Færsluflokkur: Bloggar
8.2.2013 | 15:22
Kristinn Karl Brynjarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Eftir því sem ég sé umræðuna um stjórnarskrártillögur stjórnlagaráðs þróast. Sannfærist ég enn betur um það að þó mér hafi fundist margt í tillögunum brúklegt. Hafi það verið rétt ákvörðun hjá mér að segja nei við öllu nema við spurningunni um þjóðkirkjuna.
Ástæður þessarar niðurstöðu minnar er afskaplega skýrar.
Hefði ég kosið með því að tillögurnar yrðu lagðar til grundvallar nýju frumvarpi, á þeirri forsendu að mér þættu sumar þeirra brúklegar. Eins og stuðningmenn tillagnanna reyndar hvöttu til. Þá væri atkvæði mitt nú túlkað sem krafa að tillögurnar allar ættu að standa óbreyttar í nýrri stjórnarskrá. Engu mætti breyta. Jafnvel ekki því sem færustu fræðimenn þjóðarinnar á sviði stjórnskipunar segja vart standast skoðun.
Mér finnst t.d. ákvæði sem byrja á: Tryggja skal með lögum......´´ ekki brúkleg í stjórnarskrá. Slík ákvæði bjóða upp á það að þau hugtök sem um er rætt í þeim ákvæðum geti haft breytileg viðmið. Eftir því hvernig stjórnarmynstur er hverju sinni. Eru t.d. ekki líkur á því að næsta ríkisstjórn eða þarnæsta hafi aðrar meiningar á því, hvað fellst í frelsi fjölmiðla? En stjórnarskrárdrögunum stendur, að tryggja skuli með lögum frelsi fjölmiðla.
Ég er fylgjandi auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ég kaus þó ekki með því í þjóðaratkvæðinu.
Ástæðan er einfaldlega sú að ég óttaðist, líkt og raunin hefur orðið, að já mitt hefði verið túlkað sem samþykki við auðlindaákvæði stjórnlagaþings. Orðrétt og óbreytt. Atkvæði mitt hefði verið túlkað á þann hátt að ekki mætti breyta ákvæðinu í neinu. Jafnvel ekki þó svo lögfróðir menn myndu benda á að hluti þess gæti skarast á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.
Reyndar má segja að við öllu hinu sem ég kaus nei við í þjóðaratkvæðinu fylgi svipuð rök. Ég var og er ekki andvígur því að þau efni sem þar var spurt um eigi heima í stjórnarskrá. Ég er hins vegar ekki sammála tillögum stjórnlagaráðs efnislega. Af þeirri ástæðu gat ég ekki kosið með þeim. Þar sem mig grunaði það sem á daginn hefur komið. Að atkvæði mitt hefði verið túlkað sem samþykki tillögu stjórnlagaráðs er varðar viðkomandi hugtak. Jafnvel þó ég gæti aldrei samþykkt ákvæðið óbreytt.
Mitt já, hefði ég kosið á þann hátt og eflaust já fleiri manna og kvenna á ekki að túlka á annan hátt. En að hinn eiginlegi löggjafi þjóðarinnar Alþingi hafi umboð þjóðarinnar, til þess að nýta tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskrá. Taka þær til efnislegrar meðferðar í þinginu í þremur umræðum. Gera þær breytingar sem sátt er um í þinginu og til þess bærir fræðimenn telja nauðsynlegar svo ný stjórnarskrá standist skoðun.
Krafan um eitthvað annað stenst engan vegin skoðun og er í rauninni sett fram af þvílíkri tilætlunarsemi og vanhugsaðar frekju, eða í besta falli valkvæðum misskilningi sem varla ætti að teljast svaraverður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2013 | 13:57
Skýr skilaboð.- Á meðan situr ráðherra með hendur í skauti.
Ríkisstjórn Íslands þarf að hysja upp um sig buxurnar og taka ákvörðun um að setja pening í þessi mál, leiðrétta launin þarna og leysa þessa deilu.
Það er í rauninni ekki til skýrari skilaboð en þessi orð Örnu Auðar Antonsdóttur formanns Félags lífeindafræðinga. En lífeindafræðingar á Landsspítalanum eiga einnig í viðræðum við stjórnendur spítalans um nýjan stofnannasamning. Líkt og hjúkrunarfræðingar og aðrar stéttir sem starfa á spítalanum.
Hjúkrunarfræðinga hafa frest til 12. febrúar að taka ákvörðun um hvort þeir standa við uppsagnirnar. Spítalinn hefur ákveðið þessa dagsetningu vegna þess að stjórnendur hans þurfa að geta skipulagt starfsemina miðað við þann mannskap sem verður við störf 1. mars nk.
Það er í rauninni ósköp eðlilegt að spítalinn ákveði þessa dagsetningu til geta skipulagt eftirleikinn. Fari svo að uppsagnir hjúkrunarfræðinga verði ekki dregnar til baka.
Óeðlilegt er hins vegar að velferðarráðherra hyggst ekkert tjá sig um málið, fyrr en fresturinn er útrunninn. Ef marka má yfirlýsingu ráðherrans frá því í gær.
Það er vissulega "understatement" að kalla aðgerðaleysi ráðherrans "óeðlilegt". Standi ráðherrann við yfirlýsingu sína, ætti frekar að kalla slíkt stórkostlegt gáleysi og afglöp í embætti. Að bíða þess að skaðinn gerist. Í stað þess en bregðast við í tæka tíð. Fremur en að senda undirmenn sína á vettvang með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak.
Stjórnvöld gætu t.d. slegið af eitthvað af þessum kosningavíxlum sínum og látið það fjármagn sem í þá á að eyða renna til lausnar vandans. Sem ég fullyrði að sé mikilvægara en flest þau verkefni sem í áðurnefndum kosningavíxlum felast.
Buðu eins launaflokks hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2013 | 11:17
Fréttablaðið ver umboðsleysi Árna Páls með fúski
Í Fréttablaðinu í dag má lesa einhverja aumustu vörn fyrir raunverulegu umboðsleysi nýkjörins formanns Samfylkingarinnar.
Í daglegum dálki blaðsins, Frá degi til dags, rekur blaðamaðurinn Stígur@frettabladid.is ýmsar ástæður fyrir því að Árni Páll Árnason setjist ekki í ríkisstjórn þessar vikur sem eru til kosninga.
Flestar þeirra ástæðna benda hins vegar til þess að Árni Páll hafi ekki umboð þingflokksins, til annars en að vera formaður í starfskynningu fram að þingrofi.
Niðurlag dálksins er þó með því aumasta sem sést hefur lengi og í rauninni með ólíkindum að slíkt komist í prentútgáfu dagblaðs sem að öllum líkindum vill láta taka sig alvarlega.
En þar segir:
"Tvö nýjustu dæmin
Þessi staða er óvenjuleg - að formaður stjórnarflokks gegni ekki ráðherraembætti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti sem ráðherra í mars 2009 en var þó formaður í Samfylkingunni að nafninu til í tuttugu daga. Þar á undan reiknast mönnum til að leita þurfi 22 ár aftur í tímann - til vormánaða ársins 1991 - eftir næsta dæmi. Þá var Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins í hálfan annan mánuð fram að kosningum og var ekki ráðherra á meðan. (Stigur@frettabladid.is)"
Ingibjörg Sólrún hætti reyndar sem ráðherra 1.feb. 2009 og sagði af sér formennsku í Samfylkingunni um leið og hvarf úr pólitík. Eru til einhver dæmi þess í sögunni að manneskja sem hættir í pólitík, taki um leið sæti í ríkisstjórn?
Svo held ég að allir átti sig á því að Davíð Oddsson hefur varla haft nokkurn áhuga á því að sitja í ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Borgaraflokks.
Er það nokkuð frekja að biðja um aðeins vandaðri vinnubrögð blaðamanna? Jafnvel þó að þeir séu kannski leynt og ljóst að verja þá staðreynd að Árni Páll Árnason verður bara formaður í starfskynningu fram að þingrofi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2013 | 16:57
Formaður í starfsþjálfun?
"Formaður Samfylkingarinnar er pólitískur talsmaður flokksins og ber ábyrgð á starfi flokksins í ríkisstjórn og mun samkvæmt því umboði leiða stefnumörkun og starf Samfylkingarinnar innan flokks og utan, í samræmi við venju og hefðir þar um, segir hann ennfremur í yfirlýsingunni."
Í stuttu máli, þá fá kjósendur enga "mælingu" á því fyrir kosningar, hvort Árni Páll sé nægur bógur til þess að hrinda í framkvæmd þeim breytingum sem hann lofar. Jóhanna er því rauninni enn leiðtogi Samfylkingar fram að þingrofi, í það minnsta. Í umboði Árna Páls og þingflokksins.
Á meðan Jóhanna og þingflokkur Samfylkingar mun starfa í anda átakastefnu Jóhönnu, mun svo Árni Páll utan þings, boða stefnu nýrrar Samfylkingar.
Nýrrar Samfylkingar sama fólks og skipaði þá gömlu og lofaði þjóðinni fyrir fjórum árum nýrri Samfylkingu með nýjum bættum vinnubrögðum. Pökkuðum inn í glanspappír skjaldborgar um heimilin í landinu og fjölgun starfa fyrir fólkið í landinu.
Hvort sem Samfylkingin er gömul eða ný verður breytingin engin. Nema þá á ásjónu hennar. Undir þeirri sömu ásjónu mun hins vegar að stærstum hluta starfa sama fólkið og bæði leitt hefur og stutt núverandi stefnu Samfylkingarinnar.
Frasar nýrrar forystu Samfylkingar innpakkaðir í glanspappír nýrra tíma og velferðar undir forystu nýrrar Samfylkingar. Verða því í raun sama froðan og þjóðin hefur reynt á eigin skinni. Undanfarin fjögur ár í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna.
Eða er ekki rétti tími breytinga fyrir þingflokk Samfylkingar núna. Fremur en síðar til þess að verða að þeim flokki sem nýr formaður boðar?
Eða er nýr formaður Samfylkingarinnar bara formaður í starfsþjálfun?
Ekki ástæða til breytinga á ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2013 | 11:28
Framkvæmdina vantar.
Það bendir allt til þess að Jóhanna vilji vera áfram og að hún hafi stuðning þingflokksins til þess.
Þetta er einmitt lykilstaðreynd. Þingflokkurinn styður stefnu Jóhönnu. Einu mögulegu breytingar á þingflokknum eftir kosningar eru þær að hann verður smærri.
Að stærstum hluta verður hann skipaður einstaklingum sem styðja stefnu Jóhönnu.
Hvernig eiga kjósendur þá að geta treyst því að sama fólk láti af núverandi stefnu sinni, á næsta kjörtímabili. Ef að slíkt er eingöngu boðað í orði en framkvæmdina vantar?
Eða hefur fólk kannski gleymt orðskrúði fögrum um breytt faglegri vinnubrögð, skjaldborg um heimilin og fjölgun starfa. Svo eitthvað sé nefnt.
Þröng staða Árna Páls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2013 | 14:50
Sanngjarnir og eðlilegir viðskiptahættir?
Núna þegar þetta er skrifað, hefur Ísland leikið fimm leiki á HM. Eins og alþjóð veit, þá keyptu 365miðlar sýningarréttinn á keppnni.
Kaup á dagskrárefni sjónvarpsstöðva eru að stórum hluta fjármögnuð með sölu áskrifta að viðkomandi sjónvarpsstöð. Sama var upp á teningnum varðandi kaupin á sýningarréttinum frá HM.
Samkvæmt mínum heimildum, hafa þrír leikir af þessum fimm verið í opinni dagskrá, sem sagt ókeypis öllum þeim sem ná viðkomandi stöð á sjónvarpið sitt.
Það geta því varla talist sanngjarnir eða eðlilegir viðskiptahættir, að sýningarréttur á sjónvarpsefni sé að stórum hluta fjármagnaður með þessum hætti, ef að þeir sem áskriftina kaupa eru að borga fyrir eitthvað sem þeir hefðu svo getað fengið að stórum hluta ókeypis á sama stað.
Eða þætti það sanngjarnt og eðlilegt ef að leik og kvikmyndahús tækju upp á því að selja í forsölu miða á sýningar sem að síðan yrði ókeypis aðgangur að, til þess að fjármagna sýningarrétt og uppsetningu þess sem sýnt er?
Léku í sömu höll á ÓL 1992 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2013 | 12:23
Mótmæli bæta ekki það sem betur má fara.
Það skiptir í rauninni engu máli, hvort það séu tugir,hundruðir eða þúsundir manna sem krefjast þess á Austurvelli, að tillögur stjórnlagaráðs verði óbreyttar að lögum. Tillögurnar hvorki skána né versna við slíka uppákomu.
Eins og allir vita, hafa fjölmargar efnislegar athugasemdir komið fram vegna tillagnanna. Það er í rauninni skylda þingsins að taka þær til athugunnar og breyta þar sem breytinga er þörf. Skiptir þar engu hvort að athugasemdirnar komi fram seint, að mati sumra.
Eðlilegast hlýtur þó að vera að athugasemdir komi fram, eftir að Alþingi tekur tillögurnar til efnislegar meðferðar, frekar en áður. Enda ekki fyrr ljóst, hver texti frumvarpsins sem lagt er fram til efnislegrar meðferðar í þinginu verður.
Auk þess sem að flestar athugasemdir sem framkomu fyrir þjóðaratkvæðið, voru litnar hornauga og sá sem þær bar fram gjarnan sakaður um að vilja ræna þjóðinni því tækifæri að kjósa um nýja stjórnarskrá, sem að var í rauninni ekkert annað en ófullburða drög að nýrri stjórnarskrá. Líkt og margar efnislegar athugasemdir sem borist hafa benda til.
Eins sést glöggt hversu ófullburða þessar tillögur eru og að þær standist vart nákvæma skoðun, að efnislegum athugasemdum um tillögurnar, hefur nær öllum, verið svarað með skætingi og útúrsnúningi af höfundum tillagnanna og meðhlaupurum þeirra.
Gagnrýniverðast í ferlinu hlýtur að teljast seinagangur stjórnskipunnar og eftirlitsnefndar þingsins við meðferð málsins. Nefndin tók sér heilan vetur við að búa málið til atkvæðagreiðslu, án þess þó að gæta að því að lögfræðiteymið sem nefndin skipaði til yfirferðar á tillögunum, næði að skila af sér í tæka tíð fyrir atkvæðagreiðsluna. Svo bregðast mætti við athugasemdum lögfræðihópsins yrðu þær einhverjar.
Að sama skapi má segja að stjórnskipunar og eftirlitsnefnin hafi klúðrar ferlinu með því að óska ekki eftir almennum umsögnum um tillögurnar fyrr en rúmu ári eftir að þær bárust þinginu. Eins að nefndin hafi ekki óskað eftir umsögnum annarra nefnda þingsins fyrr en þá. Að ekki sé talað um álit Feneyjarnefndarinnar.
Sífelldar frestanir á skiladegi ofangreindra umsagna, segja allt sem segja þarf um það hversu nefndin hefur staðið illa að meðferð málsins.
Til þess að auka enn á fúskið við verkið, hyggst formaður nefndarinnar Valgerður Bjarnadóttir, byggja á einhverju sem hún heyrt útundan sér af umræðum annarra nefnda, nái þær ekki að skila af sér fullgerðu áliti, áður en eftirlits og stjórnsýslunefndinn skilar málinu formlega til annarrar umræðu í þinginu.
Eins er engu líkara en að aðkoma Feneyjarnefndarinnar að málinu, sé fremur hugsuð sem einhvers konar show, frekar en að hún eigi að gagnast málsmeðferðinni að einhverju gagni. Enda óskir um umsagnir hennar jafn seint á ferðinni og óskir um aðrar umsagnir.
Það er því svo, að enginn er beinlínis að ganga gegn einhverjum þjóðarvilja, með því að vilja breyta í einhverju, vanbúnum tillögum sem kosið var um síðastliðið haust.
Heldur má segja að sleifarlag meirihluta stjórnskipunnar og eftirlitsnefndar þingsins, hafi kostað það að þjóðin fengi að kjósa um fullburða tillögur, sem að nær fengju að standa óbreyttar í nýrri stjórnarskrá.
Í ljósi þess hversu vanbúnar tillögurnar voru, var settur fyrirvari neðst á kjörseðilinn, sem allir þeir sem kusu gengust við með þátttöku sinni.
Í þeim fyrirvara segir að verði drögin samþykkt, þá fari þau til efnislegrar meðferðar í þinginu og geti tekið efnislegum breytingum þar.
Fólk sem amast við breytingum og fullyrðir að enginn hafi rétt til þess að breyta einu né neinu er því að ganga á bak þess se það samþykkti með þátttöku sinni í kosningunum.
Mest um vert hlýtur því að vera, úr því sem komið er, standi einhver vilji til breytinga á stjórnarskrá, að einangraður verður sá hluti tillagnanna sem ná má breiðri sátt um og sá hluti unnin og honum breytt.
Að loknum kosningum í vor, kemur svo nýtt þing saman og staðfestir þær breytingar sem gerðar verða og heldur svo áfram efnislegri vinnu sinni við þær tillögur sem út af standa, verði vilji til þess í þinginu.
Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2013 | 21:35
"Guð"Björt framtíð vel upplýst............ og allir hressir.
Guðmundur Steingrímsson formaður "Guð"Bjartrar framtíðar fór mikinn í Kastljósi kvöldsins og hélt því fram að Íslendingar héldu öllu sínu varðandi sjávarútveginn þó þeir gengju í ESB.
Rök Guðmundar fyrir þessari fullyrðingu voru þau að Ísland væri eina eyríkið í Norðurhöfum með 200 mílna landhelgi og að 70% sjávarafla væri úr staðbundnum stofnum.
Ætli það sé einmitt þess vegna sem sagt er að sjávarútvegskaflinn sé hvað erfiðastur í aðildarferlinu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2013 | 20:40
Af fundinum sem aldrei var haldinn.
Á bloggsíðu Vinstri vaktarinnar hér á Moggabloggi segir:
"Líklega er það einsdæmi í þingsögunni að þingmaður sé rekinn úr þingnefnd til að hindra á seinustu stundu að mál sem nefndin hefur samþykkt en hefur enn ekki sent formlega frá sér komist út úr nefndinni og til atkvæða í þinginu."
Ef að einhver er ekki með á því hvaða mál er átt við, er rétt að geta þess að hér um að ræða tillögu í utanríkismálanefnd um að hætta aðildarviðræðum að ESB og hefja þær ekki að nýju, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillaga sem samþykkt var með atkvæðum stjórnarandstæðinga í nefndinni ásamt atkvæði Jóns Bjarnasonar.
Til sögulegrar upprifjunar á því máli sem hér um ræðir er nauðsynlegt að haldið verði til haga, að búið var að ákveða að málið yrði afgreitt út úr nefndinni á næsta fundi sem boðaður var næsta dag.
Þessi næsti fundur fór hins vegar aldrei fram, þar sem formaður nefndarinnar , Árni Þór Sigurðsson frestaði fundinum án skýringa.
Segja má að ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttum RÚV í kvöld hafi loksins komið með skýringuna á frestun fundarins. En þar sagði Jóhanna að ríkisstjórnin hefði ekki lifað af framlagningu tillögunnar í þinginu.
Það er því meira en líklegt að þrýst hafi verið á, Árna , af forsætisráðherra og jafnvel fleiri ráðherrum um að fresta fundinum. Því ekki hefði gengið að hrókera í nefndum þingsins þennan sólarhring sem átti að vera á milli funda og án efa hefur Jón þvertekið fyrir það að mæta ekki á fundinn og láta varamann sinn sitja hann í staðinn.
Það er því alveg orðið ljóst að framkvæmdavaldið svífst einskis í því að hafa frekleg áhrif að eðlilegan framgang mála hjá löggjafanum, til þess eins að halda sinni eigin öndunarvél gangandi. Með því háttalagi er framkvæmdavaldið að brjóta gróflega gegn stjórnskipan landsins.
VG spáði aldrei hraðferð í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2013 | 23:19
Í stuttu máli sagt.
"Skoðanir Jóns á ESB-aðild væru öllum kunnar og það væri enginn að fara fram á að hann skipti um skoðun í því máli."
Með öðrum orðum þá má Jón alveg hafa sínar skoðanir og sannfæringu. Hann má bara ekki starfa samkvæmt skoðunum sínum og sannfæringu. Líkt og þingsköp og stjórnarskrá bjóða honum að gera.
Jóni var boðið sæti í nefndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar