Færsluflokkur: Bloggar
19.5.2012 | 13:45
Af stjórnarskrárbundnum skyldum þingheims og getuleysi meirihlutans við að uppfylla þær.
Það stendur í rauninni til að spyrja þjóðina, um afstöðu til tiltekins máls, sem ekki hefur verið leitt til lykta.
Alveg burtséð frá því, hvað fólki finnst um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þá eru hverfandi líkur á því, að þær verði óbreyttar, að nýrri stjórnarskrá.
Enda hefur meirihluti Eftirlits og stjórnsýslunefndar þingsins, komið sér undan því, hefja efnislega vinnu við tillögunar. Vinnu sem gengi út á það, að sníða af alla annmarka sem í tillögunum kunni að vera með tilliti til skuldbindinga ríkisins á alþjóðavetvangi sem og hérlendis.
Taka má dæmi um atvik, sem að þó nær örugglega kemur aldrei upp.
Þó fjárlög sem slík verði aldrei sett í þjóðaratkvæði, þá mætti efna til þjóðaratkvæðis, samkvæmt lógík meirihlutans, áður en fjárlagafrumvarp er lagt fyrir þingið og spyrja þjóðina hvort hún vilji hallalaus fjárlög eða ekki.
Nær öruggt er að meirihluti þjóðarinnar, myndi kjósa með því að fjárlög yrðu hallalaus.
Hvort að fjárlögin yrðu svo hallalaus á endanum, myndi svo ráðast af því, hvort að fyrirvarar líkt og skuldbindingar ríkissjóðs og tekjuöflun hans, væru með þeim hætti, að hægt væri að hafa fjárlögin hallalaus.
Hins vegar gæti hvaða flokkur eða hvaða sem flokkar sem er, haft það á stefnuskrá sinni í undanfara kosninga, að skila hallalausum fjárlögum, komist þeir til valda.
Það vill bara þannig til, að í undanfara hverra kosninga, þá er þjóðin spurð í hvaða mál skuli ráðast í og með hvaða hætti. Þjóðin svarar svo með atkvæðum sínum þingkosningum.
Hafi þjóðin verið ,,spurð að því, hvort leggja ætti óklárað plagg, sem enn væri meðförum þingsins, í dóm þjóðarinnar, þá stenst sú spurning engan vegin skoðun, sé litið til núgildandi stjórnarskrár, sem þingið starfar jú samkvæmt eða á að starfa samkvæmt.
Hverjir sem starfshættir þingsins gætu orðið, þegar og ef að ný stjórnarskrá, með tilheyrandi breytingum á þingsköpum kann að bjóða.
Niðurstaðan er því bæði skýr og einföld.
Að heykjast á stefnumálum sínum á miðju kjörtímabili, annað hvort vegna skorts á stuðningi eða möguleika á því að þau rætist og ætla svo þjóðinni að skera sig úr snörunni, er merki um uppgjöf og yfirlýsing þess efnis að tilteknir þingmenn eða tiltekinn þingmaður, hafi hvorki kjark né þor til þess að uppfylla stjórnarskrárbundnar skyldur sínar.
Fólk sem lýsir með svo skýrum hætti, vanmætti sínum til þess að sinna tilteknu starfi, á að biðjast undan því að þurfa að sinna því.
Annað hvort að segja af sér eða leggja til að þing verði rofið og boðað verði til nýrra kosninga. Svo hægt verði að ráða fólk til starfans, sem þorir, getur og vill sinna starfinu með þeim sóma sem vænst er.
Þingfundur um stjórnarskrármál hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2012 | 01:12
Vélstjórar öndunarvélar ríkisstjornarinnar.
Smáflokkar og sólópólitíkusar, sem óttast pólitíska framtíð sína, knýja öndunarvél hinnar norrænu velferðarstjórnar áfram.
Við blasir málefnaleg eyðimörk með tálsýnum, innpökkuðum í froðukennda frasa. Frasa sem elta skottið á sér, í efnislegri mótsögn við inntak sitt.
Þó svo að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði eflaust felld í þinginu, þá gæti samt verið gagnlegt að leggja hana fram. Þó ekki væri nema til að fá nöfn ,,vélstjórana" staðfest.
Færir Bjarta framtíð nær stjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2012 | 23:13
Er vandinn stefna stjórnvalda í skattamálum??
Eftir hrun hafa skattahækkanir stjórnvalda, sem stuðla að hækkandi verði á verslun og þjónustu, verið aðaleldsneytið á verðbólgubálið, sem viðheldur tangarhaldi verðtryggingar á lánþegum.
Af þeim sökum hafa allar aðgerðir stjórnvalda og annarra til lækkunar skulda heimilana mistekist.
Er þá nokkuð von að maður spyrji?
Skuldamálin að fara að skýrast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.5.2012 | 13:10
Af meintu málþófi og tímasetningum þingmála....
Það er nú samt ekki svo að málþóf hafi verið fundið upp á þessu kjörtímabili. Enda geymir þingsagan ótal mál, er lentu í málþófi, þó ekki sé farið lengra aftir í tímann, en til 1991.
Athygli vekur að sá tími sem málþóf tók, á þingum fyrir þetta kjörtímabil, er margfallt lengri pr. mál, en verið hefur á þessu kjörtímabili.
Enda slagar ræðutími, hvers og eins þeirra málþófsdrottninga og kónga fortíðarinnar, hátt upp í ræðutíma alls þingsins í þeim málum, sem nú sagt að haldið sé uppi málþófi í.
Hverju skildi það sæta? Ástæðan skyldi þó ekki vera sú, að áður en ríkisstjórnarmeirihlutinn getur lagt fram þingmál um stórt og mikilvægt málefni, þá hafi fyrir luktum dyrum, mánuðum saman farið fram alls kyns pólitísk hrossakaup og málamiðlanir, líkt og um sé að ræða minnihlutastjórn sem semja þarf við fleiri flokka á þingi, til þess að ná sínum málum fram.
Þessar væringar innan stjórnarflokkanna fari fram á þeim tíma, sem eðlilegt væri, að málin væru komin til efnislegrar umræðu og meðferðar þingsins?
Innbyggt sundurlyndi stjórnarflokkanna, ræni með öðrum orðum, þeim tíma frá þinginu sem það þarf til þess að vega og meta hin ýmsu mál er fyrir það er lagt.
Stór mál komi því oftar en ekki inn í þingið, fyrr en of seint, svo hægt sé að afgreiða þau með þeim hætti sem eðlilegur geti talist.
Hið ,,dulda málþóf" sem fellst í hrossakaupum leiðtoga stjórnarflokkanna við eigin flokksmenn, ónýti einnig mörg þeirra mála er um ræðir.
Enda þurfi í ,,dulda málþófi" sem fram fer innan stjórnarflokkanna, að taka tillit til það ólíkra sjónarmiða, að afleiðingar þeirra stóru frumvarpa, er lögð eru fyrir þingið í tímahraki, verði þau að lögum, ná ekki að dekka þau markmið sem þeim var ætlað í upphafi.
Eða þá að afleiðingarnar verði beinlínis skaðlegar þjóðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2012 | 19:37
Stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við verkefnið.
Ef að staðan er sú á þingi, að þingið megni ekki að leiða stórmál til lykta, þá er þingið ónýtt og óstarfhæft.
Í ljósi þess að stjórnarflokkarnir, eru ekki sammála um neitt þeirra mála er Helgi nefnir, utan eitt, þýðir lítt að kenna málþófi stjórnarandstöðunar um það hversu illa stjórnarmeirihlutanum gengur að leiða þau mál til lykta, sem efst eru á baugi.
Vandi þingsins leysist ekki, þó svo að þessi mál er Helgi nefnir, verði sett í þjóðaratkvæði. Enda er Alþingi löggjafinn og verk löggjafans er jú að setja þjóðinni ný lög og breyta eldri lögum, eftir þörfum þess nútíma er í gangi er hverju sinni.
Aðkoma þjóðarinnar að málum, sem löggjafarvald, er ekki möguleg fyrr en forsetinn hefur synjað lögum staðfestingar sem Alþingi hefur samþykkt sem ný lög.
Enda er það fólk sem þjóðin kýs á þing, fulltrúar hennar á Alþingi, sem ætlað er að setja þjóðinni ný lög eða breyta eldri lögum.
Þjóðin sem slík, setur hvorki lög né breytir þeim, nema til komi synjun forsetans á þeim lögum sem samþykkt voru á Alþingi.
Það er því nokkuð ljóst, að sé staðan sú að Alþingi eða það fólk sem þar starfar, getur ekki sinnt stjórnarskrárbundnum skyldum sínum, þá ber að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Engin leið önnur er fær.
Þjóðin taki af skarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2012 | 21:01
Fundað í ,,leyni"?
Maður hrekkur svosem ekkert í kút þó Hreyfingin fundi með ríkisstjorninni. Jafnvel þó slíkir fundir fari fram á sunnudegi.
Hins vegar finnst mér, í ljósi þess hvert fundarefnið var, að funda hefði átt með fulltrúum allra flokka á Alþingi.
Ekki bara minnsta þingflokknum. Enda bæði hefð og góð vinnuregla, að ræða stjórnarskrárbreytingar í samstöðu við þingheim allan.
En það kemur heldur ekkert á óvart að slíkt hafi ekki verið gert. Enda kýs Jóhönnustjórnin það helst að vinna að sínum helstu stefnumálum í sem mestri sundrungu og úlfúð.
Þeim mun meiri ófriður, þeim mun meiri ástæða, til að hamra málin í gegn.
Svo má vissulega velta því upp, hvort nokkuð hefði frést af þessum fundi, á þessum annars óvenjulega fundartíma, hefðu fréttamenn ekki verið að leita viðbragða, formanna stjórnarflokkanna við orðum herra Ólafs, á Sprengisandi í morgun.
En það er önnur saga.
Funduðu í Ráðherrabústaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 15:34
Af málatilbúningi Samfylkingar og annarra andstæðinga herra Ólafs Ragnars Grímssonar.
Andstæðingar herra Ólafs Ragnars Grímssonar, nefna það gjarnan honum til vansa að hann hafi staðfest Svavarssamninginn.
Þessir sömu andstæðingar forsetans, láta þess hins vegar ógert, að nefna til sögunar lykilatriði þeirrar staðfestingar. Fyrirvara Alþingis við þá samninga, sem forsetinn vísaði til með staðfestingu sinni.
Þeim fyrirvörum höfnuðu hins vegar bæði Bretar og Hollendingar alfarið og voru ekki til viðræðu um neitt annað, en samning sem var efnislega á sömu lund og áðurnefndur Svavarssamningur, án allra fyrirvara, þó orðalag hans hafi eflaust verið eitthvað annað.
Það var svo með ,,atkvæðahönnun" þingflokks Vg. að samningur númer tvö var samþykktur í þinginu. Auk þess sem áðurnefnd ,,atkvæðahönnun" kom í veg fyrir það, að Alþingi leyfði þjóðinni að hafa eitthvað um þann samning að segja.
Það voru því eðlileg viðbrögð herra Ólafs, að synja þeim samningi staðfestingar. Enda var efnislega um að ræða samskonar samning og Svavarssamninginn, en án allra fyrirvara.
Andstæðingar herra Ólafs nefna það einnig, honum til vansa, að hann hafi gengið gegn vilja 70% þingheims, er hann synjaði síðasta samningi staðfestingar og leyfði þjóðinni að taka afstöðu til hans.
Það er fyrir það fyrsta rangt að Ólafur hafi gengið gegn vilja 70% þingheims. Naumur meirihluti þingsins, felldi líkt og í fyrra skiptið, tillögu þess efnis að þjóðin fengi að kjósa um samninginn.
Það er því ekki annað hægt að segja, en að hann gengið gegn naumum meirihluta þingmanna, með því að vísa samningnum til þjóðarinnar.
Auk þess láta andstæðingar Ólafs það algerlega ógert, að geta þess með hvaða rökum, Ólafur synjaði Icesavesamningum staðfestingar öðru sinni.
Rök Ólafs voru þau, að vegna þess að þjóðin hafi fengið að kjósa um samninginn í fyrra skiptið, þá hafi hún orðið hluti af löggjafarvaldinu, hvað það mál varðar, sem og reyndar önnur mál varðar, er síðar kann að verða vísað til þjóðarinnar samkvæmt málskotsrétti forsetans.
Alþingi hafi því ekki haft óskorað umboð þjóðarinnar til þess að leiða málið til lykta, án aðkomu þjóðarinnar. Þar sem úrslit fyrra þjóðaratkvæðisins hafði ekki þær eðlilegu afleiðingar, að boðað hefði verið til nýrra kosninga til Alþingis.
Enda hafði það þing sem þá sat og situr reyndar enn, ekki eitt löggjafarvald í málinu, sökum höfnunar þjóðarinnar á fyrri samningi.
Segir Jóhönnu í herferð gegn sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2012 | 18:10
Brýn stefnumál og drengskaparheit við stjórnarskrá....
,,Það væri sannast sagna með ólíkindum ef minnihluti þingsins héldi áfram málþófi til þess að koma í veg fyrir framgang þessa máls í trássi við vilja meirihluta þingsins og þriggja fjórðu hluta kjósenda, segir Jóhanna."
Það er ,,sannast sagna" þingmeirihlutinn eða öllu heldur meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem heldur stjórnarskrármálinu í gíslingu.
Sá meirihluti hefur þvertekið fyrir það að ræða og vinna efnislega tillögur stjórnlagaráðs og annarra aðila. Vinna úr þeim heilstætt frumvarp, er kalla mætti frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga.
Það brýtur í bága við núgildandi stjórnarskrá, að senda tillögur stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði, sé það tilgangur þingsins hlýta þeirri niðurstöðu í einu og öllu. Að teknu tilliti til fyrirvara er lúta að lögum og alþjóðasamningum.
Skiptir þar engu máli þó Alþingi hafi ekki tekist á undanförnum áratugum að breyta stjórnarskránni eða endurskoða hana heildstætt, sökum óeiningar innan þingsins.
Á meðan núgildandi stjórnarskrá er í gildi, þá er ákveðið verklag í gildi um það hvernig stjórnarskránni skuli breytt. Það er stjórnarskrárbundin skylda þingmanna að fylgja því verklagi í einu og öllu.
Breyta þarf núgildandi stjórnarskra´, með tilliti til þeirra ákvæða. Eigi að breyta stjórnarskrá á annan hátt, en núgildandi stjórnarskrá kveður á um.
Þær breytingar sem hingað til hafa verið gerðar á stjórnarskránni, hafa verið gerðar í sátt, svo til allra ef ekki allra lýðræðislega kjörna fulltrúa þjóðarinnar, hverju sinni.
Hversu afgerandi afstöðu telur þingmeirihlutinn sig þurfa að fá í þjóðaratkvæðinu, til þess að hunsa ákvæði núgildandi stjórnarskrár? Dugir 51% , 60%, 75%, eða meira?
Dugir naumur meirihluti verði kosningaþátttakan á pari við þátttökuna í stjórnlagaþingskosningunum ógildu?
Er ekki eitt af brýnustu stefnumálum eða öllu heldur prinsippum þingheims að virða og fara eftir núgildandi stjórnarskrá? Eða treystir meirihluti þingheims sér ekki til þess?
En þingmanni sem opinberar með þeim hætti vantraust á sjálfan sig, gagnvart því að fara eftir stjórnarskrá þeirri, er hann sjálfur ritar drengskaparheiti, virkilega sætt á Alþingi? Er slíkur söfnuður á vetur setjandi?
Eitt af brýnustu stefnumálum ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 19:40
Velferðarráðherra ,,verðlaunar" flokksbróðir sinn fyrir að eyðinleggja faglegt ráðningarferli forvera síns.
Það má vel vera að Jóhann Ársælsson sé hinn mætasti maður og vel þess verður að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs.
En það nú samt varla hægt að segja að sé beint, ,,snilld að verðlauna stjórnarmann, sem tók þátt í því í samvinnu við þann ráðherra er pólitíska ábyrgð ber á sjóðnum, að eyðinleggja fyrra ráðningarferlið, þegar nýr framkvæmdastjóri var ráðinn.
Fyrir um það bil tveimur árum, í félagsmálaráðherratíð Árna Páls Árnasonar, var staða framkvæmdastjórna Íbúðalánasjóðs, auglýst laus til umsóknar.
Allnokkrir sóttu um stöðuna og var viðhaft, svokallað ,,faglegt ferli við ráðninguna, þ.e. einhver ráðningastofa út í bæ, látin meta hæfi umsækjenda.
Að loknu því ferli þóttu tveir umsækjendur vænlegur kostur í starfið. Ásta H. Bragadóttir, þáverandi aðstoðarframkvæmdastjóri ÍLS og settur, tímabundið framkvæmdastjóri sjóðins og Yngvi Örn Kristinsson, fyrrum lykilstjórnandi Landsbankans og altmuligmaður Félagsmálaráðuneyti Árna Páls.
Vitað var af sérstökum áhuga Árna Páls á því að Yngvi Örn fengi starfið, enda var orðið fátt um verkefni fyrir hann í Félagsmálaráðuneytinu.
Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað hins vegar með atkvæðum fjörgurra stjórnarmanna af fimm að ráða Astu H. Bragadóttur í starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs.
Jóhann Ársællsson, fulltrui Samfylkingar í stjórn sjóðsins, sá er greiddi ráðningu Astu ekki atkvæði sitt, bað stjórnina um viku frest, áður en greint yrði frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra ÍLS.
Jóhann hafði svo í kjölfarið samband við Árna Pál og greindi honum frá niðurstöðu fudnarins og í gang fór leikrit, þar sem sett var á laggirnar sérstök valnefnd, vegna meints ósættis um ráðninguna í stjórn ÍLS.
Fólk getur svo vegið og metið með sjálfu sér, hversu mikið ósætti fellst í því þegar einn umsækjandi hefur stuðning 80% stjórnarinnar.
Lyktir málsins urðu svo þær að auglýsa þurfti aftur í stöðuna, þar sem þeir umsækjendur sem hæfir þóttu í starfið í fyrra umsóknarferlinu, drógu umsókn sína til baka. Af skiljanlegum ástæðum.
Jóhann stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2012 | 20:28
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sporgöngumenn nýfrjálshyggjunar á Islandi.
Að sögn Níels Einarssonar forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, þá er kvótakerfið ,,hreint" afsprengi nýfrjálshyggjunar.
Það er afar athyglisverð fullyrðing, svo ekki sé meira sagt.
Kvótakerfinu alltso lögum um aflahlutdeild útgerða var komið á árið 1984, ef ég man rétt, af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það kerfi var hins vegar án framsals aflaheimilda og lögin giltu bara eitt ár í senn.
Kvótakerfið var svo fest í sessi árið 1991, með lögum 38/1990 og kvótakerfið markaðsvætt, með framsali aflaheimilda. Þá voru Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, Aþýðubandalagið og Borgaraflokkurinn í stjórn.
Á þeim tíma var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu og stærstur hluti þingflokksins greiddi atkvæði á móti lögum 38/1990.
Í þeirri stjórn sátu meðal annars þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon.
Það má því alveg segja sem svo, að þó Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon, leiðtogar hinnar alræmdu fyrstu tæru vinstri stjórnarinnar frá lýðveldisstofnun, séu á meðal sporgöngumanna nýfrjálshyggjunar á Íslandi.
Já það er margt skrýtið í henni veröld.
Einar Kristinn: Fiskveiðifrumvörpin og stjórnarskráin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum
- Einn handtekinn eftir að kona fannst látin
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
Fólk
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu