Færsluflokkur: Bloggar
9.10.2012 | 22:35
Villtustu draumar manna um beint lýðræði.
,,Þó að þjóðaratkvæðið sé ráðgefandi, þá er það í raun bindandi, því það yrði ekki boðlegt að þingmenn gengju gegn þjóðarvilja", segir Þorvaldur Gylfason.
Hvað meinar hann með því? Að svokallaður þjóðarvilji, felli t.d. 48 gr. núgildandi stjórnarskrá úr gildi? Að þingmenn sem rjúfi ekki drengskaparheit sitt við núgildandi stjórnarskrá, séu fífl eða kjánar?
Fylgi flokka í kosningum fer fyrst og fremst eftir því, alla jafna, hvernig þingmönnum flokkanna tekst að fylgja 48. gr. á því kjörtímabili sem er að renna sitt skeið. Enda fengu þeir kosningu í upphafi kjörtímabilsins út á þá sannfæringu sína, sem þeir kynntu þjóðinni.
Fari flokkar út af sporinu, þ.e. framkvæmi annað en þeir sögðu sína sannafæringu, þá er þeim refsað í næstu kosningum. Oftast nær.
Villtustu draumar manna um beint lýðræði, gera í raun elsta löggjafarþing veraldar óþarft. Nóg væri að halda þjóðfund einu sinni á ári eða sjaldnar sem valið yrði á með sömu aðferð og á þjóðfundinn haustið 2010. Þjóðin gæti svo kosið í þjóðaratkvæði um helstu áherslur þjóðfundarins í þjóðaratkvæðagreiðslu og forsetinn svo kvittað undir.
Þjóðin gæti svo að loknu auglýsinga og umsóknarferli kosið sér framkvæmdastjórn (ríkisstjórn) til þess að framkvæma þjóðarviljann.
Eflaust myndi það spara einhver útgjöld við að halda úti Alþingi og stofnunum þess. En ekki er þó víst að sá sparnaður yrði bara ,,gróði. Enda óvíst hvað slíkt stjórnskipan kostaði þjóðina í reynd. Hvort lagasetning almennt yrði betri, hvort meiri sátt væri með lagasetningarnar eða hvort t.d. útgjöld vegna lagasetninga eða öllu heldur vegna afleiðinga þeirra yrðu lægri o.s.f.v. ........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2012 | 22:06
Yrði mikilvægustu undanþágunni hnekkt með dómi?
Síðar í umræðunni var Björn síðan spurður að því hver samningsmarkmið Íslands ættu að vera í sjávarútvegsmálum í aðildarviðræðunum við ESB að mati Björns og svaraði hann því til að halda yrði óskertum yfirráðum yfir auðlindum sjávar við Ísland.
Ótakmörkuð yfirráð yfir fiskistofnunum og auðlindum sjávar sem lúta okkar stjórn varðandi nýtingu og ráðstöfun en ekki annarra. Engin þjóð með svo mikilvæga auðlind myndi gefa hana frá sér, sagði hann.
Sé þetta samningsviðmið óhaggað, þá eru nánast engar líkur á því að samningar náist. Í besta falli tímabundin undanþága er tryggði markmiðið.
Hins vegar gæti það skeð að þær fiskveiðiþjóðir sem nú eru í ESB og ættu hvað erfiðast með að sætta sig við undanþáguna, gætu reynt fengið henni hnekkt með dómi. Enda lög og reglur sambandsins æðri einstaka aðildarsamningum þjóða að sambandinu. Þá yrðu í einni andrá hin ótakmörkuðu yfirráð okkar á fiskimiðum okkar,komin í hendur ESB.
ESB ekki fyrirstaða samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2012 | 12:33
Skoðannamyndandi hugtakabrenglun ,,fréttastofu allra landsmanna".
Það er með ólíkindum hvernig ,,fréttastofa allra landsmanna" RÚV, breytir hugtökum til þess að þjóna málstað þeirra sem hún í raun og veru þjónar.
Ótal skattahækkanir stjórnvalda eru oft og iðulega kallaðar SKATTBREYTINGAR, en ekki SKATTAHÆKKANIR. Sér það einhver fyrir sér að verðhækkun á landbúnaðarafurðum sé kölluð VERÐBREYTING á landbúnaðarafurðum?
Þegar Icesavedeilan stóð sem hæst, þá var talað um ICESAVESKULD ÞJÓÐARINNAR. En ekki icesaveskuld þrotabús bankans. Svokölluð Icesaveskuld var á þeim tímapunkti þrotabúsins og verður það, þangað til dómstólar ákveða annað.
Það er því engu líkara en að "fréttastofa allra landsmanna", hafi með þessari hugtakabrenglun, meðvitað eða ómeðvitað, verið að kveða upp þann dóm að landsmönnum væri það fyrir bestu að kjósa með Icesavesamningunum. Enda skuldi þeir þessa fjármuni, en ekki þrotabúið.
Fréttastofa allra landsmanna heldur svo úti stjórnmálaskýringaþættinum Speglinum. Þar koma talsmenn og meðhlauparar stjórnvalda úr fræðimannasamfélaginu, jafnvel oftar fram en umsjónarmenn þáttarins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2012 | 13:48
Viðkvæmni fjármálaráðherra.
Í umfjöllun um boðaðar skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu í Morgunblaðinu í dag segir Katrín, að hvorki atvinnulífið né heimilin hafi verið skattpínd í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Það þarf ekki að leggjast í mikla rannsóknarvinnu, til þess að sjá að þessi ummæli fjármálaráðherra eru kolröng. Hvort sem að fólk kjósi að kalla það píningu eður ei, þá er það alveg ljóst að skattahækkanir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa hindrað vöxt heimilanna og fyrirtækjanna út úr kreppunni.
Samkvæmt gögnum frá Rikisskattstjóra, þá hefur skattbyrði á alla tekjuhópa aukist, frá hruni. Sjálfsagt pínir slíkt ekki alla tekjuhópa, en hlýtur þó koma verst niður á þeim sem minnstar og meðaltekjur hafa þó svo að hlutfallsleg aukning skattbyrði sé sínu minni hjá þeim hópum en hjá þeim sem háar tekjur hafa. Enda átti hluti þess hóps í vandræðum með að ná endum saman, áður en til aukningar á skattbyrði kom. Hærri skattar á vörur og þjónustu hafa svo hækkað verðlag í landinu. Hærra verðlag á nauðsynjum leiðir til þess að æ stærri hluti minnkandi ráðstöfunartekna fara í kaup á nauðsynjum.
Hækkandi verðlag leiðir einnig á endanum til hækkunar vísitölum lána heimilana. En skattahækkanir ríkisstjórnarinnar, einar sér, hafa hækkað höfuðstól lána heimilanna í landinu um milljarðatugi.
Auknar álögur á fyrirtækin í landinu hafa svo dregið úr umsvifum þeirra og arðbærni í rekstri þeirra. Auk þess sem hækkandi verðlag vegna skattahækkanna, eykur á kostnað fyrirtækja við kaup á aðföngum og þjónustu. Þessi þróun leiðir til þess að fyrirtækin hafa æ minna bolmagn til fjárfestinga, sem aukið gæti verðmætasköpun og atvinnu í landinu. Að lokum bitnar svo slíkt á heimilunum í landinu, þar sem bolmagn fyrirtækjana til launahækkanna og sköpunnar nýrra starfa dregst verulega saman. Tekjur heimilanna verða jú til við vinnu hjá fyrirtækjunum í landinu.
Til þess að halda sér aðeins á jákvæðu nótunum, ber þó að þakka fyrir það, að ein skattkerfisbreyting af hundrað og eitthvað hefur þó skilað jákvæðum árangri. Það er hærra endurgreiðsluhlutfall opinberra gjalda í kvikmyndagerð. Enda hefur sú aðgerð stóraukið umsvif í greininni og um leið tekjur ríkissjóðs. Það er því alveg með góðu móti hægt að segja að það eina sem sem stjórnvöld hafa gert rétt í skattamálum, sýni það svart á hvítu, að í öllu öðru er skattastefna stjórnvalda kolröng.
Það er kannski á þeirri staðreynd, sem viðkvæmni fjármálaráðherra byggir á. Það er ef að skattbyrðin á atvinnulífið, yrði tröppuð niður þannig að það gæti aukið umsvif sín jafnt og þétt og stuðlað að aukinni verðmætasköpun og atvinnuþátttöku, þá yrði það lýðnum ljóst að sú ríkisstjorn sem ráðherrann hefur tilheyrt á þessu kjörtímabili, hefur vaðið í villu og svíma, varðandi uppbyggingu á grunnstoðum þjóðfélagsins á kjörtímabilinu.
Niðurstaðan hlýtur því alltaf að vera sú, hvort sem að lifað sé á hagsældar eða krepputímum, að skattkerfi sem dregur úr umsvifum atvinnulífsins og lækkar ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu, er og verður alltaf ,,píning", hvernig sem á það er litið. Enda aukin umsvif, ætíð betur til þess fallinn að auka tekjur ríkissjóðs og almenna velsæld í landinu, heldur en aðþrengjandi skattahækkanir.
Viðkvæmt að hætta við skattahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.10.2012 kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2012 | 19:53
Marklausi prófessorinn.
Í bloggi sínu á dv.is tekur Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor og fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður fyrir kjörsókn í þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið hafa fram hér á landi, í gegnum tíðina. Samantektin og samanburðurinn er eflaust fróðlegur, þeim sem gaman hafa af því að stúdera tölur og gera á þeim samanburð.
Hins vegar afhjúpar Þorvaldur, í pólitísku hagsmunaskyni, enn og aftur valkvæða vanþekkingu sína á íslenskri stjórnskipan, með fullyrðingu sinni um marklaust þjóðaratkvæði, þegar kosið var um Icesave í fyrra skiptið. Eins og sést í textanum hér að neðan:
"Loks þarf að bæta við listann þjóðaratkvæðagreiðslum um tvo Icesave-samninga við Bretland og Holland. Hin fyrri, 2010, var í reyndinni marklaus, þar eð samningurinn, sem málið snerist um, var ekki lengur til umræðu. Kjörsókn í þessum tveim Icesave-atkvæðagreiðslum var 63% 2010 og 75% 2011."
Hvaða vitleysa er þetta í Þorvaldi??? Auðvitað var fyrra þjóðaratkvæðið vegna Icesave ekki marklaust. Enda var sá samningur sem kosið var um enn í gildi, þar sem Alþingi hafði ekki afturkallað samþykkt sína á honum. Ef að það hafi þá verið mögulegt.
Hins vegar voru menn farnir að búa sig undir ósigurinn í þjóðaratkvæðinu og ræða möguleikan á öðrum samningi. Hefði samningurinn verið samþykktur í fyrra þjóðaratkvæðinu, þá hefði sá samningur staðið.
Ég hafði nú ekki svo frjótt ímyndunarafl, að ég hefði getað ímyndað mér það, að nokkurri manneskju skyldi detta í hug að endurtaka, ósvífin og fordæmalaus ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um sama þjóðaratkvæði.
Þjóðaratkvæðið sem hann hamast þessar vikurnar við að fá fólk til að taka þátt í, er hins vegar marklaust og í rauninni ekkert annað en skoðannakönnun, þar sem niðurstaða atkvæðagreiðslunar skilar ekki efnislegum lyktum málsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2012 | 18:34
Beint lýðræði og Mikki refur.
"Evrópumálið er eins og stjórnarskrármálið að því leyti, að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi þurfa ekki og eiga helzt ekki að koma nálægt því nema til að staðfesta ákvörðun þjóðarinnar. Þjóðin er sjálf fullfær um að leiða bæði málin til lykta án milligöngu flokkanna. Stjórnmálaflokkarnir eru allir klofnir í afstöðu sinni til ESB-aðildar. Þjóðaratkvæðagreiðslur henta vel í málum, sem flokkarnir eiga erfitt með að gera upp við sig. Flokkarnir verðu kröftum sínum betur, ef þeir einbeittu sér málum, þar sem meiri árangurs er að vænta af starfi þeirra."
(Þorvaldur Gylfason)
Við lestur á texta eins og þessum hér að ofan, koma manni fyrst í hug orð Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi. En á einum stað í leikritinu segir hann: "þetta er nú mesta vitleysa sem ég hef nokkurn tímann heyrt".
Í fyrstu tveimur setningunum tekst Þorvaldi að snúa öllu gersamlega á hvolf. ,,Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi eða þeir einstaklingar sem sitja á þingi fyrir flokkanna, eru löggjafarvald þjóðarinnar. Þjóðin er ekki löggjafarvald þingsins. Það er því þingið sem setur lögin, en ekki þjóðin. Þjóðin getur hins vegar, eins og málum er nú háttað, skorað á forsetann að vísa nýsamþykktum lögum til þjóðarinnar. Verði hann við því, þá annað hvort synjar þjóðin þessum lögum um samþykki eða staðfestir þau.
Í næstu tveimur setningum veður Þorvaldur sama reykinn. Fari svo að fulltrúar þjóðarinnar á löggjafarþinginu, nái ekki saman um tiltekið mál, þá verður það tiltekna mál ekki að lögum. Í það minnsta ekki á því kjörtímabili sem stendur yfir. Nema auðvitað að nógu margir fulltrúar þjóðarinnar á löggjafarþinginu, skipti um skoðun í tilteknu máli og meirihluti verði fyrir því í þinginu.
Í síðustu setningunni, þá hlýtur Þorvaldur þó hann tali um flokkanna, að vera að tala til forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Enda er leitun að annarri ríkisstjórn lýðveldisins, sem kastað hefur inn í þingið, jafn mörgum stórum málum inn í þingið í algerum ágreiningi. Líkt og ríkisstjórn Jóhönnu hefur gert.
Ofstopi og stífni forsætisráðherra og meðhlaupara hans, hefur svo valdið því, að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um slíkt, þá hafa þau mál sem þó einhver sátt er um í þinginu ekki fengist rædd og eða afgreidd, á meðan ágreiningurinn er jafnaður eða hinu umdeilda máli fundinn farvegur sem sátt er um í þinginu.
Beint lýðræði snýst ekki um eða á ekki að snúast um, að löggjafanum séu skammtaðar lagasetningar frá þjóðinni til staðfestingar. Heldur á það að snúast um að þjóðin fái í ríkari mæli að taka afstöðu til þeirra laga sem löggjafinn samþykkir á kjörtímabilinu, synja þeim eða samþykkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2012 | 22:43
Af frændsemi og tilviljunum.
Nú reynir á hvort sé meira virði. Norræn samvinna og frændsemi eða ESB-aðild. Enda nær öruggt að kjör þau sem Írar fengu hjá Svíum og Dönum, skýrist að stórum hluta af því að þessar þjóðir allar eru í ESB.
Hins vegar má alveg benda á að stórum hluta þessara lána, eða lána frá AGS, hefur verið skilað aftur, þar sem engin þörf var fyrir þau, þegar uppi var staðið.
Kannski er það bara tilviljun að sú upphæð sem skilað hefur verið, er ekki svo fjarri þeirri upphæð sem við værum búin að greiða í vexti af Icesave, samkvæmt Svavarssamningnum.
Hver veit?
Norðurlöndin bjóða Íslandi lakari kjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.10.2012 | 22:06
Verður Þór Saari, sjálfum sér samkvæmur.
Þór Saari dæmdur fyrir meiðyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2012 | 23:08
Fær þjóðin það sem hún ,,kýs" þann 20. október?
Yðar er einlægur er, eins og eflaust nokkuð margir aðrir í þónokkrum vanda varðandi það hvernig svara skuli fyrstu spurningunni í svokölluðu þjóðaratkvæði, alias skoðannakönnun, þann 20. okt næstkomandi.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar í nýrri stjórnarskrá?
Já eða nei.
Ef svarið er já. Hvað liggur að baki því svari? Er sá er svo kýs, sammála öllu í drögunum, 10%, 50% eða einhverju þar á milli?
Nú hefur undirritaður orðið þess var, að fólk hafi verið hvatt til þess að segja já við þessari spurningu, til þess að fá þessar tillögur til umræðu í þinginu. Jafnvel þó svo að fólk geti bara sætt sig við lítinn hluta þeirra. Er þá verið að ,,narra" fólk til þess að kjósa með einhverju sem það er í rauninni á móti? Ef það er á móti einhverjum hluta þessara tillagna?
Get ég t.d. kosið með auðlindaákvæði í stjórnarskrá, ef að sá böggull fylgir því skammrifi, að einnig verið í því ákvæði, kveðið á um fullt gjald fyrir nýtingu auðlinda? Þar sem ég aðhyllist frekar að það gjald sem taka skuli fyrir nýtingu auðlinda, sé miklu frekar bundið vilja löggjafans hverju sinni, fremur en stjórnarskrárákvæði, sem mun erfiðara er að breyta en lögum um auðlindagjald, ef aðstæður breytast við nýtingu auðlinda.
Á hvaða hátt á Alþingi að geta nýtt sér leiðsögn þessarar könnunar sem lögð er fyrir þjóðina þann 20. okt nk. ?
Koma þingmenn til þess að vita, í hvaða tillögum af þessum tillögum öllum, öðrum en þeim fimm sem fólk fær að ,,kjósa" sérstaklega um, ríkir samhljómur meðal þjóðarinnar? Ef já. Verða þá bara þær tillögur í nýrri stjórnarskrá, sem þingið veit að ríkir samhljómur um á meðal þjóðarinnar og öðrum tillögum hent?
Eða á já við spurningunni að verða til þess, að allar þessar tillögur verði í nýrri stjórnarskrá, óbréyttar með öllu, lítið breyttar eða breytt eftir því sem tími vinnst til og meirihluti verður til við í þinginu?
Ef svarið er nei. Verða þessar tillögur þá ekki lagðar fyrir þingið? Eða bara þær tillögur sem stjórnarmeirihlutinn treystir sér að ná í gegn fyrir kosningar í vor? Eða þá bara sá hluti tillagnanna sem honum er að skapi, þröngvað í gegnum þingið á síðustu andartökum þess fyrir kosningar?
Verða spurningarnar fimm sem að auki eru lagðar fram í þessari könnun,um auðlindirnar, þjóðkirkjuna, persónukjör, jöfnun atkvæða og beint lýðræði, afgreiddar í þinginu í beinu samræmi við niðurstöðu könnunarinnar? Eða mun pólitískur meirihluti í þinginu ráða lyktum þeirra?
Að lokum má svo bæta við: Hvaða áhrif mun þátttaka þjóðarinnar í þessari könnun hafa á efnislega meðferð þingsins á þessum tillögum? Mun stjórnarmerihlutinn leggja jafn mikla áherslu á framlagningu þessarra tillagna, verði þátttakan dræm og hann myndi gera yrði þátttakan góð eða yfir meðallagi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2012 | 21:46
Forsætisráðherra fólksins kveður.
Fólk treystir því að hún sé að vinna að hag almennings á Íslandi og ég held að það sé vanmetið hvað það er gríðarlega mikils virði að hafa haft slíkan forsætisráðherra.
Í stjórnarandstöðu talað Jóhanna gjarnan fyrir afnámi á verðtryggingu lána. Eins þótti henni ríkið taka fullmikið til sín af verði hvers bensínlítra og krafðist þess að ríkið léti af þeirri stefnu sinni að halda uppi bensín verði með sköttum á eldsneyti.
Eins þótti henni lítið til þess koma, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hækkaði lánshlutfall Íbúðalánasjóðs upp í 90%. Enda hafði ,,helvítis íhaldið komið í veg fyrir að lánshlutfallið yrði hækkað enn frekar.
Fólkið í landinu gæti ekki meir......
En svo birti til hjá þjáðri þjóð. Jóhanna varð félagsmálaráðherra.
Jóhanna sat í sérstökum ráðherrahópi um ríkisfjármál. Í aðdraganda hrunsins, hafði í hópnum verið um það rætt að Íbúðalánasjóður, héldi að sér höndum og drægi frekar úr lánveitingum, en yki þær. Bankarnir væru hættir að lána til húsnæðiskaupa og fasteignamarkaðurinn var að líða út af. Með þau skilaboð fór Jóhanna upp í félagsmálaráðuneyti og útbjó reglugerð, sem heimilaði Íbúðalánasjóði að hækka lánslutfallið upp í 100%. Átti sú reglugerð að taka gildi 1. Júlí 2008, sem hún og gerði.
Sú ákvörðun hleypti jú einhverju lífi í fasteignamarkaðinn. Enda jukust lánveitingar Íbúðalánasjóðs um nærri 60% síðustu þrjá mánuðina fyrir hrun, miðað við síðustu þrjá mánuði þar á undan.
Samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs, þá er sá hópur sem nú á í hvað mestum vandræðum með lán frá sjóðnum, einmitt þeir sem tóku lán árið 2008, þegar Íbúðalánasjóður lánaði einn til húsnæðiskaupa. Ætla má að stærstur hluti þess hóps, hafi tekið sín lán frá 1.júli og fram að hruni. Þegar að ráðherrann hefði mátt og í rauninni átt að vita í hvað stefndi í ljósi þess að hann sat í ráðherranefndinni um ríkisfjármál.
Og svo birti enn til...............
Jóhanna varð forsætisráðherra og fer nú fyrir ríkisstjórn þeirri sem á Íslandsmet í skattheimtu, hvort sem það sé á einstaklinga eða fyrirtæki. Skattar sem vega mikið þegar kemur útreikningi á vísitölu lána, eins og á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa hækkað gríðarlega. Höfuðstólar lána hafa hækkað svo milljörðum skiptir í stjórnartíð Jóhönnu, bara vegna skattahækkunarstefnu stjórnar Jóhönnu. Jafnvel þó að farið hafi verið í yfir sextíu úrræði til lausnar á skuldavanda heimilana, að sögn Jóhönnu.
Ríkisstjórn Jóhönnu sveik svo gefin loforð um hækkun persónuafsláttar, þannig að skattbyrði þeirra sem minnst mega sín og eiga sjálfsagt í mestum vandræðum vegna lána hefur aukist. Eldsneytisverð aldrei verið hærra í Íslandssögunni og aldrei hafa fleiri einstaklingar verið í alvarlegum vanskilum, en einmitt í stjórnartíð Jóhönnu.
Að ofansögðu má glöggt sjá, að þjóðin hlýtur að standa í mikilli þakkarskuld við Jóhönnu. Enda hefur hún ætíð hugsað fyrst og fremst hugsað um hag þess og ekkert annað í orðum sínum og gjörðum...
Flokkurinn þarf að ræða framtíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar