Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2013 | 22:01
Að þjóðin njóti vafans.
Þegar hugað er að uppgangi og vexti þjóðar . Ætti fólk (þjóðin) að hafa varan á sér gagnvart Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Þjóðin ætti að leyfa sér sjálfri að njóta vafans og láta það ógert að kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð.
Svandís með efasemdir um Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2013 | 21:19
Stefán Ólafsson í skógarferð!!
Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands opinberar á Eyjubloggi sínu, yfirgripsmikla vanþekkingu sína á stjórnarskrá Íslands.
Þar segir Stefán meðal annars:
"Ef nýr þingmeirihluti ætlaði sér svo að fella þau ákvæði úr gildi á næsta kjörtímabili, í þágu auðmannastéttarinnar, þá væri forsetinn vís með að senda slíkt stórmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annað væri raunar óhugsandi."
Eins og breytingarákvæði stjórnarskrárinnar kveða á um, þá öðlast þessi ákvæði ekki gildi nema, þingið eftir kosningarnar í vor, samþykki þau óbreytt og forsetinn staðfesti þau.
Það er því með öllu ómögulegt að málskotsákvæði stjórnarskrárinnar 26. greinin, nái svo langt að hún geri forsetanum það kleift að synja höfnun þingsins á frumvarpi staðfestingar. Til þess að finna slíkt út. Þarf í það minnsta, ógnarlanga lagatæknilega teygju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2013 | 21:47
Auðlindaákvæði Framsóknar smellpassar í kvótafrumvarp Steingríms J.
Þessa daganna skipta stjórnarliðar á þingi bæði litum og skapi yfir auðlindákvæðistillögu Framsóknarflokksins.
Þar fer fyrir brjóstið á þeim að umsaminn nýtingarréttur til ákveðins tíma, skuli njóta óbeinnar eignarverndar. Sem sagt, sé samið um nýtingarrétt í t.d. 20 ár, þá verji stjórnarskráin þann samning og hann verður því ekki numinn úr gildi eða breytt, nema með samkomulagi hlutaðeigandi eða gegn greiðslu bóta.
Nú ber svo við að atvinnuveganefnd þingsins, sem Lilja Rafney er formaður í, hefur skilað af sér til annarar umræðu, frumvarpi atvinnuvegaráðherra Steingríms J. Sigfússonar um breytingar á stjórn fiskveiða.
Í því frumvarpi er gert ráð fyrir nokkurs konar nýtingarsamningum milli útgerðar og stjórnvalda. Samningstíminn eigi að vera ca. 20 ár með möguleika á framlengingu. Útgerðin greiðir svo að sjálfsögðu veiðigjald á samningstímanum.
Væntanlega munu samningar þessir njóta verndar stjórnarskrárinnar. Þannig að í rauninni er um það sama að ræða í frumvarpinu og tillögurm Framsóknar.
Afhverju er þá allur þessi hávaði út af málinu? Skildi það vera vegna þess hluta auðlindaákvæðis Framsóknar sem stjórnarliðar þora ekki að nefna? þeim hluta er bannar framsal á yfirráðum auðlinda til erlends stjórnvalds eða stofnunar?
Líkti Framsóknarflokknum við flugeld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2013 | 15:02
Valkvæður misskilningur um valdaframsal og afneitun á eigin ábyrgð.
Í lýðræðisríki kemur allt vald frá þjóðinni. Nú er orðið ljóst að lítill hópur þingmanna með forseta Alþingis í forsvari ætlar að hunsa niðurstöður þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór hinn 20. október síðastliðinn þar sem yfirgnæfandi meirihluti eða 2/3 ákvað að frumvarp Stjórnlagaráðs yrði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands.
Ef framganga forseta þingsins verður ofan á munu skapast hér á landi fordæmalausar aðstæður þar sem lítil klíka fólks á Alþingi hefur tekið völdin af þjóðinni."
Það er valkvæður misskilningu þremenninganna að fram hafi farið eitthvað 'valdaframsal' frá þinginu til þjóðarinnar.
Þjóðin var hins vegar beðin um ráðgefandi álit sitt á því hvort að leggja ætti fram tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýju frumvarpi að stjórnarskrá. En ekki sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá.
Töluverður munur þar á þar sem kveðið er á um það í þingsköpum að efnisleg meðferð frumvarpa á Alþingi fari fram í þremur umræðum í þingsal með nefndarstarfi á milli.
Nefndarstarfið gengur að stórum hluta út á það að leitað er umsagna fagaðila og hagsmunaaðila um þau mál sem til umræðu eru hverju sinni. Af þeim sökum er það einboðið að frumvörp taki breytingum í meðförum þingsins.
Staða málsins er hins vegar þannig í dag að stuðningur við málið svo breyttu eftir að tillit hefur verið tekið til umsagna og athugasemda tillögur stjórnlagaráðs, er ekki fyrir hendi hjá meirihluta þingmanna.
Það er hins vegar rétt hjá þingmönnum Hreyfingarinnar að ábyrgðina á ástandinu er að finna hjá fyrrverandi og núverandi formönnum stjórnarflokkanna. Ásamt þingmönnum þeirra flokka.
En þingmenn Hreyfingarinnar geta samt sem áður, ekki varpað allri ábyrgð á ástandinu af sér. Enda studdu þeir þann málatilbúnað stjórnarflokkanna og verklag að hefja ekki efnislega vinnu við tillögur stjórnlagaráðs er þær lágu fyrir, haustið 2011.
Segja litla klíku taka völdin af þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2013 | 08:38
Af fyrirséðu skipsbroti stjórnarskrármálsins.
Tillögur Árna Páls varðandi afgreiðslu eða málsmeðferðar á frumvarpi eftirlits og stjórnskipunarnefndar Alþingis að nýrri stjórnarskrá, eru í rauninni bara síðbúin viðurkenning á því að verkstjórn málsins, hefur verið í molum frá upphafi.
Reyndar er það svo að í rúmlega hálft ár, hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og fleiri talað fyrir því sama og Árni Páll leggur nú til.
En í stað þess að taka málið strax faglegum tökum vinna upp úr tillögum stjórnlagaráðs vel ígrundaðar tillögur að nýrri stjórnarskrá eða breytingum á þeirri gömlu hafa persónulegir og politískir hagsmunir fárra einstaklinga keyrt málið áfram af fáséðu vanhæfi og frekju.
Það er eflaust bæði satt og rétt að stjórnarskrármálið hafi fengið gríðarlega mikla umræðu og umfjöllun. En slíkt skilar hins vegar aldrei tilætluðum árangri, eðli máls samkvæmt, nema tekið sé tillit til mismunandi sjónarmiða og faglegra athugasemda.
Ógöngur málsins í heild, skrifast því engan vegin á þá sem ötullega hafa bent á ýmsa vankanta, bæði á stjórnarskrártillögunum sem slíkum og málsmeðferðinni á þeim. Heldur eru þær ógöngur skuldlaus eign þeirra sem á verkstjorn málsins hafa haldið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2013 | 22:16
Sýndarmennska og kosningavíxlar.
Engin greining eða áætlanagerð hefur farið fram við undirbúning frumvarpsins á því hvernig megi fjármagna svo mikla útgjaldaaukningu og ekkert samráð var haft um það við fjármála- og efnahagsráðuneytið hvernig slíkar breytingar á almannatryggingakerfinu geti samrýmst ríkisfjármálaáætluninni. Fjárlagaskrifstofa telur vandséð hvernig staðið verði í reynd undir þeirri auknu fjárþörf almannatryggingakerfisins sem leiðir af ákvæðum frumvarpsins eigi jafnframt að framfylgja stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum nema stjórnvöld verði reiðubúin til að skerða framlög til annarra málaflokka í sama mæli eða leggja á hærri skatta til tekjuöflunar.
Það er í sjálfu sér ekkert að því að vilja einfalda bótakerfið bótaþegum til hagsbóta.
En það hlýtur þó í ljósi þess sem að hér að ofan stendur innan gæsalappa, að líkurnar eru einn á móti milljón að hægt verði að afgreiða frumvarpið á þessum 6 dögum sem eftir eru að þessu þingi.
Framlagning málsins á þessum tímapunkti er því ekkert annað en sýndarmennska og enn einn kosningavíxillinn sem gefinn er út á þjóðina.
Fleiri kosningavíxilar.....
...koma svo frá nýkjörnum formanni Vinstri grænna, LÍN-frumvarpið. Þar munar 2,7 milljörðum á útreikningum Menntamálaráðuneytisins og Fjárlagaskrifstofu. Þar sem ráðuneytið metur kostnaðinn á 2 milljarða en Fjárlagaskrifstofan á 4,7 milljarða. Þar munar heilum 135%!!
RÚV-frumvarp menntamálaráðherra eykur svo árlegt framlag til RÚV um tæpa 900 milljónir, hið minnsta.
Einfalda á bótakerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2013 | 13:20
Árni Páll fundinn!
Jæja þá er Árni Páll fundinn. Ég hélt að hann hefði kannski horfið með rúmum helmingi kjósenda flokksins sem ætla ekki að kjósa hann aftur.
Formaðurinn birtist eða í honum heyrðist í hádegisfréttum RÚV. Núna rétt áðan. Þar lýsti formaðurinn nýfundni yfir því að ekki tækist að afgreiða allar tillögur stjórnlagaráðs fyrir lok þessa kjörtímabils.
Finna eigi leiðir til þess að ná víðtækri sátt um atriði eins og nýtt auðlindaákvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Það hljómar nú líkt og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað fyrir allan vetur. Það er að taka fyrir kafla sem einhver sátt er möguleg um og vinna hina betur. Svo möguleiki á sátt um þá geti verið fyrir hendi.
Einhverjir tala nú um svik við lýðræðið úr því að ekki mun málið klárast að fullu. Eða á þann hátt að hægt verði að afgreiða nýja stjórnarskrá í upphafi næsta kjörtímabils.
Svikabrigslin byggja á því að þjóðaratkvæðagreiðslan þann 20. okt. sl. hafi átt að skera úr um efnislegar og endanlegar lyktir málsins.
Hafi fólki hins vegar lesið og skilið kjörseðilinn, sést glöggt að slíkar óskir eða kröfur eru byggðar á valkvæðum misskilningi eða hreinræktaðri frekju og yfirgangi.
Lýðræðislegar kosningar snúast um þá valkosti sem á kjörseðlinum eru hverju sinni. En ekki á rangtúlkunum eða valkvæðum túlkunum á texta kjörseðilsins.
Fyrsta spurningin á kjörseðlinum þann 20 okt. snerist um hvort Alþingi ætti að vinna upp úr tillögum stjórnlagaráðs, nýja stjórnarskrá. Taka málið til þinglegrar meðferðar og ljúka því á þann hátt að um afgreiðsluna ríkti sátt. Bæði í þinginu og út í þjóðfélaginu. En ekki að þingið ætti að afgreiða þær nánast ósnertar og óbreyttar.
Hinar spurningarnar snerust svo um, hvort að þau atriði sem þar var um spurt, ættu að vera með einhverjum hætti í nýrri eða breyttri stjórnarskrá. En ekki hvort að tillögur stjórnlagaráðs um þau atriði ættu að standa óbreyttar í nýrri eða breyttri stjórnarskrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2013 | 19:47
Er vantrauststillagan "þumalskrúfa"?
Róbert Marshall siitur ekki á þingi þessa daganna. Og verður væntanlega ekki í þinginu á þriðjudaginn. Heldur varamaður hans. Sá varamaður tilheyrir Samfylkingunni.
Auk þess sem meiri líkur en minni eru á því að Guðmundur Steingrímsson sitji hjá. Þannig að líklegast lafir nú stjórnin.
En afhverju vill Þór bíða til þriðjudags? En ekki bara láta kjósa um tillöguna á morgun?Nú Þór telur sig vera kominn með velferðarstjórnina í þumalskrúfu og gefur henni þessa fimm eða sex daga til þriðjudagsins. Til þess að gera skothelda áætlun hvernig stjórnarskrármálið verði keyrt í gegn. Með góðu eða illu.
Stjórnin svaraði ekki tillögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2013 | 22:25
Enn ver Steingrímur J. Icesavesamninga Svavars og Indriða.
Steingrímur J. ver stefnu sína í Icesave í Kastljóssþætti kvöldsins, með því vísa í eignir þrotabús Landsbankans.
Flestir ef ekki allir og þar með talið hann, vita þó.
Að þrotabúinu var og er eingöngu ætlað að standa undir innistæðum Icesavereikninganna. Vextir þeir sem Svavar og Indriði sömdu um, voru þar fyrir utan.
Í dag væri staðan sú, ef þessir Icesavesamningar sem Steingrímur J. ver, hefðu verið samþykktir. Að íslenska ríkið væri búið að leggja út nærri 150 milljarða í vexti í gjaldeyri sem fenginn er að láni og væri rétt að byrja.
Eins má geta þess að hefðu Svavarssamningarnir verið samþykktir óbreyttir. Eins og til stóð. Þá væri auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bara upp á punt. Enda heimiluðu þeir samningar veðsetningu á landinu og miðunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2013 | 16:20
Steingrímur, málssvarinn og Svavarsarmurinn.
"Í samtali við mbl.is sagði Svandís að Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður VG, hafi hringt í sig um hádegisbil í gær og greint frá því að hann hygðist ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. "
Á fimmtudaginn sagði SteingrímurJ. að spurður að ekki væri annað í spilunum en að hann gæfi kost á sér áfram. Ástæða þess að Steingrímur var spurður, var sá kvittur að Svavarsarmurinn leggði hart að honum að stíga til hliðar.
Tveimur sólarhringum síðar tilkynnir Steingrímur að hann ætli ekki að bjóða sig áfram fram til formennsku í Vg.
Það vita allir hvaða armi Svandís tilheyrir.
Spurning er hvort allt þetta brölt Vg. sé ekki bein afleiðing þess, hversu krónískur vandi VGR að koma frá sér framboðslistum fyrir kosningarnar í vor er.
En sá vandræðagangur gengur út á það að reynt hefur verið að troða helsta talsmanni Steingríms, Birni Vali Gíslasyni inn á listann. Þrátt fyrir að hann hafi beðið háðulegan ósigur fyrir Svavarsarminum í forvali flokksins í Reykjavík.
Býður sig ekki fram á móti Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar