Leita í fréttum mbl.is

Vanhæft Alþingi er afkvæmi vanhæfrar ríkisstjórnar.

Hvort sem mótmælin séu gegn þingi eða ríkisstjórn, þá ber það allt að sama brunni.  Sami meirihluti og stendur að baki ríkisstjórninni, eða í það minnsta ver hana vantrausti, er sami meirihluti og stjórnar þinginu einnig. 

Dagskrá þingsins er ákveðin af Forsætisnefnd þingsins, meirihluta í þeirri nefnd skipa þingmenn stjórnarflokkanna.  Forsætisnefnd Alþingis ákveður svo dagskrá þingsins, samkvæmt óskalista ríkisstjórnarinnar

Fastanefndir þingsins skipaðar sama meirihluta, ákveða svo hversu lengi hin og þessi mál eru rædd í nefndunum, eftir forskrift stjórnvalda (ríkisstjórnar). Nefndirnar eða öllu heldur meirihluti þeirra ákveður, hvort þingmannamál, hvort sem að þau séu frá stjórnar eða stjórnarþingmönnum, séu yfirleitt afgreidd úr nefndinni, milli umræða til afgreiðslu þingsins.

Dýrmætum tíma þingsins sl. vetur var svo sóað, að meðan stjórnvöld í ráðaleysi sínu yfir ástandinu upphugsuðu hverja smáskammtalækninguna á fætur annarri, á skuldavanda þjóðarinnar, í gælumál stjórnvalda og þingmanna úr þeirra liði, sem blessun hlutu frá stjórnvöldum.  Mál sem að höfðu nánast alls ekkert að gera með þáverandi ástand í þjóðfélaginu. Stóra Sólbaðsstofumálið, kynjakvótar, þras um hvort rannsaka ætti ákvörðun varðandi stuðning við innrásina í Írak og fleiri mál, sem gagnast ekkert heimilum og fyrirtækjum í dag og því allt saman mál, sem ræða má þegar heimilin og atvinnulífið eru sloppin fyrir horn.

 Þetta reyndi stjórnarandstaðan stöðugt að benda á og biðja um umræður um það ástand sem að þá var uppi og er reyndar enn, en við litlar sem engar undirtektir.  Dagsskipun stjórnvalda til þingsins virðist hafa verið sú dag eftir dag, að ræða ekki aðrar tillögur til lausnar vandans, en tillögur stjórnvalda. 

 Þegar þinginu er stjórnað á þennan hátt, þá gildir það einu hvort hrópað sé vanhæf ríkisstjórn eða vanhæft Alþingi, því vanhæfi Alþingis er bein afleiðing vanhæfis þeirra sem með völdin fara hverju sinni.


mbl.is Mikilvægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband