Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
30.9.2010 | 19:57
24. greinin.
Ég get ekki annað en verið sammála hverju orði Svans þarna og á hann þakkir skilið. Svanur hefur verið frá upphafi stuðningsmaður Samfylkingarinnar (man ekki hvaða vinstri sellu hann fylgdi áður) og gefur sú staðreynd þessum orðum hans meira vægi. Það er nefnilega ekki hægt að segja að hallað hafi á Samfylkinguna, þegar Svanur hefur tjáð sig í fjölmiðlum áður.
Hins vegar er það svo annað mál hvort Jóhanna eða Samfylkingin hlusti á Svan og taki mark á orðum hans.
Stærsta vandamál Samfylkingarinnar, fyrir utan frammistöðu flokksins undanfarin misseri er leiðtogaleysi flokksins. Frammistaðan undanfarið skýrist eflaust að hluta til af leiðtogaleysinu. Formannskjör er örugglega ekki það sem Samfylkinguna langar í nú um stundir, enda allt í hönk þar innan borðs og formannskjör með öllum þeim plottum og trixum sem í boði væru, gætu nánast gengið frá flokknum. Hin kosturinn að bjóða fram með Jóhönnu í forystu, myndi skila sama árangri, alla vega hvað fylgi varðar.
Það er því ekkert víst að Jóhanna sé einhver áhugamanneskja um það að skila inn umboðinu og fara í kosningar og nánast ómögulegt að félagar hennar í Samfylkingunni myndu þrýsta svo mikið á hana í þá veru.
Það væri þá alveg þjóðinni til góðs, að Ólafur Ragnar Grímsson myndi brjóta upp þessa formföstu athöfn sem setning þingsins á morgun, enda kalla óvenjulegir og fordæmislausir tímar á eitthvað óvenjulegt og öðruvísi, og rjúfa þing í stað þess að setja það, með því að bera fyrir sig 24. grein Stjórnarskrárinnar.
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1) 1)L. 56/1991, 5. gr.
Alþingi rúið trausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2010 | 18:19
Umferðarlög og ráðherraábyrgð.
Burtséð frá dómgreindarleysi Ögmunds að tjá sig um landsdóminn á fundinum, þá var samlíking hans við umferðarlagabrot afar barnaleg og vart boðleg dómsmálaráðherra þjóðarinnar.
Landsdómur kemur til með skera úr um muninn á því hvort að ákveðnar athafnir hafi verið eðlilegar, léttvægar eða stórfelldar. Landsdómur þarf að skera úr um hvar línurnar þar á milli eru og saksóknari svo að sýna fram á að yfir þær línur hafi verið farið.
Þegar einstaklingur, kemur fyrir dómara fyrir umferðalagabrot, þá fær hann dóm í samræmi við, áður uppgefnar forsendur, þ.e. að rannsóknir hafa sýnt fram á það, að við þær aðstæður þar sem brotið var framið, segjum hraðakstur, er það metið hættulegt að aka yfir ákveðin hraða. Þannig að mælist ökutæki sakbornings yfir þeim hraða, þá ber að ákæra og dæma, eða ná sátt um refsingu vegna brotsins.
Í Tamílamálinu svokallaða,sem að fylgjendur ákæru á ráðherranna fjögurra vitnuðu í, var það alveg ljóst, að hefði sá ráðherra sem hlaut dóm í því máli, stungið skjölum undir stól, þannig að Tamílarnir fengu ekki þá málsmeðferð sem þeim bar. Semsagt hefðu þessi skjöl ekki verið falin, þá hefði verið fjallað um mál Tamílana á þann hátt sem stjórnvöldum bar og þeir fengið rétta málsmeðferð og annað hvort fengið landvistarleyfi eða ekki, eftir atvikum.
Sá aðili sem að fær það hlutverk að sækja Geir Haarde til saka, fyrir hönd Alþingis, þarf því ef að Tamílasamlíkingin á að ganga upp, sýna fram á hvað Geir, hefði átt að gera eða gera ekki og sýna fram á að afleiðingarnar af því hefðu ekki orðið þær, sem afleiðingar hrunsins urðu. Þar verður ekki í boði að halda því fram að einhver önnur pólitík, hefði skilað annari niðurstöðu, enda er það kolröng fullyrðing hæstvirts dómsmálaráðherra og fleiri þingmanna að dómhald fyrir landsdómi sé uppgjör við einhverja pólitíska stefnu.
Dómhald fyrir dómstólum snýst um það að sá sem sækir málið, þarf að sýna fram á sök í þeim ákæruliðum sem fyrir dómnum liggja og á hvaða hátt meint brot olli tjóni, eða hefði getað valdið tjóni. Saksóknari þarf að sýna fram á hvenær athafnir eða athafnaleysi er vítavert, ásamt þvi að sýna fram á hvaða tjón hafi hlotist af verknaðnum, eða hvaða tjón hefði getað hlotist. Saksónarinn þarf einnig að sýna frammá eða koma með sannfærandi rök fyrir því hvað hefði gerst eða ekki, hefði ekki verið framkvæmt eitthvað vítavert. Var það vítavert að biðja bankanna ekki einu sinni enn að minnka sig, eða átti að biðja þá um það tíu sinnum enn. Átti að biðja Landsbankann oftar en einu sinni enn að færa Icesavereikningana í erlend dótturfélög? Það veit enginn og mun aldrei vita hversu oft hefði þurft að biðja eigendur og stjórnendur bankana um ofangreind atriði svo þeir myndu hlýða beiðni stjórnvalda, því stjórnvöld gátu í rauninni ekki annað en beðið bankana um ofangreinda hluti, ekki látið þá gera þá. Eins þarf saksóknarinn að sýna fram á með sannfærandi hætti hvað, hefði átt að gera, varðandi hina ákæruliðina og sýna fram á að þær athafnir, hefðu valdið minna tjóni.
Verjandi sakbornings, þarf svo að sýna fram á að röksemdafærsla saksóknarans, vegna ofangreindra atriða bendi ekki til þess að eitthvað refsivert hafi verið framið.
Dómarinn í hraðaksturmálinu veit hins vegar að hafi sakborningur ekið hraðar en 30 km á klukkustund, þar sem hámarkshraðinn er 30km á klukkustund, þá hafi hann brotið lög. Sektarákvæðið eða refsingin fer svo eftir því hversu mikið hraðar ekið var, lítið yfir 30 lág sekt, mikið yfir 30 há sekt eða jafnvel prófmissir.
Það má því færa fyrir því rök, að takist saksóknara að sýna fram á refsiverðar athafnir eða athafnaleysi, þá hafi saksóknarinn burði til þess að stjórna landinu, svo til einn og óstuddur, án þings og ríkisstjórnar.
Gátum ekki setið undir þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2010 | 13:35
Hvert er hæfi Atla Gíslasonar og annarra þingmanna, er greiddu atkvæði til þess að sitja í Saksóknarnefnd Alþingis.
Í annarri frétt hér mbl.is sækir Atli það fast að taka sæti í svokallaðri Saksóknarnefnd Alþingis, eða að verða einn af fimm þingmönnum sem að verða muni saksóknara Alþingis innan handar við rannsókn málsins. Í fréttinni segir Atli meðal annars:
. Niðurstaða okkar byggist bara á því að það sem fram er komið er nægilegt og líklegt til sakfellis, segir Atli en áréttar að Alþingi er ekki dómstóll."
Nú er það svo, að þrátt fyrir að eiginleg rannsókn á máli Geirs H. Haarde fyrir landsdómi er ekki hafin. Það sem Atli segir hins vegar í fréttinni er, að hann og allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með málsókn, telja meiri líkur á sekt en sýknu. Telji þessir þingmenn einhver önnur skilaboð felast í atkvæðum sínum, þá opinbera þeir pólitískan ásetning sinn með atkvæðum sínum. Þeir væru þá í saksónarnefndinni á pólitískum forsendum, en ekki á þeim forsendum að rannsókn á sakamáli væri í gangi. Það er nefnilega svo að með uppvakningu landsdóms, varð mál Geirs að sakamáli. Ekki að einhverri mynd þess að taka pólitíska ábyrgð á einhverju. Það er beinlínis rangt sem að haldið er fram bæði af þingmönnum og öðrum sem tjá sig í bloggheimum að höfða beri sakamál á þeim sem báru pólitíska ábyrgð í hruninu, svo þeir geti axlað hana fyrir dómstólum. Væri svo þá bæri eflaust að stefna öllum þeim sem sátu á þingi frá feb 2008 fram að hruni, enda bar enginn þeirra þingmanna upp fyrirspurn í þinginu, hvorki munnlega né skriflega um stöðu bankana, hvað þá að nokkur þingmaður hafi svo mikið sem óskað eftir umræðum utan dagskrár um stöðu bankanna eða ríkisfjármála almennt á þessum tíma, þrátt fyrir eflaust hafi einhver tilefni verið til þess.
Það er nefnilega svo að pólitísk ábyrgð óbreyttra þingmanna, hvar í flokki sem þeir eru, að hafa eftirlit með Framkvæmdavaldinu. Varla verður hægt að færa fyrir því rök að þingmenn hafi sinnt þeirri pólitísku skyldu sinni, þannig að með öðrum orðum brugðust þingmenn allir sem einn pólitískri ábyrgð sinni.
Þeir þingmenn sem að greiddu atkvæði með ákærum á ráðherranna fjóra, eru því í rauninni búnir að "ákveða" um sekt ráðherrana fyrirfram. Í sakamálarannsókn er það jafnan reglan að sá eða sú sem að hefur fyrirfram gefið út yfirlýsingu um sekt þess grunaða, telst ekki hæfur til rannsóknar á málinu.
Svipuð viðmið hljóta að þurfa að vera uppi þegar saksóknari Alþingis verður kosinn. Varla er við hæfi að kjósa einhvern þeirra, sérfræðinga sem Atlanefnd kallaði fyrir nefndina er mæltu með málsókn, því að varla er hægt að áætla annað en að þeir sérfræðingar geri ráð fyrir meiri líkum á sekt en sýknu og telji þar með Geir og aðra ráðherra seka, samkvæmt sinni túlkun á ráðherraábyrgð, áður en að hin raunverulega rannsókn fer fram.
Alþingi ákveður breytingar á máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.9.2010 | 09:57
Þekkir ekki Atli reglur Alþingis um varamenn þingmanna?
Halda má að Atli Gíslason, hafi verið nokkuð viss, er hann lagði fyrir Alþingi tillögur nefndar sinnar um ákærur á ráðherrana, að þær yrðu allar sem ein samþykktar á Alþingi. Í það minnsta fannst honum engin nauðsyn að tala um vanhæfi einstaka þingmanna og ráðherra til þess að greiða atkvæði um ákærur á hendur ráðherrunum fjórum, þegar tillögurnar um ákærur voru lagðar fram fyrir nærri þremur vikum.
Á visir.is segir Atli:
Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá."
Hvorki í upphafi umræðu eða annar staðar í umræðunni, þótti Atla tilefni til að benda á meint vanhæfi þessa fólks. Öðru nær talaði hann um skyldur þingmanna til þess að taka afstöðu í málinu, m.ö.o. að þingmenn greiddu atkvæði með eða á móti. Hjáseta við atkvæðagreiðslu, getur vart kallast að taka afstöðu.
Atla ætti að vera ljóst hverjar reglur þingsins eru varðandi fjarvistir þingmann og varamenn þeirra. Samkvæmt lögum þingsins, þá er ekki hægt að kalla inn varamann, nema fjarvistirnar verði tvær vikur eða lengri. Vildi Atli að þá að við umræður um skýrslu Atlanefndar, væri stór hluti þeirra sem tækju þátt í umræðunum varaþingmenn, en ekki aðalþingmenn? Eða vildi Atli, fresta stefnuræðu forsætisráðherra um einhverjar vikur og hefja umræður í þinginu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, án forsætisráðherra meints verkstjóra ríkisstjórnarinnar?
Fannst Atla þeir þingmenn flestir úr hans eigin flokki og Hreyfingunni, sem að voru þeirrar skoðunnar að það væri hlutverk Alþingis að höfða sakamál gegn einstaklingum, vegna pólitískrar ábyrgðar þeirra og efna til réttarhalda, til uppgjörs á markaðshyggjunni, eitthvað hæfari til greiða atkvæði? Þingmenn sem að voru jafnvel búnir að gera upp hug sinn áður en Atlanefnd tók til starfa og jafnvel áður en Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér skýrslunni?
Atli segir undirmál viðhöfð á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2010 | 22:49
Björgvin greinilega keypt greiningu Jóhönnu og náð bata.
Á flokksráðsfundi Samfylkingar, sem haldinn nokkrum dögum eftir útkomu skýrslu RNA, kom formaður flokksins Jóhanna Sigurðardóttir, með sína greiningu á veru Samfylkingarinnar í ríkisstjórna Geirs H. Haarde.
Vorið 2007 hafði flokkurinn orðið fyrir þeim ósköpum að andi Tonys Blair tók sér bólfestu í flokknum og störf hans í ríkisstjórn Geirs Haarde, því nær eingöngu stjórnast af blindum Blairisma. Björgvin telur sig sjálfsagt vera lausan við andsetningu Tonys Blairs og sé því nógu frískur andlega til þingsetu.
Það hlýtur hins vegar að vera einsdæmi í hinum vestræna heimi setjist aftur á þing einstaklingur, sem að yfir 40% þingmanna vildu ákæra fyrir embættisglöp örfáum dögum áður.
Töluverð spenna hlýtur að vera í lofinu, yfir því hvaða sessunauta hann dregur sér í þinginu. Skildi hann sleppa við að sitja hjá einhverjum þeirra 27 sem vildu ákæra hann? Eða dettur hann í lukkupottinn og dregur sér sæti milli þeirra Atla Gíslasonar og Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, fulltrúa Vg. í Atlanefnd?
Björgvin kemur aftur inn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 13:58
Samfylkingin að pissa í skóinn sinn?
Samkvæmt frétt á visir.is, þá mun Björgvin G. Sigurðsson taka sæti á Alþingi að nýju, þegar Alþingi kemur saman þann 1. okt. Þar með munu þrjú lykilvitni af í það minnsta fimm, sitja á Alþingi, þegar rannsókn á máli Geirs Haarde, vegna komandi málareksturs fyrir landsdómi.
Í þeirri rannsokn verður meðal annars undirskrift Ingibjargar á yfirlýsingu ríkisfjármálahóps í nafni Jóhönnu, koma til skoðunnar. Gegn neitun Jóhönnu á því að undirskrift Ingibjargar hafi verið vegna Íbúðalánasjóðs, munu auk Ingibjargar bæði Geir og Árni Matthiesen veita eiðsvarinn vitnisburð um að neitun Jóhönnu sé ekki sannleikanum samkvæm.
Reikna má einnig með að ræddur verði skortur á meintum skorti á upplýsingaflæði til Björgvins G., sem Ingibjörg er sögð hafa staðið að ásamt Össuri. Þar mun eflaust vera kallaður til skýrslutöku, Jón Þór Sturluson, er var aðstoðarmaður Björgvins í Viðskiptaráðuneytinu. Jón Þór fylgdi Ingibjörgu á fundi þá sem Ingibjörg fór á, sem ráðgjafi hennar. Ingibjörg sagði í sinni greinargerð er hún sendi öllum þingmönnum á föstudaginn var, að hún hefði ekki leynt Björgvin neinum upplýsingum. Það er því borðleggjandi, að hún á ekki annan kost en að standa við þau orð, við skýrslutöku. Þá er það spurningin, hvað Jón Þór segi í sínum eiðsvarna framburði við skýrslutöku? Styður hann fullyrðingar Ingibjargar, eða heldur hann hlífiskyldi yfir Björgvini?
Þáttur Össurar mun einnig verða til umræðu. Mun koma fram við skýrslutökur, að hans aðkoma hafi verið mun meiri, en frá og með Glitnishelginni?
Þáttur Ingibjargar, eða vitneskja um hann mun svo vera byggð á vitnisburðum, Geirs, Árna, Björgvins og Jóns Þórs, auk þess sem að vitnisburður Össurar gæti haft þar einhverja vigt.
Skúli Helgason, sem að greiddi atkvæði með málsókn á hendur Geir, en gegn málsókn á hendur Ingibjörgu og hinna ráðherrana, gæti svo verið kallaður til vitnis, enda var hann framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar árin 2006- 2009 og kom að myndun Þingvallastjórnarinnar sem slíkur og á eflaust sína kafla í stjórnarsáttmálanum.
Fari svo eins og margir lögfróðir menn hafa bent á, að Geir Haarde verði sýknaður fyrir landsdómi, þá mun hann ganga frá borði, sem saklaus maður. Hvað sem dómstóll götunnar segir. Samfylkingarráðherranir tveir og Björgvin, munu hins vegar þurfa að taka afstöðu til þess hvort þeim sé vært lengur á þingi eður ei.
Svo er það auðvitað spurningin, hvort að þingflokki Vinstri grænna, er kaus allur með ákærum á hendur Björgvini G. , geti hugsað sér að starfa í ríkisstjórn með flokki sem inniheldur, einn af þeim sem að þeir telja bera ábyrgð í hruninu. Sú staða er reyndar kominn upp að í 35 manna stjórnarmeirihluta á þingi, eru 18 þingmenn, sem telja Björgvin hafa brotið nóg af sér í starfi, svo stefna beri honum fyrir landsdóm. Varla er því hægt að búast við neinni lognmollu í samstarfi stjórnarflokkanna á næstu vikum og mánuðum.
Einar Kr.: Sýnir forherðingu Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 00:04
Jóhanna sagði líka...............
að hún eða ráðuneyti hennar hefði ekki rætt launamál við Má Seðlabankastjóra. Samt dúkkaði upp í bankaráði Seðlabankans tillaga frá Forsætisráðuneytinu um hækkun launa Más, flutt af fulltrúa Samfylkingar í bankaráðinu.
Laug Lára V. Júlíusdóttir upp á Jóhönnu í Seðlabankamálinu og svo nú aftur bæði Ingibjörg í greinargerð sinni og Geir H. Haarde í Kastljósinu, þegar hann skýrði út afhverju Jóhanna ekki skrifaði undir, heldur Ingibjörg?
Ætli hún gefi sama svar aftur áminnt um að segja sannleikann og ekkert annað en sannleikann, sem lykilvitni í máli Geirs Haarde, fyrir landsdómi?
Gaf ekki samþykki fyrir undirritun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2010 | 23:19
Mörður tvísaga!!
Merði tókst að hafa tvær mismunandi útskýringar á sama hlutnum, hvernig hann greiddi ekki atkvæði í máli Björgvins. Í pontu Alþingis sagði hann að sér finndist að Björgvin ætti að sleppa, fyrst Árni gerði
það.
Nokkrum mínútum síðan við fréttamann RÚV, sagði hann að sér hafi fundist mál Ingibjargar og Björgvins vera það samhangandi að sér hafi ekki þótt viðeigandi að Björgvin yrði dreginn fyrir dóminn. Ekki sannfærandi að vera tvísaga um sama hlutinn með nokkurra mínútna millibili.
Þegar menn eru tvísaga, þá er sannleikurinn ekki hugleikinn. Í besta falli sagði hann satt í annað skiptið. Miðað við fas hans í pontu Alþingis, þá sagði hann satt í því tilfelli, ef að hann á að hafa sagt satt í öðru hvoru tilfellinu.
Engin flokkslína Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2010 | 15:35
Steingrímur og Indriði smjatta á útsæðinu.
Það þarf eiginlega einhver góðhjörtuð manneskja að benda þeim Steingrími og Indriða á það, að skattstofnar ríkisins, eru ein af auðlindum þjóðarinnar. Samkvæmt auðlindastefun stjórnvalda, þá ber að ganga um auðlindir þjóðarinnar, með það fyrir augum að ofnýta þær ekki, eða misþyrma þeim á nokkurn hátt.
Svo má í leiðinni þenda þeim á að undistaða þeirrar auðlindar er öflugt atvinnulíf, sem ræður fólk til starfa, sem það greiðir svo skatta af. Sá hluti tekna fólks sem ekki fer svo í tekjuskattinn, fer að stórum hluta í það sem kallað er neysluskattar, matarskattur, eldsneytiskattur og fleiri tegundur vöru og þjónustu sem eru virðisaukaskattsskyldar.
Umgengni stjórnvalda við skattaauðlindina er hins vegar þannig að þau soga til sín allan kraft úr uppsprettunni með brjálæðislegum skattaaðgerðum á fyrirtæki landsins, sem að endanum verður til þess að framlag fyrirtækjana og starfsmanna þeirra í auðlindina (skattstofnana) verður minna og minna.
Er engu líkara en saga úr sjávarþorpi austan af fjörðum, frá kreppuárunum sé að endurtaka sig. En þar segir sagan að þorpsbúar hafi fengið sent kartöfluútsæði, sem þeir átu í stað þess að setja það niður og njóta ávaxta uppskerunnar sem hefði orðið margfallt það sem útsæðið var.
Tillögur um hærri skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef að ég man rétt, þá er uppboðsfrestunarúrræðið, sem nú er að renna út, frá tíma ríkisstjórnar Geirs Haarde, eða þá eitt af fyrstu verkum minnihlutastjórnar Vg og Samfylkingar, veturinn 2009. Var fresturinn hugsaður, sem tímabundið ástand á meðan ráðin yrði bót á vanda skuldsettra heimila.
Stærstur hluti heimila og reyndar fyrirtækja líka, tóku sín lán í allt öðru árferði en nú er. Flest fyrirtækjana standa undir, þeim skuldbindingum sem gert var ráð fyrir að yrðu á láninu á lanstímanum. Svo kom bankahrun og stjórnvöld og fjármálafyrirtæki hrópa í kór, að þessi fyrirtæki séu illa rekin því þau stóðu ekki af sér bankahrunið. Svipaða sögu má segja af flestum þeirra fjölskyldna sem að farnar eru að telja dagana sem þær eiga eftir að dvelja í því húsnæði sem þær hafa velflestar eytt ævisparnði sínum, blóð, svita og tárum í að eignast.
Á þessu rúmlega einu og hálfu ári sem liðið er síðan, hafa stjórnvöld, nánast staðið stjörf gagnvart vandanum og ekkert aðhafst, nema skellt einhverjum smáplástrum á svöðusárin og stundað aðrar smáskammtalækningar. Jafnframt hefur þjóðinni verið tilkynnt það, við hverja aðgerð stjórnvalda, að í pípunum sé allsherjarlausn og í raun verði henni varpað fram á næstu dögum.
Fréttir og umfjöllun Kastljósins undanfarna daga hafa svo bent klárlega á þá miklu handvömm og gagnleysi þessara aðgerða ríkisstjórnarinnar, gagnvart heimilum í vanda.
Í umfjöllun Kastljóssins um vanda Magnúsar Magnússonar kvikmyndagerðarmann, kom fram að "snilldin" við að bjóða þeim sem missa húsnæði sitt á uppboði að leigja sama húsnæði í allt að eitt ár, var í rauninni ekki hönnuð til að koma til móts við þann sem húsnæðið missir, heldur þann sem húsnæðið kaupir á uppboði. Að miða leiguna við fasteignamat í stað, greiðslugetu þess sem missir húsnæðið, er gersamlega út í hött og stjórnvöldum til háborinnar skammar. Sú aðferð þýðir að við hverjar 10 milljónir, sem eignin er metin samkvæmt fasteignamati skuli greidd leiga að upphæð ca. 45.000 kr. Það skýrir líklega, hvers vegna einungis 47 fjölskyldur af einhverjum hundruðum, hafi séð þann kost vænstan að taka leiguboðinu.
Fréttir af nýgengnum dómi þar sem fjármálafyritæki var heimilt að ganga að eigum ábyrgðarmanns, aðila er hafði gert greiðsluaðlöðunarsamning við fjármálafyrirtækið. Það þýðir í rauninni það, að fjármálafyrirtæki er ekki að ákveða að ganga til samninga við fólk um greiðsluaðlöðun, eða niðurfellingar skulda, heldur eru fjármálafyrirtæki í raun, að flytja greiðslubyrði þess er fékk hana minnkaða, yfir á þann sem gerðist ábyrgðarmaður lánsins. Það skýrir kannski afhverju fjármálafyrirtækin, voru nánast þögul á meðan þessi lagasetning gekk í gegn.
Yfirvofandi lagasetning sem að Árni Páll boðaði í kjölfar dóms Hæstaréttar um daginn í kjölfar gengislánadómsins, verður svo til þess að saga konunnar í Kastljósi gærkvöldsins, verður saga hundruða ef ekki þúsunda fyrirtækja.
Talað er um að hveitbrauðsdagar, borgarstjórnarmeirihluta, Besta flokks og Samfylkingar, hafi verið 100 og þeim lokið um daginn. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ætlaði sér ekki mikið fleiri hveitibrauðsdaga, en borgarstjórnarmeirihlutinn fékk. Ef mig misminnir ekki þá hóf Norræna velferðarstjórnin störf með því að henda fram 100 daga áætlun, eða svo til lausnar þeim vandamálum sem getið er, hér að ofan.
Fjöldi heimila á uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar