Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur, málssvarinn og Svavarsarmurinn.

"Í samtali við mbl.is sagði Svandís að Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður VG, hafi hringt í sig um hádegisbil í gær og greint frá því að hann hygðist ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. "

Á fimmtudaginn sagði SteingrímurJ. að spurður að ekki væri annað í spilunum en að hann gæfi kost á sér áfram. Ástæða þess að Steingrímur var spurður, var sá kvittur að Svavarsarmurinn leggði hart að honum að stíga til hliðar. 

Tveimur sólarhringum síðar tilkynnir Steingrímur að hann ætli ekki að bjóða sig áfram fram til formennsku í Vg. 

Það vita allir hvaða armi Svandís tilheyrir. 

Spurning er hvort allt þetta brölt Vg. sé ekki bein afleiðing þess, hversu krónískur vandi VGR að koma frá sér framboðslistum fyrir kosningarnar í vor er.

En sá vandræðagangur gengur út á það að reynt hefur verið að troða helsta talsmanni Steingríms, Birni Vali Gíslasyni inn á listann. Þrátt fyrir að hann hafi beðið  háðulegan ósigur fyrir Svavarsarminum í forvali flokksins í Reykjavík.


mbl.is Býður sig ekki fram á móti Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki mundi ég gráta þótt þess lögbrjótur mundi alfarið hverfa af þingi! Held að nánast allir armar VG séu slæmir. Valdagræðgi virðist helst einkenna þá.

Björn (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 17:36

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er spurning hvort þetta yfirklór VG bjargi einhverju, það eina sem ég get sagt er, ef fólk er sátt við það að því sé skammtað takmarkað lifibrauð algjörlega burt séð frá því hversu mikið fólk leggur á sig að vinna til að hafa það betra þá kýs fólk VG.

Það sitja í mér orðin hennar Lilju Rafney þar sem hún sagði að fólk skyldi sko athuga það að þau VG ætluðu sér sjálf að ráða því hversu mikinn afgang fólk ætti eftir í launaumslagi sínu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.2.2013 kl. 08:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ingibjörg afar fróðlegt sem þú segir þarna um Lilju Rafney, geturðu vísað má á þetta einhversstaðar skriflegt?  Það væri gaman að sjá þetta á prenti, sannarlega algjörlega skrýtin afstaða þingmanns. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband