Leita í fréttum mbl.is

'Ekki' fréttnæmt í sögulegu samhengi?

Hvað skyldi valda því að þegar niðurstöður skoðanakannanna eru birtar er alveg hætt að tala um þá skelfilegu stöðu sem núverandi stjórnarflokkar eru í.

Skildi það kannski vera vegna þess að fyrir u.þ.b. ári síðan gáfu þáverandi formenn flokka upp þá von að flokkar þeirra mynduðu nýja ríkisstjórn. Nema þá með þáttöku Framsóknar og jafnvel BF.

Þó að samkvæmt könnunum sé fylgi Framsóknar vissulega í sögulegu hámarki og fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki þá hlýtur fylgishrun núverandi stjórnarflokka að heyra til nokkurra eindæma í sögulegu samhengi.

Ef við berum saman úrslit tveggja síðustu þingkosninga og bætum könnun MNR inn í dæmið, þá lítur sá samanburður svona út.

Stjórnarflokkar hrunstjórnarinnar svokallaðrar (Sjálfstæðisflokkur og Samfylinging) fengu saman þrátt fyrir allt meirihluta greiddra atkvæða í þingkosningunum 2009 eða um 54 % ef ég man rétt. Núverandi stjórnarflokkar fengu hins vegar 53% samtals.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fengu semsagt ca. 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2007. Það ætti að gefa okkur fylgisrýrnun um ca. 20 %.

Fylgi núverandi stjórnarflokka er 32 prósentustigum minna en þingkosningum 2009 samkvæmt könnun MNR. Það gefur okkur fylgisrýrnun nálægt 60%. Ætli það þyki ekki fréttnæmt?

Til gamans má svo geta að Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa rýrnað samtals um ca. 12% á þessu kjörtímabili.

mbl.is Framsóknarflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband