.
Það getur nú varla talist merkilegt, að forsætisráðherra í ríkisstjórn, hvar sem er í hinum vestræna heimi, þurfi að berjast við stjórnarandstöðu á þingi. Eða þá að fjölmiðlum í frjálsu landi dirfist það, að vera á móti stefnu þeirrar ríkisstjórnar, er er við völd hverju sinni.
Hvað forsetann varðar, þá ætti nú Jóhanna að fá hann Hrannar sinn, til þess að skrifa forsetanum þakkarbréf fyrir það, að hafa haft vit fyrir sér og meðhlaupurum sínum í Icesavedeilunni. Staða ríkissjóðs í dag, þó slæm sé, er þó barnaleikur miðað við þá stöðu er uppi væri, hefði annað hvort Svavars eða Indriðasamningurinn orðið að lögum.
Það er valkvæð gleymska Jóhönnu og meðhlaupara hennar, að gleyma þeim hundruðum milljarða sem ríkissjóður hefði þurft að reiða fram vegna þeirra vaxta er samið var um í ofangreindum samningum.
Það er reyndar vonandi rétt, að þrotabú Landsbankans, mun geta greitt þær Icesaveinnistæður er töpuðust við fall Landsbankans. Er því helst að þakka, að í neyðarlögunum var gert ráð fyrir því að innistæðurnar nytu forgangs. Vextina er samið var um hefði hins vegar ríkissjóður þurft að greiða og til þess þurft að auka lántökur ríkissjóðs um hundruðir milljarða. Enda vextir vegna Icesave ekki í kröfuforgangi.
Líklegast þarf líka Jóhanna að þakka stjórnarandstöðuni fyrir framlag sitt við það að stöðva framgang ,,Stóra frumvarpsins um stjórn fiskveiða. Eftir að hafa þvælt málinu vetrarlangt á milli flokka, eftir niðurstöðu sáttanefndarinnar er stjórnarflokkarnir skrifuðu uppá, var á síðustu dögum þingsins lagt fram frumvarp um stjórn fiskveiða.
Nær allir þeirra er komu að gerð þess frumvarps, sem og allir umsagnaraðilar, hafa sagt frumvarp þetta meingallað. Það segir sig því sjálft, að hefði stjórnarandstaðan hleypt málinu í gegn síðast liðið vor. Þá væru í gildi núna nýsamþykkt lög um stjórn fiskveiða, sem ekki einu sinni þeir flokkar er að samþykkt þeirra stóðu, væru ánægðir með.
Hvað Hæstiréttur kann að hafa gert á hlut Jóhönnustjórnarinnar, er ekki gott að segja, nema þó helst að hann úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ógildar. Nema ef að ske kynni að gengislánadómar Hæstaréttar hafi knúið ráðherra ríkisstjórnarinnar til þess að leggja fram frumvarp að lögum, sem ekki einu sinni ráðherranir sjálfir skilja, samanber skilningsleysi Árna Páls Árnasonar viðskiptaráðherra á eigin lögum um endurreikning á uppgjöri ólögmætra gengislána.
Samkvæmt stjórnarskrá, þá á Hæstiréttur að dæma eftir lögum. Finnist forsætisráðherra eitthvað upp á það vanta, þá á ráðherrann að nefna dæmi þess efnis og rökstyðja þau. En ekki grafa undan þessum æðsta dómstóli landsins, með lýðskrumskenndum upphrópunum og hálfkveðnum vísum.
![]() |
Stolt af því að vera formaður áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2011 | 15:28
Lygar og sögufalsanir Jóhönnu Sigurðardóttur í 32 ár.
"Allt þetta tókst okkur af því að unnið var skipulega eftir plani A strax frá upphafi en ekki B plani Framsóknarflokksins eða D plani Sjálfstæðisflokksins sem fram komu þremur árum eftir hrun." Segir Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar í íþróttahúsi Vals á Hlíðarenda.
Það er að vísu satt hjá henni, að af skiljanlegum ástæðum, hefur enginn verið að vinna samkvæmt nýtilkomnum tillögum, sem efnahags tillögur Sjálfstæðis og Framsóknarflokks eru, áður en þær komu fram.
Lygin og sögufölsunin, sem Jóhönnu er svo töm, er hins vegar að, í orðum Jóhönnu fellst það, að þetta séu fyrstu og einu tillögur þessara flokka í efnahagsmálum frá hruni. Báðir flokkarnir, hafa í það minnsta þrisvar komið með efnahagstillögur frá hruni, vorið 2009 í aðdraganda kosninga og svo í þingbyrjun árin 2010 og 2011.
Reyndar er ekki hægt að segja að þessar lygar og sögufalsanir Jóhönnu, komi á óvart. Hennar stíll, allan sinn þingferil sem spannar heil 32 ár, hefur verið ósannsögli, samvinnutregða, frekjugangur og ódýrar lýðskrumsyfirlýsingar hennar, sem gjarnan hafa þó hljómað er hún hefur setið í stjórnarandstöðu. Nægir þar að nefna blaðagreinar hennar um afnám verðtryggingar og lækkunnar skatta á eldsneyti.
Hvorugt þessara atriða hefur Jóhanna hins vegar viljað snerta á, er hún hefur verið í aðstöðu til þess, sem ráðherra. Ríkisstjórn hennar, svokölluð ,,Norræn velferðarstjórn, hefur ríkisstjórnin hækkað alla neysluskatta og bætt inn nýjum, sem allir valda því að lánskjaravísitalan hefur hækkað og þar með höfuðstóll verðtryggðra lána.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur einnig svikið hvern einasta samning er hún hefur undirritað. Nægir þar að nefna stöðugleikasáttmálann, viljayfirlýsingu vegna síðustu kjarasamninga, auk þess sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur hlaupið sem fætur toga frá þeirri sátt er náðist í sáttanefnd um stjórnfiskveiða, er fulltrúar ríkisstjórninni í nefndinni, settu stafi sína við.
Við þetta má svo bæta framgöngu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave og vilja og/eða getuleysi stjórnarinnar í málefnum heimilana í landinu. Þeirra heimila er hjarta Jóhönnu, sló þó svo fallega með í kosningabaráttunni vorið 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir á alla möguleika á því að brjóta blað í alheimssögu stjórnmálana, þ.e. að vera kosinn lélegasti stjórnmálamaður, tveggja alda í röð.
![]() |
Jóhanna sjálfkjörin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2011 | 21:09
Hægri - vinstri að deyja út??
Nú til dags, þykir það ,,hipp og kúl", að setja upp spekingslegan svip og tilkynna andlát vinstri og hægri pólitíkur. Sú andlátsfrétt er hins vegar stórlega ýkt og eins fjarri sanni og hugsanst getur.
Hugtökin sem slík, líða ekki undir lok, nema einhver taki sig til og breyti nöfnum þessara hugtaka. Hugtökin verða þó enn til, bara á nyjum ,,kennitölum" eða undir nýju nafni. En efnislega verða þau að mestu óbreytt.
Menn flokkast til hægri, vinstri eða jafnvel á miðjuna í pólitík, vegna viðhorfa sinna og lífsgilda. Fólk mun halda áfram að fæðast, sem temur sér ákveðin viðhorf og lífsgildi, svo mikið er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2011 | 22:07
Óljós stefna - í besta falli breytileg.
Það er ekki ofsögum sagt, að stefna stjórnvalda í sjávarútvegsmálum er óljós. Í það minnsta er hún í besta falli breytileg.
Fyrir rúmu ári, þá lauk svokölluð sáttanefnd um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, störfum eftir ca. eins árs vinnu. Vinnu þar sem leitað var álita víða og keyptar skýrslur úr háskólum um málefnið.
Álitin og skýrslurnar voru svo notuð til þess að komast að þeirri niðurstöðu, sem fulltrúar stjórnvalda í nefndinni, ásamt nær öllum hagsmunasamtökum í greininni, skrifuðu undir.
Það fór samt ekki svo, að farið væri að skrifa af fullum krafti, nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða. Nei öðru nær. Við tók vetrarlangt reipitog og hrossakaup stjórnarflokkana, er skilaði frumvarpi er lítið átti skylt við tillögur sáttanefndarinnar, sem að stjórnvöld höfðu þó, á sínum tíma samþykkt.
Var að lokum, á síðustu dögum vorþingsins síðasta, frumvarpinu hent inn í þingið og í rauninni ætlast til þess að það rynni hratt og vel í gegnum þingið. Þau áform mistókust, sem betur fer, að mestu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar.
Vart var búið að fresta þingi sl. vor þegar stjórnarþingmenn og í það minnsta einn ráðherra ríkisstjórnarinnar sögðu frumvarpið meingallað. Siðan hafa fleiri úr stjórnarliðinu bæst við og enginn þeirra er komu að ritun frumvarpsins, vilja kannast við það, nema þá helst sjávarútvegsráðherra.
Reyndar hljóta stjórnarliðar, er nú sjá frumvarpinu allt til foráttu, alvarlega að íhuga að þakka stjórnarandstöðunni fyrir allt málþófið sl. vor. Án þess sætu þeir eflaust sveittir við að semja breytingar, á nýsamþykktum lögum um stjórn fiskveiða.
![]() |
Stefna stjórnvalda óljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2011 | 21:18
Smá Icesaveupprifjun.
Margir þeirra er börðust hvað harðast fyrir því að Svavarssamningurinn í Icesaedeilunni, yrði samþykktur og reyndar samningurinn hans Indriða líka, tala nú eins og öll þessi barátta andstæðinga samningana, hafi verið ys og þys út af engu. Þrotabú Landsbankans dugi líklegast fyrir innistæðunum.
Það er vissulega rétt, að líklega getur þrotabúið borgað þessar innistæður. En hver hefði þá borgað alla þessa vexti, sem voru á bæði Svavars og Indiðasamningunum? Eða er fólk búið að gleyma þeim? Er það kannski valkvæð gleymska?
Vextirnir af áðurnefndum samningum, hefði annar hvor þeirra orðið að lögum, voru upp á hundruðir milljarða og stór hluti þeirra, væri nú þegar greiddur, eða ca 100 milljónir, hvern einasta dag í ca. tvö ár.
Þá upphæð hefði þrotabú bankans aldrei borgað, enda vextir ekki meðal forgangskrafna í búið, líkt og innistæðurnar eru. Vextirnir hefðu meira að segja, verið það aftarlega í kröfuröðinni, að nær öruggt er að sá kostnaður hefði fallið á skattgreiðendur dagsins í dag og á skattgreiðendur framtíðarinnar.
Eitthvað hafa já - sinnar viljað láta að því liggja, að óleyst Icesavedeila, hafi valdið hér fjárfestingarfrosti og tafið atvinnuuppbyggingu í nokkur ár. En það vita það allir sem það vilja vita, að svo er ekki. Fjárfælinguna og atvinnusköðunina, á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og meðhlauparar hennar, alveg skuldlaust.
Líklegast er að hinn einbeitti ásetningur Jóhönnustjórnarinnar og meðhlaupara hennar, að koma Íslandi inn í ESB, hvað sem það kostar, ástæða þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, lagði sig fram með þunga er raun var á, að fá þessa þjóðhættulega samninga samþykkta.
Og það sem meira er, að ASÍ var beitt fyrir vagninn, reyndar án þess að spyrja félagsmenn, til þess að koma Icesaveklafanum á skattgreiðendur. Skattgreiðendur, sem margir hverjir, teljast til skjólstæðinga ASÍ, sem gæta á hagsmuna þeirra.
Fjárfestar hafa ekkert sett Icesavedeiluna fyrir sig og velflestir ekki minnst á hana einu orði. Það sem stendur helst í þeim, er ríkisstjórn hér á landi sem berst með kjafti og klóm, gegn öllu sem kallast fjárfesting og atvinnusköpun.
Hins vegar hafa ófáir kommisarar ESB og aðrir er hafa eitthvað með það að gera fyrir hönd ESB, að hleypa Íslandi inn í ESB, fari svo að Alþingi fyrir hönd þjóðarinna, samþykki inngöngu, allir sagt að óleyst Icesavedeila hindri inngöngu Íslands í ESB, þó allt annað væri frágengið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2011 | 21:31
Ofnotaði frasinn!!
Frasinn ,,klappstýra útrásarinnar" heyrist gjarnan þegar forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafnar Icesave, eða þá skýrir það út fyrir forsætisráðherra, að það sé forsætisráðherra sem framkvæmir vald forseta, en ekki öfugt.
Eflaust má vera vitur eftir á (reyndar mörgum þeim er beita frasanum það ómögulegt að vera vitrir í núinu) og segja forsetann hafa gengið of langt í því að halda veislur og halda ræður fyrir útrásarvíkingana.
Einnig ber að líta til þess að margir þeirra er ,,frasann" básúna og meðhlauparar, voru ekki síðri ,,klappstýrur útrásarinnar" en Ólafur Ragnar. Þó ekki hafi það kannski verið á jafn áberandi og opinberan hátt.
Össur Skarphéðinsson, hefur sagt í þingræðu, að andstöðu Samfo við fjölmiðlafrumvarpið um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar, megi að stórum hluta rekja til nýákominna tengsla flokksins við ákveðna viðskiptablokk (Baug). Ætti hann nú að vita sitthvað hvað þetta varðar enda var hann formaður Samfylkingarinnar á þessum tíma.
Þegar rannsókn og málaferli í stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar stóðu yfir, þá býsnaðist, stjórnarandstæðingurinn Jóhanna Sigurðardóttir yfir því hvað sú rannsókn og málaferli kostuðu mikið og taldi tíma og pengingum betur varið í eitthvað annað.
Róbert Marshall, núverandi formaður Allsherjarnefndar, þáverandi fréttamaður á Baugsmiðli, sendi tölvupósta um allar koppagrundir og hvatti fólk, hvort sem það væri andvígt, fylgjandi fjölmiðlafrumvarpinu, eða bara yfirhöfuð vissi út á hvað lögin gengu, að skrifa undir áskorun til forsetans um að synja lögunum staðfestingar.
Telur fólk kannski að þetta samfylkingarfólk, hefði beitt sér á þennan hátt í þágu Baugs, hefði það vitað, hvað myndi gerast hér í okt 2008?
Líklegast telur fólk ekki svo vera. Er þá einhver ástæða til að halda, að Ólafur Ragnar Grímsson, hafi séð það fyrir er gerðist hér í október 2008?
![]() |
Fordæmalausar bréfaskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2011 | 22:11
Forsetakosningar NATO og tillögur stjórnlagaráðs.
Allir þingmenn Vg. nema þeir Steingrímur J. og Jón Bjarnason, hafa ásamt þeim Atla Gíslasyni og Birgittu Jónsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu, þess efnis að þjóðin skuli fá að kjósa um mitt næsta ár um áframhaldandi aðild að NATO.
Um mitt næsta ár, er ca. þegar forseta kosningarnar verða og samhliða þeim vill Jóhanna láta kjósa um frumvarpið er verktakarnir 25 er kallaðir eru stjórnlagaráð skrifuðu. Fínt að fá NATO líka með í púkkið og auðvitað ætti einnig að kjósa til þings líka, þó svo að nauðsynlegt sé reyndar að þingkosningar verði mun fyrr.
Hins vegar man ég ekki betur, að ekki hafi verið hægt að kjósa aftur til stjórnlagaþings, eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna til stjórnlagaþings, samhliða Icesavekosningunum hinum síðari, þar sem Icesave hefði yfirskyggt heilagleika stjórnlagaþingsins.
En eru ekki líkur á því að forsetakosningar og jafnvel kosning um NATO, yfirskyggi ekki algjörlega, heilaga ritningu verktakana 25?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2011 | 20:39
Bankasýsla og trúverðugleiki.
Í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld, birtist Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og talaði um af dramatískum þunga, að trúverðugleiki Banaksýslu ríkisins væri í veði. Það kæmi ekkert annað til greina, til þess að bjarga honum, en að ráðning Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins yrði dregin til baka.
Stöldrum nú aðeins við.
Hver væri trúverðugleiki Br ef að stjórn hennar ræki þann sem hún mat hæfastan þeirra er sóttu um starfið? Og ekki nóg með það, heldur rökstuddi stjórnin þetta mat sitt á hæfni Páls, er fjármálaráðherra bað um rökstuðning fyrir ráðningunni. Væru það trúverðug vinnubrögð stjórnar Br?
Er ekki réttast að hætta að horfa á það, hver var ráðinn og horfa til þess hver réð hann? Það er öllum frjálst að sækja um störf er losna hér á landi og það er ekki ákvörðun þeirra er sækja um, hvort þeir fái starfið eða ekki.
Er það þá ekki meint dómgreindarleysi stjórnar Br, sem rýrir trúverðugleika Br? Eru það þá ekki rétt vinnubrögð að krefjast afsagnar, eða setja af stjórn Br og láta nýja stjórn ákveða, hvað verði um Pál?
En hver er trúverðugleiki þeirra stjórnarþingmanna, sem Sigríður Ingibjörg talaði fyrir í fréttum Sjónvarps? Greiddu þeir ekki allir atkvæði með stofnun Bankasýslu ríkisins, sem hefur þann tilgang m.a. að rjúfa pólitísk tengsl við bankakerfið? Hver er trúverðugleiki þeirra þingmanna, er hafa svo jafn grímulaus pólitísk afskipti að Bankasýslunni vegna þess að þeir eru ósammála ákvörðun stjórnar hennar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2011 | 06:50
Ráðningahremmingar hinnar gagnsæju tæru vinstristjórnar.
Á tveimur og hálfu ári hefur eftirfarandi gerst:
1. Ráðning seðlabankastjóra. Reynt að lauma inn óupplýstum en umsömdum launakjörum seðlabankastjóra í gengum stjórn bankans.
2. Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Til þess þurfti tvö ráðningarferli, þar sem uppáhald ráðherra málaflokksins, naut ekki stuðnings stjórnar í fyrra ferlinu. Ráðherrauppáhaldið og sá/sú sem meirihluti stjórnar vildi ráða sóttu ekki um í seinna skiptið
3. Umboðsmaður skuldara ráðinn, rekinn og nýr ráðinn, þar sem ráðherra gat ekki varið ,,pólitískt" ráðningu þess fyrri.
4. Ráðinn skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytið. Jafnréttislög brotin.
5. Ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Handrit að uppsögn þess er ráðinn var og ráðning á öðrum í embættið í smíðum.
Er þetta ekki bara nokkuð vel að verki staðið, á bara tveimur og hálfu ári?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- 110.000 manns á götum úti: Byltingin er hafin
- Bekkjarfélagi byssumannsins: Var ekki skrýtinn
- Með útrýmingu leiðtoga Hamas lýkur stríðinu
- Þrír ferðamenn hurfu sporlaust í Færeyjum
- Dróni hæfði eina stærstu olíuvinnslu Rússlands
- Rússneskir drónar í lofthelgi Rúmeníu
- Íslendingur í London: Rusl, MAGA-húfur og Jesús
- Á Robinson yfir höfði sér dauðadóm?
- Níu handteknir fyrir að ráðast á lögreglu
- 21 slasaðist í sprengingu á Spáni