Leita í fréttum mbl.is

Sama nefnd og gaf "grænt ljós" á Magma Sweden.

Síðuritari vill byrja á því að geta þess, að hann vill af sjálfsögðu að þetta mál verði skoðað ofan í kjölinn, eins og öll önnur mál sem varða auðlindir okkar Íslendinga.

Samkvæmt fréttinni sem "blogg" þetta hangir við, segir að viðskiptaráðuneytið hyggist vísa máli Storms Seafood, til frekari skoðunar hjá nefnd um erlenda fjárfestingu.  

Síðuritari vill bara ítreka það, að hann vill að sjálfsögðu að mál Storms Seafood, verði skoðað "ofan í kjölinn" og til viðeigandi aðgerða gripið, ef eitthvað óhreint finnst í "pokahorni" þessa margumrædda "mjölpoka".  En samt vill síðuritari velta upp fáeinum atriðum.

 Fyrir nærri tveimur vikum, ákvað ríkisstjórnin, að stofna rannsóknarnefnd, sem að fara ætti yfir ferlið í Magma-málinu.  Þar lék þessi nefnd stórt hlutverk.  Það er því hægt að segja að nefnd um erlenda fjárfestinu sé í "rannsókn", hjá annari nefnd ríkisstjórnarinnar.  Nefnd um erlenda fjárfestingu, gaf í tví eða þrígang "grænt ljós" á kaup Magma Energy á hlutum í HS-Orku í gegnum "sænsku skúffuna".

 Er eðlilegt að nefnd um erlenda fjárfestingu, rannsaki mál Storms Seafood, óbreytt eins og ekki sé verið að rannsaka störf hennar vegna annara mála?   Eru það ekki heilbrigðir stjórnsýsluhættir að nefndarmenn stígi til hliðar, á meðan önnur nefnd rannsakar störf þeirra?  Hvaða skoðun skild dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hafa á þessum "stjórnsýsluæfingum"?


mbl.is Mál Storms í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er ótrúlegt. Auðvita á hún að stíga til hliðar og ef stjórnmálamenn hafa ekki frumkvæðið þá á nefndin sjálf að sjá sér sóma í því.

Valdimar Samúelsson, 8.8.2010 kl. 20:10

2 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta er útkomann, þegar tryggur samfylkingarmaður/kona er settur sem formaður nefndar. Haldið þið að Unnur Kristjánsdóttir, ósköp venjuleg kennarablók, sé formaður þessarar mikilvægu nefndar, nefndar með ráðherravald, afþví að hún viti allt um hvernig fara á með erlendar fjárfestingar á Íslandi. Og, nei. Hún er þarna bara afþví að hún er í samfylkingunni. Enda kom í ljós, loksins þegar reyndi á, að nefndinn gerir námkæmlega það er henni er sagt að gera. Þessi nefnd er handónýt, ætti að vera búið að reka hana og skipa aftur einhverjum sérfræðingum í þessum málefnum.

Dexter Morgan, 9.8.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband