Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
28.3.2013 | 23:13
Léleg rök svokallaðra 'fulltrúa þjóðarinnar'
Rökin gegn 40% samþykktinni á stjórnarskrárbreytingum halda ekki vatni.
Í þeim rökum er gengið út frá því að þjóðin hafi kannski ekki nægan áhuga á stjórnarskrárbreytingum og mæti því ekki á kjörstað.
Af þeim sökum verði erfitt að afla breytingunum sem 67% kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi samþykkja fylgis meðal 40% kosningabærra manna.
Nú hafa flestir þeirra er þessi rök eiga haldið því statt og stöðugt fram að það sé krafa frá þjóðinni að stjórnarskránni verði breytt. Eða hún endurskoðuð.
Afhverju ætti því að vera svona erfitt að afla breytingum á stjórnarskrá fylgis 40% kosningabærra manna ef breytingarnar eru krafa þjóðarinnar?
Eða er það kannski bara raunin að það er 'bara' minnihluti þjóðarinnar, undir 40%. Sem krefst breytinga eða endurskoðunnar á stjórnarskrá?
Breyting á stjórnarskrá samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2013 | 22:49
'Ekki' fréttnæmt í sögulegu samhengi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2013 | 22:55
'Groundhog day' kjörtímabil vinstri stjórnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2013 | 22:48
Hvað tafði málið?
Hverslags vinnubrögð eru það, að leggja fram frumvarp til lausnar vanda sem hefur blasað við í tvö ár ca. á síðasta áætlaða starfsdegi þingsins?
Það féll dómur fyrir ca. tveimur árum í máli fólks sem skrifað hafði upp á húsnæðislán, sem síðan var afskrifað að hluta. Dómurinn gekk á þann veg að fólkið sem skrifað hafði upp á lánið sæti uppi með það sem afskrifað var. Semsagt bankinn mátti gera kröfu á fólkið sem skrifaði upp á lánið fyrir þeirri upphæð sem afsrifuð var.
Núna ca. tveimur árum síðar, á síðasta degi þingsins samkvæmt starfsáætlun, vaknar loks fjármálaráðherra og leggur fram frumvarp um aukavaxtabætur fyrir fólk sem þarf að greiða lán það skrifaði upp á en voru síðan felld niður.
Fyrir tveimur árum hefði kannski mátt fagna svona frumvarpi. En í dag læðist að manni sá grunur að framlagning frumvarpsins hafi meira með nálægð kosninga að gera. En einhvern skilning á stöðu þess fólks er frumvarpið á ná til.
Þingfundur á laugardegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2013 | 20:00
Raunveruleg ástæða uppnáms?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2013 | 22:01
Að þjóðin njóti vafans.
Þegar hugað er að uppgangi og vexti þjóðar . Ætti fólk (þjóðin) að hafa varan á sér gagnvart Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Þjóðin ætti að leyfa sér sjálfri að njóta vafans og láta það ógert að kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð.
Svandís með efasemdir um Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2013 | 21:19
Stefán Ólafsson í skógarferð!!
Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands opinberar á Eyjubloggi sínu, yfirgripsmikla vanþekkingu sína á stjórnarskrá Íslands.
Þar segir Stefán meðal annars:
"Ef nýr þingmeirihluti ætlaði sér svo að fella þau ákvæði úr gildi á næsta kjörtímabili, í þágu auðmannastéttarinnar, þá væri forsetinn vís með að senda slíkt stórmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annað væri raunar óhugsandi."
Eins og breytingarákvæði stjórnarskrárinnar kveða á um, þá öðlast þessi ákvæði ekki gildi nema, þingið eftir kosningarnar í vor, samþykki þau óbreytt og forsetinn staðfesti þau.
Það er því með öllu ómögulegt að málskotsákvæði stjórnarskrárinnar 26. greinin, nái svo langt að hún geri forsetanum það kleift að synja höfnun þingsins á frumvarpi staðfestingar. Til þess að finna slíkt út. Þarf í það minnsta, ógnarlanga lagatæknilega teygju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2013 | 21:47
Auðlindaákvæði Framsóknar smellpassar í kvótafrumvarp Steingríms J.
Þessa daganna skipta stjórnarliðar á þingi bæði litum og skapi yfir auðlindákvæðistillögu Framsóknarflokksins.
Þar fer fyrir brjóstið á þeim að umsaminn nýtingarréttur til ákveðins tíma, skuli njóta óbeinnar eignarverndar. Sem sagt, sé samið um nýtingarrétt í t.d. 20 ár, þá verji stjórnarskráin þann samning og hann verður því ekki numinn úr gildi eða breytt, nema með samkomulagi hlutaðeigandi eða gegn greiðslu bóta.
Nú ber svo við að atvinnuveganefnd þingsins, sem Lilja Rafney er formaður í, hefur skilað af sér til annarar umræðu, frumvarpi atvinnuvegaráðherra Steingríms J. Sigfússonar um breytingar á stjórn fiskveiða.
Í því frumvarpi er gert ráð fyrir nokkurs konar nýtingarsamningum milli útgerðar og stjórnvalda. Samningstíminn eigi að vera ca. 20 ár með möguleika á framlengingu. Útgerðin greiðir svo að sjálfsögðu veiðigjald á samningstímanum.
Væntanlega munu samningar þessir njóta verndar stjórnarskrárinnar. Þannig að í rauninni er um það sama að ræða í frumvarpinu og tillögurm Framsóknar.
Afhverju er þá allur þessi hávaði út af málinu? Skildi það vera vegna þess hluta auðlindaákvæðis Framsóknar sem stjórnarliðar þora ekki að nefna? þeim hluta er bannar framsal á yfirráðum auðlinda til erlends stjórnvalds eða stofnunar?
Líkti Framsóknarflokknum við flugeld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2013 | 15:02
Valkvæður misskilningur um valdaframsal og afneitun á eigin ábyrgð.
Í lýðræðisríki kemur allt vald frá þjóðinni. Nú er orðið ljóst að lítill hópur þingmanna með forseta Alþingis í forsvari ætlar að hunsa niðurstöður þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór hinn 20. október síðastliðinn þar sem yfirgnæfandi meirihluti eða 2/3 ákvað að frumvarp Stjórnlagaráðs yrði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands.
Ef framganga forseta þingsins verður ofan á munu skapast hér á landi fordæmalausar aðstæður þar sem lítil klíka fólks á Alþingi hefur tekið völdin af þjóðinni."
Það er valkvæður misskilningu þremenninganna að fram hafi farið eitthvað 'valdaframsal' frá þinginu til þjóðarinnar.
Þjóðin var hins vegar beðin um ráðgefandi álit sitt á því hvort að leggja ætti fram tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýju frumvarpi að stjórnarskrá. En ekki sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá.
Töluverður munur þar á þar sem kveðið er á um það í þingsköpum að efnisleg meðferð frumvarpa á Alþingi fari fram í þremur umræðum í þingsal með nefndarstarfi á milli.
Nefndarstarfið gengur að stórum hluta út á það að leitað er umsagna fagaðila og hagsmunaaðila um þau mál sem til umræðu eru hverju sinni. Af þeim sökum er það einboðið að frumvörp taki breytingum í meðförum þingsins.
Staða málsins er hins vegar þannig í dag að stuðningur við málið svo breyttu eftir að tillit hefur verið tekið til umsagna og athugasemda tillögur stjórnlagaráðs, er ekki fyrir hendi hjá meirihluta þingmanna.
Það er hins vegar rétt hjá þingmönnum Hreyfingarinnar að ábyrgðina á ástandinu er að finna hjá fyrrverandi og núverandi formönnum stjórnarflokkanna. Ásamt þingmönnum þeirra flokka.
En þingmenn Hreyfingarinnar geta samt sem áður, ekki varpað allri ábyrgð á ástandinu af sér. Enda studdu þeir þann málatilbúnað stjórnarflokkanna og verklag að hefja ekki efnislega vinnu við tillögur stjórnlagaráðs er þær lágu fyrir, haustið 2011.
Segja litla klíku taka völdin af þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2013 | 08:38
Af fyrirséðu skipsbroti stjórnarskrármálsins.
Tillögur Árna Páls varðandi afgreiðslu eða málsmeðferðar á frumvarpi eftirlits og stjórnskipunarnefndar Alþingis að nýrri stjórnarskrá, eru í rauninni bara síðbúin viðurkenning á því að verkstjórn málsins, hefur verið í molum frá upphafi.
Reyndar er það svo að í rúmlega hálft ár, hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og fleiri talað fyrir því sama og Árni Páll leggur nú til.
En í stað þess að taka málið strax faglegum tökum vinna upp úr tillögum stjórnlagaráðs vel ígrundaðar tillögur að nýrri stjórnarskrá eða breytingum á þeirri gömlu hafa persónulegir og politískir hagsmunir fárra einstaklinga keyrt málið áfram af fáséðu vanhæfi og frekju.
Það er eflaust bæði satt og rétt að stjórnarskrármálið hafi fengið gríðarlega mikla umræðu og umfjöllun. En slíkt skilar hins vegar aldrei tilætluðum árangri, eðli máls samkvæmt, nema tekið sé tillit til mismunandi sjónarmiða og faglegra athugasemda.
Ógöngur málsins í heild, skrifast því engan vegin á þá sem ötullega hafa bent á ýmsa vankanta, bæði á stjórnarskrártillögunum sem slíkum og málsmeðferðinni á þeim. Heldur eru þær ógöngur skuldlaus eign þeirra sem á verkstjorn málsins hafa haldið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar