Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur og Indriði smjatta á útsæðinu.

Það þarf eiginlega einhver góðhjörtuð manneskja að benda þeim Steingrími og Indriða á það, að skattstofnar ríkisins, eru ein af auðlindum þjóðarinnar.  Samkvæmt auðlindastefun stjórnvalda, þá ber að ganga um auðlindir þjóðarinnar, með það fyrir augum að ofnýta þær ekki, eða misþyrma þeim á nokkurn hátt.

  Svo má í leiðinni þenda þeim á að undistaða þeirrar auðlindar er öflugt atvinnulíf, sem ræður fólk til starfa, sem það greiðir svo skatta af. Sá hluti tekna fólks sem ekki fer svo í tekjuskattinn, fer að stórum hluta í það sem kallað er neysluskattar, matarskattur, eldsneytiskattur og fleiri tegundur vöru og þjónustu sem eru virðisaukaskattsskyldar.

Umgengni stjórnvalda við skattaauðlindina er hins vegar þannig að þau soga til sín allan kraft úr uppsprettunni með brjálæðislegum skattaaðgerðum á fyrirtæki landsins, sem að endanum verður til þess að framlag fyrirtækjana og starfsmanna þeirra í auðlindina (skattstofnana) verður minna og minna.  

 Er engu líkara en saga úr sjávarþorpi austan af fjörðum, frá kreppuárunum sé að endurtaka sig. En þar segir sagan að þorpsbúar hafi fengið sent kartöfluútsæði, sem þeir átu í stað þess að setja það niður og njóta ávaxta uppskerunnar sem hefði orðið margfallt það sem útsæðið var.


mbl.is Tillögur um hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á stefna ekki að vera sú að auðlindir landsins verði sjálfbærar?

Með núverandi og væntanlegri stefnu stjórnarinnar í skattamálum verður gengið svo skart á auðlindina að hún þurkast út á tiltölulega stuttum tíma.

Hvað á þá að skattleggja?

Axel Jóhann Axelsson, 24.9.2010 kl. 16:15

2 identicon

Uppistaðan í skattstofnum næsta skattaárs verða lögfræðingar og bankamenn (já og varaborgarfulltrúar). Það verður búið að hrekja allar framleiðslu í landinu í gjaldþrot eða úr landi.

Ég fæ alltaf hroll þegar ég minnist fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars en þetta er ennþá vitlausari rányrkja.

Sveinn (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband