Leita í fréttum mbl.is

Umferðarlög og ráðherraábyrgð.

Burtséð frá dómgreindarleysi Ögmunds að tjá sig um landsdóminn á fundinum, þá var samlíking hans við umferðarlagabrot afar barnaleg og vart boðleg dómsmálaráðherra þjóðarinnar.

Landsdómur kemur til með skera úr um muninn á því hvort að ákveðnar athafnir hafi verið eðlilegar, léttvægar eða stórfelldar.  Landsdómur þarf að skera úr um hvar línurnar þar á milli eru og saksóknari svo að sýna fram á að yfir þær línur hafi verið farið.

 Þegar einstaklingur, kemur fyrir dómara fyrir umferðalagabrot, þá fær hann dóm í samræmi við, áður uppgefnar forsendur, þ.e. að rannsóknir hafa sýnt fram á það, að við þær aðstæður þar sem brotið var framið, segjum hraðakstur, er það metið hættulegt að aka yfir ákveðin hraða.  Þannig að mælist ökutæki sakbornings yfir þeim hraða, þá ber að ákæra og dæma, eða ná sátt um refsingu vegna brotsins.  

Í Tamílamálinu svokallaða,sem að fylgjendur ákæru á ráðherranna fjögurra vitnuðu í, var það alveg ljóst, að hefði sá ráðherra sem hlaut dóm í því máli, stungið skjölum undir stól, þannig að Tamílarnir fengu ekki þá málsmeðferð sem þeim bar. Semsagt hefðu þessi skjöl ekki verið falin, þá hefði verið fjallað um mál Tamílana á þann hátt sem stjórnvöldum bar og þeir fengið rétta málsmeðferð og annað hvort fengið landvistarleyfi eða ekki, eftir atvikum. 

Sá aðili sem að fær það hlutverk að sækja Geir Haarde til saka, fyrir hönd Alþingis, þarf því ef að Tamílasamlíkingin á að ganga upp, sýna fram á hvað Geir, hefði átt að gera eða gera ekki og sýna fram á að afleiðingarnar af því hefðu ekki orðið þær, sem afleiðingar hrunsins urðu.  Þar verður ekki í boði að halda því fram að einhver önnur pólitík, hefði skilað annari niðurstöðu, enda er það kolröng fullyrðing hæstvirts dómsmálaráðherra og fleiri þingmanna að dómhald fyrir landsdómi sé uppgjör við einhverja pólitíska stefnu. 

Dómhald fyrir dómstólum snýst um það að sá sem sækir málið, þarf að sýna fram á sök í þeim ákæruliðum sem fyrir dómnum liggja og á hvaða hátt meint brot olli tjóni, eða hefði getað valdið tjóni. Saksóknari þarf að sýna fram á hvenær athafnir eða athafnaleysi er vítavert, ásamt þvi að sýna fram á hvaða tjón hafi hlotist af verknaðnum, eða hvaða tjón hefði getað hlotist.  Saksónarinn þarf einnig að sýna frammá eða koma með sannfærandi rök fyrir því hvað hefði gerst eða ekki, hefði ekki verið framkvæmt eitthvað vítavert.  Var það vítavert að biðja bankanna ekki einu sinni enn að minnka sig, eða átti að biðja þá um það tíu sinnum enn. Átti að biðja Landsbankann oftar en einu sinni enn að færa Icesavereikningana í erlend dótturfélög? Það veit enginn og mun aldrei vita hversu oft hefði þurft að biðja eigendur og stjórnendur bankana um ofangreind atriði svo þeir myndu hlýða beiðni stjórnvalda, því stjórnvöld gátu í rauninni ekki annað en beðið bankana um ofangreinda hluti, ekki látið þá gera þá.  Eins þarf saksóknarinn að sýna fram á með sannfærandi hætti hvað, hefði átt að gera, varðandi hina ákæruliðina og sýna fram á að þær athafnir, hefðu valdið minna tjóni.

Verjandi sakbornings, þarf svo að sýna fram á að röksemdafærsla saksóknarans, vegna ofangreindra atriða bendi ekki til þess að eitthvað refsivert hafi verið framið.

Dómarinn í hraðaksturmálinu veit hins vegar að hafi sakborningur ekið hraðar en 30 km á klukkustund, þar sem hámarkshraðinn er 30km á klukkustund, þá hafi hann brotið lög.  Sektarákvæðið eða refsingin fer svo eftir því hversu mikið hraðar ekið var, lítið yfir 30 lág sekt, mikið yfir 30 há sekt eða jafnvel prófmissir. 

Það má því færa fyrir því rök, að takist saksóknara að sýna fram á refsiverðar athafnir eða athafnaleysi, þá hafi saksóknarinn burði til þess að stjórna landinu, svo til einn og óstuddur, án þings og ríkisstjórnar.

 


mbl.is „Gátum ekki setið undir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband