Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
2.8.2010 | 18:45
Réttlætingarspuni vegna ráðningar Runólfs.
Lekið hefur verið út úr stjórnsýslunni, upplýsingum um að vanhæfi Ástu Sigrúnar Helgadóttur í embætti umboðsmanns skuldara, stafi fyrst og frems af fjölda óleystra mála hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilana. Samkvæmt upplýsingum úr stjórnsýslunni eru þessi óleystu mál nú orðin 820. Sú tala hljómar afar furðulega, enda komu fréttir frá þessari sömu stjórnsýslu, þann 1. júlí, eða fyrir mánuði síðan, þar sem fjöldi óleystra mála hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilana væri 500. Mun það vera aukning um 60% á einum mánuði sem að hlýtur að teljast stórmerkileg.
Það hlýtur einnig að vera stórmerkilegt í ljósi þessarar aukningu óleystra mála í júlímánuði einum að ekki hafi verið fleiri óleyst mál, hjá Ráðgjafastofuum fjármál heimilana en 500 mánuði fyrr. Reikna má með því að allt fra hruni hafi málum þar fjölgað jafnt og þétt, þá 22 mánuði sem liðnir eru frá hruni. Þó að aðeins væri miðað við 100 ný mál á mánuði að meðaltali, þá hafa borist alls 2200 ný mál til Ráðgjafaþjónustu heimilana og er það eflaust ekki afleitur árangur, miðað við þær forsendur að stofnunin hafi klárað 1700 mál, þessa 22 mánuði.
Einnig ber að hafa í huga varðandi þessa aukningu, að undanfarnar vikur hafa verið að falla úr gildi, hundruðir ef ekki þúsundir frystingar lána, sem ekki voru endurnýjaðar, vegna þess að í október næstkomandi, fellur úr gildi heimild til þess að fresta uppboðum á fasteignum einstaklinga og fjölskyldna vegna greiðsluerfiðleika þeirra.
Síðuritari vill þó taka fram, að hann hefur aldrei þurft að nýta sér þjónustu Ráðgjafastofu um fjármál heimilana, en hann hefur þó bæði heyrt og lesið gagnrýni um hægagang þar á bæ. Hafa ber þó í huga að hraði á afgreiðslu mála frá stofnuninni, hlýtur að mestu leyti, að vera í beinu sambandi við þær fjárheimildir, sem stofnunin hefur aðgang að, sem og þau lagalegu úrræði sem stofnunin býr yfir.
Af yfirlýsingum Runólfs Ágústssonar, nýskipaðs umboðsmann skuldara, sem að mati flestra annara en stjórnvalda, er talinn vanhæfari en Ásta Sigrún, nema auðvitað að "rétt" pólitísk tengsl séu ofar allri faglegri hæfni. Ætlar umboðsmaður skuldara að leysa öll þessi 820 mál, á þessum tveimur mánuðum, sem eru þangað til að að "uppboðsbannið" fellur úr gildi. Það gerir þá heil 410 mál á mánuði, sem að hlýtur að ganga næst "kraftaverki" og vera nálægt 20 málum, hvern virkan dag á þessum tveimur mánuðum.
Ekki verður af fyrri störfum Runólfs séð, að þar fari slíkur "kraftaverkamaður" er gæti komið slíkum "kraftaverkum í framkvæmd. Hins vegar má sjá af fyrri störfum Runólfs að hann hafi verið dyggur þjónn, Samfylkingarinnar, flokks félagsmálaráðherra sem skipaði í embættið.
Fyrri störf Ástu Sigrúnar benda hins vegar til áralangrar reynslu af vinnu við lausnir á fjárhagserfiðleikum fjölskyldna og einstaklinga. Hins vegar, virðist það vera Ástu Sigrúnu helst til vansa, við hæfismatið að vera ekki rétt pólitískt tengd, enda er hún hvergi skráð í stjórnmálaflokk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 14:40
"Ásættanlegur fórnarkosntaður" Norrænnar velferðarstjórnar?
Þegar einkavæðingu "hinni síðari" á bönkunum lauk síðasta sumar, þá tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra það hróðugur, að samningar hefðu tekist við kröfuhafa föllnu bankana, með mun minna framlagi ríkisins, en fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir. Talaði Steingrímur þar um upphæð allt að 250 milljörðum.
Það getur varla talist "tilviljun" að sú upphæð, sé svo nærri þeirri upphæð, sem rætt hefur verið um að ríkið þurfi að leggja til, staðfesti Hæstiréttur ekki dóm Héraðsdóms vegna vaxta í enduruppgjöri ólöglegra gengislána. Reyndar hefur hæsta talan í þessu sambandi verið sögð 350 milljarðar, en þá eru tekin með öll gengistryggð lán, sem bankarnir veittu. Gera má ráð fyrir því að einhver þessara lána standist lög, sér í lagi, lán til fyrirtækja sem veitt voru vegna viðskipta þeirra erlendis og því greidd út í erlendum gjaldmiðli.
Á meðan samningaviðræður stjórnvalda við kröfuhafa, um yfirtöku þeirra síðarnefndu á bönkunum, voru uppi háværar raddir um ólögmæti gengistryggðra lána, meðal annars frá Hagsmunasamtökum heimilana auk þess sem þónokkrir lögfræðingar tóku undir þá skoðun um ólögmæti gengistryggðu lánana. Kröfuhafarnir, þó svo að erlendir séu velflestir, voru hér ekki eingöngu með erlent starfslið í þessari samningagerð, heldur höfðu þeir íslenska aðstoðarmenn, eins og lögfræðinga og viðskiptamenntaða menn. Kröfuhöfunum var því alveg ljós, þessi vafi um lögmæti gengistryggðu lánana, er þeir gengu til samninga, við stjórnvöld.
Samningaviðræður þær sem hér er um talað, fólu meðal annars það í sér, að samið var um flutning lánasafna föllnu bankana yfir í ný einkavæddu banka kröfuhafana. Samið var um færslu þessara lánasafna, með mismundandi afföllum. Útreikningur affallana hefur verið þar reiknaður út frá hugsanlegu útlánatapi, hvers lánasafns fyrir sig, þ.e. hversu mikið yrði á endanum endurheimt af því fé sem lánað var.
Af þeim sökum var þá einnig samið um afföll á gengistryggðum lánum. Eins verður að telja það nær öruggt að lögmæti gengistryggðra lána og hugsanleg áföll, vegna dóms er staðfesti ólögmætið hafi verið rædd. Miðað við viðbrögð stjórnvalda vegna dóms Hæstaréttar þann 16. júní, tilmæla FME og SÍ vegna endurgreiðsluvaxta ólögmætra gengistryggra lána, viðbragða stjórnvalda vegna dóms Héraðsdóms, vegna endurgreiðsluvaxta ólögmætra gengistryggðra lána og þeirrar einlægu vonar stjórnvalda að Hæstiréttur fari nú ekkert að "krukka" í dómi Héraðsdóms, er líklegast að stjórnvöld hafi gengið í ábyrgð, vegna gengistryggðu lánana.
Það þýðir að stjórnvöld hafi þar í heimildarleysi, lofað ríkisábyrgð á endurheimtur gengistryggðu lánana, ef til þess kæmi að Hæstiréttur, dæmdi þó ólögmæt. Með öðrum orðum, stjórnvöld lofuðu kröfuhöfum, fullum endurheimtum á gengistryggðum lánum, að frádregnum afföllum. Slík loforð er að sjálfsögðu bannað að veita, án þess að fyrst sé lagt fram frumvarp um ríkisábyrgð, vegna málsins, sem að fær svo efnislega meðferð Alþingis og samþykki þess.
Allt ofangreint skýrir vel viljaleysi stjórnenda nýju bankana til samninga við stjórnvöld, um gengistryggðu lánin, sem að stjórnvöld hafa, að eigin sögn, staðið í allan síðastliðin vetur. Enda væri það í það í raun "fáranlegt" og varla í þökk kröfuhafana að stjórnendur bankana, semdu af sér, ríkisábyrgðartryggðar kröfur, vegna gengistryggðu lánana.
Hún er því löngu orðin ljós, þörfin á því að þetta einkavæðingarferli, Steingríms og félaga á bönkunum verði rannsakað og menn dregnir til ábyrgðar, komi í ljós afbrot þeirra í starfi, er við þetta einkavæðingarferli unnu og komu að ákvörðunartöku vegna þess.
Hugtakið í fyrirsögn bloggsins, "ásættanlegur fórnarkostnaður" , er fengið lánað úr frasasafni Vinstri grænna og er yfir það sem, Vinstri grænir kalla ótalmörg kjaftshögg, sem á þeim hefur dunið frá samstarfsflokki þeirra í ríkisstjórn, Samfylkingunni. Þjóðin hefur hins vegar takmarkaðan áhuga á þessum "ásættanlega fornarkostnaði" og finnst hann í raun með öllu óásættanlegur.
Styðja ekki björgun bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2010 | 11:42
Steingrímur & co. forherðast í Bretavinnunni, við hverja raun.
Allar götur frá því að "Svavarssamningurinn" var kynntur til sögunnar, hafa hlaðist upp, allra handa lagaleg rök gegn greiðsluskyldu Íslendinga vegna Icesave. Hafa flest ef ekki öll rök gegn greiðsluskyldunni, bent á það að engin ríkisábyrgð hafi verið á Icesavereikningunum. Reyndar er það svo, samkvæmt regluverkinu að ríkisábyrgð, á einkabanka er bönnuð, vegna samkeppnissjónarmiða.
Helstu rök þeirra, er vilja borga ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga, hafa hins vegar hangið í neyðarlögum þeim, er sett voru hér í bankahruninu. Talað er um að vegna þess að "allar" innistæður Íslendinga hafi verið tryggðar með setningu neyðarlagana, hafi breskum og hollenskum sparifjáreigendum, verið mismunað.
Því fer hins vegar fjarri, að allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum hafi verið tryggðar, heldur voru eingöngu innistæður debetkortareikningum og almennum sparisjóðsbókum. Innistæður Íslendinga á svokölluðum "hávaxtareikningum", eins og Icesavereikningarnir voru, voru hins vegar ekki tryggðar. Eigendur þeirra reikninga fengu eingöngu greitt til baka, það sem kom útúr uppgjöri þeirra sjóða, sem að baki þeirra reikninga stóð. Töpuðu þannig ungir sem aldnir ævisparnaði sínum að stórum hluta. Voru meira að segja, starfandi samtök fólks, sem átt höfðu fé á þessum reikningum, sem höfðu það að markmiði, að ná sem mest til baka af því fé, sem fólk hafði lagt í þá sjóði.
Einnig má geta þess að Bretar neituðu að greiða reikningseigendum á eyjunum Mön og Jersey, við fall breskra banka á þessum eyjum. Rök Breta við þeirri ákvörðun sinni voru þau, að íbúar þessarra eyja, greiddu ekki skatta og skyldur til Bretlands, frekar en að breskir og hollenskir sparifjáreigendur greiddu skatta og skyldur til Íslands.
Eins ber að hafa í huga að setning Breta á hryðjuverkalögunum gegn Íslandi og í raun, ákvörðun breskra og hollenskra stjórnvalda, að greiða Icesavereikningshöfunum út lágmarkstrygginguna, án samráðs við einn eða neinn, hafa bæði tafið og flækt það ferli, sem í gang hefði átt að fara í málinu, við fall bankana hér.
Ferlið sem að hér hefði átt að fara í gang, er að breskir og hollenskir Icesavereikningshafar, hefðu átt að fá greitt, eða loforð um greiðslu, af þeirri upphæð sem komið hefði út úr uppgjöri á þrotabúi, gamla Landsbankans, líkt og eigendur íslenskra hávaxtareikninga hér á landi, fengu greitt, hluta sinna innistæða, að loknu uppgjöri á þeim sjóðum er þar stóðu að baki.
Allt ofangreint í bloggi þessu, er það sem snýr að lagalegri hlið og lausn málsins.
Hins vegar hafa stjórnvöld gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hrekja öll lagaleg rök í þágu Íslands í deilunni og viljað leysa hana á pólitískan hátt.
Pólitískar lausnir byggja alltaf á þeirri "pólitík" sem rekin er hverju sinni. Hér á landi reka stjórnvöld pólitík fyrir ESB-aðild.
Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi nánast frá upphafi máls, afneitað tengslum Icesave og ESBaðildarviðræðna, þá hefur almenningur vitað betur, í það minnsta þeir sem kært sig hafa um að vita betur. Á fyrri stigum málsins, þá beittu Bretar og Hollendingar, sér innan ESB og fengu ESB, sér til fulltingis, til þrýsting á AGS og þær ESB-Norðurlandaþjóðir, er samþykkt höfðu að lána okkur fé, í kjölfar hrunsins. Eins hefur það komið skýrt fram oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að greiðsla þessara ólögvörðu krafna Breta og Hollendinga, er einn af aðgöngumiðunum í ESB.
Forherðing Steingríms og félaga í Bretavinnunni, mun því bara eflast við hverja raun, er Bretavinnugengið verður fyrir, í hvert það skipti, sem ólögmæti krafna Breta og Hollendinga, verður skýrara og skýrara.
Það er því deginum ljósara að íslenskum stjórnvöldum, varðar ekkert um réttlæti þjóðar sinnar, vinni það réttlæti, gegn ESB-draumsýn Samfylkingarinnar.
Staða Íslands í Icesave-deilu hefur styrkst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar