Leita í fréttum mbl.is

Þekkir ekki Atli reglur Alþingis um varamenn þingmanna?

Halda má að Atli Gíslason, hafi verið nokkuð viss, er hann lagði fyrir Alþingi tillögur nefndar sinnar um ákærur á ráðherrana, að þær yrðu allar sem ein samþykktar á Alþingi.  Í það minnsta fannst honum engin nauðsyn að tala um vanhæfi einstaka þingmanna og ráðherra til þess að greiða atkvæði um ákærur á hendur ráðherrunum fjórum, þegar tillögurnar um ákærur voru lagðar fram fyrir nærri þremur vikum.

 Á visir.is segir Atli:

„Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá."

 Hvorki í upphafi umræðu eða annar staðar í umræðunni, þótti Atla tilefni til að benda á meint vanhæfi þessa fólks.  Öðru nær talaði hann um skyldur þingmanna til þess að taka afstöðu í málinu, m.ö.o. að þingmenn greiddu atkvæði með eða á móti.  Hjáseta við atkvæðagreiðslu, getur vart kallast að taka afstöðu.

Atla ætti að vera ljóst hverjar reglur þingsins eru varðandi fjarvistir þingmann og varamenn þeirra.  Samkvæmt lögum þingsins, þá er ekki hægt að kalla inn varamann, nema fjarvistirnar verði tvær vikur eða lengri.  Vildi Atli að þá að við umræður um skýrslu Atlanefndar, væri stór hluti þeirra sem tækju þátt í umræðunum varaþingmenn, en ekki aðalþingmenn?  Eða vildi Atli, fresta stefnuræðu forsætisráðherra um einhverjar vikur og hefja umræður í þinginu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, án forsætisráðherra meints verkstjóra ríkisstjórnarinnar?

Fannst Atla þeir þingmenn flestir úr hans eigin flokki og Hreyfingunni, sem að voru þeirrar skoðunnar að það væri hlutverk Alþingis að höfða sakamál gegn einstaklingum, vegna pólitískrar ábyrgðar þeirra og efna til réttarhalda, til uppgjörs á markaðshyggjunni, eitthvað hæfari til greiða atkvæði?   Þingmenn sem að voru jafnvel búnir að gera upp hug sinn áður en Atlanefnd tók til starfa og jafnvel áður en Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér skýrslunni?

 


mbl.is Atli segir undirmál viðhöfð á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjömenningarnir sem ætluðu að standa að ákæru á hendur blásaklausu fólki verða að segja af sér þingmennsku strax. Ef þeir gera það ekki verður að flæma þá út úr þinghúsinu, og setjast að fyrir utan heimili þeirra. Þjóðin getur ekki sætt sig við svona vinnubrögð.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1608

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband