Leita í fréttum mbl.is

Sitthvor sagan af sama málinu.- Hvorri ber að trúa?

Ekki vil ég væna Nubo um að ljúga að samlöndum sínum í fréttamannastétt. Eða þá að ég vilji væna íslenska ráðamenn um slíkt hið sama. 

Þess ber þó að geta, að ljúgi íslenskur ráðamaður að íslenskum frétta/blaðamanni, þá jafngildir það, nær undantekningalaust, að ráðamaðurinn ljúgi að íslensku þjóðinni.

En hvað sem því líður, þá virðast Nubo og íslensku ráðamennirnir leggja misjafnan skilning í það, hvað gerðist á ríkisstjórnarfundinum á föstudaginn. 

Að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag,  var ekki annað að skilja á þeim er rætt var við, að málinu væri hvergi nærri lokið og í rauninni væri ekki búið að ákveða eitt eða neitt varðandi málið, en að skoða það enn frekar.

Reyndar er það nú svo að samningamenn íslenskra stjórnvalda geta unnið ansi hratt, þjóni það hagsmunum, hinnar raunverulegu pólitíkur er Samfylkingin rekur.  Nægir þar að nefna Icesavesamning Svavars Gestssonar.

Íslenskur aðstoðarmaður Nubos, hefur kannski betri aðgang að upplýsingum um það hvað fer fram á ríkisstjórnarfundum. Það í sjálfu sér þyrfti ekki að koma á óvart. Enda aðstoðarmaðurinn einnig einn af ráðgjöfum Össurar um málefni norðurslóða. 

Reyndar þykir lausmælgi Össurar vera a pari við ,,Gróu á Leiti", þannig að ekki þyrfti það að koma á óvart, að einhverjar viðkvæmar upplýsingar, bærust þaðan með leynd, til manna Nubos. 

En hvað sem því líður, þá þurfa þingmenn og/eða árvökulir og samviskusamir fréttamenn, finnist slíkir hér á landi, að leita svara á því, tæpitungulaust, hvað veldur þessu ósamræmi í fréttum af stöðu málsins. Hver sé í raun staða þess og hvers sé að vænta á næstu vikum, varðandi málið. 

Það skildu þó ekki vera að ,,óvænt" afmælisgjöf til íslensku þjóðarinnar á 68 ára afmæli lýðveldisins verði 40 ára leigusamningur við Nubo, með framlengingarmöguleika til 99 ára. 


mbl.is Huang segir samkomulag í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Íslenskir ráðamenn eru ekki landráðamenn, Hvað eru þá landráð?

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband