Leita í fréttum mbl.is

Það segir sig auðvitað sjálft......

... að baki umsókn verði að vera fyrir hendi vilji til þess að ganga þangað inn.  Aðildarferlið sem slíkt, hefst í rauninni ekki fyrr en sú þjóð er sækir um, hefur ,,skoðað í pakkann" / ,,hvað sé í boði". 

Pakkinn er löngu kominn.  Hann innihélt skýrslu framkvæmdastjórnar ESB, um svör íslenskra stjórnvalda á spurningum ESB, um íslenskt lagaumhverfi og stjórnsýslu.

Þegar komið er þeim punkti í ferlinu, þá er búið að skoða í pakkann.  Þá tekur við aðlögun á lögum og stjórnsýslu umsóknarríkis að ESB.  Um þá aðlögun eru stjórnarflokkarnir langt því frá sammála. 

Eins bent hefur verið á, alveg frá því að umsóknin var send út, þá býður ESB ekki upp á svokallaðar kynningarviðræður, vegna ESB-aðildar.  ESB í rauninni krefst þess að vilji stjórnvalda umsóknarlandi, sé til inngöngu í sambandið.  Aðildar/aðlögunnarferlið krefst þess að því stýri skýrt og óyggjandi pólitískt umboð frá báðum stjórnarflokkum, til þeirrar aðlögunnar sem að hér þarf að fara fram.

Slíku er ekki fyrir að fara, heldur svarar annar stjórnarflokkurinn, Vg. í hálfkveðnum vísum og útúrsnúningi, er á talsmenn hans í málaflokknum er gengið, til þess að fá uppgefna afstöðu flokksins til málefnisins.

 ESB ætlast ekki til þess að aðildarumsóknir, séu notaðar sem skiptimynt í hrossakaupum, við stjórnarmyndanir.  Líkt og varð raunin á hér á landi.  


mbl.is Þarf að byggja á vilja til inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já málin eru að taka góða beygju, að menn átti sig á því að verið er að draga þá á asnaeyrunum af Samfylkingunni og sérstaklega Össuri og Jóhönnu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 18:14

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi vaknar blessað fólkið upp við vondan draum og snýr til betri vegar án ESB!

Sigurður Haraldsson, 23.10.2011 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1608

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband