Leita í fréttum mbl.is

Raunveruleg ástæða uppnáms?

Það á sér kannski afar einfalda skýringu þetta uppnám sem stjórnarskrármálið er komið í uppnám eftir breytingartillögu Margrétar Tryggvadóttur.

Fyrir nokkrum vikum var sett í gang vefsíða til þess að þrýsta á alþingismenn um að greiða tillögum stjórnlagaráðs, svo breyttum, atkvæði sitt. 20.oktober.is.

Lengi vel vantaði nokkra þingmenn upp á það, að meirihluti væri fyrir tillögunum í þinginu. Var staðan reyndar þannig þegar 'formennirnir þrír' komu með sína breytingartillögu, til lausnar deilunni.

Skömmu eftir að tillaga formannanna var komin á dagskrá þingsins. Þá bættust allt í einu nógu margir þingmenn við lista þeirra sem samþykkja vilja tillögur stjórnlagaráðs.

Eftir þá breytingu á listanum, var allt í einu komin meirihluti fyrir tillögum stjórnlagaráðs í þinginu. Sé mark takandi á listanum.

Það skildi þó ekki vera ástæða uppnámsins, að þeir sem bættust við á listann, eftir að formannatillagan kom fram. Hafi sett sig á listann í trausti þess að tillaga formannanna yrði samþykkt og tillögur stjórnlagaráðs biðu því næsta þings. Eða jafnvel síðari tíma.

Þeir hafi því ekki skráð sig á listann því þeir vildu samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Heldur látið undan þrýstingi frá vefsíðunni. Í trausti þess að þurfa ekki að efna loforð sitt. En fá samt klapp á bakið fyrir stuðninginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég á bara eina spurningu sem leitar stöðugt á mig og ég spyr hennar oft án Ess að fá nokkurt svar. Hún er: Af hverju þarf að breyta stjórnarskrá?

Þess má að auki spyrja: Af hverju í þessum logandi hvelli ef einhver rökræn ástæða er fyrir þessu?

Átt þú einfalt svar við þessu?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2013 kl. 21:14

2 Smámynd: Björn Emilsson

Eini tilgangurinn með bröltinu er krafa Jóhönnu, að geta troðið Islandi í ESB

Björn Emilsson, 15.3.2013 kl. 20:26

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

INNLIMUNARSINNAR vilja breyta stjórnarskránni til að auðvelda fullveldisframsalið.  Í tillögum að nýrri stjórnarskrá eru greinar sem eiga að einfalda fullveldisframsal.  Aðrar breytingar eru fremur lítilvægar í þessum tillögum en fólk sem gefur sig út fyrir að vera eitthvað "lýðræðiselskandi" hefur látið stjórnlagaþingsmenn ljúga því að sér að þarna séu "MARGAR" lífsnauðsynlegar tillögu sem muni bæta hag þjóðarinnar, en einhverra hluta vegna verður minna um svör þegar spurt er hverjar þessar tillögur séu .

Jóhann Elíasson, 16.3.2013 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1619

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband