Færsluflokkur: Bloggar
6.5.2012 | 21:29
Hvers á þetta fólk að gjalda?
Hvers eiga Austfirðingar og nærsveitamenn að gjalda?
Eflaust geta bæði Vestfirðingar og Suðurnesjamenn, sagt frá því í löngu máli, hvernig loforðaflaumurinn flaut út um varir ráðherra hinnar norrænu velferðarstjórnar, er hún hélt fundi á þessum stöðum.
Rándýran loforðaflaum er ól í brjósti fólks, von um betra og mannsæmandi líf.
Hins vegar er hætt við því, að sögurnar af efndunum, verði sínu styttri.....
Ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2012 | 11:29
Sitthvor sagan af sama málinu.- Hvorri ber að trúa?
Ekki vil ég væna Nubo um að ljúga að samlöndum sínum í fréttamannastétt. Eða þá að ég vilji væna íslenska ráðamenn um slíkt hið sama.
Þess ber þó að geta, að ljúgi íslenskur ráðamaður að íslenskum frétta/blaðamanni, þá jafngildir það, nær undantekningalaust, að ráðamaðurinn ljúgi að íslensku þjóðinni.
En hvað sem því líður, þá virðast Nubo og íslensku ráðamennirnir leggja misjafnan skilning í það, hvað gerðist á ríkisstjórnarfundinum á föstudaginn.
Að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag, var ekki annað að skilja á þeim er rætt var við, að málinu væri hvergi nærri lokið og í rauninni væri ekki búið að ákveða eitt eða neitt varðandi málið, en að skoða það enn frekar.
Reyndar er það nú svo að samningamenn íslenskra stjórnvalda geta unnið ansi hratt, þjóni það hagsmunum, hinnar raunverulegu pólitíkur er Samfylkingin rekur. Nægir þar að nefna Icesavesamning Svavars Gestssonar.
Íslenskur aðstoðarmaður Nubos, hefur kannski betri aðgang að upplýsingum um það hvað fer fram á ríkisstjórnarfundum. Það í sjálfu sér þyrfti ekki að koma á óvart. Enda aðstoðarmaðurinn einnig einn af ráðgjöfum Össurar um málefni norðurslóða.
Reyndar þykir lausmælgi Össurar vera a pari við ,,Gróu á Leiti", þannig að ekki þyrfti það að koma á óvart, að einhverjar viðkvæmar upplýsingar, bærust þaðan með leynd, til manna Nubos.
En hvað sem því líður, þá þurfa þingmenn og/eða árvökulir og samviskusamir fréttamenn, finnist slíkir hér á landi, að leita svara á því, tæpitungulaust, hvað veldur þessu ósamræmi í fréttum af stöðu málsins. Hver sé í raun staða þess og hvers sé að vænta á næstu vikum, varðandi málið.
Það skildu þó ekki vera að ,,óvænt" afmælisgjöf til íslensku þjóðarinnar á 68 ára afmæli lýðveldisins verði 40 ára leigusamningur við Nubo, með framlengingarmöguleika til 99 ára.
Huang segir samkomulag í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2012 | 13:25
Afleikur stjórnvalda og hugsanlegt stjórnarskrárbrot.
Líklegast eru samningar stjórnvalda við kröfuhafa bankanna, einhver versti afleikur nokkurra stjórnvalda frá lýðveldisstofnun, hið minnsta.
Í þeim samningum fellst ríkisábyrgð á öllum þeim stjónvaldsaðgerðum sem rýrt gætu hag kröfuhafa bankanna. Voru þeir samningar undirritaðir, án fyrirvara um samþykki Alþingis á innihaldi þeirra.
Af þeim sökum, hlýtur það að koma til álita, að um stjórnarskrárbrot hafi verið að ræða, þegar samningarnir voru undirritaðir. Enda er óheimilt að setja á ríkisábyrgð, án samþykkis Alþingis.
Engin efnisleg umræða hefur verið um efni samningana á Alþingi, þannig að ekki er hægt að sjá með hvaða hætti Alþingi ætti að hafa getað samþykkt þá duldu ríkisábyrgð sem samningarnir fela í sér.
Reyndar er það svo, að það litla um efni samningana sem fengist hefur upplýst, hefur kostað stöðugt stapp stjórnarandstöðuþingmanna við stjórnvöld.
Það leiðir svo af sér eftirfarandi:
Nær allar aðgerðir stjórnvalda til lausnar á skuldavanda heimila, hafa kostað útgjöld úr ríkissjóði, meðal annars vegna samninga við erlenda kröfuhafa bankana.
Stjórnarandstaðan hefur verið óþreytandi í því að benda stjórnvöldum á þá staðreynd, að til þess að mæta þessum auknu útgjöldum, þurfi að auka hér framleiðslu og verðmætasköpun.
Í innbyggðu sundurlyndi sínu geta stjórnarflokkarnir ekki sín á milli, komið neinu í kring sem stuðlar að aukinni framleiðslu og verðmætasköpun. Af þeim sökum, verða skattahækkanir ávallt ,,lausnin". Skattahækkanir sem á endanum hækka allar vísitölur er tenjast lánum heimilana lausnin.
Stjórnvöld hafa því í rauninni ekkert gert varðandi skuldavandann, annað en að senda hann af og til í ,,tímabundið frí", til þess eins að fá hann tvíelfdan afur í fangið. Sínu verri en áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2012 | 13:00
Í upphafi skildi endinn skoða....
Þetta mál lýsir í rauninni, hversu óstarfhæf og ósamlynd ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er.
Þegar ráðherra í ríkisstjórninni, ákveður á grundvelli þess að undanþága frá lögum geti verið fordæmisgefandi, að hafna undanþágunni, þá leggjast ráðherrar hins stjórnarflokksins og meðhlauparar allir sem einn á árarnar við að finna hjáleiðir framhjá ríkjandi lögum í landinu.
Það er í rauninni litlu hættuminna fordæmi, en undanþágan sjálf frá lögunum, gæti skapað.
Málið í heild sinni, allar þær framkvæmdir sem áformum Nubos fylgja og það rask sem þeim fylgja eru þess eðlis, að fyrir ættu á liggja áætlanir og framkvæmdaleyfi, ásamt rannsókn á hugsanlegum umhverfisáhrifum þess að hola niður nærri tvö þúsund manna byggð á hálendi Íslands.
Því skal haldið til haga, að gangi viðskiptaáform Nubos ekki upp, þá gæti farið svo að á hálendinu standi um ókomna tíð, mynjar brostina drauma. Því varla hyggst Nubo taka til eftir sig og skila landinu í upphaflegri mynd, gangi viðskiptamodel hans ekki eftir.
Huang fagni ekki of snemma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2012 | 23:31
Pappírstætari Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytis gangsettur!!!
"Alvarlegir gallar" er vægt til orða tekið. Frumvarp, sem byggt er á kolröngum forsendum, er ónýtt frumvarp.
Stjornvöld eða aðrir ná aldrei markmiðum sínum, með forsendubrostnum og ónýtum frumvörpum.
Ef yðar einlægum misminnir ekki, þá eru þetta einmitt fræðimennirnir, sem kaffærðu áform stjornvalda um fyrningu aflaheimilda, eitt helsta kosningamál stjórnarflokkanna fyrir síðustu þingkosningar. Með fræðilegri úttekt á hörmungarafleiðingum fyrningar aflaheimilda.
Það stefnir því í það, að það verði árviss viðburður í Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu, að kvótafrumvörp fari í gegnum pappírstætarann.
Alvarlegir gallar á frumvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hins vegar er það líka alveg rétt, að þær aðstæður sem uppi voru á ,,gullaldarárum" þeirra lána, voru lántökum hagstæð. Lág gengisvísitala og lágir vextir. Andstætt því sem gilti þá um ,,venjuleg" verðtryggð íslensk lán.
Reyndar var munurinn á þessum lánaflokkum þvílíkur, að þeir einstaklingar er tóku íslensku lánin, voru jafnan í rauninni taldir vitleysingar. Þar sem þeir létu bjóða sér það, að vera hlekkjaðir í viðjum verðtrygginar um ókomin ár.
Það er því morgunljóst að hver sá sem hefði látið sér í hug detta, löggjöf gegn gengistryggðum lánum eða dómsmál til þess að fá ólögmætið staðfest af dómstólum, hefði eflaust verið vistaður með sama inn á lokaðir geðdeild og lyklinum hent.
Það í sjálfu sér réttlætir ekki viðbragðsleysi stjórnvalda, gegn gengistryggðu lánunum, á þeim tíma er þau voru í boði.
Það er hins vegar með öllu óskiljanlegt og í raun með ólíkindum, að núverandi stjórnvöld hafi ákveðið að láta gengistryggðu lánasöfnin í hendur kröfuhafabankanna, með þeim hættti sem það var gert.
Þegar sú ákvörðun var tekin, höfðu stjórnvöld upp á vasann lögfræðiálit er taldi þessi gengislán ólögmæt. Auk þess sem málarekstur vegna þessara lána var rétt hafinn, eða í burðarliðum.
Það glæpsamlega við ákvarðanir núverandi stjórnvalda, var þó að semja við kröfuhafa bankanna á þann hátt, að allar stjórnvaldsaðgerðir stjórnvalda, er skert gætu hag kröfuhafana, yrði þeim bætt úr ríkissjóði.
Sú ákvörðun stjórnvalda í raun heftir löggjafann í þeirri viðleitni sinni, að tryggja umbjóðendum sínum réttlát málalok. Ákvörðun stjórnvalda, gæti jafnvel óbeint eða beint haft áhrif á dómstóla, er þeir taka ákvörðun um réttlát málalok varðandi útreikninga gengistryggðra lána.
Það er því alveg skoðandi að athuga, hvort stjórnvöld hafi ekki brotið ákvæði stjórnarskrárinnar, með undirritun samninga við kröfuhafa bankana. Samninga sem gætu falið í sér óskilgreindar skuldbindingar ríkissjóðs. Án þess að leita heimildar löggjafans fyrir slíku.
Fullkunnugt um ólögmætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2012 | 00:21
Hæstvirtur forsætisráðherra lykilvitnið?
Það hlýtur að vera borðleggjandi að hæstvirtur forsætisráðherra, beri vitni í þessu máli. Enda ráðherrann í aðalhlutverki atburðarrásarinnar.
Hæstvirtur ráðherrann semur um kaup og kjör við Má. Hæstvirtur ráðherrann semur svo frumvarp til laga sem rýrir kjör Más um 300 þús kr. og kemur því í gegnum þingið
Hæstvirtur ráðherrann reynir svo að ,,leiðrétta" laun Más í felum bakvið formann stjórnar bankans, sem flutti tillögu um ,,leiðréttinguna", að beiðni hæstvirts forsætisráðherra.
Máli Más ekki vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2012 | 21:13
Sinnaskipti Össurar.- Hvað veldur?
Fyrir u.þ.b. viku er það út spurðist á fundi utanríkismálanefndar Alþingis að ESB hyggðist nýta sér rétt sinn til meðalgöngu í Icesavemálinu fyrir EFTA dómstólnum, þá réðu var Össur og ESB-armur utanríkismálanefndar, sér vart fyrir kæti.
Meðalgangan hefði fært Íslendingu í té, hvílík tækifæri að nánast þýddi slíkt sigur Íslendinga í deilunni. Enda sýndi meðalganga ESB það, að ESA talaði fyrir slæmum og vonlausum málstað.
Undruðust aðildarsinnar og meðhlauparar þeirra það mjög, að andstæðingar ESBaðildar, höfðu upp stór orð um það hversu óforskömmuð þessi meðalganga væri. Enda væri Ísland umsókarþjóð að ESB og ESB væri í rauninni að ráðast á Ísland.
Á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi, spurðist það hins vegar út að íslensk stjórnvöld hefðu meðalgöngu ESB í málinu og þótt hún afar óviðeigandi.
Nú er það svo að þessi sinnaskipti Össurar eru með hvílíkum ólíkindum, að maður gæti vel ímyndað sér það að Össur ætti sér enga ósk heitari en að tapa málinu fyrir EFTAdómstólnum. Enda eru þessi mótmæli íslenskra stjórnvalda, gersamlega út úr kú. Sé tillit tekið til fyrri ummæla Össurar, aðildarsinna og meðhlaupara þeirra.
Einn möguleikin gæti líka verið sá að andstæðingum aðildar innan Vg. hafi verið nóg boðið af öllu því bulli og þvælu, sem þessi erindisleysa Samfylkingarhluta ríkistjórnarinnar til Brussel er.
Þeim hafi loks vaxið nægar hreðjar til þess að standa með því þeir lofuðu kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og hótað því að hætta stuðningi við fyrstu tæru vinstri stjórn lýðveldisins og vonandi þá síðustu, þessa öld hið minnsta, sýndi Össur fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, ekki hinn minnsta manndóm í deilunni.
Hafa mótmælt afskiptum ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2012 | 21:56
Mun þá fjármálaráðherra hafa eftirlit með sjálfum sér ? Og rannsaka eigin brot, ef svo ber undir?
Ég las yfir, lauslega, þessa tillögu um breytingar á stjórnarráðinu. Ég sá ekki betur en að fjármálaráðherra verði ætlað að vera æðsti yfirmaður FME og Samkeppnisstofnunar, verði tillagan samþykkt. Í það minnsta er ekki að sjá að gert sé ráð fyrir því að þessar stofnanir, sem nú heyra undir Efnahags og viðskiptaráðuneyti, fylgi með yfir í nýtt Fjármála og efnahagsráðuneyti.
Hvernig má svo vera, þegar sami ráðherra er handhafi hlutabréfs í ríkisfyrirtækjum sem einhver eflaust eru í samkeppni, við einkareikin fyrirtæki.
Þessi sami ráðherra er svo handhafi hlutabréfa ríkisins í bönkunum. Þar af á ríkið nær öll hlutabréfin í Landsbankanum. Hvernig getur þá fjármálaráðherra verið æðsti yfirmaður stofnunar sem rannsaka á og fylgjast starfsemi bankana í landinu?
Fór hörðum orðum um tillöguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2012 | 17:37
Túlkunarkúnstir.
Töluvert ber á getgátum þess efnis að samkvæmt þessari könnun séu 46% kjósenda óplægður akur, sem bíði sáningar og uppskeru stjórnmálaflokkana.
En er það virkilega svo?
Samkvæmt því sem fram kemur eru bara 10% kjósenda óákveðnir.
Hin 36 prósentin skiptast þannig að 16% hafa tekið skýra afstöðu með því að ætla að sitja heima á kjördag, eða skila auðu. Það er vissulega afstaða, að sitja heima á kjördag eða skila auðu.
Þau 20% sem upp á vantar, hafa hins vegar tekið afstöðu, en vilja ekki gefa hana upp. Því annars hefðu þessir kjósendur væntanlega verið í öðrum hvorum af hinum hópunum tveimur sem ekki nefna einhverja flokka. Það er því líklegra en ekki að þau 20% skiptist á milli flokkana í sama hlutfalli og svör þeirra eru sem nefna einhverja flokka í könnuninni.
Segja má því að stærsta óvissan séu þessi tíu prósent, sem óákveðin eru. Hins vegar er allt eins líklegt að þau skiptist í réttu hlutfalli á milli þess að þetta fólk, kjósi einhvern flokk, sitji heima á kjördag, eða skili auðu.
Þó auðvitað sé það allt eins líklegt að einhverjir þeirra sem gefa sig upp í þessari könnun, kjósi á endanum á annan hátt, en svör þeirra í könnuninni benda til. Þá er það líka allt eins líklegt að úrslit kosninga eftir rúmt ár, verði í takt við þessa niðurstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Íbúar ráða örlögum verksmiðju
- Eins og ef Kjörbúðin á Blönduósi færi í verkfall
- Viðreisn fengi flest þingsæti
- Vegirnir voru eins og borðstofuborð
- Jonni vann Rímnaflæði
- Eldur kviknaði í bifreið í Mosfellsbæ
- Einn með bónusvinninginn
- Tilbúin að bregðast við skelli slæm sviðsmynd á
- Framkvæmdir fyrir alls tvo milljarða
- Við munum ekki hvílast fyrr en þetta klárast
Erlent
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum
- Einn handtekinn eftir að kona fannst látin
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
Fólk
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu