Leita í fréttum mbl.is

Fleiri þingmenn Vg. á leið í leyfi?

Á pressan.is birtist eftirfandi frétt. Sú frétt kemur í kjölfarið á fréttum af því að Icesavesamningur, eflaust jafnfarsæll og Svavarshörmungin, sé á leið í gegnum bréfalúgu Alþingis, auk frétta um það sem reyndar var ljóst síðan í apríl, hið minnsta, en enginn þorði að hafa orð á.  Frétta um að ekki um að ekki verði farið í einhver úrræði vegna skuldavanda heimilana sem að virka og geri þeim eitthvað gagn.  En hér kemur fréttin:

"Ríkisstjórnin mun gera allt til þess að sjá til að bankarnir verði ekki fyrir skakkaföllum. Falli gengisdómar bönkunum í óhag mun ríkið láta þá fá meiri pening, segja stjórnvöld í yfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í skýrslu AGS sem birt var í dag segja stjórnvöld að hveitibrauðsdögum skuldara á Íslandi sé lokið. Aukinnar þátttöku heimila í niðurgreiðslu skulda sé vænst, frystingu skulda sé lokið og nauðungaruppboð séu framundan.

Á sama tíma segjast stjórnvöld ætla að slá skjaldborg um bankana. Í kaflanum um mögulega dóma í tengslum við gengislán segir að ef í ljós komi, fari allt á versta veg fyrir þá, að þeir ráði ekki við stöðuna, þá muni ríkissjóður bjarga fjárhag þeirra með því að auka hlut sinn í þeim og láta þeim í té meira fé.

Endurfjármögnunin mun kosta ríkissjóð og skattgreiðendur verulegar fjárhæðir en það er nokkuð sem þjóðin verður að axla til að tryggja fjárhagslegan stöðugleika.

Segir ríkisstjórn Íslands að tillaga um slíkt verði lögð fyrir Alþingi fyrir 15. október. Þar fái ríkisstjórnin heimild til að setja meira fé í bankana og heimila Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að endurfjármagna bankana"

Við skulum í þessu tilfelli ekki gleyma tilvist lögfræðiálita þeirra, er lágu fyrir í Seðlabanka og Viðskiptaráðuneyti, en sett voru undi stól sumarið 2009, þegar unnið var að endurskipulagningu bankanna.  

 Við skulum heldur ekki gleyma, því fálæti sem að kæruliðar í landsdómsmálinu sýndu þeim rökum, að aðgerðir eða öllu heldur aðgerðaleysi núverandi stjórnvalda, vegna gengislánanna og þess dóms, sem vænta mátti vegna þeirra, væru sérsniðin fyrir landsdóm yfir núverandi stjórn.

Eina vonin gæti verið sú að 32 eða fleiri þingmenn greiði atkvæði gegn þessum ósköpum, en þetta mál þarf að fá afgreiðslu í þinginu fyrir 15. október.  Við skulum líka fylgjast með hvort fleiri meintir liðsmenn órólegu deildar Vg., fari að dæmi Atla Gíslasonar og taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum, til þess að koma sér hjá því að taka afstöðu til málsins.  Hvort fleiri þingmenn Vg. leggi þá kvöð á varamenn sína að samþykkja slíkan þjóðarníð.

Síðast en ekki síst skulum við verða minnug þess hvaða þingmenn muni veita þessari beiðni Steingríms J. í boði AGS brautargengi í þinginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1679

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband