Leita í fréttum mbl.is

Mannaráðningar og lagahyggja Dr. Sigurbjargar stjórnsýslufræðings.

Síðastliðna viku hafa tvær ráðningar í opinberar stöður verið meira áberandi í umræðunni, en flest annað.  Ráðning umboðsmanns skuldara og ráðning framkvæmdastjóra Íslandsstofu. 

Fyrrnefnda ráðningin, var ákvörðun ráðherra, að loknu ráðningarferli, með aðstoð ráðningarstofu, en sú síðari var ákvörðun stjórnar Íslandsstofu, að loknu ráðningarferli, sem var alfarið í höndum stjórnarinnar, eftir því sem næst verður komist miða við fréttaflutning af málunum báðum.

 Í ráðningarferlinu vegna umboðsmanns skuldara, var ráðningastofu "út í bæ", falið að fara yfir umsóknir, meta þær og boða þá umsækjendur, er hæfir væru taldir til að gegn embættinu.  Tveir umsækjendur taldir hæfir og boðaðir í viðtal, af ráðningarstofunni (eins og ég skil ferlið).  Var með því að láta ráðningastofuna annast ferlið, meiningin að gera ráðninguna faglega og koma þar með í veg fyrir að einhver pólitík væri þar að þvælast fyrir í ferlinu, m.ö.o. að ráðningarstofan gerði óháð mat á hæfni umsækjenda og skilaði ráðherra skýrslu um hæfni þeirra.  Síðan kom fram í fréttum að í þessum viðtölum ráðningarstofunnar, hafi verið viðstaddir fleiri fulltrúar ráðuneytisins, er málið heyrir undir, en ráðningarstofunnar sjálfrar.  Má alveg spyrja þeirrar spurningar, hvort að viðvera ráðherra og annarra starfsmanna hans í viðtölum, er áttu að vera hluti af því ferli, er leiddi til faglegs mats á hæfasta umsækjandanum, hafi getað haft áhrif á "faglega" niðurstöðu ráðningarstofunnar?

 Hverju sem því líður, þá mat ráðningarstofan, þann umsækjenda hæfastan, er fékk starfið í fyrstu. Frá þeirri skipan í embættið, komu upp ásakanir um pólitísk tengsl ráðherra við þann er starfið fékk. Pólitísku tengslin eru alveg skýr og óþarfi að ræða þau eitthvað frekar.  Nokkrum dögum síðar, eftir að nýr umboðsmaður skuldara, lýsti því yfir í fjölmiðlum, að nú yrðu bankarnir látnir finna til tevatnsins, birtist í DV daginn eftir þá yfirlýsingu, fréttir af  hlutabréfakaupum hans og "vafasömum lánveitingum, vegna þeirra og jafnvel afskriftum þessara lána.  Settu þær upplýsingar enn meiri þrýsting á ráðherra, sem endaði með því að hann sendi nýskipuðum umboðsmanni skuldara bréf, þar sem hann bað um nákvæma úttekt á viðskiptum og lántökum umboðsmannsins, auk þess sem að ráðherra hringdi í umboðsmanninn og bað hann um að stíga til hliðar, til þess að tappa af "politískum þrýstingi" sem ráðherrann hafði orðið fyrir. Má alveg setja stórt spurningarmerki við þetta símtal ráðherra, þar sem að hann hafði óskað eftir fjárhagsupplýsingun bréflega.  Spyrja má hvort að í bréfinu, hefði ekki mátt koma fram óskin um brotthvarf umboðsmannsins, ef þær upplýsingar af fjármálum hans, væru ekki embætti hans sæmandi?  Má þess vegna telja nokkuð víst að "tilgangur" símtalsins var sá að, sá hluti samskiptana yrði ekki skjalfestur, á sama hátt og bréf hans til umboðsmanns.  Benda misvísandi svör umboðsmannsins "hins fyrri" og ráðherrans til þess að svo hafi verið.

 Það eina sem ráðherrann og umboðsmaðurinn "hinn fyrri" hafa sagt sömu sögu af, er að ráðherra, var í "stórum dráttum" ljós fyrri fjármálaumsvif, umboðsmannsins.  Í svari ráðherrans við spurningum fréttamanna, hvort að vitneskja hans, um fjármálin hjá þeim er hann skipaði umboðsmann, hafi ekki verið tilefni til frekari rannsóknar, vísaði ráðherrann til þess að samkvæmt lögum, skerði skuldastaða manna ekki hæfi þeirra til opinberra embætta.  Má vel vera að svo sé, en kallast það þá "þröng lagahyggja", að hengja sig svo fast við lagatextann í ljósi þess að umboðsmaður skuldara, hafi hann hlotið "óeðlilega meðferð" við niðurfellingu eigin skulda í bankakerfinu, þá væri hann í raun að beita sér gegn meintum "velgjörðarmönnum" sínum í bankakerfinu?  Væri slíkum manni treystandi til þess að semja við og krefjast réttar umbjóðenda sinna, burtséð frá því sem lög segja til um að hann megi eða megi ekki? 

 Í síðara málinu, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, þá kveða lög um Íslandsstofu á um að stjórn, skipuð af utanríkisráðherra, að fenginni tilnefningu, nokkurra hagmunasamtaka og ráðuneyta, skipi í stöðu framkvæmdastjóra Íslandsstofu, að undangenginni auglýsingu þar sem starfið auglýst laust til umsóknar og viðtölum við þá aðila er stjórnin telur hæfasta til starfsins.  Ekkert í þeim lögum, kveður á um að allir sem teljist "hæfir" eigi að vera boðaðir í viðtöl, þannig að stjórninni, er alveg í sjalfsvald sett, hvort hún tali við einn eða tíu umsækjendur og taki að því loknu ákvörðun um hvern hún ræður til starfsins.  Má alveg deila þar, hvort að um þessa svokölluðu "þröngu lagahyggju" hafi verið um að ræða í því tilfelli, eins og Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur vill meina.

 Það fer ekkert á milli mála að báðar þessar ráðningar, eru umdeildar.  Það er líka alveg jafnljóst að umdeilanleg atriði varðandi umboðsmann skuldara, vega þyngra, heldur en atriðin vegna framkvæmdastjóra Íslandsstofu.  Það vekur hins vegar spurningar í huga síðuritara afhverju í ósköpunum Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, vaknar ekki af værum blundi og fer að tjá sig um þrönga lagahyggju og vafasama stjórnsýsluhætti, fyrr en  seinna málið kemur upp, en láti ógert að tjá sig um þá ráðningu sem að í raun er mun umdeildari, en ráðning framkvæmdastjóra Íslandsstofu.  

Hlýtur þar án vafa að vega þyngst pólitísk tengsl Sigurbjargar við þann er "kvartaði" undan vinnubrögðum stjórnar Íslandsstofu og pólitískra tengsla Sigurbjargar við þann ráðherra, sem þykir hafa "klúðrað" málum vegna umboðsmanns skuldara.  En Sigurbjörg tók þátt í prófkjöri Samfylkingar fyrir þingkosningar 2009 og vill svo "einkennilega til að bæði kvartandinn og ráðherrann tilheyra þeim flokki einnig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð samantekt Kristinn. Sammála niðurlaginu.

Björn (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1685

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband