Leita í fréttum mbl.is

Túlkunarkúnstir.

Töluvert ber á getgátum þess efnis að samkvæmt þessari könnun séu 46% kjósenda óplægður akur, sem bíði sáningar og uppskeru stjórnmálaflokkana.

 En er það virkilega svo?

Samkvæmt því sem fram kemur eru bara 10% kjósenda óákveðnir.

 Hin 36 prósentin skiptast þannig að 16% hafa tekið skýra afstöðu með því að ætla að sitja heima á kjördag, eða skila auðu. Það er vissulega afstaða, að sitja heima á kjördag eða skila auðu.

Þau 20% sem upp á vantar, hafa hins vegar tekið afstöðu, en vilja ekki gefa hana upp.  Því annars hefðu þessir kjósendur væntanlega verið í öðrum hvorum af hinum hópunum tveimur sem ekki nefna einhverja flokka.  Það er því líklegra en ekki að þau 20% skiptist á milli flokkana í sama hlutfalli og svör þeirra eru sem nefna einhverja flokka í könnuninni.  

Segja má því að stærsta óvissan séu þessi tíu prósent, sem óákveðin eru.  Hins vegar er allt eins líklegt að þau skiptist í réttu hlutfalli á milli þess að þetta fólk, kjósi einhvern flokk, sitji heima á kjördag, eða skili auðu.  

Þó auðvitað sé það allt eins líklegt að einhverjir þeirra sem gefa sig upp í þessari könnun, kjósi á endanum á annan hátt, en svör þeirra í könnuninni benda til.  Þá er það líka allt eins líklegt að úrslit kosninga eftir rúmt ár, verði í takt við þessa niðurstöðu. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband