Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Í gíslingu ráðalausrar ríkisstjórnar er þingið óstarfhæft.

Það vissulega ekki óvitlaus fullyrðing að þingið sé óstarfhæft, en það þarf að ræða það bara hreint út, hvers vegna svo sé.  Þingið er ekki óstarfhæft því að þingmenn nenni ekki að vinna vinnuna sína.  Þingið er fyrst og fremst óstarfhæft, því þingmönnum er meira og minna bannað að vinna vinnuna sína.

  Það vita það allir sem að vilja vita, að dagskrá þingsins er stjórnað af Framkvæmdavaldinu (ríkisstjórn) og mál komast ekkert á dagskrá nema þau séu ríkisstjórninni þóknanleg.  Í heilar þrjár vikur, hefur verið beðið um fund í Viðskiptanefnd Alþingis, vegna gengislánadómsins.  Sá fundur hefur ekki enn verið haldinn.  Svarið við því hlýtur að liggja í augum uppi.  Annað hvort vill ríkisstjórnin ekki málið á dagskrá, eða hefur ekki glóru um hvernig hún snúa sér í málinu, nema á þann hátt, sem arfavitlaust frumvarp Árna Páls boðar.  En að leyfa þingnefndum að ræða málið með fagfólki og mynda sér skoðun á því og jafnvel koma með lausnir, nei slíkt er ekki í boði.

 Ríkisstjórnin hefur í nokkur skipti blásið til blaðamannafunda þegar þolinmæði fólks hefur verið á þrotum og boðað aðgerðir fyrir fólkið í landinu.  Þessar aðgerðir hafa oftar en ekki verið kynntar sem lokasvar stjórnvalda.  Síðan hefur þessu verið keyrt í gegnum þingið og efasemdarmenn þeirra úrræða, gjarnan sakaðir um þvælast fyrir stjórnvöldum og uppbyggingunni í landinu.  Breytingartillögur vegnar og metnar eftir flokksskírteinum og jafnvel gengið svo langt að þaggað er niður í stjórnarþingmönnum, sem eiga ekki upp á pallboðið hjá leiðtogum stjórnarflokkanna.

 Svo er þessum málum, misundirbúnum, hent í gegnum þingið, sem allsherjarlausn og önnur mál rædd.  Önnur mál eins og súlustaðabann, sólbaðsstofubann, kynjakvótar og þrætur um stuðning við Íraksstríðið.  Á meðan þessi "önnur mál" eru rædd kemur í ljós hver villan af fætur annarri í nýsamþykktum aðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Þingmenn biðja slag í slag undir liðnum, fundarstjórn forseta um að þessir hnökrar á nýsamþykktum lögum séu ræddir og lausna leitað.  Svarið við þeirri beiðni er alla jafna það, að þetta mál sé ekki á dagskrá og halda skuli sig við áður auglýsta dagskrá.  Gildir þá einu hver dagskráin er eða alvarleiki þess máls er beðið er um umræður vegna.  

Svo endurtekur þetta ferli sig, þegar að allt er komið í hönk aftur. Ný úrræði lokaúrræði til lausnar skuldavandans.  ................................... En eftir standa þúsundir fjölskyldna eignalausar á leiðinni á götuna.

 Vandamál þingsins er því fyrst og fremst úrræðaleysi stjórnvalda og sá brestur þeirra að geta ekki viðurkennt það og beðið þingið um hjálp á ærlegan hátt, án skilyrða.


mbl.is Þingið er óstarfhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin þrönga lagahyggja Svandísar.

Það flækist fyrir Svandísi að það sem ekki er bannað, samkvæmt lögum er leyfilegt alla jafna.  Jafnvel þó að henni finnist að það ætti að vera bannað.  Sé einhver áhugi á lagabreytingu, þá ættu að vera lögfróðir menn að störfum í Umhverfisráðuneytinu, sem gætu vísað Svandísi veginn.   Eða vísuðu kannski þessir lögfróðu menn henni veginn inn í Hæstarétt? 

Málskostnaður fyrir Héraðsdómi var 1,5 milljón auk kostnaðar ráðuneytisins vegna málsins.  Eflaust tvöfaldast sá kostnaður vegna Hæstaréttar.  Er það verjandi að eyða jafnvel vel á fimmtu milljón, til þess að komast að því að það sem ekki er bannað samkvæmt lögum, er alla jafna leyfilegt samkvæmt lögum?  

Ætli Hæstiréttur hafi ekki eitthvað þarfara við tíma sinn að gera enn að upplýsa ráðherrann um þá staðreynd, að það sem er ekki bannað samkvæmt lögum, er alla jafna leyfilegt samkvæmt lögum?


mbl.is Svandís áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæft Alþingi er afkvæmi vanhæfrar ríkisstjórnar.

Hvort sem mótmælin séu gegn þingi eða ríkisstjórn, þá ber það allt að sama brunni.  Sami meirihluti og stendur að baki ríkisstjórninni, eða í það minnsta ver hana vantrausti, er sami meirihluti og stjórnar þinginu einnig. 

Dagskrá þingsins er ákveðin af Forsætisnefnd þingsins, meirihluta í þeirri nefnd skipa þingmenn stjórnarflokkanna.  Forsætisnefnd Alþingis ákveður svo dagskrá þingsins, samkvæmt óskalista ríkisstjórnarinnar

Fastanefndir þingsins skipaðar sama meirihluta, ákveða svo hversu lengi hin og þessi mál eru rædd í nefndunum, eftir forskrift stjórnvalda (ríkisstjórnar). Nefndirnar eða öllu heldur meirihluti þeirra ákveður, hvort þingmannamál, hvort sem að þau séu frá stjórnar eða stjórnarþingmönnum, séu yfirleitt afgreidd úr nefndinni, milli umræða til afgreiðslu þingsins.

Dýrmætum tíma þingsins sl. vetur var svo sóað, að meðan stjórnvöld í ráðaleysi sínu yfir ástandinu upphugsuðu hverja smáskammtalækninguna á fætur annarri, á skuldavanda þjóðarinnar, í gælumál stjórnvalda og þingmanna úr þeirra liði, sem blessun hlutu frá stjórnvöldum.  Mál sem að höfðu nánast alls ekkert að gera með þáverandi ástand í þjóðfélaginu. Stóra Sólbaðsstofumálið, kynjakvótar, þras um hvort rannsaka ætti ákvörðun varðandi stuðning við innrásina í Írak og fleiri mál, sem gagnast ekkert heimilum og fyrirtækjum í dag og því allt saman mál, sem ræða má þegar heimilin og atvinnulífið eru sloppin fyrir horn.

 Þetta reyndi stjórnarandstaðan stöðugt að benda á og biðja um umræður um það ástand sem að þá var uppi og er reyndar enn, en við litlar sem engar undirtektir.  Dagsskipun stjórnvalda til þingsins virðist hafa verið sú dag eftir dag, að ræða ekki aðrar tillögur til lausnar vandans, en tillögur stjórnvalda. 

 Þegar þinginu er stjórnað á þennan hátt, þá gildir það einu hvort hrópað sé vanhæf ríkisstjórn eða vanhæft Alþingi, því vanhæfi Alþingis er bein afleiðing vanhæfis þeirra sem með völdin fara hverju sinni.


mbl.is Mikilvægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin þorði ekki, en þjóðin bæði þorir og vill.

Á flokksstjórnarfundi hjá Samfylkingunni, eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að mig minnir, þá sagði Jóhanna það, að ef að flokkurinn teldi það honum til gagns, þá myndi hún víkja.  Jóhanna þekkir nú flokkinn sinn betur en það, að hún vissi vel að hann lifir vart af leiðtogakjör og hefur ekki gert það lengi, slíkir eru flokkadrættirnir innan flokksins.  Flokkadrættir sem urðu enn meira áberandi í landsdómsmálinu.

Jóhanna bauð í kvöld, þjóðinni sama kostaboðið. Ég er ekki frá því að þjóðin taki því með þökkum.  Þó eingöngu þökkum, fyrir kurteisissakir, ekki vel unnin störf.

P.s  Skyldi Jóhanna hafa fengið skýrslu AGS Þýdda fyrir sig á íslensku, áður en hún flutti ræðuna?


mbl.is Vík til hliðar ef það hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri þingmenn Vg. á leið í leyfi?

Á pressan.is birtist eftirfandi frétt. Sú frétt kemur í kjölfarið á fréttum af því að Icesavesamningur, eflaust jafnfarsæll og Svavarshörmungin, sé á leið í gegnum bréfalúgu Alþingis, auk frétta um það sem reyndar var ljóst síðan í apríl, hið minnsta, en enginn þorði að hafa orð á.  Frétta um að ekki um að ekki verði farið í einhver úrræði vegna skuldavanda heimilana sem að virka og geri þeim eitthvað gagn.  En hér kemur fréttin:

"Ríkisstjórnin mun gera allt til þess að sjá til að bankarnir verði ekki fyrir skakkaföllum. Falli gengisdómar bönkunum í óhag mun ríkið láta þá fá meiri pening, segja stjórnvöld í yfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í skýrslu AGS sem birt var í dag segja stjórnvöld að hveitibrauðsdögum skuldara á Íslandi sé lokið. Aukinnar þátttöku heimila í niðurgreiðslu skulda sé vænst, frystingu skulda sé lokið og nauðungaruppboð séu framundan.

Á sama tíma segjast stjórnvöld ætla að slá skjaldborg um bankana. Í kaflanum um mögulega dóma í tengslum við gengislán segir að ef í ljós komi, fari allt á versta veg fyrir þá, að þeir ráði ekki við stöðuna, þá muni ríkissjóður bjarga fjárhag þeirra með því að auka hlut sinn í þeim og láta þeim í té meira fé.

Endurfjármögnunin mun kosta ríkissjóð og skattgreiðendur verulegar fjárhæðir en það er nokkuð sem þjóðin verður að axla til að tryggja fjárhagslegan stöðugleika.

Segir ríkisstjórn Íslands að tillaga um slíkt verði lögð fyrir Alþingi fyrir 15. október. Þar fái ríkisstjórnin heimild til að setja meira fé í bankana og heimila Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að endurfjármagna bankana"

Við skulum í þessu tilfelli ekki gleyma tilvist lögfræðiálita þeirra, er lágu fyrir í Seðlabanka og Viðskiptaráðuneyti, en sett voru undi stól sumarið 2009, þegar unnið var að endurskipulagningu bankanna.  

 Við skulum heldur ekki gleyma, því fálæti sem að kæruliðar í landsdómsmálinu sýndu þeim rökum, að aðgerðir eða öllu heldur aðgerðaleysi núverandi stjórnvalda, vegna gengislánanna og þess dóms, sem vænta mátti vegna þeirra, væru sérsniðin fyrir landsdóm yfir núverandi stjórn.

Eina vonin gæti verið sú að 32 eða fleiri þingmenn greiði atkvæði gegn þessum ósköpum, en þetta mál þarf að fá afgreiðslu í þinginu fyrir 15. október.  Við skulum líka fylgjast með hvort fleiri meintir liðsmenn órólegu deildar Vg., fari að dæmi Atla Gíslasonar og taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum, til þess að koma sér hjá því að taka afstöðu til málsins.  Hvort fleiri þingmenn Vg. leggi þá kvöð á varamenn sína að samþykkja slíkan þjóðarníð.

Síðast en ekki síst skulum við verða minnug þess hvaða þingmenn muni veita þessari beiðni Steingríms J. í boði AGS brautargengi í þinginu.

 


Óvitaskapur og hugsanlegt lögbrot stjórnvalda.

Klukkutíma eftir að Hæstiréttur kvað upp seinni dóm sinn varðandi gengislánin, hélt Árni Páll Árnason efnahags og viðskiptaráðherra blaðamannafund.  Á fundinum kynnti hann þau lög sem að til umræðu eru í tengdri frétt.  Það væri vissulega fáranlegt að halda því fram að ráðuneyti Árna hafi getað sullað saman þessum lögum á klukkutíma, heldur hljóta þau að hafa verið í einhvern tíma í vinnslu í ráðuneytinu og sú vinna eflaust hafist fyrir tíma Árna í ráðuneytinu.    Spurningin hlýtur því að vera. Hefði þessum lögum verið hent, ef að t.d. Hæstiréttur hefði dæmt að samningsvextirnir giltu í stað Seðlabankavaxtana sem að varð niðurstaða dómsins?

 Aðspurður í Kastljósviðtali  sagði Árni að fyrirtækjunum hafi verið haldið utan við þessi lög þar sem ótækt væri að útgerðarfyrirtæki sem að hefðu sínar tekjur í erlendum gjaldmiðlum og gjaldþrota útrásarleifar gætu grætt á þeim.  Þessi rök er kannski hægt að kaupa, en samt er eins og ráðherrann viti ekki hvernig íslenska fyrirtækjaflóran lítur út.  Yfir 90% fyrirtækja í landinu eru lítil eða millistór fyrirtæki, með færri en 50 starfsmenn og flest þeirra, falla ekki undir þessi rök ráðherrans.  Ráðherrann setur undir sama hatt og útgerðar og útrásarfyrirtæki, öll fyrirtæki í landinu, allt frá einyrkjum, t.d. bændur og verktaka og önnur lítil og meðalstór fyrirtæki sem í landinu starfa og eru velflest að sligast undan skuldabyrðinni, án þess þó að hafa fjárfest af einhverjum fávitaskap, heldur allt eins verið eðlilegar og sjálfsagðar fjárfestingar í eðlilegu árferði, hvort sem að það hafi verið kaup á fyrirtæki, líkt og Sigurplast, eða fyrirtæki Agnesar frá Akureyri sem kom fram í Kastljósinu um daginn.  

Nái lög ráðherrans fram að ganga, þá verða öll gengislán til fyrirtækja lögleg, samkvæmt lögum og þeim því ekki gefin kostur á því að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.  Enda dæma dómstólar eftir þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni.  Það er því nánast borðleggjendandi að jafnæðisreglum er brotin þarna á fyrirtækjunum í landinu, þeim væntanlega til mikils skaða, verði lögin samþykkt óbreytt.  Líklegt mætti því telja að ríkinu yrði stefnt vegna brotsins og því gert að greiða bætur sem gætu skipt milljarðatugum eða hundruðum.

  Munu þær málsbætur ráðherrans um að lög þessum hafi verið ætlað að minnka það áfall sem ríkissjóður hefði annars orðið fyrir vegna gengislánadómsins.  Samkvæmt dómi Hæstaréttar, þá er ólöglegt að nota gengisviðmið sem verðtryggingu á lánum sem að greidd eru út í íslenskum krónum, hvort sem að þau séu til bíla og húsnæðiskaupa einstaklinga, eða til fyritækja, öll þessi lán eru nær örugglega ólögleg og því ekki heimilt að mismuna fyrirtækjum með þessari lagasetningu.

 Það er því nokkuð ljóst að þessi flumbrugangur Árna páls með þessi lög sé bara á pari við aðrar lagasetningar stjónvalda í kjölfar bankahrunsins í okt 2008.  Það væri eflaust efni í ótal blogg eða greinar að tilgreina öll þau lög sem sett hafa verið á tímabilinu frá hruni til dagsins í dag, sem í raun hafa á flestan hátt unnið gegn fólkinu í landinu en með bönkunum.  Hvenær líkur þessum óvitaskap og eyðinleggingu stjórnvalda á fyrirtækjunum í landinu, svo að hægt verði að byggja upp hér að nýju samfélag þar sem fólk hefur í það minnstu von til þess að komast af með þokkalegu móti.


mbl.is 65% fylgjandi frumvarpi Árna Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn brúi gjá milli þings og þjóðar.

Ef að orð stjórnarsinna og meðlima ríkisstjórnarinnar, að ekkert annað betra sé í boði og kosningar (breytingar), geri bara illt verra, verða ofan á hugsun og hugarfari þjóðarinnar, þá hefur þjóðin öðlast hugarfar manns sem gefist hefur upp á lífinu.  Manns sem leitar sér að reipi, hleður skotvopn sitt, eða leitar í lyfjaskápnum, til þess að binda endi á eigin líf, "því ekkert annað betra sé í boði".

 Það er alveg ljóst að núverandi stjórn fer ekki frá, þegjandi og hljóðalaust.  Spurningin er bara, þegar og ef að hún hrökklast frá, hvaða sviplegu atburðir eigi sér stað, áður en afsögn stjórnarinnar verði að veruleika.

Ég viðurkenni fúslega vanmátt minn til þess að framkvæma það sem ég legg til að gert verði.  Vanmátt sem að fyrst og fremst má rekja til vankunnáttu við framkvæmdina, en fari slíkt af stað, þá skal ég glaður leggja því lið.

 Í þau tvö skipti sem að forseti vor hefur synjað lögum staðfestingar, hefur það verið meðal raka hans, vegna þeirrar ákvörðunar, að gjá sé milli þings og þjóðar.  Eins vitnaði forsetinn til þess í ræðu sinni við þingsetninguna, að þing og þjoð þyrftu að lifa saman í sátt og samlyndi.  

Tillaga mín því sú að einhverjir einstaklingar eða félagasamtök, hefji undir skriftasöfnun á netinu, líkt Indefence stóð fyrir, fyrir tæpu ári vegna Icesave.  Í þeirri undirskriftasöfnun var forsetinn hvattur til þess að beita 26. grein Stjórnarskrárinnar og synja lögum nr. 1/2010 staðfestingar. 

Í því átaki sem að ég er nú að hvetja til, mætti höfða til þess upplausnarástands sem er á þingi og þeim hörmungum sem eru að dynja á heimilum og fyrirtækjum landsins og þeirri undirliggjandi ólgu sem er í þjóðfélaginu og hversu stutt sé í rauninni í það, að uppúr sjóði, með ófyrirséðum afleiðingum.  Mætti í ljósi þess alls hvetja forsetann til þess að beita 24. grein Stjórnarskárinnar og rjúfa þing og boða til kosninga.  En 24 greinin er svohljóðandi:

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1) 1)L. 56/1991, 5. gr.
mbl.is Boða mótmæli á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1647

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband